Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiFebruary 1991Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728123
    45678910
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Qupperneq 3
ÚdsTUDÁGÚR 1. FEBRÚARÍ Í9ðl. 1 Fréttir 900 tonna fjölveiöiskip fæst ekki afhent á Spáni: 60 milljónir vantar til að skipið fáist Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri: „Þaö var búiö að biöja um þetta lán hjá íslandsbanka en þar sem Esk- firðingur hf. var ekki með nægjan- legar tryggingar fyrir láninu var beð- ið um baktryggingu frá sveitarfélag- inu þaðan sem gera átti skipið út, sem er Reyöaríjörður. Þessi bak- ábyrgð var veitt og þá áhtu menn að lánið væri komið í höfn þar sem skil- yrði bankans höfðu verið uppfyllt en svo reyndist þvi miður ekki vera,“ segir Pétur Valdimarsson, tæknileg- ur ráðgjafl Eskfirðings hf. um 900 tonna fjölveiðiskip sem fyrirtækið lét smíða á Spáni en fær ekki afhent. Skipiö er 53 metra langt og 10,5 metra breitt, fullbúið flölveiðiskip. Smíði þess lauk fyrir áramót. Áhöfn skipsins fór utan í nóvember til að sækja skipið en þá kom í ljós að fyrir- greiðsla Islandsbanka, sem átti að nema 10% af kaupverði skipsins eða 60 milljónum króna, fékkst ekki. Menn úr áhöfn skipsins hafa verið á Spáni allt síðan, en hluti þeirra kom þó til landsins um jólin og bíður þess að úr flármálunum rætist svo hægt verði að sækja skipið. „Þegar bakábyrgðin, sem íslands- banki setti sem skilyrði fyrir láninu, var fengin reyndist hún ekki vera nægjanleg að mati bankans, sem gerði ekki neitt í málinu og hefur ekki gert enn. Vegna þess að þessar 60 milljónir króna vantar er útgerð skipsins að tapa 170-200 milljónum króna sem hún hefur- lagt í skipið af sínu fé og meö lánum til þessa. Útgerðin hefur verið með mannskap þarna úti síðan í nóvember og nú blasir við að hætt verði við allt saman ef ekki tekst að útvega það flármagn sem vantar." Með hassmola í maganum Það er mikið sem smyglarar leggja á sig til að koma fikniefnum til iands- ins. Þessir þrír hassmolar komu til íslands í maganum á 22 ára karlmanni sem handtekinn var á Keflavikurflugvelli um siðustu helgi. Hann pakkaði þessum þremur molum og tólf öðrum inn í sellófan - samtals 80 grömm- um, setti þá því næst i afklippta þumla af gúmmihönskum, batt fyrir og gleypti alla fimmtán pakkana. Hver moli er rúm 5 grömm. Eftir handtöku á flugvellinum var maðurinn úrskurðaður í varðhald í Síðumúlafangelsinu. Þar gengu molarnir 15 siðan niður úr sökudólgnum. Þess má geta að lög- reglumaðurinn, sem heldur á molunum í sellófaninu, er með gúmmíhanska. DV-mynd GVA Spá Veðurstofunnar: Lítill sem enginn haf ís kemur í vor „Samkvæmt 22 ára gamalli kenn- ingu minni, sem margir brostu aö á sínum tíma en hefur oftlega sannað notagildi sitt, verður lítill sem enginn hafís viö landið í vor. Þessa kenningu mína byggi ég á sjávarhita við Jan Mayen að hausti," segir Páll Berg- þórsson veðurstofustjóri. „Lofthitinn á Jan Mayen frá því í ágúst og fram í janúar bendir ein- dregið til að hafið í kringum eyjuna hafi verið með hlýjasta móti í haust, það tekur hafstrauma frá eyjunni yfirleitt um hálft ár að berast upp að Norðurströndinni. Það má því búast við að það verði lítill eða eng- inn hafís við landið í vor. Sjávarhiti ræður miklu um lofthita og því eru líkur á að árið verði hlýtt hér á landi.“ -J.Mar Upplýsingar um úrslit leikja: Lukkulínan, s. 99-1002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Mál:
Árgangir:
41
Útgávur:
15794
Registered Articles:
2
Útgivið:
1981-2021
Tøk inntil:
15.05.2021
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Stuðul:
Tidligere udgivet som:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 27. tölublað (01.02.1991)
https://timarit.is/issue/193236

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

27. tölublað (01.02.1991)

Iliuutsit: