Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Qupperneq 4
4
.| EÖ^TUDAjGUR 1},gE^RfiAR. 1991.
Fréttir
Skoðanakönnun DV:
Fylgjendur stjórnarinnar
fleiri en andstæðingarnir
- á sér mun fleiri stuðningsmenn en stjómarflokkarnir sjálfir
Meirihluti kjósenda er fylgjandi arflokkarnir, sem að henni standa,
ríkisstjórninni þrátt fyrir að stjórn- njóti einungis stuðnings hjá ríflega
Afstaöantil ríkisstjórnarinnar
Þeir sem afstöðu tóku
Andvígir \ Fylgjandi
Afstaðan til ríkisstjórnarinnar
45%
40
35
30
25
20
15
10
5
0
Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Svara ekki
38% landsmanna. Engu að síður hef-
ur fylgi stjórnarinnar minnkað lítils-
háttar á undanförnum vikum. Þetta
er niðurstaða skoöanakönnunar sem
DV framkvæmdi í gær og fyrradag.
Afþeim sem tóku afstöðu reyndust
52,4% vera fylgjandi ríkisstjórninni
og 47,6% á móti. í síðustu skoðana-
könnun'DV, sem fram fór í byrjun
desember, reyndist fylgi ríkisstjórn-
arinnar vera 55% og hafði þá ekki
mælst hærra frá því hún tók við
völdum. Minnst reyndist fylgi henn-
ar í júní 1989 eða tæplega 24%. Frá
því í ágúst sama ár hefur fylgiö hins
vegar aukist jafnt og þétt þar til nú
að það lækkar um tæplega 3 pró-
sentustig.
Eins og í fyrri skoðanakönnunum
DV voru alls 600 íslendingar á kosn-
ingaaldri spurðir eftirfarandi spurn-
ingar: „Ertu fylgjandi eða andvíg(ur)
ríkisstjóminni?“ Helmingur þeirra
sem voru spurðir búa á höfuðborgar-
svæðinu, en hinn helmingurinn utan
þess, víðs vegar um landið. Þátt í
könnuninni tóku jafnmargar konur
og karlar, eða 300 af hvoru kyni.
Sé tekið mið af svörum allra þátt-
takenda reyndust 42,5% vera fylgj-
andi ríkisstjóminni og 38,7% andvíg-
ir henni. Óákveðnir voru 16,2% og
2,7% þátttakenda neituðu að svara
spurningunni. í síðustu könnun
reyndust ívið fleiri óákveðnir eða
16,8%.
Ljóst er að miðað við fylgi stjórn-
málaflokkanna nýtur ríkisstjórnin
stuðnings kjósenda langt út fyrir rað-
ir kjósendahóps ríkisstjórnarflokk-
anna. Þannig hefur það einnig reynst
vera í fyrri könnunum DV allt frá
því í desember 1989 en þá reyndist
fylgi stjórnarflokkanna vera tæplega
þrem prósentustigum hærra en rík-
isstjórnarinnar. -kaa
Ríkisstjórnin hefur enn meirihluta þeirra sem afstööu taka í skoðanakönnun
DV.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar.
Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana (í %):
mars júní ágúst okt . des , jan. apr, . ág. okt des nú
Fylgjandi 29,5 18,7 23,8 23,7 28,0 25,8 30,3 32,8 34,5 44,3 42,5
Andvígir 0,0 60,5 56,0 60,0 50,0 53,3 50,3 42,8 41,3 36,4 38,7
Óákveðnir 20,0 18,7 16,2 14,0 20,5 17,2 14,8 23,2 22,7 16,8 16,7
Svara ekki 0,5 2,2 4,0 2,3 1,5 3,7 4,5 1,2 1,5 2,5 2,7
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu
verða niðurstöðurnar þessar (í %):
mars júni ágúst okt. des. jan. apr. ág. okt des nú
Fylgjandi 37,1 23,6 30,0 28,3 35,9 32,6 37,6 43,4 45,5 55,0 52,4
Andvigir 62,9 76,4 70,0 71,7 64,1 67,4 62,4 56,6 54,5 45,0 47,6
Karl Steinar Guðnason alþingismaður:
Nýr búvörusamningur
kostar stjórnarslit
- framhald þjóðarsáttarinnar, segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra
Ummælifólks
„Ég treysti þessari rikisstjórn
mun betur heldur en þessum
negulnöglum i Sjálfstæðisflokkn-
um,“ sagði kona á Reykjanesi.
„Við höfmn kosið þessa stjórn og
eigum að taka því,“ sagði karl i
Reykjavík. „Síðasta ríkisstjóm
var ekkert betri en þessi,“ sagði
annar karl í Reykjávík.
Kona á höfuðborgarsvæöinu
kvaðst ekki fylgjandi ríkisstjóm-
inni því hún væri opinber starfs-
maður sem þyrfti að sæta bráða-
birgðalögunum. „Það veitsá sem
allt veit að ég er á móti ríkis-
stjóminni,“ sagði kona á Vest-
fjörðum. Kona á Akureyri kvaöst
fylgjandi sumu af því sem ríkis-
stjórnin hefur gert en ekki öllu.
„Eg er til dæmis á móti þessari
þjóðarsátt sem leyfir hækkanir á
öllu nema laununum," sagði hún.
„Stjómin er búin að gera margt
gott og því styð ég hana,“ sagöi
karláNorðurlandi. -kaa
Reykjaneskjördæmi:
Kvennalistinn
Efstu sæti framboðslista Kvenna-
listans í Reykjaneskjördæmi skipa:
1. Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.
Kristín Sigurðardóttir, 3. Ragnhildur
Eggertsdóttir, 4. Edda Magnúsdóttir,
5. Bima Sigurjónsdóttir, 6. Þórunn
Friðriksdóttir, 7. Guðrún Gísladóttir,
8. Dóra Hlín Ingólfsdóttir, 9. Álf-
heiður Jónsdóttir, 10. Katrín Páls-
dóttir, 11. Kristín Halldórsdóttir.
„Það er alveg ljóst að ef land-
búnaðarráðherra ætlar að undir-
rita nýjan búvörusamning fyrir
kosningar, án samþykkis Alþýðu-
flokksins, þýðir það ekkert annað
en stjómarslit,“ sagði Karl Steinar
Guðnason, alþingismaður og vara-
formaður Verkamannasambands-
ins, í samtah við DV.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra og formaður Al-
þýðuflokksins sagði í DV í gær að
ef Steingrímur J. Sigfússon undir-
ritaði nýjan búvörusamning nú
mundi þaö hafa alvarlegar afleið-
ingar. Það kom hins vegar í ljós,
þegar farið var að ræða við al-
þýðuflokksmenn í gær, að þeir
höföu ekki gert sér grein fyrir því
hve langt gerð búvömsamningsins
var komin. Þeir virðast hafa dottað
á meðán landbúnaðarráðherra lét
hendur standa fram úr ermum í
þessu eldfima máh innan ríkis-
stjórnarinnar.
Karl Steinar sagði að það væri
fráleitt að binda hendur þeirrar
ríkisstjórnar, sem tæki við eftir
kosningar, með því að undirrita
nýjan búvörusamning nú.
„Framhald þjóðarsáttar“
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra sagði að landbúnaðarráö-
herra legði áherslu á að ljúka gerð
búvörusamnings fyrir kosningar.
Hann sagði þennan nýja samning
í grundvaharatriðum öðruvísi en
þann samning sem fyrir væri. í
nýja samningum eru uppsagnarat-
riði. Því getur hvaða ríkisstjórn
sem tekur við sagt honum upp hve-
nær sem er.
„Þessi samningur hefur verið
undirbúinn með aðilum vinnu-
markaðarins. Hann er því fram-
hald þjóðarsáttarinnar og beinlínis
í tengslum viö hana. Vinnuveiten-
dasambandið, Alþýðusambandið
og BSRB hafa komið að málinu.
Og ég er viss um að þegar formaður
Alþýðuflokksins kynnir sér inni-
hald samningsins muni hann sjá
að þar er á ferðinni hið besta mál,“
sagði Svavar Gestsson.
Guömundur Bjarnason heil-
brigðisráöherra sagði það sína
skoðun að mjög brýnt væri aö ljúka
gerð nýs búvörusamnings núna.
Sársaukafullar aðgerðir
„Það er mikilvægt fyrir stjórn-
völd að mótuð sé stefna til fram-
búöar um þetta mikla átakamál.
Ljóst er að við gerð nýs búvöru-
samnings verða framkvæmdar
ýmsar sársaukafullar aðgerðir sem
snerta bændur. Þeir verða aö fá að
vita sem fyrst hverjar þær verða.
Þau rök að ekki megi binda hendur
nýrrar ríkisstjórnar eru léttvæg.
Það hafa alltaf verið sett lög og regl-
ur sem binda hendur komandi rík-
isstjórna að einhverju leyti. En
engin lög eru þannig að ekki sé
hægt að breyta þeim,“ sagði Guð-
mundur Bjarnason.
Pálmi Jónsson alþingismaður
sagðist ekki hafa séð innihald þessa
væntanlega búvörusamnings. Hitt
væri deginum ljósara að til þess að
gera samning eins og drög voru
birt að í haust þyrfti lagabreytingu.
„Ég fæ ekki séö að það geti tekist
að koma nýjum lögum um þetta
mál í gegnum þetta þing, svo stutt-
ur tími sem eftir er til þingslita,"
sagði Pálmi Jónsson.
-S.dór