Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthFebruary 1991next month
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1991, Page 23
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991. 31 Æ, próf kjör I DV þann 30. janúar er aö flnna grein eftir einn prófkjörsframbjóö- anda Alþýðuflokks, Gunnar Inga Gunnarsson. Gunnar byggir grein sína að verulegu leyti á hugmynd- um sem hann eignar heilbrigðis- nefnd Sjálfsíæðisflokks. Hann seg- ir heilbrigðisnefndina boða mis- munun í heilbrigðisþjónustu þar sem aðeins „þeir ríku“ fái góða heilbrigðisþjónustu og gagnrýnir shkt harkalega. Galhnn á grein Gunnars er að þessar hugmyndir eru ekki stefna heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokks. Greininbyggistá því gamla bragði að gera andstæð- ingum sínum upp hugmyndir og gagnrýna síðan hina ímynduðu stefnu. Gunnar segir heilbrigðisnefnd Sjálfstæðisflokks vilja „tekjutengja rétt íslendinga til heilbrigðisþjón- ustu“. Þetta er rangt. Hann segir sjálfstæðismenn vilja að „hæstu tekjurnar kaupi þannig mestu þjónustuna". Þetta er líka rangt. Heilbrigðisnefnd Sjálfstæðis- flokksins byggir allt sitt starf og tillögur á þeim grunni að allir landsmenn hafl jafnan rétt til heil- brigðisþjónustu án tillits til efna- hags eða annarra aðstæðna. Nefnd- in hefur eytt miklum tíma í að finna leiðir th þess að tryggja þennan rétt og þykir undirrituöum nefnd- armanni illt að sitja undir ásökun- um um hið gagnstæða. Smáauglýsingar - Sími 27022 Hjónafólk, pör, einstakl. Við leggjum áherslu á yndislegra og fjölbreyttara kynlíf, höfum geysilegt úrval af hjálp- artækjum ástarlífsins f. dömur og herra. Einnig úrval af æðislegum nær- fatnaði á frábæru verði á dömur og herra. Verið velkomin, sjón er sögu ríkari, ath. póstkr. dulnefnd. Opið 10-18 virka daga og 10-14 laugard. Erum á Grundarstíg 2 (gengið inn frá Spítalastíg), sími 14448. SKÍÐAVÖRUR Skiðaverslun, skíðaleiga og viðgerðir. • K2 skíði, K2 skíðagallar, Elan skíði, • Alpina og Lowa skíðskór. • Barnaskíðapakki frá 12.500. • Fullorðinsskíðapakki frá 19.990. • Gönguskíðapakki 13.950. • Tökum notaðan skíðabúnað upp í nýjan. Sportleigan gegnt Umferðar- miðstöðinni, sími 19800. Póstverslunin Svanni Bon'a Parte Bleikjukvísl 6, 110 Rvk. Útsala, útsala úr eldri listum. Þægilegur danskur gæðafatnaður á mjög góðu verði. Vor- og sumarlistinn kemur í mars. Opið virka daga frá kl. 10-17. Sími 91-673718. Fyrir öskudaginn: I miklu úrvali: bún- ingar, s.s. Gostbusters, Batman, Sup- erman, Zoro, Ninja, Rauðhetta, indí- ánar o.m.fL, einnig andlitslitir, sverð, fjaðrir, hattar, hárkollur o.fl. Póst- sendum. Tómstundahúsið, Laugavegi 164, sími 91-21901. ■ BQar til sölu Til sölu Ford pickup, árg. '88, F-150, 4x4, 8 cyl., E.F.I., sjálfskiptur, ekinn 32 þús. Verð kr. 1.500.000. Góður bíll. Uppl. á Bílasölunni Braut. Benz 2219, árg. '80. Bíllinn er búinn venjulegum sturtum og hliðarsturt- um, 14 tonnmetra HMF krana, 80% dekk, bíllinn er á einföldum búkka. Allur nýskveraður. Sími 985-32353 og 98-75932. Toyota Hilux, árg. 1987, ekinn 103 þús., 5 gíra, dísil, upphækkaður. Upplýsing- ar í síma 652759, Benni, eftir kl. 20 í síma 91-79642. MMC Pajero turbo, dísil, árg. '86, ekinn 79 þús. km, gullsanseraður, bretta- kantar. Bein sala. Uppl. í síma 92-68263. Til sölu Toyota Dyna 200, árg. '84, ekinn 73 þús. km, 4 m pallur, góður bíll á nýjum dekkjum. Úppl. í síma 91-17382 og 92-68260. ■ Þjónusta Viltu megrast? Komdu og prófaðu nýja sogæða- og ilmolíunuddið sem vinnur á appelsh., bólgum og þreytu í fótum um leið og það auðv. þér að megrast fljótt. 15% afsl. á 10 tímum. Andlitsb., snyrting og líkamsnudd. Makeup fyrir árshátíðimar kr. 1000. Tímap. í s. 22322 (Snyrtist.) frá 10-19. Snyrti- og nuddstofa Maríu, Hótel Loftleiðum. BR0SUM í nmfwrttinni - og allt gen£ur betur! KjaUaiinn Einar Stefánsson prófessor í læknadeild HÍ Er í heilbrigðisnefnd Sjálfstæðisflokksins þurfa að draga saman seglin vegna ónógra fjárveitinga eru sjúkir landsmenn réttlausir gagnvart rík- issjóði og heilbrigðiskerfi. Tekjuraf sölu Almennar sjúkratryggingar án beinna afskipta ríkissjóðs eiga að tryggja jafnan aðgang landsmanna að heilbrigðisþjónustu. Lands- menn borga sjúkratryggingagjöld sem eru tekjutengd og innheimtast sem tiltekið hlutfall af tekjum á sama hátt og að einhverju eða öllu leyti í stað núverandi tekjuskatts. Allir landsmenn hafi jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til þess hversu hátt iðgjald þeir greiða. Sjúkratryggingar eða sjúkrasam- iög skulu kaupa heilbrigðisþjón- ustu fyrir sína samlagsmenn. Sjúkrastofnanir, hvort sem þær eru ríkisstofnanir eða einkareknar, „Sjúkrastofnanir, hvort sem þær eru ríkisstofnanir eða einkareknar, yrðu að hafa sínar tekjur af því að selja þjón- ustu sína en hefðu ekki tekjur af því einu að vera til.“ Hugmyndir heilbrigðis- nefndar Heilbrigðisnefnd Sjálfstæðis- flokks hefur fylgst hrygg með því að stjórnvöld hafa skorið niður heilbrigðisþjónustu og svikið suma landsmenn um rétt sinn til heil- brigðisþjónustu. Þúsundum gam- alla og lasburða íslendinga hefur verið neitað um eðlilega læknis- hjálp og spítalavist og þeir settir á endalausa biðlista sem stundum eru bara neitun með nýju nafni. Við teljum að þetta gamla fólk hafi rétt til læknishjálpar, rétt sem það hefur áunnið sér og greitt fyrir- fram. Því höfum við leitað leiða til þess að tryggja þennan rétt og kom- ist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin væri að aðskilja flármál heil- brigðisþjónustunnar frá flármál- um ríkisins og endurvekja sjúkra- tryggingar í nýrri og betri mynd. Sjúkratryggingar eru ekki ný hugmynd. Sjúkrasamlögin voru sjúkratryggingastofnanir áður en ríkissjóöur gleypti þau og Trygg- ingastofnuh ríkisins sinnir enn mikilsverðum sjúkratryggingum. Sú breyting hefur orðið frá upp- hafsdögum sjúkrasamlaganna að 1 ríkissjóður hefur tekið yfir alla flármögnun sjúkratrygginga og síðan lagt þær niður að mestu og leggur þess í stað fé beint til ýmissa sjúkrastofnana. Þegar sjúkrastofn- anir lenda í ónáð stjórnvalda og yrðu að hafa sínar tekjur af því að selja þjónustu sína en heíöu ekki tekjur af því einu að vera til. Þessar stofnanir yrðu að standa sig í samkeppni um verð og gæði og þær sem vanist hafa óhag- kvæmum rekstri í faðmi fastra flár- laga yrðu að finna hagkvæmari rekstur eða verða undir í sam- keppni við stofnanir sem bjóða sjúkratryggingunum betri og/eða ódýrari þjónustu. Sjúkratrygging- arnar myndu tryggja öllum lands- mönnum heilbrigðisþjónustu en velja þær stofnanir sem bjóða slíka þjónustu af mestri hagkvæmni og að uppfylltum eðhlegum gæða- staðli. Heilbrigðisnefndin er þeirrar skoðunar að ríkisrekstur á föstum flárlögum sé ekki líklegur til að stuðla að hagkvæmni í heilbrigðis- þjónustu og þessu rekstrarformi hefur að sönnu mistekist að tryggja landsmönnum jafnan rétt til þjón- ustu eins og alþekkt er. Því hefur nefndin reynt að móta hugmyndir til umbóta. Þetta starf hefur farið fram á síðustu misserum og áætlar nefndin að kynna hugmyndir sína bráðlega. Þangað til vilja nefndar- menn biðja annarra flokka menn að byggja umræðu sína á eigin hugmyndum og ekki reyna aö ímynda sér hvað við erum að hugsa. Einar Stefánsson Stjórnvöld hafa skorið niður heilbrigðisþjónustu og svikið suma lands- menn um rétt sinn til heilbrigðisþjónustu, segir m.a. í greininni. Endurski í skam YANMAR LOFTKÆLDAR fyrir verktaka, bændur, sumarhúsaeigendur og út- gerðarmenn. Eigum á lag- er margar stærðir frá 1,7 kW - 5 kW, 220 og 380 volt. Sala - Ráðgjöf - Þjónusta Skútuvogi 12 A, s. 91-82530 BORCARA FLOKKURINN 91-685211 Síðumúla 33 Reykjavík Skrifstofan er opin kl. 10.00-19.00. Þingmenn mæta kl. 17.00fimmtudaga. Fiug er frarntíðin Lærið að fljúga hjá fullkomnum flugskóla. ■k Bjóðum kennslu til einka- og atvinnuflug- mannsprófs. * Fullkomin 2 hreyfla flugvél til blindflugs- kennslu. * Flughermir. Greiðsluskilmálar og fyrirgreiðsla. Gamla Flugturnlnum Reykjavikurflugvelli 101 Reykjavik Siml 91-28122 Kt. 651174 -0239

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: 27. tölublað (01.02.1991)
https://timarit.is/issue/193236

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

27. tölublað (01.02.1991)

Actions: