Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991.
Erlend bóksjá_______
Um mörðinn undir
hanastélsskápnum
Helstu leikrit Harold Pinters hafa verið sett á svið hérlendis og fjölmörg
sýnd í sjónvarpinu í enskri leikgerð. Þessi mynd er úr sýningu á The
Homecoming (Heimkoman) árið 1988. Á bekknum liggja Halldór Björnsson
og Ragnheiður Arnardótti, en kringum þau standa frá vinstri Hákon Waage,
Róbert Arnfinnsson, sem fékk leiklistarverðlaun DV fyrir leik sinn í verkinu,
og Hjalti Rögnvaldsson.
Undir lok sjötta áratugarins létu
leikritahöfundar nýrrar kynslóðar
til sín heyra í bresku leikhúsi. John
Osborne reið á vaöið en frumsýning-
in á Look Back in Anger (Horfðu
reiður um öxl) 8. maí árið 1956 er
gjarnan talin marka nokkur tímamót
i enskri leikritun. Skömmu síðar
fengu margir aðrir ungir höfundar
fyrstu leikverk sín sýnd á sviði, svo
sem John Arden, Arnold Wesker,
Shelagh Delaney og Harold Pinter.
Pinter, sem fæddist árið 1930, starf-
aði sem leikari í níu ár á sjötta ára-
tugnum. Hann orti jafnframt íjöld-
ann allan af ljóðum og reyndi við
smásöguformið áður en fyrsta leikrit
hans í fullri lengd, The Birthday
Party, var frumsýnt í Cambridge árið
1958. Eftir það einbeitti hann sér aö
því að semja leikrit og leikþætti fyrir
svið, útvarp og sjónvarp.
í upphafi voru viðtökur gagnrýn-
enda með fáum undantekningum
neikvæðar. En Pinter lét það ekki á
sig fá. Tveimur árum eftir frumsýn-
inguna í Cambridge, eða 1960, voru
næstu leikverk hans sett á svið í
London: Einþáttungarnir The Room,
sem hann samdi reyndar fyrst leik-
rita sinna, og The Dumb Waiter og
svo kunnasta og aö margra áhti
merkasta verk hans, The Caretaker.
Þar með má segja að Pinter hafi kom-
ist inn á beinu braut framans í ensku
leikhúsi og á fremsta bekk meöal
leikritahöfunda á Englandi.
Ný heildarútgáfa
Nú, þegar Pinter er orðinn sextug-
ur og að mestu leyti hættur að semja
leikrit, hefur ný heildarútgáfa á rit-
verkum hans séð dagsins ljós í papp-
írskiljum. Og ævistarf hans er all-
mikið að vöxtum: sex leikrit í fullri
lengd og íjöldinn allur af einþáttung-
um og stuttum revíuþáttum.
Hér er verkum hans raðaö eftir
aldri og byrjað á The Birthday Party.
Önnur verka hans í fyrsta bindi rit-
safnsins eru: (frumsýningarár innan
sviga): The Room (1960), The Dumb
Waiter (1960), útvarpsleikritðð A
Slight Ache (1959), The Hothouse
(1980 en samið 1958) og A Night Out
(1960). Einnig tvær smásögur sem
Pinter samdi áður en hann hóf leik-
ritun, The Black and White og The
Examination, og ræða sem hann hélt
árið 1962 og nefndi „Writing for the
Theatre".
Fimm leikrit eru í öðru bindi rit-
safnsins. Þar ber fyrst að nefna The
Caretaker (1960). Síðan fylgja styttri
verk: The Dwarfs (1960), The Collec-
tion (1961), The Lover (1963) og Night
School (1960). Þá eru hér einnig fimm
stuttir revíuþættir sem Pinter samdi
um svipað leyti og greinin „Writing
for Myself ‘ frá árinu 1961.
í þriðja bindinu eru einkum leikrit
frá síðari hluta sjötta áratugarins.
Þar ber hæst The Homecoming
(1965). Hin eru sjónvarpsleikritin Tea
Party (1965) og The Basement (1967),
útvarpsleikritið Landscape (1968) og
einþáttungurinn Silence (1969).
Einnig eru hér sex revíuþættir, smá-
sagan Tea Party sem fjallar um sama
efni og samnefnt leikrit og eftirmæli
um leikara sem Pinter starfaði með
á írlandi á sjötta áratugnum.
Verk Pinters frá síðustu tveimur
áratugunum eru í fjórða bindinu.
Þrjú þeirra eru í fullri lengd: Old
Times (1971), No Man’s Land (1975)
og Betrayal (1978), en með fylgja ein-
þáttungarnir Monologue (1973),
Family Voices (1981), A Kind of Al-
aska (1982), Victoria Station (1982)
og One for the Road (1982), leikþátt-
urinn Mountain Language (1988) og
að auki ræða sem Pinter flutti árið
1970 er hann tók við svonefndum
Shakespeare-verðlaunum í Ham-
borg.
Ógn í hversdagsleika
Harold Pinter var spurður að því
snemma á ferli sínum hvort hann
gæti útskýrt um hvað leikrit hans
fjölluöu eiginlega. „Mörðinn undir
hanastélsskápnum,“ svaraði hann að
bragði.
Þetta svar Pinters varð ýmsum til-
efni til heilabrota engu síður en leik-
rit hans sem mörg hver, og þá eink-
um þau fyrstu, virkuðu á leikhús-
gesti- sem torráðnar gátur sem höf-
undurinn setti á svið í umhverfi
hversdagsleika.
Sem leikskáld hefur Pinter tækn-
ina og tungumálið fullkomlega á
valdi sínu. Og hæílleikann til að gefa
tungutaki alþýðu manna nýtt inntak
á sviöinu. Hann sýnir gjarnan, ekki
síst í elstu leikritunum, fáar persón-
ur í ósköp venjulegu herbergi. Fólk
sem talar hversdagslegt mál en þó á
þann hátt að úr verður margræöinn,
jafnvel ljóðrænn skáldskapur. Og að
baki er einhver ógn sem kemur ýmist
utan frá eða býr innra með persón-
unum sjálfum. Spennd magnast milli
persónanna og fær að lokum ofsa-
fengna útrás.
Þegar endurnýjuð eru kynni af
Pinter við lestur þessa ritsafns er
augljóst að hann var langöflugastur
og ferskastur í Ustsköpun sinni fram
á miðjan sjöunda áratuginn eða þar
til The Homecoming sá dagsins ljós.
Hann tók svo aftur hressilegan kipp
á áttunda áratugnum. En eftir frum-
sýningu Betrayal, þar sem hann snýr
snilldarlega á haus hefðbundinni
þróun söguþráðar, árið 1978 hefur
fátt forvitnilegt frá honum komið.
Allt bendir því til þess að hann hafi
þegar lokið ævistarfi sínu sem að
sjálfsögðu nægir nú þegar til að skipa
honum í fremstu röð enskra leikrita-
skálda á þessari öld.
PLAYS ONE, PLAYS TWO, PLAYS THREE,
PLAYS FOUR.
Höfundur: Harold Pinter.
Faber and Faber, 1991.
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Catherine Cookson:
TME WINGLESS BIRD.
2. Mary Wesley:
A SENSIBLE LIFE.
3. A.S. Byatt;
POSSESSION.
4. Arthur Huiley:
THE EVENING NEWS.
5. Mary Jane Staptes:
THE LODGER.
6. Jack Higgins:
COLD HARBOUR.
7. John MoiUmer
TITMUSS REGAINED.
8. Danielle Steel:
DADDY.
9. John le Carrá:
THE RUSSIA HOUSE.
10. Judith Michoel:
A RULiNG PASSION.
Rit almenns eólls:
1. GAROENS OF ENGLAND & WALES
1991.
2. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
3. Drivlng Standords Agency:
YOUR ORIVlHQ TEST.
4. Rosemory Conley:
COMPLETE HIP & THK5H DIET.
5. Shella Alcock:
HISTORIC HOUSES, CASTLES &
GARDENS 1991.
$. Rosemary Conley:
METABOLISM BOOSTER DIET.
7. Hannah Hauxwell:
SEASONS OF MY LIFE.
8. Rosemary Conley:
INCH-LOSS PLAN.
9. Audrey Eyton:
THE KIND FOOD GUIDE.
10. Sarah Key:
BACK IN ACTION.
(Byggt á The Sunday Times)
Bandaríkin
Skéldaögur:
1. ThoméB Harris:
THE SILENCE OF THE LAMBS.
2. Robert Ludtum:
THE BOURNE ULTIMATUM.
3. LaVyrie Sportcer:
BtTTER SWEET.
4. Mory Higgins Clurk:
THE ANASTAStA SYNDROME
AND OTHER STORIES.
5. Michael Blake:
DANCES WITH WOLVES.
6. Thomas Harrts:
RED DRAGON.
7. Netson DeMllle:
THE GOLD COAST.
B. Dlck Frencis:
8TRAIGHT.
9. Nancy Prlca:
SLEEPING WITH THE ENEMY.
10. Terry Brooks:
THE SCIONS OF SHANNARA.
11. Judith Michael:
A RULING PASSION.
12. Harold Coyle:
BRIGHT STAR.
13. John Sandlord:
SHADOW PREY.
14. P.D. James:
DEVICES AND DESIRES.
15. James A. Mlchener:
CARIBBEAN.
Rit almenns eölis:
1. Thomas L. Frledman:
FROM BEIRUT TO JERUSALEM.
2. Betty Mahmoody, Wllllam Hoffer:
NOT WITHOUT MY DAUGHTER.
3. Csrtton Smfth * Thomas Guilfen:
THE SEARCH FOR THE GREEN
RIVER KILLER.
4. Jerry Hopklns & Danny Sugerman:
NO ONE HERE GETS OUT ALIVE.
5. Robert Fulghumt
ALL t REALLY NEED TO KNOW I
LEARNED IN KINDERGARTEN.
6. Davíd Fromkin:
A PEACE TO END ALL PEACE.
7. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELEÐ.
8. Judlth Mlller & Laurle Mylrole:
SADDAM HUSSEIN ANO THE
CRISIS 1N THE GULF.
9. John Nalsbitt & Patricio Aburdene:
MEGATRENDS 2000.
10. S. Jill Ker Coneway:
THE ROAD FROM COORAIN.
11. Robert Futghum:
IT WAS ON FIRE WHEN I LAY
DOWN ON IT.
(Byggl ó New York Ttmes Book Rcvlew}
Danmörk
Skáldsögur:
1. Jenniter Lynch:
LAURA PALMERS HEMMELIGE
DAGBOG.
2. Tom Wolfe:
FORFÆNGELIGHEDENS BÁL.
3. Jean M. Auet:
HESTENES DAL.
4. Isabet Ailende:
EVA LUNA.
5. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN.
6. Jean M. Auei:
MAMMUTJÆGERNE.
7. Marcel Pagnol.
MIN FARS STORE DAG, MIN
MORS SLOT.
8. Bjarne Reuter:
VI DER VALGTE MÆLKEVEJEN
1-2.
9. Stephen King:
ONDSKABENS HOTEL.
10. Isabel Allende:
ÁNDERNES HUS.
(Byggl á Polltiken Sondag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Japan ofar
öllum öðrum
Dirk Pitt er söguhetja í nokkr-
um spennusögum eftir Banda-
ríkjamanninn Clive Cussler.
Þetta er hinn mesti kraftaverka-
maður sem tekst ávallt að leysa
vandann í lokin og skiptir þá
engu máli hver andstæðingurinn
er.
Að þessu sinni á Pitt í höggi við
valdasjúkan japanskan auðkýf-
ing sem vill leggja allan heiminn
undir sig og þjóð sína. Þessi jap-
anski dreki hefur undirbúiö slíka
valdatöku allt frá uppgjöf Japana
árið 1945. Þegar sagan hefst hefur
hann öll nauðsynleg vopn tiltæk,
þar á meðal kjarnorkusprengjur.
Hann gleymdi bara að reikna
með Pitt.
Grunnhugmynd þessarar
spennusögu er ekki svo vitlaus
og margir kaflar sögunnar hin
skemmtilegasta afþreyting. Hins
vegar er Cussler á stundum svo
langorður og margorður að les-
andanum fer óneitanlega að leið-
ast þófið, enda sagan mörg hjörl.
DRAGON.
Höfundur: Clive Cussler.
Pocket Books, 1990.
Á hælum
fjöldamorð-
ingja
Nú þegar The Silence of the
Lambs hefur slegið í gegn á hvíta
tjaldinu og samnefnd skáldsaga
Thomas Harris, sem kvikmyndin
er byggö á, aftur skotist upp í
efsta sæti metsölulistans, hafa
féglöggir útgefendur dustað rykið
af fyrri skáldsögum höfundarins.
Þaö á viö um Red Dragon. Sú
saga kom fyrst út fyrir tíu árum
en er nú endurútgefm og selst
grimmt.
Eins og aörar spennusögur
Harris er hér fjallaö um baráttu
bandarísku alríkislögreglunnar
við fjöldamorðingja. Þessi „rauöi
dreki“ velur sér hefðbundnar
flölskyldur sem fórnarlömb og
tekur af lífi bæði börn og full-
oröna. Lögreglumaöurinn Will
Graham, sem hafði dregið sig í
hlé eftir að hafa nær látið lífið
viö handtöku annars fjöldamorö-
ingja, læknisins Hannibal
;,mannætu“ Lecter, er kallaöur
til starfa á ný.
Þetta er vel samin og spennandi
saga og hin besta afþreying.
Skyldleikinn viö The Silence of
the Lambs leynir sér þó ekki enda
söguþráðurinn ekki ósvipaöur og
efnistökin lík.
RED DRAGON.
Höfundur: Thomas Harris.
Dell, 1991.