Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 15
LAUGÁRDAGUR 6. APRÍL 1991. 15 Velferðin í yandræðum Um næstsíöustu helgi tók ég að mér að vera umræðustjóri í paU- borðsumræðum um börnin, heils- una og samfélagið. Ekki þar fyrir að ég hafi lagt mig niður við að hafa vit á þessu umræðuefni en þetta er þarft málefni og hvað gerir maður ekki fyrir vini sína? Þeir hjá Læknafélagi Reykjavíkur hringdu í mig og báðu um þennan greiöa og það var áður en Ólafur Ragnar fann það út hvað Læknafélagið var ótuktarlegt svo ég átti mér einskis ills von. Satt að segja hélt ég að þetta yrði huggulegur rabbfundur yfir kaffi- bolla þar sem sérfræðingar töluðu við sérfræðinga og þetta yrði enn einn fundurinn ofan og utan við vandamálin og veruleikann. Hvað hafa menn ekki haldið margar ráð- stefnur um dagana þar sem kontór- istamir í kerfinu, póhtikusarnir í þykjustuleiknum og grafalvarlegir sérfræðingar skeggræða um hinar félagslegu meinsemdir í samfélag- inu án þess að sú umræða nái nokkru sinni lengra heldur en sem nemur tímanum sem fer í skegg- ræðumar? Nóg er um vitið og nóg er um menntunina. Ekki vantar þekking- una á fræðunum eða bókvitið í vís- indunum. Fólk fer í langskólanám og framhaldsnám og sérfræðinám og kemur heim með titla og gráður og kenningar um orsakir og afleið- ingar. Hér er allt uppfullt af félags- fræðingum, sálfræðingum, uppeld- isráðgjöfum, félagsmálafulltrúum og vandamálasérfræðingum. En þegar kemur að úrlausnum og við- brögðum gagnvart lífinu eins og það er er fátt um svör og ennþá minna um lausnir. Það drukknar allt í skriffinnsku og málæði og bóklærðum mistökum. Ég fór sem sagt á þennan fund um bömin og samfélagið í hálf- gerðri rælni. HeUl bíósalur hafði verið leigður fyrir samkomuna og þótti mér það bjartsýni í meira lagi. Veðrið var gott og fólk hefur ýmis- legt annað við tíma sinn að gera á laugardagseftirmiðdögum en loka sig inni í ráðstefnusölum til að hlusta á vandamálasögur. Hverja varðar um böm annarra? Af hveriu að hafa áhyggjur af sam- félaginu meðan okkur líður sjálf- um vel? Brothætttilvera En viti menn. Fólk reyttist inn úr góða veðrinu og á auglýstum fundartíma var þar fullur salur af fólki. Sennilega á fjórða hundrað manns. Aðallega konur, sjálfsagt úr heilbrigðisgeiranum og mennta- kerflnu og mæður inn á milli. En konur samt og bám það alls ekki með sér að þær mættu af skyldu- rækni. Það var lifandi áhugi í and- rúmsloftinu og svo rak hvert erind- ið annað þar sem ræðumenn drógu fram myndir úr hversdagslíflnu af börnunum í samfélaginu og af sam- félagi barnanna. Það er liðinn hálfur mánuður síð- an þessi ráðstefna var haldin. En hún hefur haldið áfram að sækja á huga minn. Ég losna ekki við áhrif- in sem ræðurnar og umræðuefnið höfðu á mig. Kannski vegna þess að hér opnaðist nýr heimur; kannski af því að ég hef það á til- fmningunni að hér hafi verið á dagskrá eitt stærsta og alvarlegasta vandamál samtímans. Okkur hættir til að einblína á efnahagsmáhn, peningana, at- vinnulífið. Við emm upptekin við eigin búkþarfir, lokum augunum fyrir undirheimunum og utan- garðsveröldinni, lifum í vernd- uðum heimi velsældar og velferðar og teljum okkur trú um að kerfið sjái um þá sem minna mega sín. Við borgum skattana og þvoum hendur okkar af misgjörðunum. Þ.urrkum burtu samviskubitið með því að gefa Vetrarhjálpinni gömlu flíkurnar. Bregðum sjónaukanum að glansmyndinni en setjum hann fyrir blinda augað þegar brestirnir eru annars vegar. Umræðan í þjóðfélaginu beinist að orðaskaki milli ráðherra og lækna um það hvor hafi móðgað hvom, Stjórnmálin snúast um hall- ann á fjárlögunum, þjóöarsáttina í launamálunum eða jarðgöng í gegnum múlann. Stjórnmáhn bein- ast að atvinnuástandinu, Evrópu- málunum, búvörusamningnum. Stjómmál snúast um þaö hvort Pétur sé betri en Páll og allir bjóða fram til þings, eins og Alþingi sé upphaf og endir lausnarorðsins. En hitt gleymist sem ekki er minna um vert: mannfólkið og börnin og heilsan og sú brothætta tilvera sem okkur er búin í harðari heimi. Viö höfum ekki lengur ask- lok fyrir himin og lífið er ekki beinn og breiður vegur. Harður heimur Veist þú að aðeins eitt af hverjum fimm íslenskum börnum býr með báðum kynforeldrum? Veist þú að skilnaðarbörnum farnast alla jafna verr í skóla en þeim sem búa hjá ósundruðum foreldrum? Veist þú að í einni af hverium fjórum fjöL skyldum búa börn með einu for- eldri? Veist þú að atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist úr 20 í 85% á síðustu 30 árum? Veist þú að meiri- hluti barna, sem hætta í skóla án grunnskólaprófs, kemur frá brotn- Laugardags- pistill Ellert B. Schram um fjölskyldum? Veist þú að ungl- inga, sem neyta ólögiegra vímu- efna, er frekar að fmna í hópi þeirra sem koma frá sundruðum Jflöl- skyldum? Veist þú aö ungmenni, sem hafa búið við ósamræmi í upp- eldi, slæma geðheilsu, gengið illa í skóla eða koma frá sundruðum fjöl- skyldum, eru miklu líklegri til að lenda á sakaskrá oftar en einu sinni? Og fleira get ég spurt um að gefnu tilefni: Veist þú að fjöldi barna kvíðir fyrir helgum og hátíðum vegna óreglu og ofbeldis á heimil- unum þegar foreldrarnir eru loks- ins heima og bömin „njóta“ návist- ar þeirra? Veist þú, lesandi góður, að sjálfsvígum unglinga hefur fjölgað ört á síðustu tíu árum og sjálfsvíg pilta hafa tvöfaldast? Veist þú yflrleitt nokkuð hvers konar heimur það er sem þróast hefur á síðustu árum í kringum okkur? Breyttur heimur flrringar, ein- angrunar og erfiðleika. Heimur unglinga sem ekki kunna fótum sínum forráð og týnast í einstæð- ingsskap, öryggisleysi og fjand- samlegu umhverfi. Börnin koma af heimilum þar sem þau eru mestan partinn sjálf- ala. sækja skóla sem mætir ekki þörfum þeirra, ganga inn í sam- félag sem tekur ekki tillit til þeirra. Félagsleg vandamál fullorðinsár- anna má nánast í öllum tilfellum rekja til æskunnar, foreldrahús- anna og skorts á réttu uppeldi. Stundum er það sök foreldranna sjálfra, stundum er það sök þjóð- félagsins. Sjaldnast eru börn fædd til afbrota, andfélagslegs athæfis eða sjálfsfirringar. Lengi býr að fyrstu gerð. Frá sjoppu til sjoppu Kannski erum við ekki að tala um þitt barn eða mitt barn. Sem betur fer. En börn eru þau öll sem þannig hrekjast milli heimilis og skóla, milli sjoppu og sjoppu, frá einu meðferðarheimilinu til annars og oftast alein á vit örlaga sinna. Öryggisleysið magnast upp í mannalæti, kvíðinn kemur fram í minnimáttarkennd, vanmátturinn brýst fram í reiði gagnvart órétt- lætinu og áður en varir er barnið orðið að vandamáli eða vandræða- manni sem gengur á skjön við sam- félagið. Vímuefni, afbrot, siðferðis- brengl, meiri vimuefni, beiskur þegn í vondum félagsskap. Og allt af því að velferðarkerfið var ekki fullkomnara en svo að það gleymdi sínum minnstu meðbræðrum og systrum, hinum afskiptu börnum misþroskans, upplausnarinnar og flrringarinnar. Já, það skortir ekki sjúkrahúsin, læknana, tryggingakerfið, félags- ráðgjafana eða líkbörurnar þegar allt er komið í óefni. Það skortir ekki á umræðuna um heilsugæsl- una og lyfjaverslunina og laun sér- fræðinganna. Það vantar ekkert upp á æruna hjá móðguðum lækn- um eða stærilátum ráðherra. Það vantar ekki að ríkisstjórnin endur- reisi þjóðleikhús og kaupi slátur- hús fyrir hstina. Það vantar ekki aö ráðherrar alþýðunnar slái sig til riddara í litauglýsingum og flokks- formenn fari með fríðu foruneyti á hvítum hestum og boði gull og græna skóga. Það skortir ekkert á velferðina hjá okkur, hinum út- völdu, sem heyjum lífsgæðakapp- hlaupið. En hvar er sálin í allri þessari pólitík? Hvar er vitneskjan og vilj- inn til að taka á vandanum sjálfum, uppsprettu hans og orsök? Lífið er ekki lengur saltfiskur. Mannlífið er margbrotið munstur og þjóð- félagsgerðin er að þróast ört til fjandsamlegrar áttar. í lifsgæða- kapphlaupinu höfum viö gleymt mannúðinni og uppeldinu. Viö höf- um gleymt einstaklingunum og til- finningunum. í hundana Einhver sagði á ráðstefnunni hjá Læknafélaginu að þjóðin væri að vakna tii vitundar um þessa veröld í kringum sig. Fjöldinn, sem mætti, gefur það til kynna. Það eru tengsl á milli barna, heilsu þeirra og sam- félagsins. Það eru tengsl milli upp- eldis og þroska, milli fjölskyldu- munsturs og félagslegrar hegðun- ar. Og það eru tengsl milli stjórn- mála og samfélags sem skilur ung- mennin eftir ' vegalaus og ringluð. Spurningin er aðeins sú hvort stjórnmálamennirnir . vakni um leið og þjóðin og skilji áð þjóömál felast í fleiru en saltfiski. \ Hlutverk þeirra er að hlúa að grundvallarþáttum samfélagsins: flölskyldunni, skólunum, forvarn- arstarfmu. Við þurfum dagvistar- heimili fyrir öll börn, við þurfum aðhlynningu fyrir misþroska eða seinþroska ungmenni. Við þurfum félagslega aðstöðu fyrir leitandi einstæðinga, við þurfum skóla, ráðgjöf og sérkennslu í samræmi við námsgetu, langanir og atvinnu- möguleika hvers og eins. Við þurf- um að veita meira flármagn til fræðslu um hættur vímuefna, flár- magn í íþróttir, flármagn í alla þá farvegi sem stuðla að forvörnum gegn ógæfu og uppgjöf. Athyglin á að beinast að öðru en ytri gæðum. Við þurfum að efla lífsviljann og rækta uppeldiö vegna þess að það verður enginn maður með mönnum né heldur sjálfbjarga nema hann hafi trú á sjálfum sér. Nema hann finni tilgang í lífi sínu. Félagsleg vandamál, afbrot og vímuefnaneysla verða ekki leyst með því að láta þau lönd og leið. En það leysir heldur enginn úr þessum vandamálum nema stjórn- málaöflin í landinu taki þau upp á arma sína. Þjóðfélagið verður að ganga í takt. Vinna og velsæld og bættur efnahagur má aldrei verða á kostnað barnanna og framtíðar þeirra. Hvers virði er lífsstarfið ef erfmgjarnir fara í hundana vegna afskiptaleysis þeirra sem bera ábyrgð á uppeldi æskunnar? Vilt þú eiga fullar hendur flár en ungl- ing sem fylgt er til grafar eftir sjálfsvíg0 Vilt þú að næsta fórnar- lamb fíknilyflanna sé barnið sem þú hjalaðir við? Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.