Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 19
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. 19 dv Heimuririn og ég Ánægja & ánægjuleg óánægja Einu sinni var ég svo óánægður að ég var ekki ánægður með neitt. Ég elti óánægjuna og hún mig. Dag einn féll ánægjan sjálf að fótum mér ' og ég var óánægður með þaö. Og þann dag var mér nóg boöið. Það sver ég. Strax daginn eftir hugsaði ég eins- og Vilhjálmur Vilhjálmsson í dægur- laginu þegar hann syngur Er kem ég heim í kæra dahnn minn: „Aha, þetta var þá bara draumur." Síðan hefég hugsað og hugsað um fortíöina sem var draumur, og nútíðina, sem hlýt- ur þá að vera veruleiki. Ég er ánægður, satt er það, en litlu nær. Ég veit heldur ekki hvað það er sem mig langar að nálgast. En ég veit að minnsta kosti með vissu að ég á lífið. Og það er ekki svo lítils virði. Allt um það ég held að ég verði aldrei alveg ánægður með allt. Ég er til dæmis viss um að ég á eftir að henda þessum orðum strax á morgun. Og ég hugsa að ég verði ánægður með það. - Þá veit ég að minnsta kosti að mér miðar eitthvað þótt ég viti ekki vel hvert ég er að fara. Þorsteinn J. Vilhjálmsson BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 - FAX 91-673511 Ertu í vandræðum með að finna réttu fermingargjöfina handa ungri stúlku, sem langar ekki í hljómtækjasamstæðu, tölvu, hest eða utanlandsferð, þá gæti saumavél verið svarið. Nytsöm og eiguleg framtíðarfjárfesting. PfAFF Við bjóðum upp á margar tegundir af <tMMil saumavélum. Þar á meðal 921M3 876 á aðeins kr. 41.900,- (Verð áður kr. 51.900,-) PFAFF Borgartúni 20 S:626788 Frá °g ®eð H. apríl UuKÍsbanki íshmth, í miðbæ Hafiiarfíarft samvinnu- liclur útibúi Samvinnubankans í Hafnarfirði verið breytt í útibú Landsbanka íslands sem opnar formlega þann 8. apríL Landsbankinn býður viðskiptavini velkomna í hið nýja útibú og óskar starfefólki velfemaðar undir nýju merki. Afgreiðslutími útibúsins að Strandgötu 33 er alla virka daga frá kl. 9:15-16:00. Síminn er 5 39 33. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.