Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 20
I.AUGÁRDAGLR é. AI’RÍL 1991.
„Þetta er búiö að vera mikil lífs-
reynsla en jafnframt mjög erfitt,“
segja hjónin Guörún Kolbeinsdóttir
og Jörundur Guömundsson sem
komu í fyrrakvöld heim eftir fimm
mánaða dvöl viö Karíbahaf þar sem
þau bjuggu í átta fermetra hjólhýsi
ásamt tíu ára dóttur sinni, Ragn-
hildi. Þau hjónin störfuöu við fjöl-
leikahús Circo De Espana sem töfra-
menn og trúöur. Þeir eru ekki marg-
ir, íslendingarnir, sem hafa verið
sirkusfólk, enda koma þau Guðrún
og Jörundur reynslunni ríkari heim.
Alls léku þau í 305 sýningum á
þessum tíma og oft voru þrjár sýn-
ingar á dag. Ekki var starfsaðstaðan
alveg til að hrópa húrra fyrir því
hitinn var alveg að fara með lista-
mennina en 35 stiga hiti var á þessum
slóðum.
- En hvernig er að starfa í sirkus?
„Það er eiginlega dálítið skondið."
- Er sami ævintýraljóminn yfir líf-
inu eins og segir í bókum?
„Já og nei. Þetta er mjög líkt líf og
gerist í sögubókum. Fólkið á sína
gleði og sorgir eins og aðrir. Allir eru
mjög nánir. Þetta er rólegt fólk en
það hugsar allt ööruvísi en við ís-
lendingar. Það er samt ekki hægt aö
segja að hópurinn sé samrýmdur.
Listamennirnir halda sig alveg sér,
fjölskyldurnar eru út af fyrir sig og
vinnumennirnir eru sér.“
Töfrabrögð
og trúðslæti
Sirkushópurinn þvældist milli eyja
í Karíbahafi og var lengst i tvo mán-
uöi á einum staö. Jörundur segir að
í þeim borgum, sem þau komu til, séu
íbúarnir flestir svartir og þau fundu
oft til þess að hvítir menn voru ekk-
ert sérstaklega vel séðir. í sirkusnum
var hópnum þó venjulega vel tekið
og yfirleitt var tjaldið, sem tekur tvö
þúsund manns, fullt.
Jörundur og Guðrún voru með
sameiginleg töfrabrögð og meöal
þess sem Jörundur fékkst við var að
skera eiginkonuna í þrennt í sérstök-
um töfrakassa en það atriði segir
hann alltaf vinsælt. Þá var hún einn-
ig bundin og sett í gálga en erfitt er
að lýsa slíkum atriðum og því síður
er töframaðurinn tilbúinn að upp-
lýsa galdurinn, enda ekki ólíklegt að
þau hjónin komi fram meö atriði sín
hér á landi.
Guðrún segir að starflð hafi verið
auðvelt þegar þau sýndu fyrir fullu
húsi en erfiðara þegar færri voru.
Jörundur átti hins vegar auðvelt með
að fá áhorfendur með sér í trúðs-
hlutverkinu, jafnvel þó að hann tal-
aði eingöngu íslensku, en það gerði
alveg stormandi lukku. Þau Guörún
pg Jörundur voru alltaf kynnt sem
íslendingar og vakti það mikla for-
Jörundur Guðmundsson er kominn heim eftir fimm mánaða dvöl við Karíbahaf þar sem hann starfaði sem trúður
og töframaður í sirkus. Eiginkona hans, Guðrún, og dóttirin, Ragnhildur, voru með í ferðinni og höfðu gaman af.
DV-mynd GVA
vitni gesta, enda voru þau einu lista-
mennirnir með norrænt útlit. Flestir
hinna eru frá Spáni, Portúgal og öðr-
um suðrænum ríkjum, nema ein
hjón sem voru frá Þýskalandi.
Þrjár sýningar á dag
„Hitinn ætlaði okkur alveg að
drepa í fyrstunni og ég léttist um sjö
kíló meðan ég var að venjast hon-
um,“ segir Jörundur. „Viö byrjuöum
stundum klukkan níu á morgnana
með barnasýningar og þá þurftum
við,að rífa okkur upp fyrir allar ald-
ir til að hafa tíma til að undirbúa
okkur og farða.“
Fyrsti dvalarstaöur sirkussins var
á eyjunni Guadeloupe, í borginni
Pointe á Pitre, þar sem þau voru í tvo
mánuði. Einnig fóru þau tii annarra
borga á sömu eyju, t.d. Basse, þar
sem þau voru í tvær vikur, en síöan
fluttu þau sig yfir til annarrar eyjar
sem nefnist Martinique þar sem þau
voru tvo mánuði.
- Eruð þið hætt og alkomin heim?
„Já. Þau buðu okkur að halda
áfram en ferðinni var heitiö til
franskra eyja á Indlandshafi. Ég held
að við séum búin að fá nóg af þessu
lífi. Sirkuslífið er erfitt að vissu leyti.
Við bjuggum í pínulitlu hjólhýsi og
dagurinn byrjaði á að maöur vaknaöi
eldsnemma til aö undirbúa sig. Eftir
sýningu var farið í bað en baðið var
slanga sem hver hafði fyrir utan sitt
hús. í 35 stiga hita var allt í lagi að
fara í kalda sturtu utanhúss," segir
Jörundur en Guðrún segist varia
hafa vanist að setja á sig stríðsmáln-
rún og segir sorglegt hversu lítið sé
hugsað um aö gefa börnunum kost á
námi.
Gömlu störfin
taka við
Þau Guðrún og Jörundur voru
þriöja atriöi á dagskrá sirkussins og
Jörundur kom síðan aftur sem
fimmta atriði og inn á milli út alla
sýninguna. Hann var því á þönum
milli atriða að skipta um gervi.
Það er varla að fjölskyldan sé kom-
in niður á jörðina enda nánast nýlent
á íslandi aftur. Jörundur hyggst fara
á rakarastofuna sína á nýjan leik og
Guðrún í Sparisjóö vélstjóra þar sem
hún starfaði áður sem gjaldkeri.
- Verður ekki erfltt að festa rætur á
nýjan leik og takast á við þetta venju-
lega líf á íslandi?
„Maður hefur varla hugsað út í það
nema nú þarf að fara að hugsa um
reikningana aftur. Þegar okkur
bauöst að fara þessa ferð í haust þótti
okkur spennandi að prófa og við
geymdum allar áhyggjur og hið dag-
lega íslenska þras heima á meðan.
Ég er búinn að vera lengi í skemmt-
anabransanum og þetta var eiginlega
einn angi af því að prófa eitthvað
nýtt. Ætli maður fari ekki að hugsa
um að flytja inn nýjan sirkus á næsta
ári.“
Ýmislegt kom upp á, eins og við
má búast, hjá þeim hjónunum. Eina
nóttina vaknaði Jörundur við að
maður gægðist inn um gluggann rétt
ofan við höfuð hans í hjólhýsinu.
ingu svo snemma dags. „Ef eitthvert
frí gafst lásum við mikið og ég skrif-
aði mörg kort. Ætli ég hafi ekki skrif-
að yfir hundrað kort heim. Það var
bara út af heimþránni," heldur Jör-
undur áfram. „Strax í febrúar fór ég
að verða órólegur og langaöi heim
en þaö var allt í lagi með mæðgurn-
ar.“
Ragnhildur litla var dugleg að
hjálpa til við undirbúning sýningar-
innar en hún missti úr skóla þann
tíma sem þau unnu meö sirkusnum.
„Hún tók námsefnið með en það er
erfitt aö festa hugann við nám í
svona framandi umhverfi," segja for-
eldrarnir. „Börn sirkusfólksins á
svipuðum aldri og Ragnhildur voru
hvorki læs né skrifandi," segir Guð-
Sirkushjónin komin heim:
Eiginkonan skorin í sund-
ur þrjú hundruð sinnum
CITROÉN