Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Page 22
22 LAUQARDAGUR 6. ABRÍL 1991. Helgarpopp Sú hljómsveit sem var hlaðin kvað mestu lofi í Bretlandi á liðnu ári var án efa Manchester-sveitin Happy Mondays. Hljómsveitin sendi frá sér Ep-plötuna Hallelujah í mars og seinna á árinu kom meist- arastykkið Pills’N’Thrills and Bellyaches á markað. Báðum plöt- unum var hampað af gagnrýnend- um og almenningur tók þeim opn- um örmum. Þegar poppsíðunni bárust fregnir af tónleikum Happy Mondays í kóngsins Kaupmanna- höfn í fyrra mánuði beið hún ekki Umsjón Snorri Már Skúlason boðanna enda um viðburð að ræða sem ótækt var að láta fara framhjá sér. Til að gera langa sögu stutta þá voru vonbrigðin mikil. Að vísu náði hljómsveitin sér vel á strik í þann stutta tíma sem hún spilaði og var til að mynda mun betri en í Menntaskólanum í Hamrahlíð í fyrra, en þeir tónleikar voru hálf- mislukkaðir eins viðstaddir sjálf- sagt muna og samanburður við þá því varhugaverður. Löng bið, rýr uppskera Það sem einkum skóp óánægju var framkoma hljómsveitarinnar í sér í annarlegt ástand. Augun í Bez voru tæpast annað en hvítan og stóðu aukinheldur á stilkum. Söngvarinn Shaun Ryder. garð áheyrenda. í klukkustund mátti múgurinn híma í kulda og trekki eftir að húsið væri opnað sem gerðist að lokum rúmri klukkustund eftir áður auglýstan tíma. Virtist hljómsveitin vera að „sánd-testa“ í rólegheitunum. Er inn kom tók ekki betra viö. Tveir tímar liðu, þar af klukkutími Dansarinn Bez. í myrkvuðum sal þar sem mónó- tónísk tciktfost danstóniist kvaldi hlustir og ljósasjóv þreytti glyrnur, áöur en meðlimir Happy Mondays sáu ástæðu til að stíga á svið. Þegar sú stund rann upp tók hluti áheyr- enda á móti hljómsveitinni með púi og fúkyrðaflaumi, og var undirrit- aður einn þeirra. Ef einhverjum hafði einhverntíma tekist að brjóta niður stemningu þá var það hijóm- sveitin Happy Mondays þetta kvöld í Kaupinhöfn. Sem fyrr sagði var hljómsveitin góð er hún loks hóf leik þrátt fyrir að greinilegt væri að söngvarinn Shaun Ryder og dansarinn Bez hefðu notað tímana tvo til aö koma Stuttgaman Efnisskráin samanstóð aðallega af lögum af fyrrnefndum plötum, en skífu eins og Bummed frá 1988 lét hljómsveitin liggja óhreyfða. Lög á borð við W.F.L., Clap your hands, Kinky Afro, Gods cop og Dennis and Lois tók hljómsveitin og gerði vel. Eftir Qögur eða fimm lög var und- irrituðum farin að renna reiðin og um það leyti sem maður var byij- aður að fyrirgefa hljómsveitinni alla töfma og stemningin í salnum var á hápunkti fór hljómsveitin skyndilega af sviðinu. Þá voru liðn- ar 45 mínútur frá upphafi tónleik- anna. Eftir eitt uppklöppunarlag, Step on, voru ljós tendruð og kulda- leg birta lýsti furðu lostin andlit tónleikagesta. Heldur klén frammi- staða hjá hljómsveit sem á að heita ein sú vinsælasta í rokkinu um þessar mundir. Kannski er Happy Mondays orðin svo fræg að geta leyft sér að láta bíða eftir sér í þrjá tíma og spila svo sjálf ekki nema í 55 mínútur. Ef svo heldur áfram verður þess ekki langt að bíða að hljómsveitin verði í hlutverki hrópandans í eyðimörkinni. Undir- ritaður hefur altént komist að því fullkeyptu. Á Happy Mondays tón- leika fer hann ekki aftur. Komist að því fullkeyptu - DV á tónleikum með Happy Mondays ÍBR _______________________ KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA KR - ÁRMANN í dag, 6. apríl, kl. 17.00 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL ÍBR _________________________ KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA ÍR - FRAM sunnudaginn 7. apríl kl. 17.00 Á GERVIGRASINU j LAUGARDAL Aðalfundur Iðju Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, verður hald- inn á Holiday Inn (Hvammi) fimmtudaginn 11. apríl, kl. 17.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjara- og samningamálin. 3■, Önnur mál. Kaffiveitingar í boði félagsins. Allir Iðjufélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Reikningar Iðju fyrir árið 1990 liggja frammi á skrif- stofu félagsins. Stjórn Iðju Pet Shop Boys. Gamalt víná nýjum belg Morrissey, söngpípan góðkunna úr Smiths, hefur nýlega sent frá sér sólóplötuna Kill Uncle. Væri það ekki til frásagnar ef kappinn hefði ekki notað tækifærið er hann var í hljóðveri og tekið upp eitt af fræg- ari lögum Jam sálugu. Þar er um að ræða gleðisönginn Thats Ent- ertainment. Morrissey setti þetta lag Paul Wellers á B-hlið smáskíf- unnar Sing for your Life sem var útgefin dagana eftir páska. Enn hefur poppsíðan ekki heyrt hvernig Morrissey tókst upp meö sönginn, en víst er að hann þarf að gera veí ef árangurinn á að nálgast það sem Jam gerði árið 1981. Neil Tennant og Chris Lowe í Pet Shop Boys hafa á sama hátt tekið U2 lagið Where the streets have no name og hljóðritað að eigin smekk. Lagið verður geflð út á smáskífu innan tíöar, líklega á B-hlið, ásamt laginu góðkunna Cant take my eyes of you. Þegar einn meðlima U2 var inntur eftir því hvernig hon- um htist á að Pet Shop Boys væru með puttana í einu laga hljómsveit- arinnar, varð honum aö orði: „What have I done to deserve this?“ Af gömlum goðum Þvi hefur verið fleygt í Bretlandi að rokkhetjurnar David Coverdale og Jimmy Page ætli að rugla saman reytum nú í vor. Svo langt er máhð komið að plata ku vera á dagskrá og tónleikaferð í sumar. Er ekki aö fjölyrða að margir taka kipp við tíðindin enda á ferð helstu fulltrúar þungarokksins á síðustu árum og áratugum. Rollingarnir Mick Jagger og Keith Richard eru enn að njóta ávaxta skáldverka sinna, jafnvel þó að aldarfjórðungur sé hðinn frá tilurð þeirra. Nýjasta dæmið um þetta er samningur sem tvíeykið gerði við súkkulaðiframleiðand- ann Snickers en hann heimilar súkkulaðiköllunum að nota brot úr laginu góðkunna Satisfaction í auglýsingu á Snickers. Það eitt að fá að nota lagiö kostar Snickers um 220 milljónir íslenskra króna og þar af renna 140 milljónir beint til þeirra Jaggers og Richards. Talandi um rokk og auglýsingar má geta þess að Clash, sem heldur þessa dagana upp á að 14 ár eru liðin frá útkomu fyrstu plötu hljómsveitarinnar, hefur heimsótt topp breska vinsældalistans. Ástæðan, jú lagið Should I stay or should I go er notað í gallabuxna- augiýsingu sem tíðum birtist á sjónvarpsskjám og í kvikmynda- húsum í Bretlandi og á meginland- inu. Útgefandi Clash fmnur þefinn af peningum og nú í vikunni var annað meistarastykki hljómsveit- arinnar endurútgefið, nefnilega Rock the Casbah. Á meðan þessu fer fram er eini Clash-arinn sem eitthvað kveður aö eftir að hljóm- sveitin hætti(!), Mick Jones, að undirbúa útgáfu á sjöttu breiðskífu Big Audio Dynamite sem kemur út í maí og kallast The Globe.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.