Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Page 46
'58 . LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1091. Afmæli EinarBragi Einar Bragi, skáld og rithöfundur, Suðurgötu 8, Reykjavík, verður sjö- tugurámorgun. Starfsferill Einar Bragi fæddist á Eskifirði og ólst þar upp. Hann varð stúdent árið 1944 og nam síðan húmanísk fræði við háskólana í Lundi og í Stokkhólmi í fimm vetur. Einar Bragi hefur sent frá sér sjö ljóðabækur. Þæreru: Eittkvöldí júní (1950); Svanurábáru(1951); Gestaboð um nótt (1953); Regn í maí (1957); Hreintjarnir (1960,2. útg. 1962); í ljósmálinu (1970); og Ljóð (1983). Ljóðaþýðingar hans eru: Hrafnar í skvjum (1970); Hljómleikar í hvítu húsi (1973); Létta laufblað og væng- ur fugls (1975); Kringum húsið læðast vegprestarnir (1977); Sumar í fjörðum (1978); og Hvíslað að klett- inum (1981). Ljóðabækur hans á öðrum mál- um: Étangs clairs (þýð: Regis Boyer, París 1968); Regn í maí (þýð: Knut 0degárd, Osló 1973); Pilar av ljus (þýð: Inge Knutsson, Lundi 1976); og Night Eyes and other Poems (þýð: Patricia Aylett, Louis A. Muinzer og Sigurður A. Magnússon, Sout- hampton 1985). Bækur Einars Braga í lausu máii: Eskja I.-V. bindi (1971, ’77, ’81, ’83 og ’86); Þá var öldin önnur I-III (1973-1975); Hrakfallabálkurinn (1982), og Af mönnum eru kominn (1985). Helstu þýðingar Einars Braga í óbundnu máli: Skáldsögur: eftir Aksel Sandemose: Hornin prýða manninn (1946, flutt í útv. ’86, hand- rit); eftir M.A.Nexa: Ditta manns- barn (1948-1949,2. útg. ’84); eftir V.Katajev: Eiginkonan (1948); eftir P.O. Ekström: Sumardansinn (1953); eftir K. Markandaya: Á ódáinsakri (1958); Sara Lidman: Sonur minn og ég (1962). Leikrit (í handriti): Elmer Rice; Lögmaöurinn (1954, útvarpað s.á.); Gustav Sandgren: Öldurnar (1955, útvarpað s.á.); B.Shaw: Það er aldrei að vita (1956, Leikfél. Rvíkur s.á.); F.Garcia Lorca: Hús Bernörðu Alba (1958, útvarpaö s.á. og oftar, L.R. 1964, L.A. 1989, ný þýðing); Arqu- aluk Lynge o.fl.: Kalaallit nunaat (1978, útvarpað s.á.); August Strind- berg: Meistari Ólafur, Gústaf Vasa, Faðirinn, Fröken Júlía, Kröfuhafar, Hin sterkari, Paría, Reikningsskil, Leikið að eldi, Bandið, Til Damask- us I, Glæpur og glæpur, Páskar, Dauöadansinn I og II, Karl XII., Draumleikur, Óveður, Brunarústin, Draugasónatan, Pelíkaninn. Barnabækur: Knut Odegárd: Fugl og draumur (1976); Katarina Taikon: Katrín (flutt í útvarp 1983), Katrín og Skvetta (flutt í útvarp 1985). Af öðru tagi: Artur Lundkvist: Drekinn skiptir ham (1956), Bókin um Poq (óþ. grænl. höf. 1978). Utgáfur: Erlend nútímaljóð(1958, ásamt Jóni Óskari), Lilja eftir Ey- stein Ásgrímsson (1961), 100 kvæði eftir Jón úr Vör (1967), Bókmennta- greinar eftir Bjarna frá Hofteigi (1971), Ritsafn Stefáns Jónssonar í 15 binduro (1972-1979), Heyrt og munað eftir Guðmund Eyjólfsson frá Þvottá (1978). Einar Bragi stofnaði tímaritið Birting (eldri) áriö 1953 og gaf út í tvö ár. Hann var meðritstjóri aö Birtingi (yngri) 1955-1968, ritari Rit- höfundafélags íslands 1955-1956, í stjórn Rithöfundasambandsins 1959-1960, og formaður þess 1968- 1970. í stjórn Rithöfundasjóðs ís- lands 1971-1974, og formaður hans árið 1974. Einar Bragi var um langa hríð virkur í baráttu gegn herstöðvum á íslandi og hefur tekiö þátt í norrænu menningarsamstarfi. Fjölskylda Einár Bragi kvæntist 10.5.1945, Kristínu Jónsdóttur, f. 19.1.1920, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Björnssonar og Arnþrúðar Gríms- dóttur sem bjuggu að Ærlækjarseli í Öxarfirði. Börn þeirra Einars Braga og Kristínar eru: Borghildur, f. 24.2. Einar Bragi. 1946, geðlæknir í Reykjavík og á þrjár dætur; og Jón Arnar, f. 12.2. 1949, innanhússarkitekt í Reykjavík og á hann fjögur börn. Systkini Einars Braga eru: Alfons, f. 17.12.1916, verkamaður í Kópa- vogi; Sigrún, f. 14.3.1919, húsmóðir á Eskifirði; og Anna, f. 20.2.1927, læknaritari í Reykjavík. Foreldrar Einars Braga voru Sig- urður Jóhannsson, f. 1891 d. 1946, skipstjóri, og Borghildur Einars- dóttir, f. 1898 d. 1981, húsmóðir. Þau bjuggu á Eskifiröi. Til hamingju með afmælið 6. apríl 85 ára Þorflnnsgötu 12, Reykjavík. Jón Ingi Magnússon, Eyrarvegi 18, Selfossi. Jón Guðmundsson, Ósiandi, Hofshreppi, Skagafirði Guðbjörg Ósk V. Óskarsdóttir, Safamýri 31, Reykjavík. Sigrún Helgadóttir, Ásvallagötu 35, Reykjavík. Björg Jónsdóttir, Leirubakka 12, Reykjavík. 80 ára 50 ára Jón Jónsson, Skólastig 14A, Stykkishólmi. Magnús Jóhannsson, Grundargötu 27, Grundarfirði. Tómas Runólfsson, Furugrund 45, Akranesi. Guðrún Lárusdóttir, Hæðargötu 9, Njarðvík. 70 ára 40 ára Þórður Þórðarson, Pálmholti 12, Þórshöfn. Ásdis Finnbogadóttir, Hörgshlíð I, Reykjarfjaröarhreppi. Jón Jóhannsson, Hnappavöllum I, Hofshreppi, A-Skafta- fellssýslu. Andrea E. Benediktsdóttir, Marargötu 5, Reykjavík. Ólafur Róbert Magnússon, Viðihlíð 31, Reykjavik. Þóra Guðmundsdóttir, Leirutanga 6, Mosfellsbæ. Kristjana Óttarsdóttir, Lyngbraut 6, Gerðahreppi. Jónas Baldursson, Reykási 14, Reykjavík. 60 ára Sóley Ásta Sæmundsdóttir, Furugrund 75, Kópavogí. Valgerður Sæmundsdóttir, Tumastöðum, Fijótshliðarhreppi. Védís Gunnarsdóttir, Nýjabæjarbraut 5B, Vestmannaeyjum. Hörður Runólfsson Höröur Runólfsson verkstjóri, Grandavegi 47, Reykjavík, verður áttræður á morgun. Starfsferill Hörður fæddist aö Hálsum í Skorradal og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann stundaði öll almenn sveitastörf í uppvextinum og lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólan- um á Laugarvatni 1931. Eftir prófið fór Hörður til sjós og var á togurum frá Reykjavík í tuttugu ár en hann sigldi öll stríðsárin. Hörður kom í land 1951 og stund- aði þá byggingarvinnu. Hann hefur síðan verið verktaki við húsbygg- ingar, flutninga á húsum og við aö rífa hús. Fjölskylda Hörður kvæntist 1941 Stefaníu Sigrúnu Steinsdóttur, f. 1.5.1916, d. 13.12.1988, húsmóðuren hún var dóttir Steins Ásmundssonar, b. í Litla-Hvammi í Miðfirði, og konu hans, Valgerðar Jónasdóttur hús- freyju. Hörður og Sigrún eignuðust fimm börn. Þau eru Auður, f. 7.12.1943, sjúkraliði á Skjóli, búsett í Reykja- vík, gift Eðvald Benediktssyni tré- smíöameistara og eiga þau tvær dætur; Bergljót, f. 13.6.1945, sjúkra- liði á Skjóli, búsett á Seltjarnarnesi, gift Halldóri Guðmundssyni járn- smíðameistara og eiga þau þrjú börn; Úlfar Örn, f. 9.5.1947, vörubíl- stjóri í Reykjavík, kvæntur Helgu Magnúsdóttur, húsmóður og versl- unarmanni, og eiga þau tvo syni; Ingibjörg Lára, f. 24.1.1953, sjúkra- liöi á Húsavik, búsett við Laxár- virkjun, gift Jóhanni Haukssyni stöðvarstarfsmanni og eiga þau þrjá syni; Hörður Þór, f. 10.8.1958, bíla- smiður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guörúnu Smáradóttur, húsmóður og fóstru, og eiga þau tvö börn. Hörður var yngstur tíu systkina sem öll komust á legg en hann á nú þrjú systkini á lífi. Systkini hans á lífi eru Þórður Runólfsson, f. 18.9. 1896, b. á Haga í Skorradal; Engil- bertRunólfsson.f. 8.11.1899, b.á - Vatnsenda í Skorradal; Viktoría Runólfsdóttir, f. 18.12.1908, húsmóð- Höröur Runólfsson. ir í Reykjavík. Foreldrar Harðar voru Runólfur Arason, b. á Syðstu-Fossum í Anda- kíl, og Ingibjörg Pétursdóttir frá Skeljabrekku. Hörður verður í Frakklandi á af- mælisdaginn. Guðrún Guðbjamadóttir SJCEnnTTJCUOLD til heiðurs Cielr dunnarssyní aCþíngísmanní laugardaginn 6. apríl kl. 20.30 í Firðinum v/Strandgötu.Haínarfirði Tjöíbreytt sftemmtiatríði DansDeife/Ur ad lokínní ctagsk,rá iAiíír veíkomnír Húsið opnar kl.20 Miðaverð kr. 500,- Mætum vel og stundvíslega, Nefndin. Guörún Guðbjarnadóttir húsmóðir, Hlíf II, ísafirði, verður áttræð á morgun. Starfsferill Guðrún fæddist að Jafnaskarði og ólst upp í Borgarfirðinum. Eftir að Guðrún gifti sig var hún húsmóðir á Flateyri og síðan á Djúpuvík til 1950 þar sem maður hennar var verkstjóri hjá Alliance hf. Frá 1950 bjuggu þau hjónin á Flateyri til 1989 en fluttu þá til ísafjarðar þar sem þau búa nú á Hlíf, dvalarheimili aldraðra. Guörún var árum saman mjög virk í Kvenfélaginu Brynju á Flat- eyri, sem og í slysavarnafélaginu þar. Fjölskylda Guðrún giftist 12.2.1938 Johanni Ingibjarti Guðbjartssyni, f. 20.6. 1907, trésmið, en hann er sonur Guðbjarts Helgasonar og Önnu Jo- hannsdóttur sem bjuggu á Flateyri. Böm Guðrúnar og Johanns eru Svanur A. Johannsson, f. 15.6.1935, skipstjóri í Reykjavík; Anna Jo- hannsdóttir, f. 13.10.1937, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Emil R. Hjartar- syni kennara og eiga þau íjögur börn; Guðbjarni Johannsson, f. 1.12. 1942, smiður, kvæntur Báru Guð- jónsdóttur og eiga þau tvö börn; Þorsteinn Johannsson, f. 2.7.1952, smiöur, kvæntur Gunnhildi Brynj- ólfsdóttur og eiga þau þrjá syni; Guðbjartur Johannsson, f. 12.1.1946, Guðrún Guðbjarnadóttir. lést af slysfórum 26.10.1949. Systkini Guðrúnar: Guðmundur Auðunsson Guðbjarnason, f. 20.5. 1896, d. 31.1.1951, búsettur að Arnar- holti, átti Önnu Kristjánsdóttur; Ásta Sigríður Guðbjarnadóttir, f. 9.11.1907, d. 1.7.1984, húsfreyjaað Beigalda og aö Hreðavatni, átti Daníel Kristjánsson; Þorsteinn Guð- bjamason, f. 28.8.1909, d. 1950, bjó að Jafnaskarði og að Beigalda, átti Guðnýju Björnsdóttur; Sigurgeir Guðbjarnason, f. 20.9.1912, d. 1990. Foreldrar Guðrúnar voru Guð- bjarni Guðmundsson, f. 11.10.1872, d. 19.8.1936, b. aö Jafnaskarði, og Halldóra Þorsteinsdóttir, f. 22.6. 1870, d. 24.11.1959, húsfreyja. Guðrún tekur á móti gestum að Hlíf frá klukkan 15-18 á afmælis- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.