Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 4
MÁNÚDAGUR 10. jÖSf 1'991. Fréttir trufla þennan tjald sem hefur gert sér hreiður og verpt þremur eggjum á umferðareyju milli hraðbrautar í Reykjavik. DV-mynd BG Tjaldur verpir á umferöareyju: Ekki óalgengur varpstaður „Tjaldurinn verpir mikið við flug- velli vegna þess að þar er ákveðið griðland. Þar er sama ög ekkert um mannaferðir og svipað gildir um svona umferðareyjar milli hraðakst- ursbrauta," segir Jóhann Brandsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Tjaldur hefur gert sér hreiður og verpt þremur eggjum á umferða- reyju milli fjölfarinnar götu í Reykja- vík. „Umferð og hávaði truflar tjaldinn ekkert, hann er svo jafn og stöðugur. Hins vegar getur orðið vandamál þegar ungarnir koma úr eggjunum því fuglinn fer með þá beint niður að sjó. Ungarnir fara strax á stjá og eftir skamma stund eru þeir komnir töluvert frá hreiðrinu. Það er spum- ing hvort fuglinn hefur vit á að fara með ungana um nótt þegar umferðin er minni eða hvort hann fer að degi til,“ segir Jóhann. -ns Kartöflugarðamir 1 Skammadal: Þeir tættu upp allan garðinn minn - segirSteindórElnarssonsemvarðfyrirmiklutjóni „Þeir tættu upp allan garðinn minn og eyðilögðu á milli 40 og 50 kíló af útsæöi. Ef ég tel áburðinn og eitrið með þá er þetta tjón upp á 30 þúsund krónur, fyrir utan alla vinnu," sagði Steindór Einarsson, en hann tók hundrað fermetra kartöflugarð á leigu af borginni í Skammadal í Mos- fellsbæ. „Þegar ég fór uppeftir var hliðið opið og búið að tæta alla garðana til að undirbúa þá fyrir sáningu. Ég hélt því að nú mætti ég sá kartöflun- um og gerði það. En svo var þama einhver sumarbústaðareigandi sem sagði mér aö þeir ætluðu að fara aðra ferð og ráðlagði mér að merkja garðinn minn. Ég brá því á það ráð að merkja garðinn með stikum svo hann yröi ekki tættur upp, en allt kom fyrir ekki hann var gjöreyði- lagður," sagði Steindór. Steindór sagöist hafa alist upp í sveit og aldrei vitað til þess að tæta þyrfti sama garðinn tvisvar. Einnig fullyrti hann að með lítilli fyrirhöfn hefði verið hægt að sneiða framhjá garðinum hans þegar hinir voru tættir í annað sinn. „Þetta er illgirni og ekkert annað, ég fer hiklaust með þetta í lögfræðing ef ég fæ þetta ekki bætt.“ Ingvar Axelsson, sá sem sér um útleigu garöanna hjá garðyrkjudeild borgarinnar sagði að það væri af og Steindor sýnir hér hvernig útsæðið hans var eyðilagt er garðurinn var tættur. frá að gleymst hefði að loka hliðinu. Hann sagðist hafa orð mannanna, sem tættu garðana, fyrir því að keðja hefði verið fyrir hliðinu og að Stein- dór hefði því farið í leyfisleysi inn á svæðið og sáð í garðinn. Mennirnir þurftu að hans sögn að taka sér hlé vegna mikilla rigninga áður en þeir tættu í annað sinn og á meðan hafi svæðið verið lokað. „Það er ekki hægt að sneiða fram- hjá einum garði þegar verið er að DV-mynd Brynjar Gauti tæta spildur á milli skurða á stórum tækjum. Ekki nema með því að eyði- leggja næstu garða,“ sagði Ingvar. -ingo „Algjört mokfiskirí“ á Vestfjarðamiðum „Það er mokfiskirí, algjört mok- fiskirí. Við höfum fengið nokkur 10 til 15 tonna höl eftir klukkutímann og þegar best lét tókum við eitt 30 tonna hal á sama tíma. Við erum komnir með 100 tonn á tveimur dög- um,“ sagði Hörður Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjarti ÍS 16. í sama streng tók Brynjólfur Garð- arsson á Gylli ÍS 261. Aö sögn hans voru um 50 skip á miðunum og var gott fiskirí hjá öllum. „Þetta er mjög góður fiskur, þetta gæti veriö Grænlandsgangan án þess að ég vilji fullyfða það. Það virðist ára vel fyrir Vestfjörðunum núna. Við höfum verið að veiðum norðan við Víkurálsbotninn og norður af Barðanum og á Látragrunni. Það er víða fiskur og það virðist vera mjög bjart yfir þessu en margir togarar liggja úti núna í aðgerð. Þetta minnir á gömlu góðu dagana. Það er miklu meira af fiski hér en í fyrra. Það var enginn fiskur á þessu svæði þá, hvorki í maí né fram í júní. Það er líka mikið æti nú og mikið af sand- síli og sjórinn einni til einni og hálfri gráðu hlýrri en í fyrra á svipuðum slóðum og þetta hefur áhrif á fisk- inn,“ segir Hörður. J.Mar í dag mælir Dagfari Skuggaráðuneyti Framsóknar Framsóknarflokkurinn hefur setiö lengi í stjóm. Alveg frá því að elstu menn muna. Hermann Jónasson stjómaði ríkisstjómum á fimmta og sjötta áratugnum og Steingrim- ur sonur hans stjómaöi ríkis- stjómum á áttunda áratugnum. Aðrar merkar framsóknarfjöld- skyldur hafa og átt sína fulltrúa í ráðherrastólum og menn hafa alist upp við það í flokknum að eiga vís- an ráðherradóm í tímans rás. Það koin því Framsóknarflokkn- um algjörlega í opna skjöldu þegar Alþýðuflokkurinn tók allt í einu upp á því aö mynda stjóm með Sjálfstæðisflokknum og hafa Fram- sóknarflokkinn útundan. Stein- grímur Hermannsson vissi í fyrstu ekki hvemig hann átti að bregðast við þessum óvæntu tíðindum. Fyrst ætlaði hann að fara í fýlu og móðgaöist. Neitaði að halda fund með Jóni Baldvin og sendi Halldór Ásgrímsson í sinn stað. Næst varð hann sár og reiður og skildi ekki almennilega þá ögrun sem honum var sýnd með því aö einhverjum dytti í hug að mynda ríkisstjóm án hans. Að lokum jafnaði Steingrím- ur sig og kvaðst verða málefnaleg- ur í stjómarandstöðu og gegnir nú því hlutverki að koma fram í sjón- varpinu fyrir sína hönd og annarra þeirra sem eiga rétt tilkall til þess að stjóma landinu til að segja frá því hvað landinu sé vitlaust stjórn- að af þeim sem hafa hrifsað frá honum stjórnvölinn. Þetta líkist mjög því þegar konungar em hraktir úr landi, sviptir krúnunni og eru landflótta og landlausir á meðan. En af því Framsóknarflokkurinn er löggiltur sljómarflokkur og kann ekki við sig öðruvísi en í stjórn hefur flokkurinn myndað sérstaka útlagastjóm, skuggaráðu- neyti og tilkynnt íslensku þjóðinni hveijir séu ráðherrar Framóknar- flokksins. Framsóknarflokkurinn er sem sagt búinn aö koma sér upp ráðherrum þótt flokkurinn sitji ekki í ríkisstjórn og á það einmitt rætur sínar að rekja til þeirrar hefðar í flokknum aö ráöherralaus getur hann ekki verið og framókn- arlaus getur þjóðin ekki verið. í þessari útlagasljóm Framsókn- ar situr Steingrímur að sjálfsögðu sem forsætisráðherra. Gott ef hann er ekki utanríkisráöherra líka og vísindaráðherra, enda ekki af Steingrími skafið að hann er vís- indamaður fram í fingurgóma eins og ferill hans sannar á langri ævi. Kjósendur geta sem sagt huggað sig við það að Steingrímur er ekki hættur og situr enn sem forsætis- ráðherra þótt hann sé hættur sem formlegur forsætisráöherra. Hann er forsætisráðherra Framsóknar- flokksins og verður það svo lengi sem hann lifir og nennir. Davíð getur Steingríms vegna leikið for- sætisráðherra í einhveija mánuði eða ár og þóst vera æðsti maður til lands og sjós. En Steingrímur er hinn raijnverulegi forsætisráð- herra af því Framsókn er hinn löggilti stjómarflokkur og skugga- ráðuneyti Steingríms er tilbúið til að taka við hvenær sem þjóðin kall- ar. Útlagastjórn Framsóknar mun væntanlega marka sína stjómar- stefnu með haustinu og reka sína eigin pólitík jafnhliða stjómar- stefnu ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar. Steingrímur mun flytja stefnuræðu sína og taka til með- ferðar öll þau mál sem ríkistjórnin hefur til meðferðar og tilkynna úrlausnir sínar og ákvarðanir jafn- óðum og Davíð tilkynnir sínar. Þetta verður nokkurs konar keppni milli tveggja stjórna og almenning- ur mun svo fá að ráða því á hvorri stjórninni hann tekur mark. Auðvitað er miklu traustari stjórnskipun og stjómarfar í land- inu þegar íslendingar geta notið tveggja ríkisstjórna og hafa alltaf útlagastjórn upp á að hlaupa og það er huggun í þvi að hafa Steingrím áfram sem försætisráðherra þótt hann sé ekki lengur forsætisráð- herra í ríkisstjórn. Það hlýtur líka að vera endurnærandi fyrir Stein- grím að leggjast til hvílu á kvöldin sem forsætisráðherra þótt hann sé ekki lengur sami forsætisráðherr- ann og hann var áður. Framsókn er vön að stjórna. Hún lætur ekki slá sig út af laginu þótt einhveijir utan flokksins hafi myndaö stjórn og þykist ráða. Skuggaráðuneytið ræður. Stein- grímur er ennþá forsætisráðherra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.