Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991. 55 Veiðivon 20 punda „drottning" er mætt í Elliðaámar - Elliöaámar opnaðar í morgun. 18 laxar í gegnum teljara „Ég hef margoft áöur sleppt fiski úr kistunni og stærri fiskurinn er nær undantekningarlaust fyrr á feröinni en smálaxinn. Þeir voru mjög vænir laxarnir sem við sleppt- um í dag,“ sagði Guöni Ólafsson, starfsmaður Rafmagnsveitu Reykja- víkur, en um miðjan dag í gær var kistan við teljarann opnuð og þá höfðu 18 laxar gengið í gegnum telj- arann í kistuna. Mun það vera nokk- uð hærri tala en á sama tíma í fyrra. Það var ekki seinna vænna fyrir starfsmenn Rafveitunnar að greiða laxinum leið í gegnum kistuna því að laxveiðitímabihð hófst í morgun. Margir dagar eru liðnir frá því að laxarnir 18 komu í kistuna. „Þetta var yfirleitt vænn fiskur en einn sem bar þó af hvað stærðina varðar. Það var gullfalleg hrygna og hún var örugglega 20 pund. Hún var alveg sérstaklega falleg. Flestir hinna laxanna voru 10-14 pund,“ sagði Guöni ennfremur. Það er því greinilegt að veiðimenn við Elliða- árnar ættu aö verða varir við vænan fisk á næstu dögum og hver veit nema að hrygnan stóra láti undan freistingum sem veiðimenn bera á borð fyrir laxinn á næstunni. Margir lögðu leið sína að Elliðaánum í gær Það er kominn hugur í veiðimenn Guðni Ólafsson sýnir hversu stór hrygnan var sem hann sleppti úr kist- unni seinnipartinn í gær, nokkrum mínútum eftir atburðinn. DV-mynd SK og í gær mátti sjá fjöldann allan af veiðimönnum við EUiðaámar sem kíktu eftir laxi og margir þeirra sáu væna og fallega laxa. „Eg kíkti í Foss- inn og þar voru margir fallegir lax- ar. Einn þeirra var mjög stór, alveg boltafiskur,“ sagði Rúnar Óskarsson í samtali við DV í gær en hann var meðal veiðimanna við Elhðaárnar í gær. í morgun hófst veiðitímabihð í Ell- iðaánum og veitt verður th 10. sept- ember. Nokkurt magn af fiski er gengið í ámar en óvenjulítið hefur sést til laxins á Breiðunni fyrir neðan gömlu brýmar. Ástæðan er augljós. I þeirri miklu birtu sem verið hefur í Reykjavík síðustu vikuna eða leng- ur stoppar laxinn ekki á Breiðunni sem er nánast glær og ekkert skjól eða skuggi að venda í. Útht er fyrir gott veiöisumar í Elhðaánum og þessi eina og sanna perla Reykvík- inga á eftir að ylja mörgum veiði- manninum í sumar sem undanfarin sumur. -G.Bender/SK Fjölmiðlar Sjónvarpsfréttir í útvarpi Eitt kvöldið, á milh hálfátta og átta, var ég akandi á leið í bæinn og varð hálfhvumsa að heyra frétta- lestur Stöðvar 2 glymja úr útvarps- tækinu. Það var þægileg tilfinning að uppgötva þennan kost því ég haföi einmitt bölvað í hljóði að þurfa að rjuka út á þeim heilaga „frétta- tíma“. í síðustu viku, þegar sólin skein sem skærast, gat ég ekki hugsað mér að setjast fyrir framan sjón- varpíð og horfa á fréttir, Miklu huggulegra aö sitja úti á svölum eft- ir góða grillsteik og njóta bhðviðris- ins. Þá mundi ég eftir þessum góða kosti-aðhlustaá sjónvarpsfréttir. Égsat að minnsta kosti þrju kvöld i góða veðrinu á s völunum og hlust- aði á fréttir Stöðvar 2 úr útvarps- tækinu. Þetta er ákjósanlegur kost- ur sem ég vil leyfa mér að benda þeim á sem ekki mega raissa af frétt- um en vhja samt sitjaúti í garði eða reyta arfa á meðan góða veðriö helst. Þótt það sé stundum dáhtið ank- annalegt að heyra ff éttamenn vísa í hluti sem sjást á mynd þá læt ég slík smáatriöi ekki fara í taugamar á mér í góða veðrinu. Mest um vert eraö hafa þennan ágæta möguleika þegar þannig stendur á. Ég get til dæmis í myndaö mér að þetta geti komið sér vel fyrir rúmhggjandi sj úklinga sem ekki hafa aðgang að sjónvarpi, fólk í sumarbustöðum eða tjaldi og fólk sem er að vinna. Það er því sannarlega í lagi að þakka Bylgjunni fyrir þessa þjón- ustu sem vafalítið verður óspart notuð í sumar. Gætu þeir ekki bara sent út sjónvarpsfr éttir á rás 2 líka? Þá gæti maður alveg sleppt þessu sjónvarpsglápi í sumar... -ELA Evrópumarkaðshyggjan Hagsmunir og vaikosin Ísiancís EVRÓPUMARKAðSHYGGJAN HAGSMUNIR 0G VALKOSTIR ÍSLANDS Eftir dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra Kynnið ykk.ur allar hliðar Evrópumarkaðsmálanna í traustu, óháðu og aðgengi- legu heimildarriti. Höfundur gerir sannsýna heildarúttekt á hagsmunum íslands í gömlu Evrópu 18 nýlenduríkja og í stærri heimi 170 ríkja. Yfirgripsmikið efni sett fram á lipru máli og í myndum, myndritum, teikningum og töflum svo les- andi geti sjálfur sannreynt hvort gróði eða tap fylgi „fjórfrelsinu", sjálfstæði eða fullveldisafsal fylgi aðild að Efnahagssvæði Evrópu og EB. Ómissandi innlegg í Evrópumarkaðsumræðuna. 118 bls. kilja. Fæst hjá flestum bóksölum og útgef- anda. Verð kr. 1.000,- Pöntunarsími (91)75352. BÓKASAFN FÉLAGSMÁLASTOFNUNARINNAR Pósthólf 9168-109 Reykjavik - Sími 75352 BINGOl Hefst kl. 19.30 i kvðld ASalvinninqur að verðmæti __________100 bús. kr.________ Heildarverðmæti vinninqa um ll 300 bús. b. TEMPLARA HÖLUN Eirðágötu S - S. 20010 BRIMB0RG BÍLAGALLERÍ Faxafeni 8 Sími 91-685870 Opið virka daga 9-18. Laugardaga 10-16. Volvo 745 GLT '89, dökkblár, 5 g., vökvast., álfelgur, ABS brems., útv./segulb., ek. 16.000, v. 1.890.000, bíll sem nýr. Volvo 744 GL '87, hvítur, sjálfsk., vst., útv./segulb., rautt pluss, ek. 60.000, gullfallegur bíll, v. 1.280.000. Suzuki Fox JX '88, I. blár, 5 g., útv./segulb., grjótgrind o.fl., ek. 71.000, v. 780.000, skipti. Volvo 740 GLE '88, I. blár met., sjálfsk., vökvast., útv./segulb., piussáklæói, ek. 44.000, fallegur bíll, v. 1.530.000. Toyota Tercel 4WD st. '87, hvitur, 5 g„ útv./segulb., aukadekk, ek. 73.000, v. 740.000, fallegur bill. Volvo 244 GL '87, silfurgrænn, 5 g„ vökvast., útv./segulb„ auka- dekk, ek. 62.000, v. 980.000, góó kjör. Volvo 440 turbo '89, hvitur, 5 g„ vökvast., álfelgur, aukad. o.fl„ ek. 44.000, v. 1.370.000, skipti á ód. Lada Sport '88,1. brúnn, 5 g„ létti- stýri, útv„ grjótgrind, ek. 33.000, v. 450.000. Ford Sierra CL st. 2.0 '84, blár, sóllúga, útv. og aukadekk, ek. 117.000, v. 390.000, góð kjör. BRIMB0RG Veður Um vestanvert landið verður norðaustangola eða kaldi en um landið austanvert verður hæg breytileg átt í dag en norðangola eða kaldi i nótt. Rigning eða ■ slydda verður norðvestanlands og 2-5 stiga hiti en i öðrum landshlutum verða skúrir á víð og dreif og nokkru hlýrra, hlýjast sunnanlands. Akureyri alskýjað 4 Egilsstaðir skýjað 4 Keflavikurflugvöllur skýjaö 5 Kirkjubæjarklaustur skýjað 4 Raufarhöfn skýjað 4 Reykjavik skýjað 5 Vestmannaeyjar úrkoma 5 Bergen skýjað 11 Helsinki alskýjað 12 Kaupmannahöfn hálfskýjafi 14 Stokkhólmur skýjaö 13 Þórshöfn rigning 8 Amsterdam skúr 12 Barcelona þokumóða 17 ^ Berlin rigning 14 Frankfurt léttskýjað 14 Glasgow skúr 11 Hamborg hálfskýjafi 13 London skýjað 13 LosAngeles alskýjað 14 Lúxemborg skýjað 11 Madrid skýjað 16 Malaga léttskýjað 16 Mallorca léttskýjað 16 Montreal skýjað 18 New York léttskýjað 20 Nuuk þoka 2 Róm þokumóða 17 Valencia þokumóða 18 Vin skýjað 18 Winnipeg léttskýjað 14 Gengið Gengisskráning nr. 107. - 0.JU1991 kl.9.15 Á Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 61,840 62,000 60.370 Pund 103.381 103,649 104,531 Kan. dollar 53,809 53,948 52,631 Dönsk kr. 9,1042 9,1277 9,2238 Norsk kr. 8.9630 8,9862 9,0578 Saenskkr. 9,7294 9,7546 9,8555 Fi. mark 14,8138' 14,8521 14.8275 Fra. franki 10,3282 10.3549 10,3979 Belg.franki 1,6998 1,7042 1,7168 Sviss. franki 40,8508 40.9565 41,5199 Holl. gyllini 31,0434 31,1237 31,3700 Vþ. mark 34,9724 35,0629 35,3341 it. líra 0,04717 0.04729 0,04751 Aust- sch. 4,9701 4,9829 6,0239 Port. escudo 0.4023 0,4033 0,4045 Spá. peseti 0,5657 0,5671 0,5697 ^ Jap. yen 0,43827 0,43941 0,43701 Irsktpund 93,672 93,915 94,591 SDR 81,8094 82,0210 81.2411 ECU 71,9601 72,1463 72,5225 Simsvari vegna gengisskráningar 623270. ■ STÓRKOSTLEG ASKRIFTAR MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.