Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUE 10.) JÚNÍ 1991. wc kr. 12.900,- Handlaug kr. 3.000,- Baðkar kr. 9.000,- Sturtubotn kr. 7.000,- Allt á kr. 31.900,- Árrnúla 36 • Sfml 31810 Toyota LandCruiser '88, disil, sjálfsk., 32" dekk + krómfelg., ek. 50.000 km, v. 2.900.000, skipti ath. MMC L 300 ’88, 30" dekk + White spoke fylgir, annar dekkjagangur + felgur, ek. 56.000 km, v. 1.320.000, skipti ath. M. Benz 280 SE '86, sjólfsk., álfelgur, 4 höfuöp., litaö gler, ek. 111.000, v. 2.200.000, skipti ath. BMW 316 '88, 5 gíra, rauöur, toppl., 4 höfuöp., ek. 55.000 km, v. 1.100.000, skipti ath. Honda Civic GT '88, hvitur, sjálfsk. (4 gira), vökvast, ek. 27.000 km, v. 890.000, skipti ath. M. Benz 230 E '84, grœnn, sjóffsk., topplúga, álfelgur, ek. 115.000 km, v. 990.000, skipti ath. MMC Golt '87-88, svartir, sóllúga, ál- felgur, góöar græjur, v. 730-880.000, skipti ath,. Toyota Corolla 16 v. GTi '88, svartur ek. 53.000 km, v. 950.000, skipti ath. MMC Colt '87, grár, 5 gira, 1500, ek. 48.000, v. 540.000. Chevrolet Astro van '87, hvitur ek. 37.000 milur, innréttaöur meö stólum, v. 1.740.000, skipti ath. Höfum kaupendur aö Honda Accord '90, Civiv '89-’90, MMC Colt ’80-’90, Cherokee og Pajero ’88-’90. Mikil sala i ódýrari bilum. 672277 NYJA BILAHÖLLIN FUNAHÖFÐa 1 -112- FMk.- FAX 673983 Memiing Vinnustofa myndlistarmanna í Straumi: Stórir skúlptúrar búnir til í opinni vinnustof u - fjórtán skúlptúrar uppistaðan Magnús Kjartansson myndlistarmaður vinnur hér við lokafrágang á verki sínu sem síðar meir mun prýöa nýjan höggmyndagarð í Hafnarfirði. DV-mynd BG Um næstu helgi verður opnuð ein- hver allra mesta skúlptúrsýning sem sett hefur verið upp hér á landi. Sýn- ing þessi, sem er í tengslum við Lista- hátíð í Hafnartirði og verður fyrst fyrir augum almennings á Strand- götu, við Hafnarborg, á Thorsplani og við Fjarðargötu. Á höggmynda- sýningu þessari verða fjórtán stór ; verk eftir innlenda og erlenda Usta- 1 menn og eru öll unnin hér á landi. Listamennirnir, sem eiga verkin, eru jafnmargir og eru þar á meðal heims- frægir Ustamenn sem koma frá öUum heimshornum og er taUð að mark- aðsverð Ustaverkanna sé um það bU 250 mUljónir króna. Listaverkin munu þó aldrei koma tíl með að fara úr landi því að þau verða uppistaðan í nýjum högg- myndagarði i Hafnarfiröi sem verður fyrir almenning. Garðurinn veröur á útivistarsvæðinu í kringum Víði- staðakirkju. Erlendu Ustamennirnar hafa aUir ákveðið að gefa Hafnar- fjarðarbæ verk sín. Hér á landi eru aðeins þrír högg- myndagarðar og eru þeir aUir í tengslum við Listasöfn og í hveijum garði eru aðeins verk eftir einn Usta- mann. Höggmyndagarðurinn í Hafn- arfirði verður þvi frábrugðinn þeim aö því leyti að þar verða nútimalista- verk og eftir marga listamenn. Höggmyndagarðar eru mjög vin- sæUr erlendis og þeim er gjaman komið fyrir í fógru landslagi og þar sem fólk getur notið útivistar. Högg- myndagarðurinn í Hafnarfirði er skipulagður af Jóhannesi Kjarval skipulagsstjóra Hafnarfjarðar í sam- vinnu við Sverri Ólafsson Ustamann. Sverrir mun búa tíl verk þar sem alUr gefendurnir rafsjóða nöfn sín á jámplötu á vígsludaginn. Það var í byrjun maí sem fyrstu líkönin fóm að berast. Þá var hafist handa við að mæla verkin og gera vinnuteikningar og panta efni. Reiknað er með að 60 tonn af stáU þurfi samtals í öU verkin. Fimm járn- smiðir starfa í fuliri vinnu við smíð- ina, auk þess sem margir sjáltboðal- iðar em tíl aðstoðar. Listamennimir munu svo sjálfir ljúka við að mála þau eins og þeir kjósa. Vinna við myndverkin hefur farið fram fyrir opnum dyrum og hefur almenningi verið boðið að fylgjast meö. Listamennirnir hafa sjálfir haft yf- immsjón með smíði verka sinna, enda sum verkin flókin og erfið. Áætlað hefur verið að kostnaður við smíði hvers verks sé 500 þúsund krónur. Að sögn Hafsteins Ólafsson- ar jámsmiðs er þetta mjög skemmti- legt og jafnframt erfitt verkefni og ólíkt flestu sem jámsmiðir fást við að jafnaði. -HK Christo á Kjarvalsstöðum: Storkar hefðbundnum hugmyndum um list * Josy Kraft heitir sá sem setti sýninguna á verkum Christo upp á Kjarvals- stööum. Sést hann hér vera að ganga frá Ijósmynd af einu risaiistaverki Christo. DV-mynd BG Vafðir stigagangar, líkamar eða brýr. Efni sem teygist yfir dalverpi eða flýtur umhverfis ellefu eyjar. Sólhlífar á stærð við tveggja hæða hús staðsettar í dölum Kaliforníu og Japan. Þetta er list Christo. í stað þess að skapa ný „iistaverk" notar hann það sem þegar er til, hvort sem það er hluti landsins eða hversdags- legur hlutur og gerir einfalda breyt- ingu sem skapar eitthvaö sem hæði er kunnuglegt og framandi fyrir okk- ur. Þessa dagana er sýning á verkum Christo á Kjarvalsstöðum. Má þar sjá yfirlit yfir listsköpun hans frá 1985- 1989. Verkin em öll úr safni Torsten Lilja, sænsks milljónamærings sem sagður er eiga 150 verk eftir Christo. Christo hefur í gegnum tíðina' storkað hefðbundnum hugmyndum um listina. Menn hafa viljað setja spumingarmerki við þessi Ustaverk sem lifa oft aðeins skamman tíma og em síðan varðveitt í skissum og ljós- myndum. Sjálfsagt lýsir engin betur list Chíisto en hann sjálfur: „Það ætti í öllum tilvikum að líta á verk mín sem tímabundin listaverk. Hið tíma- bundna er einnig fagurfræðilegur eðliskostur, ekki bara vegna þess aö verkin em aðeins til í takmarkaðan tíma heldur einnig vegna þeirra við- kvæmu efniseiginleika sem mjög auðvelt er að spilla. Efnið og höfuö- skepnumar gefa verkefnunum þenn- an farandblæ hirðingjalífsins. Um leið em verkefnin alltaf hönnuð til að varpa fram spumingum og efha til umræðna um: Hvað er list? Er list eilíf? Er hægt að kaupa, safna, borga fyrir og stjóma list? Tíáning hvers verkefnis samsvarar sínum tiltekna tíma mjög náið. Verkefnin em gerð með það í huga að vera einstök á þann hátt. Þau em einstök. Ekki þannig að þau hrindi öðmm frá sér heldur á þann hátt að þau verða að- eins einu sinni til, líkt og æskan eða okkar eigið æviskeið, og er því aldrei hægt að endurtaka, flylja eða setja annað í staðinn. Og auðvitað er þetta flókið samband: Þetta em ekki hlut- ir, heldur listaverk sem venjulega fá lánað ákveðið rými sem venjulega tilheyrir ekki höggmynd eða mál- verki. Þau fá lánað rými uppi í sveit, í borg eða úthverfum. Þetta rými er samofið listaverkinu. Hins vegar eiga undirbúningsteikningamar sína sjálfstæðu tilvem sem listaverk." Christo hefur alfarið staðið sjálfur straum af kostnaði við gerð hinna stóm list-verkefna sinna, hafnar að njóta stuðnings á nokkum hátt. Með sölu á undirbúningsteikningum og skissum aflar hann fjármagns til verkefnanna. BJstasýning sett upp í Akraborg Siguröar Sverrisson, D V, Akranesi: Akraborgin kemur til með að verða vettvangur óvæntrar uppá- komu síðar í þessum mánuði. Þann 29. júni nk. er áformað að opna þar í fyrsta sinn myndlistar- sýningu með verkum a.m.k. 20 listamanna, allt frá Akranesi til Kína. Guðmundur Rúnar Lúð- víksson myndiistarmaður er einn helsti hvatamaðurinn að þessari uppákomu. Hann sagöi í stuttu samtali við DV að sett yrðu upp i skipinu verk eftir listamenn viða 'að. Listamennimir tóku sér far meö Akraborginni fyrir stuttu til þess að kanna hvar hentugast væri aö koma fyrir myndverkum. Fyrstu verðlaun tilSjónvarpsins _ Fréttamynd Sjónvarpsins, Útskúfað úr sæluríkinu, fékk fyrstu verðlaun í flokki heimild- armynda um hjálparstarf á kvik- myndhátíð- búlgarska Rauða krossins í Varna. Myndin Útskúf- að úr sæluríkinu var gerð í Rúmeníu í febrúar og mars í fyrra og keppti hún við 38 myndir frá 16 löndum. Ámi Snævarr frétta- maður gerði myndina ásamt Bimu Bjömsdóttur upptöku- stjóra og Þóri Ægissyni kvik- myndatökumanni. Þau héldu ut- an þegar fréttir fóru að berast um þá eymd sem þreifst í Rúmeníu í stjómartíð Ceausescus eftir fall ríkisstjórnar hans. Var myndin gerð í samvinnu við Rauða kross Islands. Þess má geta að Útskúfað úr sæluríkinu var einnig valin meðal bestu mynda á sjónvarps- myndahátíð í Póllandi í desemb- er. Tríótönleikar íListasafni Beth Levin píanóleikari, sem búsett er og starfar í New York, Richard Talkovsky, sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands, og Einar Jóhannesson, fyrsti klarí- nettuleikari í sömu hljómsveit, halda tónleika í Listasafni Sigur- jóns á þriöjudagskvöld. Em þetta sömu tónleikar og tríóið hélt á ísafirði og Akureyri um helgina. Á efhisskránni eru verk eftir Be- ethoven, Glinka, Þorkel Sigur- bjömsson og Brahms. Tríóið var stofnað fyrr á þessu ári með tón- leikahald á íslandi og Spáni í huga. í júlí munu þremenning- amir ferðast um Katalóníuhémð Spánar og leika þar á tónlistarhá- tíöum. Á næsta ári em áformaðar tónleikaferöir til Norður- og Suð- ur-Ameríku. Beth Levin og Ric- hard Talkowski em útskrifúð frá Bandaríkjunum og hefur Levin geöð sér mjög gott orð sem ein- leikari og fékk verölaun í alþjóð- legu píanókeppninni í Leeds 1978. Talkowski hefur tekið þátt í mörgum tónlistarhátíöum og starfað m.a. á Spáni ogEquador. Söngferðum Norðurlönd Þórh. Aamundsson, DV, Sauðárkróid: Tæplega eitt hundrað manna hópur söngmanna og maka úr kariakórnum Heimi leggur upp í vikunni í hálfsmánaðarsöngför um Noröurlönd. i ferðinni, sem verður um Noreg, Danmörku og Svíþjóð, mun kórinn meðal ann- ars syngja á hátíðarskemmtun Islendingafélagsins í Danmörku 17. júní og halda söngskemmtanir í vinabæjum Sauðárkróks í lönd- unum þremur. Skipulagningu ferðarinnar um Ðanmörku og Svíþjóð hefur Matthías Viktors- son annast en Noreg Sven Arne Korshamn, fyrrverandi stjóm- andi Heimis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.