Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991. 15 Úrslit kosninganna: Örlög Borgaraf lokksins Albert Guðmundsson, sendiherra íslands í Frakklandi; „Borgaraflokkur- inn byggðist á einum manni.“ Þegar úrslit kosninganna eru at- huguð sker í augun að nánast einu breytingarnar eru að Borgara- flokkurinn missir fylgi sitt yfir til Sjálfstæðisflokksins. Raunar kom þaö ekki á óvart. Skoðanakannanir höíðu búið menn undir þau úrsht. - Eigi að síður mikið umhugsunar- efni. Byggðist á einum manni Saga Borgaraflokksins er póh- tískt séð merkileg. Flokkur í ríkis- stjórn með veruleg áhrif, tvo ráð- herra og málefnalega þokkalega stöðu, þurrkast út. Báðir ráðherrar flokksins eru afbragðsmenn, greindir og skiluðu góðu verki. Þingmennirnir komu dáhtið hver úr sinni áttinni en unnu vel á þingi. Flokkurinn lagði sinn skerf fram til þess að tryggja stöðugleika í efnahagslífi og ná niður verðbólgu - endurreisa atvinnulífiö. Eigi að síður var dómur kjósenda þessi. Athyglisvert er, ef litið er svo á að kjósendur Borgaraflokksins hafi skilað sér heim til Sjálfstæöis- flokksins, að hlutfallslegt fylgi flokkanna fjögurra og Kvennalista er nánast það sama og var 1983. Þetta þýðir að 16.700 nýir kjósendur skiptast í gömlu hlutfóllunum sem er afar merkilegt. Flokkakerfið er þannig afar fast í rásinni. Öllum er ljóst að Borgara- flokkurinn byggðist á einum manni, Albert Guðmyndssyni. Fylgi hans kom frá Sjálfstæðis- flokknum og fór þangað aftur þegar Albert hætti afskiptum af stjórn- málum - gekk í Sjálfstæðisflokkinn aftur. KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur Litróf stjórnmálamanna - afdrifarík ákvörðun Skömmu eftir að ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar féh hófust viðræð- ur um að Borgaraflokkurinn kæmi inn í ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar. Að mínu viti strand- aði þátttaka Borgaraflokksins þá á persónu Alberts Guðmundssonar. Aðallega var það Alþýðubandalag- ið, að mig minnir, sem ekki gat fellt sig við ráðherradóm hans. Ekki varö því úr þátttöku Borgara- flokksins fyrr en miklu seinna, þ.e. eftir að Albert var orðinn sendi- herra í Frakklandi. Sjálfsagt hefði Albert sætt sig ágætlega við þá ráð- stöfun en enginn vafi er á að ýmsir áhrifamenn töldu brotthvarf hans úr sfjórnmálum undirbúning að því að styrkja ríkisstjórnina með Borgaraflokknum, hvað svo seinna kom á daginn. En Albert hafði klofið Sjálfstæð- isflokkinn og stjómmálalega séð var það áhugamál hinna flokkanna að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki slíkur risi sem hann óneitanlega nú er. Þarna voru því vatnaskil. Leiða má líkur að því að gífurlegar breyt- ingar hefði leitt af því að taka Al- bert inn í ríkisstjórnina. Líklega hefði Borgaraflokkurinn fest í sessi. Formenn hirtna flokkanna hljóta því að leiða hugann aftur til þeirrar stundar, þeirrar ákvarð- anatöku, þegar ákveðið var að gera Albert að sendiherra og losna þannig við að gera hann að ráð- herra. Ég starfaði með Albert í borgar- stjórn upp úr 1970. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði þá í um hálfa öld haldið meirihluta í borginni og sjaldan var tekið mikið tillit til minnihlutans. Hann hratt af stað miklu bygg- ingarátaki fyrir aldraða. Ég var í borgarráði þegar hann lagði fram fyrstu tillögu sína þar um þau efni. Reyndar hafði minnihlutinn lagt fram ýmsar tillögur í þessa átt en án árangurs. En Albert lét mynda byggingarnefnd aldraðra og það athyglisverða var, sem ekki hafði gerst áður, að hann valdi fulltrúa minnihlutaflokkanna sem formenn undimefnda. Þannig braut hann blað í samskiptum við minnihluta- flokkanna. Þótt menn hafi marga og oft greint á um Albert hef ég ævinlega heyrt menn koma sér saman um það að hann hefur hjartað á réttum stað. Það mun ekki falla í minn hlut aö skýra samskipti Alberts við Sjálfstæðisflokkinn, til þess eru margir færari. Hitt er verðugt um- hugsunarefni hver úrslit kosning- anna núna hefðu oröið ef sam- skipti hinna flokkanna við hann hefðu verið með öðrum hætti. Líklegt er að hið póhtíska litróf væri nú annað. Hugsanlega hefði orðið á því varanleg breyting. En eins og ég sagði fyrr eru vangavelt- ur af þessu tagi af litlu gildi. Stefan Zweig sagði einhvers stað- ar að sagan væri andlegur spegill náttúrunnar; „Hún fylgir engri fastri aðferö og virðir hvert lögmál aö vettugi þegar henni býður svo við að horfa.“ Guðmundur G. Þórarinsson „Leiða má líkum að því að gífurlegar breytingar hefði leitt af því að taka Albert inn í ríkisstjórnina. Líklega hefði Borgaraflokkurinn fest í sessi.“ Hvers vegna er launamisrétti ekki á dagskrá? Of ómerkilegt eða of hættulegt? Spurningakeppni framhalds- skóla stendur yfir. Liðin eiga að geta sér til um árstekjur ótiltekins íslensks launþega. Stefán Jón Haf- stein ætlar að gefa eina vísbend- ingu um þennan launþega en þau eiga sjálf að ákveöa hvaöa vísbend- ingu þau fá. Hvað gagnast þeim best? Eiga þau að spyrja um menntun? Aldur eða starfsaldur? Atvinnustétt? Eða fá þau kannski mest út úr því að vita hversu löng vinnuvika launþegans er? Nei. Þau eiga ekki að spyrja um neitt af þessu. Munið að þau fá bara eina vísbendingu. Enn er sú ónefnd sem myndi verða þeim að mestu gagni. Er launþeginn karl eða kona? Krakkarnir í þessu ímyndaða dæmi okkar fá bestu vísbending- una úr svari við þessari spurningu. Ástæðan er þessi: Kynferði vegur þyngra í tekjum launþega en nokk- ur annar þáttur sem viöurkennt er að hafa áhrif á laun. Kynferði veg- ur þyngra en menntun, starfsaldur og starfsreynsla í núverandi starfi og líka þyngra en lengd vinnutíma. Ef krakkarnir vita hvort launþeg- inn er karl eða kona geta þeir strax hækkaö eða lækkað launatöluna, sem þeir giska á, um 40-50%. Kynjamisrétti úti um allt Þetta þýðir að mismunun gagn- vart konum á íslenskum vinnu- markaði er mikil og djúptæk. Kynjamisréttið er úti um allt - kon- ur geta ekki menntaö sig frá því, ekki unnið sig frá því og það er í öllum atvinnustéttum. Þetta má lesa úr niðurstöðum Eiríks Hilmarssonar úr doktorsrit- gerð hans um hlutverk menntunar í íslensku atvinnulífi. Eiríkur varði Kjallarinn Hildur Jónsdóttir verkefnisstjóri Norræna jafnlaunaverkefnisins ritgerðina við háskólann í Wis- consin 1989 og hlaut hún verðlaun sem besta ritgerðin það ár í Banda- ríkjunum á því sviði sem snýr að hagfræöi menntunar. Eg vil taka þaö fram aö Eiríkur gerir fyrirvara um þessa niður- stöðu sem bendir til svo geigvæn- legs kynjamisréttis þar sem rann- sókn hans snerist um hagnýti menntunar en var ekki eiginleg launarannsókn. Hann aflaði upp- lýsinga um laun þeirra sem þátt tóku í rannsókninni til að meta hvernig fjárfesting launþega í menntun skilaði sér í launum. Nið- urstöðurnar eru engu að síður svo alvarleg vísbending um mögulegt kynjamisrétti hérlendis að furðu sætir að þeir sem máhð varðar skuh ekki hafa um þær fjallað. Eða er launamisrétti gagnvart konum of ómerkilegt til aö menn nenni að fjalla um það? Er það kannski of eldfimt? Nú langar sjálfsagt einhvem að benda mér á fjölmarga vinnustaði þar sem ástandið sé ahs ekki svona slæmt. Það er sjálfsagt allt satt og rétt. En fyrir hvern vinnustað, þar sem ástandið er betra en þetta, má benda á annan þar sem það er verra. Það leiðir af eðli meðaltals- upplýsinga. Þaðf vekur athygh að í hópi þeirra sem Eiríkur rannsakaði, sem voru virkir í atvinnulíflnu 25 -44 ára, var ekki umtalsverður munur á menntun kynjanna, mældri í lengd skólagöngu. En það eru fleiri dæmi um ískyggilegt ástand í launamálum kvenna. Síðasta áratug hefur launamunur kynjanna farið mjög vaxandi. Árið 1983 var greitt með- altímakaup kvenna í iðnaði 85,3% af greiddu meöaltímakaupi karla í iönaði. 1989 hafði þetta hlutfall lækkað í 76,3%. Á síðasta ári, þjóð- arsáttarárinu, jókst launabihð enn og árið 1990 var hlutfallið 75,9%. Launabil milh kynja í verslunar- og skrifstofustörfum jókst einnig síðasta áratug. Fyrir tiu árum var greitt tímakaup skrifstofukvenna 76% af greiddu tímakaupi skrif- stofukarla en árið 1988 var þetta hlutfah 70,5%. Á meðfylgjandi línuriti sést hvemig við stöndum okkur í sam- anburði við aðrar norrænar þjóðir. Línuritið sýnir greitt meðaltíma- kaup kvenna í iðnaði í hlutfalli við greitt meðaltímakaup karla í iðn- aði. í upphafi níunda áratugarins vorum við nálægt miðju en skipum neðsta sætið tíu árum síðar. Línu- ritið nær bara til ársins 1989. Bætið í huganum við tölunni 75,9% fyrir árið 1990. Viö erum í öruggu botn- sæti. Forspilið er hafið Aukinn launamun kynja síðasta áratug virðist mega rekja fll ár- anna 1982-1983 þegar samnings- réttur var afnuminn og laun fryst. Ef sú ákvörðun hefði bitnað jafn- hart á báðum kynjum hefði hlut- falhð mUU karla og kvenna haldist óbreytt. Eins og tölumar sýna þá bitnuðu þær aðgerðir miklu frem- ur á konum. Nærtæk skýring er að karlar séu mun lagnari en konur við að semja fram hjá slíkum að- gerðum. Þeir fái auknar yfirborg- anir og sporslur á tímum þegar töxtum er formlega haldið niðri. í dæminu hér að ofan hélt launam- unurinn áfram að vaxa eftir að þjóðarsáttin komst á. Eina mögu- lega skýringin er að launaskrið sé verulegt körlum í hag. Launþegahreyfingamar verða að bregðast viö því stóra vandamáh Greitt tímakaup kvenna sem hlutfall af gr. tímakaupi karla — í iönaöi á Noröurlöndum 1980-1990 — að þær aðferðir, sem þær hafa beitt í launabaráttunni á síðustu árum, viröast ekki draga úr kynjamisrétti í atvinnulífinu. Hvernig er hægt að ætlast til þess að konur hafi trú á þjóðarsátt, hvaða nafni sem hún nefnist, ef hún leiðir til aukins launamisréttis milh kynja? Forspihð að endumýjuðum þjóð- arsáttarsamningum í haust er haf- ið. Á meðan ég bið lesendur að skilja orð mín ekki svo sem að mig skorti samúð með baráttunni gegn verðbólgunni hlýt ég að telja eðh- legt að konur geri þá kröfu að þeirra stöðu sé veitt sérstök at- hygh. í nafni jafnréttis hvet ég launþegahreyfingamar og allar konur á vinnumarkaði til að setja sér það markmið að draga úr launamun kynja í næstu kjara- samningum. Hildur Jónsdóttir „Nærtæk skýring er að karlar séu mun lagnari en konur við að semja sig fram- hjá slíkum aðgerðum. Þeir fái auknar yfirborganir og sporslur á tímum þegar töxtum er formlega haldið niðri.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.