Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 10
10_____ Útlönd De Klerk heimsækir Kenýa: Vill efnahagssam- vinnu Afríkuríkja Sögulegri heimsókn F. W. de Klerk, forseta Suöur-Afríku, til Kenýa lauk í gær. Forseti Kenýa, Daniel aráp Moi, hafði boðið de Klerk til sín vegna lof- orða Suður-Afríkuforsetans um að ieggja af kynþáttaaðskilnað- arstefnuna og semja við leið- toga blökkumanna um lýðræði. De Klerk hefur áður heimsótt átta Afríkulönd en að sögn heimildarmanna innan stjóm- ar hans metur hann mest heim- sóknina til Kenýa. Orkumálaráðherra Kenýa, George Bartlett, tjáði frétta- mönnum Reuterfréttastofunn- ar að embættismenn í Kenýa hefðu lofað að innan nokkurra vikna aflétta banni við að suð- ur-afrísk fyrirtæki fengju að bjóða í iðnaðarverkefni í Kenýa. í viðræðunum við Moi lagði de Klerk það til að mynduð yrði í Afríku fjögur samtengd við- skiptabandalög sem gætu keppt við sameinaða Evrópu. Gaf de Klerk í skyn að Suður-Afríka, Kenýa, Nígería og Egyptaland gætu orðið leiðtogar - þessara bandalaga. Forsetinn benti á aö heildarþjóðarframleiðsla Suð- ur-Afríku á síðasta ári heföi numið 120 milljörðum dollara og samsvaraði það næstu heild- arframleiðslu allra hinna fjöru- tíu ríkjanna sunnan við Sahara en hún nam samtals 130 milij- örðum dollara. Reuter De Klerk, forseti Suður-Afríku, grefur aðskilnaðarstefnuna. Teikning Lurie. Kúvætar láta undan þrýstingi: Nefnd rannsaki dóma Kúvæska stjórnin hefur nú látið undan alþjóðlegum þrýstingi og skip- að nefnd sem endurskoða á alla dóma sem herlagadómstóll Kúvæts hefur kveðið upp að undanfórnu. Þessi ákvörðun var kynnt í gær, degi eftir að fyrsti dauðadómurinn yfir meint,- um samstarfsmanni íraka var kveð- inn upp. Þá var arabinn Mankhi al-Shamm- ari dæmdur til dauða fyrir að hafa gengið í varalið íraska hersins í Kú- væt. Þar sem herlög eru í gildi hefur hann engan áfrýjunarrétt. Sagt er að það hafl verið al Sabah krónprins, sem einnig er forsætisráðherra landsins, sem hafi skipað rannsókn- arnefndina en hingað til hefur hann einn haft vald til að milda dóma. Sendiherra Bandaríkjanna í Kú- væt, Edward Gnehm, hvatti á laugar- daginn kúvæsk yfirvöld til að binda enda á ofbeldi gagnvart meintum samstarfsmönnum Iraka og sagði að mál þeirra ætti aö koma fyrir rétt. Nokkrum klukkustundum eftir þessi ummæli sendiherrans var fyrsti dauðadómurinn kveðinn upp. Um tvö hundruð og tuttugu manns eiga yfir höfði sér ákæru vegna með- al annars þjófnaðar, uppljóstrana um andspyrnuhreyfinguna í Kúvæt og fyrir að hafa gengið í íraska her- inn. Palestínumenn í Kúvæt hafa sakað lögregluna og herinn um of- sóknir vegna stuðnings Frelsissam- taka Palestínu, PLO, við írak í Persa- flóastríðinu. Fangelsisdómar yfir sakfelldum hafa hljóðað upp á þrett- án til tuttugu ára fangelsi. Kúvæskir embættismenn segja að alda hefnd- armorða á Palestínumönnum sé gengin yfir þó svo að enn geti verið um einstaka tilfelli aö ræða. Reutér HVUNDAI MÓTÖLD 1200 og 2400 baud, bæöi frístandandi og innbyggð í tölvur. 2400 baud gerðin fæst með gagnaþjöppu og villueftirliti með MNP 5 staðli. Verð frá aðeins kr. 16.497.00 án VSK. Miðstöð töivuviðskiptanna j-p TZ | JTI/K 11\ /A 1 5 SdlÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 1 08 R. • S 681665 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991. ClaudioArraulátinn Chilcski pianóleikarinn Claudio Arrau lést á sjúkrahúsi í Austur- ríki í gær, 88 ára að aldri. Arrau gekkst undir aögerð við kviðsliti á fóstudag en komst aldrei til meðvit- undar aftur. Rikisstjórn Clúle lýsti yfir þjóðar- sorg í landinu í gær:þegar fregnín um lót píanóleikarans barst. Sjón- varpsstöövar rufu dagskrá sína og innanríkisráðherrann sagði að fán- ar mundu blakta í háifa stöng um allt landið í dag. Sendiherra Chile hefur fengiö fyrirmæli um að und- irbúa heimflutning líks Arraus en fjölskylda hans hafði ekki tekið ákvörðun um hvar hann vrði jarð- settur.Arrauvareinnigbandarísk- Chlleski pianóleikarlnn Claudio ur ríkísborgari. Arrau lést í Austurríki i gær. Arrau er þekktastur fyrir flutning sinn á píanóverkum Beethovens. Hann vakti fyrst athygli í heimabæ sínum í Chile þegar hann var fimm ára gamall, var m.a. kallaður „hinn chileski Mozart" og sjö ára fékk hann styrk frá ríkisstjórninni tíl að stunda píanónám í Berlín. Hann bjó aldrei í Chile eftir það. Arrau neitaði lengi að spila í heimalandi sínu, í fyrstu til að mótmæla stjórn Salvadors Allendes og síðan stjórn Pinochets hershöfðingja. Þegar hann sneri aftur heim árið 1984 var honum ákaflega fagnað og aðdáendur hans stóöu alla nóttina í biðröðum eftir miðum á tónleika hans. Italirámótimafíunni Allt virðist stefna í það að ítalskir kjósendur samþykki ný kosningalög, sem miða að því að takmarka kosningasvik með þvi að einfalda fram- kvæmd kosninga, í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hófst í gær og lýkur á hádegi í dag. Litið er á nýju lögin sem leið til að draga úr áhrifum maf-. íunnar á kosningar í landinu. Til þess að úrslit kosninganna verði gild þurfa 51% ítala að neyta atkvæðísréttar síns. Stjórnmálasérfræðingar telja að andstæðingar nýju laganna muni halda sig heima og að flestir þeirra sem greiði atkvæði muni saraþykkja þau, Mikil þátttaka mundi sýna að ítalir væru orðnir þreyttir, ekki aðeins á mafíunni heldur einnig þunglamalegu flokkakerfi landsins. Lögin, sem verið er að kjósa um, takmarka val kjósenda við aöeins einn frambjóðanda í stað fjögurra áður og eiga þannig að koma í veg fyrir flókna og ólöglega verslun með atkvæði. Þá eiga kjósendur einnig að rita nafn uppáhaldsframbjóðanda síns á atkvæðaseðilinn en ekki númer hans á listanum eins og áður var gert. „Þetta verða kosningar gegn kosningasvikum og mafíunni sem stjórnar þeim," sagði prófessor Mario Segni, höfundur laganna. Stúdentamorðingi játar Teppahreinsunarmaður í Gainsville í Flórída hefur játað að hafa myrt tvær stúdínur í borgínm á fimmtudag. Maðurinn er ekki grunaður um að vera valdur að dauða fimm annarra stúdenta í ágúst á síðasta ári. Þau morð eru enn óupplýst. Talsmaöur lögreglunnar í Gainsville sagði á fundi með fréttamönnum að ekki væri nein sýnileg ástæða fyrir morðunum. Morðinginn sagði lög- reglunni að hann hefði slegið aðra stúdínuna svo að hún missti meðvit- und. Hann slóst síðan við hina og kyrkti hana áður en hann kyrkti þá meðvitundarlausu. Rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu teppahreinsunarmanninn þegar þeir komust að því að hann hafði veriö í íbúð stúlknanna daginn sem þær voru myrtar. Verkfalli af lýst á Grænlandi Samkomulag náðist yfir helgina milli grænlenska alþýðusambandsins og heimastjómarinnar og þar með var afstýrt verkfalli sem átti að hefjast á miðvikudag. Verkfallið heföi haft áhrif á flestar opinberar stofhanir og skrifstofur i landinu, m.a. á umferö báta og flugvéla. Heimastjórnin samþykkti að veita launþegum 6 prósenta kauphækkun að meðaltali. Nokkur munur er þó á milli einstakra hópa launþega. Ritzau New York vill stæni skrúðgöngu Bush forseti og Norman Schwarzkopf hershöfðingi fyfgjast með skrúð- göngunni i Washington um helgina. Simamynd Reuter New York-borg ætlar að bjóða herménnina úr Persaflóastriðinu vel- . komná heim í dag með stærstu skrúögöngu sem nokkum tíma hefur far- iö fram i borginni. Dinkins borgarstjóri og aðrir ibúar borgarinnar hafa skipulagt og talað mánuðum saman um það sem þeir kalla „móður allra sioniðgangna". íbúar Washington flölmenntu út á götur borgarinnar á laugardag til að fylgjast með hersveitum ganga fylktu liði með Norman Schwarzkopf í broddi fylkingar og herflugvélar fljúga yfir. Þá óku skriðdrekar og önn- ur brynvarin farartæki framhjá fyrirmennum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.