Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 40
FRÉTTAS ttmmm massa KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991.
SSímálviðGoða:
Þeir hafa far-
ið yf ir strikið
- segirforstjóriSS
„Ég get ekki staöfest þetta á þessu
stigi en þaö er alveg ljóst aö við og
fleiri teljum aö Goði hafi farið vel
yfir strikið meö því sem þeir eru að
gera. En þetta verður að koma í ljós,“
segir Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands. Samkvæmt
heimildum DV hefur SS þegar kært
Goða hf. fyrir sjónvarpsauglýsingu
þar sem setning er notuð sem er
keimlík þeirri sem SS hefur notað í
sínum auglýsingum.
„Við erum að skoða okkar rétt í
þessu máli því við teljum að það sé
verið að blekkja neytendur með þess-
ari auglýsingu. Ég held að þaö hafi
ekkert upp á sig að skýra frá því
hvort eða á hvaða vettvangi við mun-
um reka þetta mál,“ segir Steinþór.
Setningin, sem SS hefur notað, er
„fremstir fyrir bragðið" en Goði aug-
lýsir pylsur og notar setninguna
„grennstir fyrir bragðið". Þeir SS-
menn telja sig eiga höfundarrétt aö
setningunni. -ns
Kona slösuð
eftir
þrjárveltur
Kona var lögð inn á slysadeild eftir
mikla bílveltu sem varö skammt frá
bænum Heiöarbæ við Þingvelli síö-
degis á laugardag. Bíllinn er talinn
hafa farið þrjár veltur. Þrír voru í
bílnum og allir með beltin spennt.
Að sögn lögreglu slasaðist konan í
baki en hinir hlutu ekki teljandi
meiðsl. -ÓTT
Akureyrarblað
á miðvikudag
Akureyrarblað fylgir DV á mið-
vikudag, fjölbreytt af efni að vanda.
Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við
Gísla Jónsson, nýjan eiganda
skemmtistaðarins Sjallans, Stefán
Gunnlaugsson, sem um langt árabil
hefur veriö í fremstu röð forsvars-
manna íþróttafélagsins KA, Friðrik
Ketilsson safnara og Jóhann Krist-
insson hagleiksmann. Farið er í
heimsókn í Slippstöðina sem er einn
fjölmennasti vinnustaður á Akur-
eyri, farið í flugferð með „rörinu"
sem er ný skrúfuþota Flugfélags
Norðurlands, fylgst með hjartasjúkl-
ingum í gönguferð, aldraðir heim-
sóttir í félagsheimili þeirra, rætt við
„brautryðjanda" á Akureyrarflug-
velli svo fátt eitt sé nefnt af efni
blaðsins.
Skuldirnar yf ir
500 millionir
- bærinn reynir björgunarleiðir
Stefan Garðarsson, bæjarstjóri í
Ólafsvík, segir að á sérstökum
fundi bæjarstjómar Ólafsvíkur í
gærkvöldi vegna vanda Hraðfrysti-
húss Ólafsvíkur hafi komið fram
að fátt eitt komi í veg fyrir gjald-
þrot frystihússins og því hafi bæj-
arstjómin samþykkt að skrifa
þremur aðilum í bænum bréf um
að taka húsið á leigu og annast
rekstur þess.
Þeir þrír aðilar sem bæjarstjórn-
in hefur ákveðið að fá til liðs viö
sig eru Útver, sem rekur togarann
Má, Útgerðarfélagið Tungufell,
sem á bátana sem lönduðu hjá
hraöfrystihúsinu, og verkalýðsfé-
lagið Jökull.
„Það er fariö fram á það viö þessa
aðila að þeír ásamt bæjarstjórninni
leiti leiða til þess að leigja rekstur
frystihússins," segir Stefán.
Talið er víst að Ólafur Gunnars-
son, eigandi og forstjóri Hraðfrysti-
húss Ólafsvíkur, fari til sýslu-
mannsins í dag eða í fyrramáliö
meö beiöni um gjaldþrot hússins.
Skuldir Hraðfrystihúss Ólafsvík-
ur munu samkvæmt heimildum
DV vera yfir 500 milljónir króna.
Mest er skuldin við Landsbankann,
yfir 200 milljónir króna, og við
Byggðasjóð, yflr 100 milljónir
króna. Þá er skuld við Atvinnu-
leysistryggingasj óð og marga smáa
aðila.
Eyjólfur K. Siguijónsson, for-
maður bankaráðs Landsbanka ís-
lands, sagði viö DV í morgun aö
vandi Hraðfrystihúss Ólafsvíkur
hefði lengi verið mikill.
Um það hvort stöðvun Lands-
bankans á fyrirgreiðslu til Hrað-
frystihúss Olafsvíkur sé aðeins
byrjunin hjá bankanum að skrúfa
fyrir fyrirgreiðslu til annarra
frystihúsa sem eigi í erfiöleikum
- segir Eyjólfur svo ekki vera.
Fyrir rúmu einu ári stofnaði Ól-
afur Gunnarsson, aðaleigandi
frystihússins, sérstakt fyrirtæki
um tvo báta fyrirtækisins en þeir
tilheyrðu áður frj'stihúsinu. Fyrir-
tæki Ólafs, sem á bátana, heitir
Útgeröarfélagið Tungufell.
Samkvæmt heimildum DV mun
Landsbankinn líta svo á að bátun-
um, og kvótunum sem þeim fylgja,
hafi verið skotið undan hjá frysti-
húsinu.
Bæjarstjórn Ólafsvíkur gefur Út-
veri, Tungufelli og verkalýðsfélag-
inu Jökli einungis frest til klukkan
20.00 í kvöld til að svara bréfmu frá
bæjarstjórnarfundinum í gær-
kvöldi.
Bæjarstjórnin hefur óskað eftir
fundi með þingmönnum Vestur-
lands í kvöld klukkan 18.00 í Ólafs-
vík.
Stefán Garðarsson bæjarstjóri
segir aö ekki verði farið út í að
leigja frystihúsið nema tryggt sé
að rekstur þess sé með hagnaði.
„Bærinn hefur ekki efni á aö fara
út í taprekstur.“ -JGH
Menn komust oft í hann krappan í torfærukeppninni sem Flugbjörgunarsveitin á Hellu stóð fyrir um helgina. Á
milli fjögur og fimm þúsund manns fylgdust með keppninni af miklum áhuga og hvöttu sína menn. Á myndinni
sést hvar Árni Grant prjónar upp dekkjabelti i einni þrautinni. DV-mynd JAK
Kaupfélag Lang-
nesinga fær
greiðslustöðvun
Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn
hefur fengið greiðslustöðvun í þrjá
mánuði. Auk þess sem það er með
rekstur á Þórshöfn rekur það einnig
útibú á Raufarhöfn og á Bakka-
firði. Hjá kaupfélaginu vinna um 30
manns en hjá dótturfyrirtækjum
þess 10 manns.
Að sögn Garðars Halldórssonar
kaupfélagsstjóra hafa miklir fjár-
hagsörðugleikar hrjáð kaupfélagið
og því hafi stjórnin neyðst til að grípa
til þessa úrræöis. Skuldir kaupfé-
lagsins eru um 230 milljónir, þar af
eru skammtímaskuldir 160 milljónir.
Eignir voru um síðustu áramót
metnar á 247 milljónir.
„Við erum hóflega bjartsýn á að
okkur takist að vinna okkur út úr
þessum vandræðum. Við ætlum að
nota þennan tima til að semja við
helstu lánardrottna okkar og færa
reksturinn til betri vegar. Við eigum
til dæmis mikið af fasteignum sem
ekki nýtast okkur og á því þarf að
verða breyting," segir Garðar en
hann tók við starfi kaupfélagsstjóra
nú um mánaðamótin. -kaa
200sjómílna
haf ísbelti norð-
vesturaf landinu
- ísinn aö Qarlægjast landið
í ískönnunarflugi Landhelgisgæsl-
unnar í gær kom í ljós um 200 sjó-
mílna hafísbelti vestur og norðvestur
af landinu, nálægt svokallaðri miðl-
ínu á milli íslands og Grænlands.
Jakarnir eru misstórir og þéttleiki
eftir því. Hér er um að ræða tals-
verða breytingu frá síðasta ísflugi.
Hafísinn hefur heldur fjarlægst
landið miðað við síðustu könnun.
Beltið, sem flugmenn Landhelgis-
gæslunnar fundu í gær, nær frá stað
sem er 63 sjómílur norðvestur af
Homi að stað sem er um 140 sjómílur
vestur af Bjargtöngum. Vegna veð-
urs og skyggnis var ekki mögulegt
að kanna önnur svæði. -ÓTT
Snjókoma íyrir vestan:
Breiðadalsheiði
þungfær
Þó svo að komið sé sumar brá svo
við á Breiðadalsheiði aðfaranótt
sunnudagsins að töluverðum snjó
kyngdi niður. Hiti var fyrir neðan
frostmark og hálka myndaðist á veg-
inum. Snemma í gærmorgun var
heiðin orðin þungfær fyrir fólksbíla
pg því nokkuð torsótt að komast frá
ísafirði til Flateyrar. í Önundarfirði
snjóaðinánastniðuríbyggð. -ÓTT
LOKI
Kannski að maður fái sér
pylsu.
Veðriðámorgun:
Rigning á
annesjum
Fremur hæg norðaustanátt um
allt land. Dálítil rigning á annesjum
vestan- og norðanlands og einnig á
Austurlandi en bjartviðri sunnan-
lands. Hiti á bilinu 2-10 stig, hlýjast
sunnanlands.
ÞRÚSTUR
68-50-60
VANIR MENN