Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 10. JÚNI' 1991. Fréttir Rekstrarstöðvun og gjaldþrot blasir við rækjuvmnslunni Þurf um hátt í milljarð til að bjarga okkur - segir Guðmundur Agnarsson, stjórnarmaður í Félagi rækjuframleiðenda „Verð á útfluttri úthafsrækju hefur lækkað um hátt í 30 prósent frá því um mitt síðastliðið ár. Verð- ið á smárækjunni hefur lækkað enn meira. Ástæðan er mikið of- framboð á kaldsjávarrækju en einnig höfum við mætt harðnandi samkeppni frá framleiðendum hlý- sjávarrækju og rækjuræktendum í Suðaustur-Asíu. Afkoman er orðin mjög slæm í rækjuvinnslunni og komi ekki til auknar stuðningsað- gerðir af hálfu stjórnvalda mun það þýða rekstrarstöðvun og fjölda- gjaldþrot í greininni," segir Guð- mundur Agnarsson, framkvæmda- stjóri Rækjustöðvarinnar hf. á ísafirði. Hann á einnig sæti í stjórn Félags rækju- og hörpudisksfram- leiðenda. Guðmundur segir að þó sam- þykkt hafi verið í lánsfjárlögum síðastliðið vor heimild til handa ríkisstjórninni að veita rækjufram- leiðendum alls 200 milljónir í lán þá hafi þeir peningar enn ekki skil- að sér frá Byggðastofnun. Hann segir stofnunina ekki hafa treyst sér til að afgreiða lán til fyrirtækj- anna þar sem enn hafi ekki verið teknar ákvarðanir um það með hvaða hætti veita eigi lánin. Að- spurður segir Guðmundur að rækjuvinnslufyrirtæki geti ekki veitt veð fyrir lánunum og því þurfi að koma til ríkisábyrgðir. „Við gengum á fund Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra í byijun vikunnar og skýrðum hon- um frá þeim erfiðleikum sem við eigum í. Það er alveg ljóst að okkur skortir hundruð milljóna tíl viðbót- ar þessum tvö hundruð ef við eig- um að geta haldið rækjuvinnslu- fyrirtækjunum gangandi. Ætli við þurfum ekki á heildarstuðningi upp á hátt í mUljarð að halda til að bjarga okkur út úr erfiðleikun- um. Að vísu eru fyrirtækin misvel sett en þeim sem eingöngu eru í rækjunni eru í raun og veru aUar bjargir bannaðar." Guðmundur segir ýmsar fleiri ástæður en aukna samkeppni hafa komið illa niður á rækjuvinnsl- unni. Þannig hafi rækjuvinnslu- stöðvar átt í samkeppni um rækju til vinnslu og því orðið að greiða langt umfram markaðsverð fyrir hráefnið. Hann segir framleiðend- ur hafa reynt að auka hagræðing- una við vinnsluna en það hafi ekki dugaö til. Sem dæmi um aukna hagræðingu segir hann að nú sé rætt um sameiningu tveggja rækjuvinnslustöðva á ísafirði, Rækjustöðvarinnar og ísvers. „Ef af þessu verður mun þaö sjálfsagt hafa töluverða hagræð- ingu í för með sér. Ætli rekstrarleg- ur ávinningur gæti ekki orðið ein- hverjir tugir milljóna á ársgrund- velli. Slíkt væri mikil búbót fyrir þessi fyrirtæki enda bæði skuld- sett.“ -kaa Hvalur í fjöru - farið var að leggja óþef af hræinu Öm Þóraiinsson, DV, Fljótum; Stóran hval rak á fjöru við bæinn Reykjarhól í Fljótum fyrir helgina. Jóhannes Runólfsson, bóndinn á Reykjarhóh, sem varð hvalsins var þegar hann var að reka upp að ströndinni, telur hann vera u.þ.b. 15-18 metra langan. Hann virðist heillegur þó nokkurn óþef leggi af hræinu. Starfsmönnum Hafrannsóknar- stofnunar var strax gert viðvart um hvalrekann og fóru þeir til að skoða hræið. Trillukarlar í Fljótum töldu sig hafa orðið vara við eitthvað tor- kennilegt í sjónum fyrir nokkrum dögum og hefur þar að öllum líkind- um verið hvalurinn. Norðanáttin síð- ustu daga hefur svo borið skepnuna upp í fjöruna við Reykjarhól. Daggjaldakostnaður ríkisins — Kostnaður á sjúkling á dag — Droplaugarst., Rvík Skjól, Rvík NLFÍ, Hveragerði SÍBS, Reykjalundl RKÍ, Akureyri RKÍ, Rvík SJálfsbjörg, Hátúni Ás, Hveragerðl Grund, hjúkrunard. DAS, Hafnarf. □ Heildardaggj. ■ Halladaggj. ■ Rekstrargj. DAS, Rvík 0 1 23456 789 10 Upphæðir í þúsundum króna Hvalurinn erstór eða um 15-18 metra langur. DV-mynd Örn Þórarinsson. Mikill munur á daggjaldakostnaði ríkisins: Heilsuhælið í Hvera- gerði er einna lægst Á þessari töflu sést hinn mikli munur á þeim daggjöldum sem ríkið greiðir til mismunandi sjúkrastofnana. Heildardaggjöld Sjálfsbjargar eru hæst en Rauða krossins á Akureyri lægst. Athygli vekur að heildardaggjöld heilsu- hælis Náttúrulækningafélagsins i Hveragerði eru einna lægst, auk þess sem hælið fær engin halladaggjöld. Hins vegar þurfa sjúklingar heilsuhælisins að greiða aukadaggjöld. v Kostnaður ríkisins vegna sjúkra- stofnana reiknast í þeim daggjöldum sem viðkomandi stofnanir fá og svo halladaggjöldum ef þörf er á þeim. Ef miðað er við heildardaggjalda- kostnað, þar sem halladaggjöld eru tekin með, sést að Vistheimili Sjálfs- bjargar er ríkinu dýrast en gisti- heimili Rauða krossins á Akureyri ódýrast. Heilsuhæli Náttúrulækn- ingafélags íslands í Hveragerði, sem mikið hefur verið í fréttum að und- anfömu, er næstódýrast. Kostnaöur ríkisins á sjúkling á dag er til dæmis 9.618 krónur hjá Sjálfs- björgu en einungis um þriðjungur þeirrar upphæöar eða 3.247 krónur hjá heilsuhælinu. Hrefna Sigurðardóttir, deildarvið- skiptafræðingur hjá heilbrigðisráðu- neytinu, segir að ekki sé hægt að miöa við heildardaggjöldin ein og sér. „Hjá sumum stofnunum er halli á rekstri og þetta hefur gengið þannig að halhnn er greiddur að hluta til á yfirstandandi ári, eða í september, þegar nokkum veginn er ljóst að það verði halli hjá viðkomandi stofnun. Þá er byrjað að greiða þann haha með svokölluöum jöfnunardaggjöld- um. Um áramót, þegar nýrri upplýs- ingar liggja fyrir, er greitt það sem kallað er halladaggjald og þær greiðslur dreifast þar til í september næsta ár. Þegar svo ársskýrslur liggja fyrir er þetta allt endurskoðað og endanleg ákvörðun tekin um halladaggjöldin," segir Hrefna. Sumar, stofnanirnar era ekki meö nein haÚadaggjöld þar sem þær em með nægilega hátt grunngjald, að sögn Hrefnu. í skýrslu ríkisendur- skoðunar um heilsuhæhð, sem gerð var í vetur, kemur fram að á árinu 1987 hafnaði heilbrigðisráðuneytiö beiðni hæUsins um greiðslur vegna rekstrarhalla fyrir árið 1986, það er að fá svokölluð halladaggjöld. Beiön- inni var hafnað á þeim forsendum að hefisuhæUð hUti ekki ákvörðun daggjaldanefndar og innheimti auka- daggjöld af dvalargestum. Aö sögn Hrefnu er verið að skoða hvort hækka eigi grunngjöldin til þeirra stofnana sem þurfa á haUa- daggjöldum að halda tU að koma jafnvægi á. Hins vegar verður náttúrlega að líta á að halli stofnana reiknast inn í kostnað ríkisins þar sem að greiða þarf þeim halladaggjöld. HeUdardag- gjöld segja því ekki aUa söguna um kostnað ríkisins á sjúkUng á dag. Munur er á hver greiðir halla á sumum stofnunum. Að sögn Hrefnu era sumar stofnanir bæði reknar sem hjúkrunarheimiU og dvalar- heimiU. Reglan er sú að haUann á hjúkrunardeUdinni greiöir ríkið en haUann á dvalardeUdinni greiða sveitarfélög. -ns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.