Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 10. JÚM1991. Fréttir Sjö systkini gefa út hljómplötu til mirmingar um föður sinn og mág: Seldist upp á fyrsta degi '37 Bílasalan Smidjuvegi 4 ' -'símai 77744 .77202. • " Ópiö virka daga '1.0 19, laugardaga 10 16. • „Viö erum gjörsamlega orölaus, undirtektirnar fóru fram úr okkar björtustu vonum,“ sagöi Soffia Vagnsdóttir þegar ljóst var aö hljóm- plata, sem þau systkinin gáfu út þann 1. júní síöastliðinn, seldist í allt aö þrettán þúsund eintökum. Systkinin, þrír bræður og íjórar systur, gáfu hljómplötuna út í minn- ingu foður síns og mágs, Vagns Mar- geirs Hrólfssonar og Gunnars Arnar Svavarssonar, sem fórust í sjóslysi á ísafjarðardjúpi þann 18. desember síöastliöinn. Platan, sem seld er á 1500 krónur, ber nafniö „Hönd í hönd, uppáhalds- lögin hans pabba“ og hefur að geyma fimmtán þjóðkunn dægurlög og syrpur þar sem þau systkinin syngja og sjá sjálf um allan tónlistarflutn- ing. Þau eru öll tónlistarmenntuð og starfa sum viö tónhst í dag. Einn bróðirinn á til dæmis hljóðstofu úti í Þýskalandi þar sem platan var tek- in upp. „Viö úthlutuðum plötunni til slysa- varnafélaga úti um allt land og strax Lyfjakostnaður: Breytum lögunum - segir fj ármálaráðherra „Hugmyndirnar um sparnað í heil- brigðiskerfinu voru unnar í samráði við heilbrigðisráðherra", segir Frið- rik Sophusson fjármálaráöherra um fyrirhugaðan sparnað í heilbrigði- skerfmu með því að láta sjúklinga greiða hlutfall lyfjakostnaðar. „Það kann að vera rétt að hluta til að til þess að ná þessum sparnaði þurfi að breyta lögum og þá verður það gert. Heilbrigðisráðherra getur náð umtalsverðum árangri án laga- breytinga. Þurfi hins vegar að breyta lögum verður það gert í haust. “ -pj "nilfisk1 STERKA RYKSUGAN Öflugur mótor með dæmalousu endingu. .1' lOlítra poki og fróbær ryksíun. . Afbragðs fylgihlutir. NILFISK er vönduð og tæknilego ósvikin - gerð til að endast. VERÐ AÐEINS fró kr. 19.420 (stgr). iFOnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 Systkinin frá Bolungarvík halda hér á plötunni sem þau gáfu sameiginlega út. F.v. Hrólfur, Pálina, Ingibjörg, Soffía, Margrét og Þórður. Einn bróður- inn, Hauk, vantar á myndina. fyrsta daginn seldist allt upplagið, tíu þúsund eintök. Síðan þá höfuth við tekið við 3-4 þúsund pöntunum sem afgreiddar verða um miðjan mánuð- inn og eigum jafnvel von á fleirum," sagði Soffía. Agóðinn af plötunni skiptist í þrjá hluta, einn fer til Slysavanarfélags- ins Ernis í Bolungarvík, einn fer til söluaðila og loks fer einn þriðji í kostnað við gerð plötunnar. Félagar í Erni hafa ákveðið að láta slysavarnafélög um land allt njóta ágóðans með sér og hafa m.a. í hyggju að greiða stofnkostnaðinn við að koma upp nýrri tegund björgun- arskýla hér og þar á landinu. -ingo Ford Econoline ’89. Nissan ’90, Isuzu ’88, Toyota Hi- lux, Extra Cab ’90, Daihatsu sendi 4x4 ’85, Mazda E 2200 ’89, Chevy 79 4x4, Mazda 2000 ’86, disil. Einnig bráðvantar bila á staðinn og á skrá vegna mjög mikillar sölu. Bilasalan sem selur. PENINCAR Nú þarf færri krónur til að geta eignast góða, hraðvirka og áreiðanlega TÖLVU. PS/2 gerð 55SX BUNAÐURINN Intel 80386SX/16Mhz Örgjörvi, 2MB minni, 1,44MB/3,5H disklingadrif, 60MB harður diskur, þrjár MCA tengiraufar, VGA grafík, lyklaborð og DOS 4.01 stýrikerfi. VERÐIN Staðgreitt kr. 154.600,- Greiðsludreifing pr. mán.* 7.931,- 8503 8513 8515 Svart/hvítur Litaskjár Litaskjár VGA Skiár 12" VGA 14" XGA 171.000,- 177.000,- 8.772,- 9.080,- Hafið samband við sölumenn okkar strax í dag og heyrið nánar um fjölmörg tilboð okkar. SAMEIND Brautarholti 8 1 05 Reykjavík Sími: 61 5833 * Miðast vlö breytilega vextl og afborganir í 24 mán. Tilboðið gildir meðan birgðir endast. ðll verð eru með VSK 24,5%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.