Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 34
50
1AUGARDAGUR 8. JÚNÍ'1991'.
Afmæli
Jóhanna Ingvarsdóttir Norðfjörð
Jóhanna Ingvarsdóttir Norðf]örð,
kjólameistari og húsfreyja, Dal-
braut 1, Reykjavik, er áttræð í dag.
Starfsferill
Jóhanna er fædd í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún missti fóður sinn
7 ára gömul og þurfti því að fara að
vinna strax eftir fermingaraldur.
Hún lærði saumaskap í Reykjavík
og vann ætíð við þá iðju ásamt heim-
ilisstörfum.
Jóhanna stóð fyrir námskeiða-
haldi í Reykjavík og á Akureyri.
Hún gerðist félagi í Kjólameistarfé-
laginu og tók þátt í sýningum á þess
vegum. Arið 1970 fór hún að læra
listmálun og liggja margar myndir
eftir hana hjá vinum og vanda-
Tilhamingju með afmælið lO.júní
85 ára
Margrét Jóhannsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavik, ólafur Þórðarson, Hliðarenda, Þorlákshöfn.
80 ára
Pétur Sigurðsson, Hrólfsskála, Seltjarnarnesi. Gunnþórunn Egilsdöttir, Borgarási 10, Garðabæ.
75 ára
Hjalti Gestsson, Reynivöllum 10, Selfossi. Hjaiti verður að heiman á afmæl- isdaginn.
70 ára
Halldór Baldvinsson, Álfaskeiði 36, Hafnarfirði. Herdis Torfadóttir, Víkurgötu 4, Stykkishólmi. Sveinn Gíslason, Víðigrund 28, Sauðárkróki.
60 ára
Petrea G. Finnbogadóttir, Bröttukinn 27, Hafnarfiröi. Þorbjörg Guöjónsdóttir, Læk, Hraungerðishreppi, Sigurbjörg Ágústsdóttir, Bólstaðarhlíð52, Reykjavík. Björn Vikingur Þórðarson, Engihjalla 1, Kópavogi. Margrét I. Halldórsdóttir, Stigahlíð 97, Reykjavík.
50ára
Erla Hjaltadóttir, Brekkugötu 7, Reyðarfirði. Jenný Aðalsteinsdóttir, Skólabrautl5, Garði. Guðný Aðalsteinsdóttir, Jarðbrú, Svarfaöardalshreppi. Mary Therese Guðjónsson, Fannafold 7, Reykjavik.
40 ára
Tryggvi Baldursson, Skildinganesi 7, Reykjavík. Sveinn Allan Morthens, Kálfsstöðum, Hólhreppi. Ragnheiður Bjömsdóttir, Ofanleiti 17, Reykjavik. JóhannSteinsson, Brautarholti 12, Reykjavík. Guðni Ingólfsson, Eyjum 1, Kjósarhreppi.
monnum.
Jóhanna giftist 7.6.1930 fyrri
manni sínum, Skarphéðni Jónssyni,
f. 16.2.1907, bifreiðarstjóra í Reykja-
vík, en þau skildu. Börn Jóhönnu
og Skarphéðins: Ingibjörg, f. 30.10.
1930, gjaldkeri og húsmóðir í
Reykjavík, gift Inga S. Guðmunds-
syni verkstjóra og eiga þau fjögur
börn, Ingibjörg átti dóttur áður, Jó-
hönnu Jóhanns; Sverrir Steinar, f.
7.8.1935, rafeindavirki í Reykjavík,
kvæntur Hólmfríði Þórhallsdóttur
og eiga þau þrjú börn. Jóhanna gift-
ist 6.10.1945 seinni manni sínum,
Jóni Aðalsteini Norðfjörð, f. 30.10.
1904, bæjargjaldkera og leikara á
Akureyri, og eiga þau tvö börn. Þau
eru Jón Halldór Noröíjörð, f. 9.6.
1947, framkvæmdastjóri í Sand-
gerði, kvæntur Ólafíu Kristínu Guð-
jónsdóttur og eiga þau þrjú börn;
Heiðdís Norðfjörð, f. 21.12.1940,
sjúkraliði og læknaritari á Akur-
eyri, gift Gunnari Jóhannssyni og
eigaþauþrjásyni.
Foreldrar Jóhönnu voru Ingvar
Þorsteinsson, f. 26.5.1882, d. 26.11.
1981, bókbindari í Reykjavík, og
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, f. 22.10.
1882, d. 18.4.1947.
Ætt
Ingvar er sonur Þorsteins, b. og
smiðs á Reykjum á Skeiðum, Þor-
steinssonar, smiðs í Brúnavallakoti,
Jörundssonar, b. og smiðs að Laug
í Biskupstungum, Illugasonar Skál-
holtssmiðs, b. að Drumboddsstöð-
um, Jónssonar.
Guðbjörg var dóttir Þorsteins, b. á
Ragnheiðarstöðum, Oddssonar, b. á
Fljótshólum, Oddssonar, b. á Fljóts-
hólum, Hinrikssonar, b. í Brands-
húsi, Þorkelssonar. Guðbjörger
dóttir Jóhönnu Jónsdóttur, b. í
Vöðlakoti, Vigfússonar, b. í Hrúts-
staðahjáleigu, Jónssonar, b. í Galt-
arholti, Guðnasonar. Móðir Jó-
hönnu var Bóthildur Jónsdóttir,
yngra, b. í Tungu í Flóa, Ólafssonar,
hreppstjóra á Eystri-Loftsstöðum,
Vernharðssonar. Móðir Jóns yngra
var Sesselja Aradóttir, b. í Götu,
Bergssonar, hreppstjóra í Bratts-
holti og ættfóður Bergsættarinnar,
Sturlaugssonar.
Jóhanna Ingvarsdóttir Norðfjörð.
Jóhanna dvelur um þessar mund-
ir hjá dóttursyni sínum í Svíþjóð.
Þorlákur Þórðarson
Þorlákur Þórðarson, forstjóri
Litla-sviðsins, Þjóðleikhúsinu, til
heimilis að Stóragerði 20, Reykja-
vík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Þorlákur fæddist í Reykjavik og
ólst þar upp. Hann hefur starfað hjá
Þjóðleikhúsinu frá stófnun þess
1950, fyrst sem sviðsmaður og leik-
tjaldasmiður en var ráðinn forstjóri
Litla-sviðs Þjóðleikhússins er það
var sett á laggirnar árið 1974. Aður
var Þorlákur leigubílstjóri á BSR.
Þorlákur hefur starfað mikið fyrir
íþróttafélagið Víking. Hann hefur
fyrir skömmu látið af stjórnunar-
störfum þar og var nýlega kosinn
heiðursfélagi Víkings. Þá var hann
kunnur knattspyrnudómari og lék
reyndar sjálfur knattspyrnu um
skeið. Síðustu tíu árin hefur hann
svo tekið virkan þátt í Lionshreyf-
ingunni, í Lionsklúbbnum Baldri.
Fjölskylda
Þorlákur kvæntist 18.4.1949
Björgu H. Randversdóttur, f. 30.3.
1929, símaverði á Landakotsspítala
en hún er dóttir Randvers Hallsson-
ar, f. 1.10.1897, fórst með Goðafossi
10.11.1944, ogMargrétarBenedikts-
dóttur, f. 12.1.1903 en hún er nú
búsett á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Börn Þorláks og Bjargar eru
Randver Þorláksson, f. 7.10.1949,
leikari, kvæntur Guðrúnu Þórðar-
dóttur, leikkonu og umsjónarmanns
barnaefnis á Stöð 2, og eiga þau son
og dóttur; Sigríður Þorláksdóttir, f.
24.10.1952, vinnur við setningu á
Morgunblaðinu, í sambúð með Ing-
vari Georgssyni, framkvæmda-
sljóra Hljóðrita hf. en Sigríður á tvö
böm með fyrrv. manni sínum auk
þess sem Ingvar og Sigríður eiga
saman dóttur; Margrét Þóra Þor-
láksdóttir, f. 9.1.1962, starfsmaður
hjá Lind hf., en sambýlismaður
hennar er Árni Jörgensen, fulltrúi
ritstjóra Morgunblaðsins.
Alsystkini Þorláks eru Helga
Þórðardóttir Stoner, f. 15.1.1920,
búsett í Bandaríkjunum; Margrét
Lára Þórðardóttir, f. 20.8.1924, bú-
sett í Hafnarfirði og ekkja eftir Jón
Guðmundsson; SigurðurRagnar
Þórðarson, f. 16.7.1926, d. 15.5.1954,
bifreiðarstjóri; Fríða Þórðardóttir
Matzat, f. 24.2.1929, búsett í Banda-
ríkjunum.
HálfsystkiniÞorláks, samfeðra,
eru Óskar Þórðarson, f. 29.12.1906,
læknir; Lilja Þórðardóttir, f. 22.4.
1910, d. 5.6.1988, húsmóðir; Sigurður
Þórðarson, f. 18.11.1911, d. 28.9.1963,
Þorlákur Þórðarson.
skipstjóri.
Foreldrar Þorláks voru Þórður
Sigurðsson, f. 23.9.1886, d. 25.4.1981,
sjómaður í Reykjavík, og kona hans,
Þóra Ágústa Olafsdóttir, f. 19.9.1898,
d. 25.4.1983, húsmóðir.
Þorlákur tekur á móti gestum á
afmælisdaginn í Kristalsal Þjóðleik-
hússins milli klukkan 17.00 og 19.00.
Andlát
Karl Jóhann Sighvatsson
Karl Jóhann Sighvatsson hljóm-
listarmaður, Reykjamörk 21,
Hveragerði, lést að slysföram
sunnudaginn 2.6. sl. Hann verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
dag, mánudaginn 10.6., klukkan
13.30.
Starfsferill
Karl fæddist á Akranesi 8.9.1950
og ólst þar upp, auk þess sem hann
var í sveit á sumrin að Neðra-
Skarði í Leirársveit. Hann var í
orgel-, píanó- og hljómfræðinámi
hjá Hauki Guðlaugssyni í tónlistar-
skólanum á Akranesi 1960-62, í
píanónámi hjá Margréti Eiríksdótt-
ur og Rögnvaldi Siguijónssyni og
hljómfræðinámi hjá Þorkatli Sig-
urbjörnssyni 1969-71. Karl var í
námi í kirkjutónlistardeild og tón-
smíðadeild tónlistarháskólans í
Vínarborg 1973-75 og í einkatímum
í orgelleik hjá Peter Planyavsky,
dómorganista í Sankti Stefánsdóm-
kirkjunni í Vín. Hann var í námi í
tónsmíðum í Mozarteum í Salzburg
1975-76 og námi í eina önn í j ass-
fræðum í Berkley College of Music
í Boston 1981. Karl var í einkatím-
um í tónsmíðum hjá Christopher
Yavelov 1982 og í námi í sambandi
við tónlistarforrit fyrir Macintosh
tölvur 1983-86. Hann var í námi í
tónsmíðadeild New England Con-
servatory of Music í Boston og lauk
þaðan diplomaprófi vorið 1986.
Karl var hljómborðsleikari og
lagahöfundur í hljómsveitunum
Tónum, Dátum, Flowers og Trú-
broti 1966-72 og útsetjari fyrir
hljómplötur og sjónvarp. Hann var
undirleikari, útsetjari ogupptöku-
stjóri á ýmsum hljómplötum og
stjórnandi tónlistar á uppfærslum
Leikfélags Reykjavíkur á Jesús,
guð, dýrlingur eftir Andrew Lloyd
Webber og Tim Rice og höfundur
tónlistar í Flugleik, hópvinnuverk-
efni í samvinnu við Brynju Bene-
diktsdóttur, Erling Gíslason o.fl. á
vegum Þjóðleikhússins. Karl var
hljóðfæraleikari og sviðsleikari í
Þjóðleikhúsinu á Faust eftir Goethe
og Gusti. Hann samdi tónlist við
sjónvarpskvikmyndirnar Snorra
Sturluson eftir Þráin Bertelsson og
Hælið eftir Nínu Björk Árnadóttur.
Þá samdi hann tónlist við kvik-
myndirnar Nýtt líf og Dalalíf eftir
Þráin Bertelsson og Atómstöðina
eftir Þorstein Jónsson.
Hann var organisti í Kristskirkju
í Landakoti 1979-1981 og um tíma
í Maríukirkju í Breiðholti. Karl var
kennari, organisti og kórstjóri í
Bolungarvík í hálft ár og kennari
í píanóleik og hljómfræði í Nes-
kaupstað 1977-78. Hann var kenn-
ari í hljómborðsleik og hljómfræði
í Boston 1981-1986 og var organisti
og kórstjóri í Hveragerðispresta-
kalli, í kirkjunum í Hveragerði,
Þorlákshöfn, Kotströnd, Hjalla og
Karl Jóhann Sighvatsson.
Strandarkirkju. Karl vann einnig
að ýmsum sérverkefnum, eins og
tónsmíðum, einkakennslu í píanó-
oghljómfræðum.
Fjölskylda
Fyrri kona Karls var Rósa Björg
Helgadóttir, f. 7.7.1953, nemur nú
Rudolfs Steiner fræði í Munchen.
Seinni kona Karls var Hjördís
Frímann, f. 13.8.1954, listmálari í
Reykjavík, en sonur þeirra er Orri
Grímur, f. 13.7.1984.
Eftirlifandi sambýliskona Karls
er Sipxíður H. Pálsdóttir, f. 2.7.1969,
nemi, en foreldrar hennar eru Páll
Zophóníasson tæknifræðingur, er
rekur eigið tækni-, arkitekta- og
ráðgjafarfyrirtæki í Vestmanna-
eyjum, og kona hans, Áslaug Her-
mannsdóttir, bókavörður á Bóka-
safni Vestmannaeyja.
Bróðir Karls: Sigurjón, f. 15.6.
1952, kvikmyndaframleiðandi, rek-
ur fyrirtækiö Propaganda Films í
Los Angeles, kvæntur Sigríði Jónu
Þórisdóttur, f. 2.2.1950, sérkennara
fyrir heyrnarskerta, og eiga þau
einn son, Þóri Snæ, f. 12.8.1973.
Foreldrar Karls: Sighvatur
Karlsson, f. 16.1.1933, bryti frá
Akranesi, og Sigurborg Sigurjóns-
dóttir, f. 5.11.1933, d. 28.1.1986.
Stjúpfaðir Karls: Ragnar Ingólfs-
son, f. 26.5.1925, framkvæmdastjóri
Lögmannsstofu Arnar Clausen í
Reykjavík.
Ætt
Sighvatur er sonur Karls, póst-
og símstöðvarstjóra á Blönduósi,
Helgasonar, b. í Gautsdal í Geiradal
í Austur-Barðastrandarsýslu,
Helgasonar, b. í Garpsdal, Helga-
sonar. Móðir Helga í Gautsdal var
Gróa Egilsdóttir, b. á Gillastöðum í
Reykhólasveit, Jónssonar. Móðir
Karls var Ingibjörg Friðriksdóttir,
Magnússonar, Jónssonar, b. í Hvíta-
dal, Sigurðssonar. Móðir Sighvats
var Ásta Sighvatsdóttir bankastjóra
Bjamasonar og konu hans, Ágústu
Sigfúsdóttir. Sigurborg var dóttir
Siguijóns, skipstjóra í Neskaupstað,
Ingvarssonar og konu hans, Jó-
hönnu Sigfinnsdóttur.
N O V E L L t
TÆKNIVAL
SKEIFUNNI 17 • 108 R. » 3.681665