Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUK 10. JÚNÍ 1991. Fréttir______________________ Minnihluti bæjarráðs Kópavogs: Hrun blasir við félagsmálastofnun - starfsfólkið segir upp vegna óánægju Á fundi bæjarráös Kópavogs síö- astliðinn fimmtudag lagði minni- hlutinn fram bókun þar sem meiri- hluti bæjarstjómarinnar var sakaö- ur um aö vera óviljandi eöa vísvit- andi aö eyðileggja félagsmálastofnun bæjarins. „Núverandi meirihluti bæjar- stjórnarinnar hefur kollvarpað því skipulagi sem einkennt hefur félags- málastofnunina til þessa og gert henni kleift að vera í forystu um fé- lagsleg málefni," sagði Guðmundur Oddsson, en hann og Elsa Þorkels- dóttir eru fulltrúar minnihlutans í bæjarráði Kópavogs. „Ég lagði fram bókunina og Elsa skrifaði undir, því með þessu áfram- haldi blasir hrun við stofnuninni," sagði Guðmundur. Hann sagði að allir félagsráðgjaf- arnir hefðu sagt upp störfum í síð- asta mánuði vegna óánægju, svo og dagvistarfulltrúinn og umsjónar- fóstran. Að sögn Guðmundar finnast þeim störf þeirra ekki lengur njóta þeirrar virðingar sem þau nutu áður. „Það er ekki hægt að benda á neitt eitt atriði í þessu sambandi, maður finnur bara fyrir breyttum viðhorf- um og áherslan er allt önnur,“ sagði Guðmundur. Hann sagði aö minnihlutinn hefði boriö fram tillögu á fundinum um að sett yrði á stofn þriggja manna nefnd til þess að kanna þessi mál og koma með tillögur um úrbætur en tillagan hefði verið felld hið snarasta með þremur atkvæðum gegn tveim- ur, þ.e. atkvæðum Guðmundar og Elsu. Hann sagði þetta vera undarlega málsmeðferð og fullyrti að meirihlut- inn hefði jafnan haft litla samvinnu við minnihlutann. -ingo DV Sjöungmenni tekin vidinnbrot Sjö ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára voru handtekin við versl- unina Hjólagallerí viö Suöurgötu 3 á sjöunda tímanum á laugar- dagsmorgun. Höfðu þau brotist inn í verslunina með því að spenna upp útihurð, farið í pen- ingakassann og látið greipar sópa um vörur. Lögreglan í Reykjavik var á eft- irlitsferð um borgina þegar sást aö eitthvaö var grunsamlegt á seyði viö Hjólagallerí. Þegar farið var að kanna málið betur kom í ljós að unga fólkiö hafði komið á sendiferðabíl og var alit ölvað nema bílstjórinn. Eitthvaö af ungmennunum hafði klætt sig í leðuijakka sem voru í versluninni. Hreyft hafði verið við skiptimynt en í peninga- kassanum voru 500 og 100 króna seölar. Ungmennin voru flutt í fangageymslur. Eigandi verslun- arinnar sagðí að ekki væru öll kurl komin til grafar. Eitthvað afvörumvantaði. -ÓTT Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins fór fram á laugardag og var þátttaka mjög góð. Hlaupnir voru 2, 4 og 10 kíló- metrar og voru þátttakendur á öllum aldri, þeir yngstu í barnavögnum. Hér eru hlauparar að leggja upp frá húsi Krabbameinsfélagsins i Skógarhlíð í Reykjavík en einnig var hlaupið á Akureyri og Egilsstöðum. DV-mynd GVA Atvmnumál námsmanna: Bjartara framund- anenífyira - atvinnurekendur virðast hafa haldið að sér höndum framað þessu Atvinnumál námsmanna eru í svipuðu ástandi og á sama tíma í fyrra en þó virðist bjartara framund- an en þá. Búist hafði verið við fyrr í vor að ástandið yrði verra, en ræst hefur úr, alténd hjá atvinnumiðlun námsmanna. Hjá atvinnumiölun námsmanna er það að frétta að eftir frekar slaka byrjun tóku atvinnurekendur við sér um mánaðamótin og nokkuö gott streymi er á störfum nú. Börkur Gunnarsson, framkvæmdastjóri at- vinnumiðlunarinnar, segir aö um 800 manns séu á skrá hjá miðluninni sem er heldur færra en í fyrra. „Af þessum 800 höfum við útvegað 170 manns vinnu og svipaður fjöldi hefur útvegað sér vinnu á eigin spýt- ur. Síöustu mánaðamót voru mikfil annatími og mér virðist að atvinnu- rekendur hafi haldið að sér höndum fram aö þeim og verið frekar varkár- ir. En núna þurfa þeir skyndilega starfsfólk og við getum útvegaö þaö Unglingavinnan er þegar byrjuó og rúmlega 1700 unglingar eru byrjaðir að starfa i göröum og fleiru. At- vinnuástand námsmanna virðist svipað og í fyrra en þó virðast horf- ur betri en þá. DV-mynd Hanna á stundinni. Ástandið virtist vera mjög slæmt fyrr í vor og allt leit út fyrir að það yrði verra en í fyrra en núna eru allar líkur á að það verði betra,“ segir Börkur. Að sögn Gunnars Helgasonar, for- stöðumanns ráðningaskrifstofu Reykjavíkur, hafa um 1800 manns, 16 ára og eldri, þegar sótt um hjá þeim og á biðlista eru 277 manns. „Reykjavíkurborg úthlutaði um 1200 manns störfum í fyrra og um 200 fóru frá okkur í alls konar fyrir- tæki. Ástandið er mjög svipað og í fyrra og hittiðfyrra. Það er erfitt fyr- ir skólafólk að fá vinnu,“ segir Gunn- ar. Unglingavinnan er fyrir krakka sem eru 14 og 15 ára og að sögn Sig- urðar Lyngdals, aöstoðarskólastjóra Vinnuskólans, eru ekki biðlistar þar enda eru allir ráðnir sem sækja um. Rúmlega 1700 unglingar eru þegar komnir í vinnu. -ns Meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs: Uppsagnirnar tilviljun - segir Bragi Michaelsson bæjarfulltrúi „Eg kann engar aðrar skýringar á þessum uppsögnum starfsfólks fé- lagsmálastofnunar en að þær séu til- viljun ein. Það hafa engar kvartanir komið inn á borð til okkar,“ sagði Bragi Michaelsson, einn fulltrúi meirihlutans í bæjarráði Kópavogs. Hann sagði að sumir dagvistarfull- trúarnir hefðu einfaldlega farið til starfa annars staðar og það væri al- farið túlkun minnihlutans að um óánægju væri að ræða. „Við höfum, mér vitanlega, ekki verið með neikvæð viðbrögð gagn- vart starfsfólki stofnunarinnar, ég hef reyndar alltaf átt viö það gott samstarf. Það hafa heldur engar breytingar verið gerðar á starfslið- inu, svo að ég skil ekki hvað átt er við með óánægju," sagði Bragi. Aðspurður hvers vegna tillaga minnihlutans um að setja á stofn sérstaka nefnd til þess að kynna sér þessi mál hefði verið felld sagði Bragi að afstaöa meirihlutans væri einfóld. „Það er verkefni félagsmálaráðs að fjalla um málefni félagsmálastofnun- ar, ekki bæjarráðs. Mér finnst eðli- legt að það sjái alfarið um þessi mál ásamt nýjum félagsmálastjóra, sem væntanlega tekur við innan tíðar," sagöi Bragi. - Það blasir þá ekki hrun við stofn- uninni? „Ég vona að málið sé nú ekki svo alvarlegt. Það verður haldinn fundur í félagsmálaráði á morgun og þá ætti að koma í ljós hvort um einhverja óánægju sé að ræða.“ -ingo Rúnar Sigurkarlsson og (jolskylda með glaðninginn óvænta sem þau fengu í gær. Með þeim á myndinni eru, frá vinstri: Helgi Ibsen, framkvæmda- stjóri hf. Skallagríms, Óskar Ólafsson, skipstjóri Akraborgar, Guðbjartur Hannesson, formaður stjórnar hf. Skallagríms, Hannes Valdimarsson, hafn- arstjóri í Reykjavik, og Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður. DV-mynd Sigurður Milljónasti bfllinn með Akraborg í gær Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi: Milljónasti bíllin frá því hf. Skalla- grímur hóf rekstur bílferja árið 1974 var fluttur frá Akranesi til Reykja- víkur síðdegis í gær. Það voru Rúnar Sigurkarlsson og fjölskylda hans úr Kópavogi sem áttu milljónasta bílinn. Fjölskyldan, sem hafði dvalið á Snæfellsnesi um helg- ina, rétt náði í tæka tíð áður en Akra- borgin lagði úr Akraneshöfn kl. 17 í gær. Ekki var laust við að undrunar- svipur færðist yfir andlit fimmmenn- inganna í bílnum þegar prúðbúið fólk þyrptist að honum og óskaði þeim til hamingju með daginn. I tilefni dagsins var Rúnari og fjöl- skyldu færð gjöf frá Akranesbæ og Reykjavíkurhöfn auk þess sem fjöl- skyldan fékk frímiða með skipinu til áramóta. Einnig fékk fjölskyldan blóm á þessum tímamótum. Á leið- inni til Reykjavíkur þáði fjölskyldan veitingar í boði hf. SkaUagríms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.