Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991. Svidsljós Þau voru heiðruð fyrir vel unnin störf á sjómannadaginn á Fáskrúðsfirði. DV-mynd Ægir Kristinsson Sjómannadagur á Fáskrúðsfirði: Heiðruð fyrir störf tengd sjávarútvegi Ægir Kiistmsson, DV, Fáskrúðsfirði: Hátíðahöld sjómannadagsins á Fá- skrúðsfirði hófust á laugardegi með undanrásum í kappróðri. Á sunnu- dag var hópsighng og séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson prófastur prédikaði í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Fjórar konur, þær Lena Berg, Björg Magnúsdóttir, Jóna Torfadóttir og Dagmar Sörensdóttir, voru heiðrað- ar fyrir áratugastörf í fiskvinnslu. Einnig var Ástþór Guönason skip- stjóri heiðraður fyrir sjómannsstörf og Bergur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Pólarsíldar, fyrir störf að sjávarútvegi og fiskvinnslu í tæpa þrjá áratugi hér á Búðum. Við messuna á sjómannadaginn afhentu fermingarbörn, fermd 1961, Fáskrúðsfjarðarkirkju að gjöf tvö skammel, fagurlega útskorin af hag- leiksmanninum Hlyni Halldórssyni í Miðhúsum. Eftir messu var lagður blómsveigur að minnisvarða um látna sjómenn. Síðar var samkoma á skólalóðinni og kappróður og plankaslagur við hafnarbryggjuna. Slysavarnakonur voru með kaffisölu í félagsheimilinu og björgunarsveitin Geisli sá um fjöl- mennan dansleik í Skrúð um kvöld- ið. RENAULT TRAFIC Sendibíll sem skilar arði ! RenaultTraficersendibíll sem skilarþérhagkvæmari rekstri. Það sem gerir þennan sendibíl hagkvæmari en aðra, er einstaklega lág hleðsluhæð, rúmgott flutningsrými, mikil burðargeta, frábærir aksturseiginleikar, hlífðarlistar á öllum hliðum, sparneytni, lítið viðhald og síðast en ekki sýst mjög hagstætt verð. Aðeins örfáir bílar eftir á verði frá kr. 1.079.500.- (án vsk) 3 ára ábyrgð 8 ára ryðvarnarábyrgð Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 Sími 686633 KYNNIÐ YKKUR BREYTTA SORPHIRÐU Ný vinnubrögð og nýjar reglur hafa verið teknar upp í sorphirðu í Reykjavík. Opnir sorphaugar eru aflagðir og flokkun úrgangs hafin. Þetta fer á gámastöðvar en alls ekki í sorptunnuna: Eigendum atvinnuhúsnæðis er bent á: Fasteignaskattar af atvinnuhúsnæði voru lækkaðir í byrjun árs og sorpgjald sem miðastviðfjöldaog stærðílátatekið upp. Sorpgjald gildir fyrir allt árið. Sorpgjald er fellt niður eöa lækkað ef ílátum er fækkað eða fyrirtæki kjósa að nýta sér þjónustu einkaaðila. ílát verða þá fjarlægð og sorpgjald fellt niður frá og með næstu viku þar á eftir. • Málmhlutir • Grjót og steinefni (smærri farmar, stærri farmarfara á "tippa”) • Spilliefni hvers konar (þau má einnig afhenda í efnamóttöku og á öörum viöur- kenndum stöðum s.s. lyf hjá apótekum og rafhlööur á bensínstöðvar) Þetta er óæskilegt í sorptunnuna en má afhenda á gámastöðvum: Sorppokar, sem eru umfram uppgefin sorpílát, veröa því aðeins hirtir að þeir séu merktir REYKJAVÍKURBORG. Pokarnir eru til sölu hjá Birgðastöð borgarstofnana, Skúlatúni 1 og öllum bensínstöðvum. Gjald til SORPU fyrir ráðstöfun sorps er innifaliö í verði þeirra. Vinsamlegast bindið fyrir pokana, yfir- fyllið þá ekki og komið þeim fyrir við hlið sorpíláta. Fjöldi sorpíláta við atvinnuhúsnæði erekki lengurtakmarkaður ef að öllu leyti erfarið eftir leiöbeiningum um flokkun úrgangs. Tökum á fyrir hreinni framtíð • Prentpappír • Garðaúrgangur sem ekki er notaður í heimagarði • Timbur (smærri farma) Hvervinnustaðurþarf aðtemjasérstraxnauðsynlegar flokkunaraðferðir ef árangur á að nást. Við höfum skyldum að gegna gagnvart lífríkinu og komandj kynslóöum. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.