Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Side 23
MÁNUDAQUR ÍO. JÚNÍ 1991. . 39 Fréttir Fimm þúsund egg úr Drangey ÞórhaJlur Ásmundsson, DV, Sauðárkroki: Eggjatökumenn í Drangey höföu um 5 þúsund egg upp úr krafsinu á þessu vori og er það svipað og síð- ustu ár. Þetta er þó einungis smá- ræði miðaö við það þegar eggjataka var hvað mest í Drangey. Þá náðust allt upp í 24 þúsund egg í tveimur sigum á vori. Níu manna flokkur var í fjóra sól- arhringa út í eynni í síðustu viku og nokkuð færri voru búnir að vera við sig tvo sólarhringa á undan. Jón á Fagranesi segir að gott sé að ná þús- und eggjum yfir sólarhringinn. „Ef menn legðu sig virkilega eftir því væri hægt að ná hátt í 10 þúsund eggjum á vori. Nú er bara farið einu sinni út í sig en hér áður fyrr var alltaf farið tvisvar og þá liðu ein eða tvær vikur milh siga,“ sagði Jón. Jón er byrjaöur í Drangeyjarferð- unum og býst við íjölda ferða þangað út í sumar. Auk fjölda útlendinga, sem fýsir að vitja eyju útlagans Grettis, hefur aukist áhugi vinnu- staðahópa og félagasamtaka fyrir Drangeyjarför. Stefán frá Gautlöndum með bankabókina og Þór frá Saurbæ með sveins- bréfið en þeir hafa fundið hina óvæntustu hluti í vegköntunum. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson Ýmislegt forvitnilegt í vegköntunum: Næturgagn, sveins- bréf og bankabók Þórhailur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: „Hirðusemi fólks er greinilega mjög upp og ofan. Við fmnum allt mögulegt í vegkantinum. Meðal þess sem við höfum fundið er nætm-gagn, sveinsbréf í vélsmíði og sparisjóðs- bók,“ sögðu þeir félagar Stefán frá Gautlöndum og Þór frá Saurbæ sem hafa þann starfa að þurrka af glit- merkjum vegstika, skipta um brotn- ar stikur og hreinsa rusl úr vegkönt- unum. Bankabókin hefur að geyma um 1500 krónur. Þó að þaö sé ekki stór upphæð er í hæsta máta undarlegt að fleygja því frá sér. Sveinsbréfið tilheyrir hins vegar ungum vélsmið frá Sigluflröi sem ekki hefur verið mjög annt um prófskírteinið sitt. Not fundust svo fyrir koppinn hjá hús- móður einni í Óslandshlíðinni en hann fannst þar um slóðir. „Við finnum hina óvæntustu hluti og allt mögulegt þar á milli, svo sem kosningapésa og klámblöö. En við höfum nú ekkert verið að lesa það,“ sögðu þeir Stefán og Þór. Að sögn vegagerðarmanna er mik- ið rusl meðfram vegum eftir vetur- inn. Líklegt er að hvassviðrið í febrú- arbyijun eigi stóra sök á því. Gallerí Bardús á Hvammstanga ÞórhaDur Ásmundsson, DV, Sauðárkröki: Ný starfsemi er hafin í gamla versl- unarhúsi Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga sem hlotið hefur nafnið Gallerí Bardús. Hér er um nokkurs konar markaö að ræða þar s'em til sýnis og sölu verða ýmsar handunnar vörur og listmunir sem unnir eru í héraðinu.Framkvæmda- sfjóri er Guðný Sigurðardóttir. „Við stefnum að því að hafa svolít- iö líf í þessu. Fá fólk til að vinna að sínum hugöarefnum á staðnum svo að gestir og gangandi sjái hlutina í vinnslu. Einnig verður þarna starf- rækt upplýsingaþjónusta fyrir ferða- menn,“ sagði Gísli Einarsson, sem haft hefur forgöngu um stofnun markaðarins. Strandaféð reynist vel öm Þóiarinssan, DV, njótum: Sauðburður stendur nú sem hæst í Fljótum. Hann hófst nú með seinna móti, enda hafa tvö undanfarin vor verið með eindæmum seint á ferð- inni. Sauðburður hefur gengið vel og er fijósemi mikil, dæmi er um að yfir 90% af ánum sé tvílembt. Hjá nokkrum bændum er nú sauð- burður eftir nokkurt hlé vegna rið- uniðurskurðar. Þessir aðilar hafa fengið nýjan fjárstofn úr Stranda- sýslu undanfarin tvö haust. Bændur eru almennt ánægðir með þennan nýja fjárstofn sem virðist vera frjó- samur, ærnar sérlega góðar mæður og mjólkurlagnar. fyrir hendumar Lactacyd léttsápan styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar. Hún hentar vel til daglegrar umhirðu og er serstaklega . góð fyrir þurrar og |1 sprungnar vinnuhendur ■ Lactacyd léttsápan hefur lágt pH-gildi (3,5) eins og húðin sjálf og styrkir því eðlilegar varnir hennar ■ * riiilaf n . ,4 »• yWi Lactacyd lettsapan fæst i helstu stórmörkuðum og að sjálfsögðu í næsta apóteki ■ 3808? LÉTTSAPA QUIREBOYS 20.20-21.20 SVÆÐIÐ OPNAR KL. 12.00. SLAUGHTER 19.00-19.50 THUNDER 17.40-18.30 GCD 1 BARN YNGRA EN 10 ÁRA í FYLGD MEÐ FULLORÐNUM FÆR FRÍTT INN. VEITINGAR SELDAR ALLAN DAGINN 16.20-17.10 BULLET BOYS 15.20-15.50 1 ARTCH 12 TÍMA SKEMMTUN FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA MIÐAVERÐ KR. 5.500- 14.30-15.00 : » IV 1% I SUNNUDAGINN KAPLAKRIKA HAFNARFIRÐI isirilijil ÁnrntAm l FORSALA AÐGÖNGUMIÐA: Reykjavik: Skifan. Kringlunni, Laugaveqi 33 og Laugavegi 96; Bönus Videó. Hraunbergi; Bónus Vidoó Sfrandgötu 28, Videóhöllin Þönglabakka 6. Videóhöltin • Uamraborg 11. Akranes: Bókaskemman, Borgarncs: Kaupfélag Borgfiröinga, Isafjördun Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfiröinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Ólafsvik: Gistiheimilið Höföi Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Sclfoss: Ösp. Keflavik: Hljómval. Allar upplýsingar i sima 91 - 67 49 15. HÆGT ER AÐ BORGA MIÐANN MEÐ GREIÐSLUKORTI I SIMA 91-674915 E TÍMASETNINGAR Á HUÓMSVEITUM GÆTU RASKAST LÍTILLEGA RÉTTUM STAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.