Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 36
52 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991. Menning__________________________________________________ Regnboginn: Með sólsting: */2 Pabbi er að deyja, hver fær arfinn? Robert Downey er frekar þekktur neöanjarðarleik- stjóri í Bandaríkjunum og enn þekktari fyrir aö hafa feðrað grínistann Robert Downey jr. Hér mætast þeir í annað sinn á tjaldinu en í fyrsta skiptið sem við fáum að sjá í einni furðulegustu kvikmynd sem ég hef séð lengi. Því miður vöktu furðulegheitin sjaldan kátínu. Sagan er á þessa leið: Moldríkur pabbi er að segja skilið við jarðlífið. Hans eina eftirsjá er að sonur hans og dóttir reyndust bæði kynhverf og hinir mestu iðju- leysingjar. Bíræfinn guðsmaður fær (neyðir) hann til að breyta erfðaskránni þannig að þau fá ekki neitt nema að eignast að minnsta kosti eitt barn innan 12 mánaða. Meðan sonurinn (Eric Idle) lætur sig hafa það að finna barnsmóður reynir dóttirin (Andrea Martin) að hafa uppi á löngu glötuðum syni sem hún hafði hingað til haldið leyndum. Hann er reyndar Ralph Macchio og á í fasteignabraski með félaga sín- um, Downey jr. Þeir sjá sér gróðaleik á borði meðan presturinn reynir að leggja stein í götu þeirra. Ég labbaði hvumsa út af myndinni. Hún var langt frá því að vera dæmigerð gamanmynd, enda hlaut leik- stjórinn takmarkaða frægð fyrir framúrstefnulegt grín á sjötta og sjöunda áratugnum. Hér virðist allt hafa farið forgörðum og myndin kemst nærri því að vera svo léleg að hún sé þess virði að sjá. Fíflalætin í leik- hópnum eru pínlega ófyndin og leikurinn eins og hjá áhugmönnum. Siðferðiskenndinni er ofboðið sí og æ Kvikmyndir Gísli Einarsson og ákveðnum minnihlutahópi lítill greiði gerður. Ein- staka atriði eru svo fáránleg að þau ná að vera fyndin en mestallt er marflatt. Eric Idle, Macchio og Downey jr. leika persónur sem eru langt fyrir neðan þeirra virðingu og sú eina sem kemst ósködduð úr myndinni er Andrea Martin sem leikur dótturina. Gæti höfðað til þeirra sem vilja sjá eitthvað öðruvísi, hvað sem er. Too Much Sun (Band. 1990) Leikstjóri: Robert Downey (Rented Lips, Up the Academy). Leikarar: Robert Downey jr. (Air America, Less than Zero), Eric Idle (Baron Munchausen, Nuns on the Run), Ralph Macc- hio (Karate Kids), Laura Ernst, Andrea Martin (Worth Winn- ing, Rude Awakening), Leo Rossi (Accused). Andlát Jóhanna Kristjánsdóttir, fyrrum húsmóðir á Eystri-Loftstöðum, and- aðist á sjúkrahúsi Selfoss 6. júní. Guðmundur Bjarnason frá Innri- Lambadal í Dýrafirði, til heimilis að Hvassaleiti 58, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að kvöldi 5. júní. Karl Ásgrímur Ágústsson, Litla Garði, Akureyri, lést 6. júní. Hansina Jónsdóttir, Kambsvegi 33, Reykjavík, lést af slysfórum fimmtu- daginn 6. júní. Stefán Björnsson.fyrrum bóndi á Grund í Svarfaðardal, lést 7. júní sl. Þorlákur Eyjólfsson, Hryggjarseli 11, áður Bragagötu 23, andaðist í Landa- kotsspítala fimmtudaginn 6. júní. Yngvi Markússon, Oddsparti, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 5. júní. Þórunn Gunnlaugsdóttir, Hjarðar- túni 3, Ólafsvík, andaðist 6. júní í St. Franziskussjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi. Tónleikar Tónleikar í Norræna húsinu í dag, 10. júní, munu þau Kathleen Beard- en fiðluleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskránni eru partita í h- moll eftir J.S. Bach, Fantasía eftir Arnold Schönberg, Caprice Viennois eftir F. Kreisler, Sónata nr. 4 eftir Charles Ives og Sónata eftir Claude Debussy. Katleen er fædd í St. Louis í Bandaríkjunum en hún hefur verið búsett á íslandi síðan 1983. Framhaldsnám í fiðluleik stundaði hún í Manhattan School of Music undir handleiðslu Caroll Glenn. Kathleen hefur undanfarin ár tekið þátt í fjölda tónleika og starfaö m.a. sem kennari. Eftir að Snorri lauk námi árið 1979 hefur hann starfað í Reykjavík sem tónskáld, píanó- leikari og kennari. Hann hefur leikið kammertónlist á fjölda tónleika, meðal annars með Kathleen Bearden. Tónleik- amir í Norræna húsinu hefjast kl. 20.30. Sýningar Myndlistarsýning á Café Splitt Helgi Valgeirsson myndlistarmaður er með sýningu þessa dagana á Café Splitt við Klapparstíg þar sem hann sýnir 5 olíumálverk sem unnin voru á seinni hluta sl. árs og fyrstu mánuðum þessa árs. Sýningin stendur til 1. júlí og er Café Splitt opið til kl. 23.30 alla daga nema fóstudaga til sunnudaga til kl. 19. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Helgi nam í Myndlista- og handíðaskóla islands og útskrifaðist þaðan 1986 og hefur starf- að að myndlist síðan. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Handritasýning í stofnun Árna Magnússonar Stofnun Árna Magnússonar opnaði handritasýningu í Árnagarði viö Suður- götu 5. júní sl. Sýningin verður opin kl. 14-16 aÚa virka daga í sumar fram til 1. september. Á sunnudögum verður lokað. Tilkyimingar Bókasöluskrá Bóka- vörðunnar komin út 59. bókasöluskrá Bókavörðunnar er komin út. í þessari skrá eru tæplega 1800 bækur og rit af ýmsu tagi: Ævisögur ís- lendinga og erlendra manna, héraðslýs- ingar, ættfræði, byggðasaga, landlýsing- ar, hagskýrslur, manntöl, skáldsögur ísl. og erlendra höfunda, stjórnmál, dómsöfn, kaþólsk fræði, hagnýt efni, kvæði, leik- rit, Ijóð og margir ileiri efnisflokkar. Þessar skrár eru gefnar út af og til - eft- ir efnum og aðstæðum og eru þær sendar ókeypis til allra sem þess óska utan Stór- Reykjavíkursvæðisins. Menntaskólanum á Egils- stöðum slitið Menntaskólanum á Egilsstöðum var slit- ið í tólfta sinn á hvítasunnudag 19. maí sl. Jafnframt voru útskrifaðir 35 stúdent- ar. Viðurkenningar fyrir góðan námsár- angur hlutu Sigurlaug Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Hjartarson af málabraut, Hreinn Halldórsson af hagfræðibraut, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir af félags- fræðibraut, Páll Þórðarson af náttúru- fræðibraut og Óli Grétar Sveinsson og Daniel Ásgeirsson af eðlisfræðibraut. Óli Grétar og Daniel luku eðlisfræðibraut á þremur árum sem er óvenjulegt. Fulltrúi 10 ára stúdenta afhenti skólanum að gjöf málverk af Vilþjálmi Einarssyni skóla- meistara. Um 210 nemendur stunduðu reglulegt dagskólanám við ME sl. skólaár en utanskólanemendur voru 30. Rúmlega 150 nemendur stunduðu nám í öldunga- deild ME á Egilsstöðum, Vopnafirði og Reyðarfirði og einnig í fjarkennslu. Fjar- kennsla er nýjung í starfi ME, kenndir LITLIR KRANAR SEM LÉTTA STÖRFIN Á bíiinn, bryggjuna, í bátinn... • Mjög léttir. Þyngd með fæti og vökvadælu 153 til 600 kg. • Stórt vinnusvæði -2,1til6,0m. • Mikil lyftigeta -1 til 4,1 tonnmetrar. • Fjölmargar gerðir m.a. sérstök tæringarvarin sjóútfærsla. • Með eða án fótar til festingar á bíla og bryggjur, I báta. VDVÉlAfíHF SfrflÐJUVEGI 66, KÓPAVOGI. SlMI: 76600 Myndgáta ■w- ■w --*—EÍÞÓR— Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Lausn gátu nr. 48: Oftveltir lítil þúfa þungu hlassi. ©099 hausti komanda verður væntanlega starfrækt sérstök skógræktarbraut við ME. Námsframboö miöast við skólanem- endur og einnig skógarbændur og annað áhugafólk um skógrækt. Starfandi skóla- meistari Menntaskólans á Egilsstöðum er Helgi Ómar Bragason. voru þrir áfangar sl. vorönn og komust færri að en vildu. Notað er sérstakt kennsluefni og var um að ræða tilraun sem styrkt var af fjarkennslunefnd menntamálaráðuneytisins. Tilraun þessi gafst mjög vel og verður haldið áfram með þessa starfsemi næsta haust. Á Tomboia Nýlega héldu þessir þrír krakkar úr Kópavogi sem heita Ríkarður Leó, Sigur- laug Helga og Bryndís tombólu til styrkt- ar Rauða krossi Islands. AUs söfnuðu þau 1.480 krónum. T ombóla úsdóttir tombólu tíl styrktar hjálparsjóði Nýlega héldu þessar stúlkur sem heita Rauða krossins. AUs söfnuðu þær 230 Anna Eir Einarsdóttir og Jóhanna Magn- krónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.