Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991. Fréttir Hjólaði frá Reykja- vík til Eskifjarðar á sex dögum Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Tuttugu og tveggja ára gamall Esk- firðingur, Tjörvi Hrafnkelsson, lagði sitt af mörkum í þágu frjálsíþrótta- ráðs ungmennafélagsins Austra á Eskifirði. Hann hjólaði frá Reykjavík til Eskifjarðar og gafst Eskfirðingum kostur á að styrkja frjálsíþróttaráðið með áheitum. Vegalengdin sem Tjörvi lagði að baki er um 760 kílómetrar. Það tók hann sex daga að hjóla þessa leið og hann fór því að meðaltali um 126 kílómetra á dag. Tjörvi var aleinn á þessu langa ferðalagi en hann sagði í samtali við DV að ferðin hefði í heild gengið vel og yrði sér ógleymanleg. Gott veður var síðustu þrjá dagana en fyrri hluta leiðarinnar gekk á með roki úr öllum áttum. Ferðin reyndist erf- iðari en Tjörvi bjóst við enda var hann með allt sitt hafurtask á hjólinu svo sem svefnpoka, fatnaö, mat og drykk. Hann sagðist hafa gist hjá ferðaþjónustu bænda á leiðinni og fengið afar góðar og hlýjar móttökur. Tjörvi er sonur heiðurshjónanna Sigríðar Ingimarsdóttur og Hrafn- kels A. Jónssonar og hefur stundað nám í Fiskvinnsluskólanum síðast- liðinn vetur. Tjörvi við farkostinn sem reyndist i alla staði vel á þessari 760 kilometra leið. DV-mynd Emil Thorarensen AMERISKAR SAMLOKUR BRAUÐSTANGIR Ofiilmkaöar, sérstök Pizza Ilut ilrcssing sett á saiiilokuna og hún horin fram Bakaðar úr fersku ilcigi og völdu kryihli stráö yfir. Bornar fram hcitar með scrstakri Italskri tómatkryililhlöiulu og parmcsan osti. CAVATINI Ofnhakaöur réttur. Pastaskrúfur, pcppcroni, paprika, laukur , sveppir, tómatkryiiilhlamla mcö nautahakki og ostur. incð kartöfluilögum AMERIKA SAMLOKA Pcppcroni, skinka, salathliiö, tómatar og oslur. NEW YORK SAMLOKA Skinka, oslur, salathliiö og tómatar. FJOLSKYLDU PIZZA Ný stærð fyrir 4-6 manns Hagstæðari kaup. Batnandi hagur Akraneskaupstaðar: Reksturinn í fyrra 2,5% undir áætlun Sigurður Sverrisson, DV, Akranesú Rekstur Akraneskaupstaðar reyndist 2,5% undir áætlun á síðasta ári. Heildarútgjöld voru 345,2 millj. kr. en voru áætluö 355,3 millj. kr. Þetta kemur fram í reikningum bæj- arsjóðs fyrir síðasta ár. Þeir voru til fyrri umræðu í síðustu viku. í ræöu bæjarstjóra kom meðal ann- ars fram að þetta væri í fyrsta sinn í langan tíma sem rekstur bæjarsjóðs færi ekki fram úr áætlun. Greiðslu- staða bæjarsjóðs hefur einnig tekið stakkaskiptum. Veltufjárhlutfall breyttist úr 0,59 árið 1989 í 1,01 í fyrra. Bæjarstjóri, Gísh Gíslason, sagði meðal annars í ræðu sinni er hann fylgdi reikningnum úr hlaði: „Leyfi ég mér að fullyrða að bæjarstjórnir víða á landinu mega renna öfundar- augum til bæjarstjómar Akraness yfir þeim árangri sem hún hefur náð og því tækifæri sem fyrir hendi er til að snúa fjárhagstaflinu úr erfiðri stöðu í unna skák.“ Vandað og fallegt ELTA-ESC HQ myndbandstæki á aldeilis stórkostlegu sumartilboðsverði kr. 217.900 stgr. G»«i á góðu vordi BLÁFELL Greiðslulciör við allra haoli Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91-670420 Glerárgötu 30, Akureyri, sfmi 96-22550 KOMDU OG PRÓFAÐU HANN UZlésúHÍfig HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SIMI 91-670000 og 674300 GOTT FÓLK/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.