Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991. j_____ Útlönd 13 V FiHppseyjar: Þúsundir f lýja undan miklu sprengigosi Filippseyingar flýja á vögnum sinum undan Rintatubo eldfjalli sem hóf að gjósa i gær eftir 600 ára hlé. Simamynd Reuter Þúsundir bandarískra hermanna og Filippseyinga flúöu í morgun und- an sprengigosi í Pintatubo eldfjalli, um 90 kílómetra fyrir norövestan Manila, höfuðborg landsins. Fjöldi þorpa í nágrenninu, svo og Clark, herflugstöð Bandaríkjamanna, eru í mikilli hættu vegna hraunstraums- ins. ^ Allt að fimmtán þúsund manns af filippseyskum ættflokki hafa yfirgef- ið 20 þorp í 20 kilómetra radíus frá fjalhnu sem hóf að gjósa í gær. Búist er við að tólf þúsund manns frá Clark-herstöðinni verði komnir í ör- ugga höfn í bandarísku flotastöðinni við Subicflóa síðdegis í dag. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldsumbrotunum. „Hver vill fara í burtu? En hættan er fyrir hendi svo við verðum að fara,“ sagði Jim Pakle liðþjálfi þegar hann ók á brott með konu sína og tvo syni. Þykkur reykur liðaðist upp frá Pintatubo-fjalli i morgun og heit leðja og hraun streymdu niður fjallshlíð- arnar úr fimm gígopum. Fyrir gosið f gær hafði fjallið ekki látið á sér kræla í 600 ár. „Pintatubo er kannski að búa sig undir stærra gos. Róin yfir fjallinu núna er blekkjandi. Það á að gera ráð fyrir stærra gosi,“ sagði Raymundo Punongbayan, helsti eldfjallasér- fræðingur Filippseyja, í sjónvarps- viðtali í morgun. Stórt eldgos gæti grafiö hálfa Clark-herstöðina, vöruðu embættis- menn við í síðustu viku. Bandaríkjamennirnir voru í hundruðum bíla sem mynduöu þriggja kílómetra langa lest í morgun á leið til flotastöðvarinnar við Subic- flóa. Þyrlur flugu yfir lestinni til að vernda Bandaríkjamennina sem hafa oft verið fórnarlömb árása skæruliða nýja þjóðarhersins sem er undir stjórn kommúnista. Flugvél- um var flogið burt frá flugstöðinni til öryggis eftir að gosið hófst í gær. Margir Filippseyingar frá bænum Angeles við Clark-flugstöðina fylgd- ust með fjöldaflutningunum í morg- un. „Það var þá loks þetta eldfjall sem gat fengið Bandaríkjamennina til að fara. Eldfjallinu tókst þaö. Aquino forseta tókst það ekki,“ sagði 33 ára gamall filippseyskur maður. KÍNA TA,WAN /Q SUÐVR- [ KÍNAtlAP \ LUZONV J Pintatubo-1 eldfjallÍÖ Manila* FILIPPSEYJAR Sútö- Ml m n A RAHAF haf MINUA MALAYSÍA j~~~~ Celebeshaf DVJRJ Filippseyjar hafa verið að semja við Bandaríkjamenn um framtíð her- stöðvanna sem eru þær stærstu sem Bandaríkin hafa í Asíu. Leigusamn- ingurinn rennur út í september og sumir Filippseyingar vilja að Banda- ríkjamenn hverfl á brot frá eyjunum. Reuter TÓNLEIKATILBOÐ Poison Flesh & Blood Slaughter Stick it to YA Thunder Back Street Symphony VWSt'i,' „ Quireboys A Bit Of What You Fancy Live • jbKof«Ktttbcan>'t íslenskar hljómplötur, litlar íslenskar kassettur íslenskir geisladiskar krJU29r,- kr. 999,- kr 1*2997- kr. 999,- krJ-899;- kr. 1.499,- Tilboðið stendur í öllum búðum Skífunnar til 1. júlí. Stærstu tónleikar í sögu íslands verða haldnir 16. júní. S • K% I *F*A*N Kringlunni • Laugavegi 33 • Laugavegi 96 UnzeneldQalI: Mikil hætta á skriðuföllum Mikil hætta er nú á skriðuföllum úr japanska eldfjallinu Unzen eftir úrhellisrigningu þar síðan snemma í morgun. íbúar nærhggjandi bæja eru í viðbragösstöðu. Frekari jarðhræringar gætu komið af stað skriðum sem mundu stofna ferðamannabænum Simabara í hættu en hlutar bæjarins eru í aðeins átta kílómetra frá eldijallinu. Yfir- völd hafa þegar flutt tíu þúsund manns á brott frá bænum. Herinn tilkynnti í morgun aö hann væri hættur að leita að líkum þeirra sem fórust í gosinu í fjallinu í síðustu viku. Hermenn hafa þegar fundið 33 lík en ekki hefur verið hægt að bera kennsl á mörg þeirra. Talið er aö fjór- ir til viðbótar hafi farist, Tvídrangurinn Unzen, sem gnæfir yfir kyrrlátan flóa nærri Nagasaki, er vaidur að mannskæðasta eldgosi í sögu Japans. Umbrot í fjallinu 1792 orsökuðu skriðufóll og flóðbylgjur sem urðu fimmtán þúsund manns að bana. Eldfjallið vaknaði úr tvö hundruð ára dvala sínu í nóvember en fyrsta stóra eldgosið í fjallinu varð á mánudag. Miklar rigningar eru nú við eldfjallið Unzen í Japan. Simamynd Reuter Yfirvöld höfðu flutt burtu íbúa í hlíðum fjallsins áður en gosið hófst og flestir hinna látnu voru að sinna vinnu sinni á fjallinu, fréttaljós- myndarar, vísindamenn og björgun- armenn. Reuter Hundruð deyja í hitabylgju Að minnsta kosti tvö hundruð manns létust í Pakistan í gær í gífur- legri hitabylgju sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Eru fórn- arlömb hitanna nú orðin alls þrjú hundruð en gert er ráð fyrir aö sú tala eigi eftir að hækka því enn hafa ekki borist tölur frá afskekktum hér- uðum. Að sögn lækna hafa flestir þeirra sem hafa fallið í hitanum verið bændur og verkamenn. Hafa þeir dáið vegna vökvataps á meðan þeir voru við vinnu. Margir Pakistanar hafa þó gert hlé á vinnu sinni um miðjan daginn. í hitabylgunni, sem byijaði fyrir tíu dögum, hefur hitinn farið upp í 53 gráður og í gær var hann 52 gráður á sumum stöðum. Áöur en monsún- rigningamar hefjast er algengt að hitinn fari í 40 gráður á þessum slóð- um. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.