Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Nýr hugsunarháttur Ríkisstjórnin hefur haft til meðferðar fjárhagsvanda fiskeldisstöðva, Síldarverksmiðja ríkisins, Álafoss, rækjuvinnslunnar og þeirra opinberu lánasjóða sem ríkið ber ábyrgð á. Ástandið er ekki glæsilegt. Milljarða króna skortir upp á til að endar nái saman. Ríkisstjórn- in virðist þegar hafa tekið ákvörðun um að gefa fisk- eldið upp á bátinn og Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur ítrekað tekið fram að undanförnu að ekki sé sjálfgefið að ríkissjóður hlaupi undir bagga að því er varðar Álafoss og Síldarverksmiðjurnar. Hann úti- lokar ekki gjaldþrot. Hér kveður við nýjan tón. Öll þekkjum við gamla tóninn. Það má ekki loka fyrirtækjunum. Það má ekki taka atvinnuna frá fólkinu. Það má ekki níðast á byggð- arlaginu. Þingmennirnir halda fund með forsvarsmönn- um fyrirtækjanna, verkalýðsfélagið sendir frá sér álykt- un og góðhjartaðir ráðherrar gefa fyrirmæli til opin- berra lánasjóða um fyrirgreiðslu. Áður en varir er búið að spýta nýjum peningum inn í reksturinn, skuldbreyta lánum og útvega ný lán og ríkissjóður settur í ábyrgð. Svo halda menn áfram að lifa í voninni og reka fyrir- tækin með tapi. Framleiðslan stendur ekki undir sér, Qárfestingar standa ekki undir sér og hver dagur og hver framleiðslueining eykur við vandann og tapið. Bæði í fiskeldinu og ullariðnaðinum hggur það fyrir að það kostar meira að framleiða vöruna heldur en fæst fyrir hana. Hveijum er greiði gerður með slíkri póhtík? Fólkið sem starfar við þessar atvinnugreinar lifir í óvissu. Forstöðumennirnir borga út fé sem þeir eiga ekki. Ríkis- sjóður prentar seðla sem enginn innstæða er fyrir. Skattborgararnir er látnir standa undir dulbúnu at- vinnuleysi og borga með framleiðslu og fjárfestingu sem skilar engu í aðra hönd. Menn geta blekkt sig um einhvern tíma og skrifað upp á víxla og vísað reikningum á sjóði og lánastofnan- ir og prentað seðla fram yfir áramót og kosningar. En það kemur að skuldadögum og það er einmitt að gerast um þessar mundir. Bakreikningar gamaha synda og misskilinnar góðmennsku verða ekki umflúnir. í fisk- eldinu er talað um að afskrifa þurfi hátt í sjö mihjarða króna. Síldarverksmiðjur ríkisins skulda hátt á annan mihjarð. Rækjuvinnsluna vantar mihjarð. Álafoss ann- að eins. Opinberu sjóðirnar og bankarnir sitja uppi með verðlausa pappíra. Fráfarandi ríkisstjórn þarf ekki að súpa seyðið af þessari skuldasöfnun. Ólafur Ragnar þarf ekki að borga reikningana. Það er þjóðin sem vitaskuld situr uppi með tjónið af þessari ábyrgðarlausu stefnu. Ný ríkisstjórn þarf nú að gera það upp við sig hvort áfram eigi að halda uppi dulbúnu atvinnuleysi og borga í fyrirtæki sem framleiða fyrir minna en framleiðslan kostar. Hún þarf að gera það upp við sig hvort þjóðin hefur efni á að greiða með sjálfri sér. í Austur-Evrópu er verið að leggja niður það kerfi sem fól það einmitt í sér að framleiða óseljanlega vöru. Ríkið hélt þar uppi falskri atvinnu og borgaði brúsann. Það kerfi var komið á leiðarenda og nýir valdhafar gera sér grein fyrir því að framleiðsla er háð markaði og dulbúið atvinmileysi endar í ahsherjargjaldþroti og upplausn. Engin þjóð hefur efni á því að borga með vinnu sem ekki skhar arði. Ekki þeir í Austur-Evrópu. Ekki íslendingar. Ehert B. Schram Hverjir eiga verðlaun skilið? Er herra Gorbatsjov yerðugur friðarverðlauna Nóbels? Ýmsir ef- ast um það en lenda þá í örhtlum vanda vegna þess að þau eru norsk og allt sem er skandinavískt er í augum flestra ráövant, réttlátt og eins og skyrhvítt sakleysi. Hvað sem því líður, þá hefur hann fengið þau og haldið sína frið- arræðu í hefðbundnum stíl: Hann þakkar fyrir sig, er lítillátur, leyfir nokkrum geislum af friðarsól sinni að skína á þjóð sína en varpar öðr- um yfir allan heiminn og mann- kynið. Meðan hann talaöi notaöi hann þá einkennilegu „búkhnykki" sem viröast vera sérræðustíll þegar tek- ið er við nóbelsverðlaunum. Um leið or ræðumaður „hnykkir“ sér lítur hann andartak upp af skrif- uðu blöðunum og gapir. En hveijir eiga hrós og verðlaun skilið? „Allt mannkynið“ væri of stór- tækt svar, þótt það sé að sjálfsögðu hið eina rétta: Við eigum öll verð- laun skilið fyrir það eitt að hafa fæðst. Þetta er mikið keypt Vandinn er sá að erfitt mundi reynast að fá nægilegt íjármagn til shkra verðlauna,jafnvel þótt leitað verði ekki bara til ríkisins heldur til einkafyrirtækja hka. Slík verð- laun mega ekki vera lúsarleg. Mér finnst þakklætisþörfm vera miklu meiri núna en hún var áður. Mönnum fannst nóg að vita sjálfir að þeir unnu verk sín vel. Þeir þurftu ekki stöðugt hrós. Aðeins vesalingum var hrósað eöa litlum grátandi börnum. Flestir þekktu takmörk sín og vissu nokk- um veginn hvað var gott og hvaö var hlt, hvað var vel unnið og hvað gert með hangandi hendi. Þetta náði þó alltof langt og varð að merki stöðnunar og valdbeiting- ar, vegna þess að gott og illt var séö frá bæjardyrum kirkjunnar með trúaraugum drukkinna presta og handbragð skoðað frá „sjónarhóh fornra hefða“ og nærsýnna „bændahöfðingja". Konur vissu þó nokkurn veginn hvort klæði væri vel ofið og traust eða skítti. Núna er allt metið eftir því hvort það sé dýrt eða ódýrt. Dýrt er gott! Ódýrt slæmt, nema það fáist á útsölu og menn „græði" á ódýrum kaupum. í verslunum veit enginn hvort einhver vara sé vönduð. Matið er: Þetta er mikið keypt. í sumum verslunum fæst „íslenskt vatn“ í flöskum og „það er mikið keypf ‘ vegna þess aö það er dýrara en úr krananum. Gæði vatnsins eru þau sömu en annaö er metið hreinlega til fjár, hitt ekki. Seldist hún vel? Þetta hefur aukið leiöinlega þörf okkar th að herma eftir „stórþjóð- um“ með hráum hætti. Maður heyrir orðið: Ég drekk ekki krana-, vatn. Um leið er „kominn markað- ur“ fyrir dýrt flöskuvatn. Munaðarleysi manna hér er svo óskaplegt og skortur á eðhlegu sjálfstrausti að jafnvel heyrast raddir um að þær konur séu ekki metnar „að veröleikum" sem vinna heima á sínu heimili. Þær verða að fá kaup fyrir bragðið. Bætir fé fyrir að móðir sé vanmetin? í hstum ríkir sama andleysið: enginn kann lengur að meta neitt eða hafa skoðun á verki. Th að leysa þann vanda og skyldu hvers manns aö hafa einhveija skoöun sem einstakhngur er ekki spurt „á hvaða verði er efnið í bókinni" heldur: Seldist hún vel? Það hendir að menn vhji hafa skoðun og sýna að þeir kunni að meta en þá er offorsið slíkt aö engu er líkcira en frá dekurbami komi. Menn „þola“ þá ekki hitt og þetta. KjaUariim Guðbergur Bergsson rithöfundur Auðvitað geta hvorki karlmenn né konur fengið nóbelsverðlaun fyrir að skeina börn, elda mat, velta fjármunum og fara síðan á hausinn eða ganga í skóla. Námslán, bama- styrkir og veitingar úr fiskeldis- sjóðum sjá um að lina þær þjáning- ar. Nóbelsverðlaun fá afreksmenn á sviði friðar, vísinda og bók- mennta. En hvemig eru þeir oft inn við beiniö? „Mennskur" í verkum sínum Fyrir tveimur ámm fékk spænsk- ur rithöfundur nóbelsverðlaun fyr- ir það hvað hann er „mennskur" í verkum sínum. Mannúð í skáldskap er sett sem skhyrði fyrir veiting- unni. Th gamans og fróðleiks fyrir íslendinga langar mig að sýna hversu nóbelsskáldið Camho Jose Cela hefur verið „mennskur" í verkum sínum. (Skáldsaga eftir hann hefur verið gefin út á ís- lensku.) Ég læt sönnunargagn fylgja, enda em menn hér miklir sagnfræðingar og heimta skjalfest- ar staöreyndir, ekkert fleipur. Ef það birtist í DV verður það í fyrsta sinn í bókmennasögunni, hvorki meira né minna. Þetta er Ijósritað óyggjandi plagg sem ég fékk úr nú aflagðri dehd öryggis- lögreglu Francos, undirritað af skáldinu 30. mars 1938; á öðru „sig- urárinu" frá valdatöku einræðis- herrans. Verðandi nóbelsskáld heitir því í bréfi (sem ég þýði ekki allt) að koma upp um félaga sína, róttæka rithöfunda, til að auðvelda leyni- lögreglunni starf sitt... „Vegna þess að ég hef átt heima í Madrid sleitulaust síðustu 13 árin og held að ég geti veitt upplýsingar um persónur og hegðun manna sem gætu komið aö gagni... og eins held ég að ég þekki hegðun vissra einstaklinga... Vegna áðurnefnds fer ég fram á að ég hafi aðsetur í Madrid til þess að þjónusta mín geti orðið best..." Af þessu getur kannski almenn- ingur séð að ekki eru öll nóbels- skáldin þokkaleg og að „mikh- mennið" er aðeins mikhmenni eftir því hvernig á hið mikla er litið af valdamönnum og að verðlaun eru ekki trygging fyrir neinu nema „matarboöum, timburmönnum og vissri afurðasölu um stund“. Mestu máli skiptir að menn læri sjálfir að meta sig að verðleikum samkvæmt samvisku sinni. Það ætti jafnvel að vera óþarfi að þakka fyrir matinn að honum loknum; að gefa öðrum að borða er fráleitt þakkarvert heldur sjálf- sagt. Og engin pína eða kvöl er að elda, vaska upp, skúra og skemmta sér um stund í rúmi með thtækum ráðum, nema fólk kunni ekkert til verka í þannig efnum. Þá er heimil- ispuö til handa og fóta helvíti. Guðbergur Bergsson jiiAluiið nu st;:7iww KACIOIIAl Pt UCUDIDIU) þ • 'O'P :| * ■. M ‘l ' / ViiLM-t -v rnv' • EXQBIWrriOIUO aKÍÍOH COWiaAJUO CEHKRA.L DE IHVKaTICACIOH y VICILAUCIA. EI que ouocrfbe , Cnnillo Joo6 Oola y Truloclc , do 21 aftos'de edad , nnturnl do radrón (La CoruTin) y con domlclllo en eota Capítnl , Avo- nlda do la JlaÞana 23 y 24 , Dáohlllor Unlveroltarlo (Oeccl<5n do Clen clnn) y ootudlnnto dol CJuorpo Torlolnl do Adilnnao , doclnrndo Inútll. Totnl pnra ol Oorviolo Mtlltar por ol Trlbunnl Médico Utlltnr de Locro no on cuyn Plnsva ootuvo prootsuido oorvtclo como noldado dol Pecljnlonto do InTantorín.do Dallén (u«>24) , n V.E. roopotuooamonto expono: .Quo quorlondo. prootar unl oorvlclo‘n la Patrla ndecuado n ou eotodo fí- - - olco , n duo-conooljrilontoo. y o 00:10X00 dooeo y voluntnd , oolloitn ol lncrooo on ollCuorpo do Invootiénoión y. Vlctlanola • Q\jo linbiondo vivido. on.Mndrld‘y.^oLn intorrupoión durnnto loo últlmon 13 nöoo , ’ oroo .podor. jr.ontór.; dntpo pobro poröónno y conduotnD , quo pu .dlernn oor do utilídnd * ," • í Que ol Qlorlooo MovimLonto nnplónol oo produjo. ootnndo ol oollcltnnto túi Modrld' i. do.dondo oo pnoó ooú foclm 6 do Ootubro do 1937 , y quo por . , lo mtomo 'oroo'..ponooqr ln.notúnoíón.'do.dofcoruinndoo indtvtduoo • Quo.no tieno onrdotor.do definittvn ootQ. pofcioLón, y -quo oo entiondó oo- lnuouto ,por- ol .tieo\po qilo duro vln oompnna o lnoluoo porn loo pritaoroo œe . ooo <Lo ln.pna oi on opinión do. mlp puporioroo oon do utllidnd mio oorviot, Quo por tödo looxpuooto Polioitn por dofltinado n Mndrid quo op dondo croe podor profltnr.oorvioloo do 'mnyor. ofLonoin , blon ontondldo quo OL n Jutotc do v.K. ooy mh nocoonrto on ounlqúior. otro lucnr , nonto oon todo ontu- Qinouo y con todn dloclplinn ou dociolón. pioo cuardo n V.E. muchoo niioo. j - jj, CoruTin n 3d do Morv.o do 1930 II Aiio Triunfnl . bréfinu heitir skáldiö því m.a. aö koma upp uln félaga sína, róttæka iux(..nrlo ftil aA nuAuplHn Ipunilnnronlimr,; .:u „Það hendir að menn vilji hafa skoðun og sýna að þeir kunni að meta en þá er offorsið slíkt að engu er líkara en frá dekurbarni komi. Menn „þola“ þá ekki hitt og þetta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.