Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ .1991', 49 Menning Flúxus & Ono Undanfarnar vikur hafa íslendingar fengiö nasasjón af flúxus, sérkennilegu menningar- fyrirbæri sem enginn hefur treyst sér til aö skilgreina til fullnustu, en var sannanlega við lýöi frá 1962 og fram á áttunda áratuginn. George Maciunas, bandarískur Lithaugi, var helsti hvatamaður aö „flúxi“ og einn helsti hugmyndasmiður þess. Til gamans má geta þess að samlandi hans og núverandi forseti Lithauga, Landsbergis, tók á sínum tíma einnig þátt í flúxi. í einni af mörgum tilraunum Maciunas til skilgreiningar fyrir- bærinu segir að flúxus sé „listaskemmtun", í senn „einfóld, skemmtileg, tilhaldslaus, fá- ist við markleysu, krefjist hvorki hæfni né tímafrekra æflnga, (eigi) ekki að vera versl- unarvara eða stofnun". Maciunas segir enn- fremur: „(Flúxus) reynir að hkja eftir fá- brotnum og óleikrænum eðlisþáttum náttúr- legra viðburða, leikja eða brandara. Þaö er blanda af Spike Jones, revíum, bröndurum, bernsku fondri og Duchamp...“ Á milli lífs og listar í fyllingu tímans, og sérstaklega eftir að Maciunas lést, langt um aldur fram, hafa komið fram fleiri skilgreiningar á flúxus, bæði frá fyrrverandi þátttakendum og hst- fræðingum, og hafa nú nokkrir gamhr flúx- arar lifibrauð af því að setja saman bækur og sýningar um flúxus. Ein slík sýning hefur nú staðið yfir í aust- ursal Kjarvalsstaða um nokkurra vikna skeið og verður þar enn um sinn. Til skamms tíma naut hún stuðnings af sýningu á verk- um Yoko Ono, sem kom stuttlega við sögu flúxus á fyrstu árum þess. Robert Rauschenberg sagði eitt sinn um hstsköpun sína að hún færi fram á bilinu milli lífs og listar. Hið sama mætti segja um flest af því sem flúxushstamenn, allra þjóða kvikindi, tóku sér fyrir hendur. Þeir töldu vist að með lítilsháttar tilfæringum mætti virkja lífið sjálft til skilnings á innstu rökum Yoko Ono. MyndJist þess, að í eðli sínu væri lífið meira spenn- andi, ævintýrarlegra, en allar tilraunir til ummyndunar þess í „list“. Út í veður og vind Með góðum vilja mátti njóta jafnt hávaða götunnar og þagnarinnar ekki síður en tón- listar, ef vel var gáð voru dramatískar áherslu hvarvetna í hvunndagslegu atferli, ljóð gátu birst óvart og óvænt í daglegu tali, jafnvel í lágkmúrulegustu prentmiðlum, og myndlistarlegar upplifanir voru fyrir hendi ahs staðar í kringum okkur. Með því að henda á lofti hvunndagslega atburði og upplifanir, jafnvel blanda þeim saman upp á nýtt, voru flúxarar ekki að gera lítið úr langri hefð háleitra hstaverka, heldur að gera mikið úr þeim undrum og stórmerkj- um sem veruleikinn, lífið sjálft, hefur til að bera. Aðferðirnar, verkin sjálf, skiptu því minna máli en markmiðið á hverjum tíma. Ekkert fannst flúxurum hlægilegra en að listaverk væri algilt og ævarandi. Þeir sem voru allra samkvæmastir sjálfum sér, unnu verk sem eyddust aö lokinni notkun eða fuku út í veð- ur og vind. Sigurður Guðmundsson, einn af nokkrum íslendingum sem hrifust af hug- myndum flúxara, sýndi eitt sinn klakaverk sem bráðnuðu meðan á sýningu stóð. íslenskt flúxus Því eru verk flúxara í rauninni ekki til nema sem heimildir um hugarfar og kennd- ir. Á þann veg ber að líta sýninguna í austur- sal Kjarvalsstaða. Tæpast er við hæfi að sýna heimildir á sama hátt og sjálfstæð/sjálfhverf myndverk, eins og gert er að Kjarvalsstöð- um. Hvað þá að þær verðskuldi eða krefþst viðhafnarmikillar umgjörðar og andaktugr- ar stemningar. Sýningin mundi sennilega taka sig best út í bók með viðhlítandi skýr- ingum. I slíkri bók mætti einnig útlista íslensk tengsl við flúxus, sem voru meiri en marga grunar. Dieter Roth var i miklum og nánum tengslum við flúxara og miðlaði einhverju af „skipulögðu kaosi" þeirra tiLSÚM kyn- slóðarinnar. Fyrir hans tilstilh komu nokkr- ir þeirra aukinheldur hingað til lands, til dæmis Emmett Williams, Nam June Paik og Charlotte Moorman, og seinna fylgdu í kjölf- arið Robert Filliou, Phhip Corner, Dick Higg- ins og Ken Friedmann. Erró var að sönnu ekki flúxari, en hann var opinn fyrir hug- myndum þeirra og sýndi meö þeim. Fyrir utan Sigurð Guðmundsson voru nokkrir aðrir íslendingar hallir undir flúxus, Kristján bróðir hans, Magnús Pálsson, Jón Gunnar Ámason og Hreinn Friðfinnsson, og sjást þess merki í elstu verkum þeirra. Flúxpóstur. Himnalyklar úr gleri Eins og áður var vikið að tók Yoko Ono þátt í flúxusuppákomum. Hún var þó langt frá því að vera meðal leiðandi listamanna í þéssum hópi, eins og ýjað var að í tengslum viö nýhöna sýningu hennar að Kjarvalsstöð- um. Sýningin bar þess einnig merki að lisakon- an hefði endurskoðað viðhorf sín til flúxus. Ýmsar uppskriftir sínar að uppákomum eða upplifunum („Hlustaðu á steininn eldast", 1963) reit hún upprunalega á lítil kort og gaukaði að fólki. Þannig ræktaði hún náin tengsl við sýningargesti, öfugt við hefð- bundna listamenn. Nú hafa þessar uppskrift- ir verið stækkaðar og festar hátt upp á vegg eins og hver önnur myndverk. Við það virka orð hennar oftar en ekki eins og yfirlætisleg- ar skipanir úr efra. Ýmsir elskulega hvunndagslegir hlutir hennar hafa verið steyptir í brons, sem gjör- breytir merkingu þeirra, og ekki til hins betra. „Himnalyklar" úr gleri frá 1967 eru settir við hlið „Himnalykla" úr bronsi frá 1988. Þar með hefur hinu óvenjulega verið breytt í hið venjulega, en ekki öfugt. Lýsandi dæmi um hugarfarsbreytingu Yoko Ono er bronsafsteypa af gömlu verki sem áhorfandinn var eitt sinn hvattur til að ganga á. Hins vegar má hann ekki tylla tá á bronsafsteypuna. Aðalsteinn Ingólfsson Bíóborgin - Hættulegur leikur: ★★★ Leikstjórí á fflaveiðum Rithöfundurinn og handritshöfundurinn Peter Viert- ell skrifaði skáldsögu sína White Hunter, Black Heart stuttu eftir að hann vann með John Huston að gerö Afríkudrottningarinnar. Hann var ekkert að fela þaö að aðalpersóna bókarinnar John Wilson var byggð á John Huston og bókin fjallaði meðal annars um gerð Afríkudrottningarinnar sem er ein þekktasta kvik- mynd Huston. Huston var mikill ævintýramaður og sigldi um heimsins höf og barðist sem hnefaleikari svo eitthvað sé nefnt, áður en hann gerðist kvikmyndaleikstjóri. Huston var einnig sniflingur sem skildi eftir sig djúp spor í sögu kvikmyndanna. Það er því skiljanlegt að maður efist um að þama sé komin rétta lýsingin á Huston. Varla er hægt að segja að John Wilson sé geöfelldur náungi, heldur er honum lýst sem eigin- gjömum manni sem teymir alla sem hann umgengst á asnaeyrum. Á móti kemur að Wilson er einnig lýst sem miklum réttlætismanni sem hikar ekki við að segja meiningu sína á fólki ef honum mislíkar gjörðir þess. Viertell eða Verill eins og hann nefnist í kvikmynd- inni er sögumaður og í gegnum hann fylgjumst við með þráhyggju Wilsons. Kvikmyndin sem gera á í Afríku skiptir hann minna máli en fílaveiðar og þessi veiðiþrá á eftir að verða að þráhyggju sem ræður öllum gjörðum hans. Þegar aðrir leikstjórar hefðu rifið í hár sitt er rigning stöðvar kvikmyndatöku í nokkra daga þá fagnar Wilson rigningimni af þeirri ástæðu að þá getur hann stundað veiðarnar í friði. Clint Eastwood leikstýrir og leikur John Wilson. Og í þetta skiptið hefur leikstjórinn betur. Eastwood hefur með White Hunter, Black Heart skapað sérlega eftir- tektarverða og áhrifamikla kvikmynd sem maður gleymir ekki svo létt. Svo er annað mál hvort maður viðurkenni þessa lýsingu á Huston sem óskög vel gæti átt við hann en maður efast þó um. Leikarinn Clint Eastwood á í svolitlum vandræðum með persónuna. Hann kemur vel fyrir þegar hann er í kakijakkanum á filaveiðum og get ég vel trúað því aö Huston hafi búið yfir þessum eldmóði sem einkenn- ir Wilson við veiðarnar, en Eastwood hefur aldrei ver- ið mikill talmálsleikarai og ýktur hreimur hans er ekki nógu sannfærandi þótt greinilegt sé að hann er að reyna að herma eftir John Huston. Aðálhlutverkin í Afríkudrottningunni léku Kather- ine Hepbum og Humphrey Bogart og hafði ég búist Leikstjórinn John Wilson (Clint Eastwood) planar fila- veiöar og býöur handritshöfundi sinum Pete Verill (Jeff Fahey) að koma með sér. Kvikmyndir Hilmar Karlsson við að þau kæmu meira við sögu en raunin er. Ástæð- an er einfaldlega sú að White Hunter, Black Heart endar um leið og John Wilson segir „Action". Bogart og Hepburn em því aðeins í aukahlutverkum. Marisa Berenson á þó góða spretti í hlutverki Hepburn sem vill gera vel úr öllum hlutum. Hvort sem maður sættir sig við þá persónulýsingu af John Huston sem fram kemur í myndinni eða ekki þá verður því ekki neitað að White Hunter, Black Heart er hrífandi kvikmynd. HÆTTULEGUR LEIKUR (WHITE HUNTER, BLACK HEART) Leikstjóri: Clint Eastwood. Handrit: Peter Viertell, James Bridges og Burt Kennedy ettir skáldsögu peter Viertels. Kvikmyndun: Jack N. Green Tónlist: Lennie Niehaus. Aóalhlutverk: Clint Eastwood, Jeff Fahey, George Dzunda, Alun Armstrong, Marisa Berenson og Mel Martin. Nicholas Cage og Sean Young leika tvo flugmenn sem fara í hættuleg- an leiðangur. Háskólabíó - Eldfuglar: ★ Eins konar Ikarus Eins og hin ofurvinsæla Top Gun er Eldfuglar óður til bandaríska hers- ins, og fer ekkert leynt með það. Stjarna myndarinnar er hin 10 milljón dollara árásarþyrla AH-64 Apache. Þyrla þessi er hin fullkomnasta að aflri gerð og era kostir hennar vandlega útlistaðir jafnt og þétt í gegnum myndina. Saga myndarinnar gengur út á það að herinn lánar eina Apache-flug- sveit til að tortíma suður-amerískum eiturlyfjaframleiðendum. Þeir eiga von á loftbardaga og þurfa því ögn meiri þjálfun en venjulega eru þyrlur aðeins notaðar í landhernaði. Meðal flugmanna er Nicholas Cage og Sean Young og er Tommy Lee Jones fenginn til að leiðbeina þeim. Eftir að hafa farið í gegnum nákvæmlega sama ferli og Top Gun (Bardagi-þjálfun- rómantík-þjálfun-vandamál-einvígi við kennarann) er lagt af staö í loka- orrastuna. Hún hefði þurft að vera betri því það sem á undan er gengið Kvikmyndir Gísli Einarsson var með slappara móti. Hinn yfirleitt ágæti Cage fær svartan blett í kladd- ann og er ástarsagan milli hans og Young ein sú óþarfasta til þessa. Nei- staflugið milli þeirra er álíka og hjá tveim gólftuskum. Flugatriðin eru miðlungs hið besta, yfirleitt ruglingsleg og afltaf með fátæklegu yfir- bragði, eins og þeir hafi ákveðið að taka öll atriðin í næsta gljúfri. Þyrlan fær meiri nærmyndir en leikaramir og fallega lýst skot af henni koma reglulega á kaflaskiptunum. Ekki veitir af því hún er einstaklega ljót, greyið, þótt hættuleg sé. Mér varð hugsað tfl annarra þyrlumyndar, Blue Thunder. Henni tókst nákvæmlega það sem þessari hefur verið ætlaö í upphafi: að vera góð skemmtun. Firebirds (band-1990) 85 min. Leikstjóri: David Green (Buster, My New Car). Leikar- ar: Nicholas Cage (Peggy Sue Got Married), Tommy Lee Jones (Thé Package) Sean Young (No Way Out.Dune), Bryan Kestner, Dale Dye (Platoon, Full Metal Jacket), Mary Ellen Trainor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.