Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991. Fréttir Ferðamálanámskeið á Höfn: Sáu margt f leira í fjöllunum en áður Júlia Irnsland, DV, Höfn: Verkalýðsfélagiö Jökull á Höfn stóð nýlega fyrir tveimur 40 stunda nám- skeiðum í ferðaþjónustu almennt. Þessi námskeið koma til með að nýt- ast þeim fjölmörgu hér í sýslunni sem að ferðaþjónustu vinna, hvort sem það er á tjaldstæöum, bensín- stöðvum eða uppi á jökli. Vilborg Hannesdóttir vann aö upp- byggingu námskeiðanna sem eru hin fyrstu sem haldin eru hér á landi. Sigtryggur Jónsson sálfræðingur leiðbeindi um mannleg samskipti, það er að veita þjónustu með ánægju og mæta óvæntum atvikum. Þá voru verkefni varðandi sýsluna og ýmsa hluta hennar og þau krufm til mergj- ar með tilliti til þjóðsagna og stað- hátta. Helmut Hinriksen kynnti sögu og þjóðsögu svæðisins en hann er sér- stakur áhugamaður um þau málefni sýslunnar. Einnig var hann með þátt um dýralífið, flóruna, að segja til vegar og veita fólki upplýsingar. Ari Trausti Guðmundsson kenndi sitt- hvað um jarðfræði í sýslunni og eins fyrirhyggju í fjallaferðum. Gísli Sverrir Árnason upplýsti menn um atvinnuhætti og búsetu í sýslunni og hvernig hún hefði þróast. Vilborg Hannesdóttir ræddi um samskipti við fólk af ólíku þjóðerni. Tryggvi Helgason talaði um ferðaþjónustuna sem atvinnu og Bjami Jónsson kenndi hjálp í viðlögum. Jafnhliða þessu námskeiöi var annaö námskeið á Hótel Höfn um þjónustu í bændagistingu. Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls, sagði að bæði námskeiðin hefðu tek- ist sérstaklega vel og allt þetta leið- beiningafólk ætti miklar þakkir skildar fyrir vel unnin störf. Þessu til staðfestingar má geta þess að einn þátttakandinn sagðist sjá svo ótal margt fleira í fjöllunum eftir þessa tíma - og nú er bara að drífa sig í Austur-Skaftafellssýslu og kynnast þvi ótal marga sem hún hefur upp á að bjóða og að auki betri þjónustu en áður. Stykkishólmur: Þjóðfræðingur í Norskahúsið Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishólmi: Héraðsráð Snæfellsnessýslu hefur ráðið Þóru Magnúsdóttur þjóðfræð- ing til starfa sem safnvörð við byggðasafnið sem hefur aðstöðu í Norskahúsinu í Stykkishólmi. Norskahúsið hefur verið byggt upp sem miðstöð safnanna en í Olafsvík er unnið að uppsetningu byggðasafns í Pakkhúsinu sem var endurbyggt sem safnhús og á Hellissandi hefur sjómannadagsráð komið upp sjó- minjasafni. Safnvöröur Byggðasafns Snæfell- inga mun vinna fyrir öll söfnin en á vegum héraðsnefndar hefur verið kjörinn safna- og menningarmála- nefnd sem mun vinna að safnamál- um með safnverði. Norskahúsið, Stykkishólmi. 1 \ Skemmdle nútímas L A f' /i LLl U j B DODo DnjnQDDD □ □ □ □ CTQJD □ □ □ 1 rr m olJ o— —- Reykjanesskóli hefur marga eftirsóknarverða þætti í starfi sínu, umhverfi og félagslífi. Áhersla er á lifandi nám, þátttöku nemendanna sjálfra. Umhverfi skólans býður upp á útiveru og íþrótta- iðkanir og bregðist veður má alltaf nýta íþróttaaðstöðuna innanhúss sem er með ágætum. Félagslífið í Reykjanesskóla er alltaf ferskt og skapandi enda að stórum hluta í höndum nemendanna sjálfra, en þó fær stöku kennari að vera með — stundum. Þeir nemendur sem eru að leita að nýjum og skemmtilegum skóla, sem gefur færi á einhverjum ofantal- inna þátta, ættu að hafa samband við Reykjanesskóla hið fyrsta Héraðsskólinn í Reykjanesi Reykjanes, 401 ísafjörður, símar 94-4840 / 4841 ■m \ Það tekur á menn sem skepnur að fæða nýtt líf í heiminn en afrakstur erfiðisins er svo sannarlega þess virði. Ærin rembist við og fyrst birtast framfætur og höfuð lambsins ... DV-myndir Magnús Ólafsson Tekur á að Fljótlega er ærin komin á fætur til að huga betur að afkvæminu. fæða nýtt Irf ... en svo kemur lambið allt og mæðginin virða hvort annað fyrir sér i fyrsta skipti. Fjórslegnar flatir á Self ossi Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Gróðurinn sprettur svo vel hér á Selfossi að víðast hvar er þegar búið að þrí- eða fjórslá grasblettina. Fólk þurfti að byrja að slá í maí því að allt spratt svo vel. Hér hafa verið hlýindi og sólskin og maöur hefur eiginlega getað séð grasið spretta og grasvöxturinn er líkt og kominn væri 20. júní. 140 manna f læðilína fyrir Akureyringa Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi: Fyrirtækið Þorgeir & Ellert hf. lauk fyrir stuttu við smíöi stórs flæðilínu- kerfis fyrir Útgerðarfélag Akur- eyringa. Þetta er stærsta kerfið sem fyrir- tækið hefur smíðað og eitthvert stærsta kerfi sinnar tegundar sem sett hefur verið upp hérlendis. Alls geta um 140 manns unnið við það í einu. Hönnuður kerfisins er Ingólfur Árnason. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.