Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR. 10. JCNÍ 1991. ; 11 Útlönd Samkvæmt niöurstöðum skoðanakönnunar, sem birt var í gær, hlýtur Bor- is Jeltsín 60 prósent atkvæða í fyrstu umferð forsetakosninganna í Ftúss- landi á miðvikudaginn. Helstu keppinautar hans, þeir Ryzhkov og Bakatin, fá 8 og 7 prósent atkvæða. Simamynd Reuter Kosningaloforö Jeltsíns: Ætlar að reka duglausa em- bættismenn Boris Jeltsín, forseti rússneska þingsins, kveðst munu reka duglausa embættismenn en ekki gera neinar róttækar breytingar verði hann kjör- inn forseti Rússlands á miðvikudag- inn. Jeltsín lét þessi ummæli falla í við- tali við þýska blaðið Bild og gat þess jafnframt að hann væri sammála Mikhail Gorbatstjov Sovétforseta um að Sovétríkin þyrftu á aðstoð að halda við að koma á markaðshag- kerfi. Hins vegar þyrftu Sovétríkin einnig að hjálpa sér sjálf. Jeltsín er nú á kosningaferðalagi og í heimabæ sínum Sverdlovsk í gær flýtti hann sér af fundi með verka- mönnum tO að heimsækja sjúka móður sína. í dag fer Jeltsín til Sam- ara við Volgu. Hann telur það mikilvægara að heimsækja iðnaðarbæi en að taka þátt í kappræðum ásamt hinum for- setaframbjóðendunum fimm sem sjónvarpa á í kvöld. Jeltsín bendir á að kosningaferðalagið hafi verið skipulagt fyrir mörgum mánuðum og að ekki sé hægt að valda fólkinu vonbrigðum. Fréttamönnum, sem fylgst hafa með kosningabaráttunni, kemur þetta á óvart því þeim hefur þótt sem feröaáætlunin hafi verið ákveðin frá degi til dags. í sjónvarps- viðtölum að undanfórnu hafa ágeng- ir sovéskir fréttamenn ekki gefið sig fyrr en Jeltsín hefur svarað spurn- ingum þeirra. Annar helsti keppinautur Jeltsíns, Nikolai Ryzhkov, sem er fyrrum for- sætisráðherra Sovétríkjanna, er ekki talinn hafa mikla möguleika þrátt fyrir stuðning kommúnistaflokksins. Það sama er aö segja um fyrrum inn- anríkisráðherra Sovétríkjanna, Vad- im Bakatin, sem er fulltrúi frjáls- lyndra. Hann kveðst reyndar vera nokkurs konar málamiðlun milli Jeltsíns og Bakatins. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fyrir óháðu fréttastofuna Interfax og birt var í gær, hlýtur Jeltsín þegar í fyrstu umferð 60 pró- sent atkvæða, Ryzhkov 8 prósent og Bakatin 7 prósent. Reuter, tt Verkfallinu í Albaníu lokið Verkfallsmenn í Albaníu munu snúa aftur til vinnu í dag eftir að samkomulag náðist milli verkalýðs- leiðtoga og hins nýja forsætisráð- herra landsins, Ylli Bufi. Forsætis- ráðherrann er sagður hafa samþykkt að verða við þremur kröfum verk- fallsmanna þegar í stað, þar á meðal kröfunni um 25 prósenta launa- hækkun. Að sögn verkalýðsleiðtoga ætlar forsætisráðherrann að kanna hvern- ig uppfylla megi kröfuna um 50 pró- senta launahækkun um leið og ný stjórn hefur verið mynduð. Hanh hefur einnig lofað að bæta vinnuskil- yrði og láta fara fram rannsókn á dauða fjögurra manna sem skotnir voru í mótmælaaðgeröum í Shkoder íaprílsíðastliðnum. Reuter Er dagmamman þín í fríi? par na leikjaná^ annaðhvort 9-12 f. hádegi eða 13-16 e. hádegi. m 0 Kennarar verða Auður Haralds danskennari ásamt lærð- um kennurum skólans sem hafa áralanga reynslu í barna- kennslu. Sláið til og höfum gaman í sumar Dansskóli Auðar Haralds, Skeifunni 11 B. (RAUTTyöSpj^RAUTT jfÓS/ ) -------■—-----------BBEl---------■'JihM k i S w i f t M I N N I • Fullkomnasti mengunar útbúnaður sem völ er á • Aflmikill - bein innspýting VIS • Lipur í akstri • Beinskiptur/sjálfskiptur • Eyðsla frá 4 I á 100 km • Til afgreiðslu strax. Verð frá 688.000 kr. $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100 M E N G U N MOZARTFERÐ TIL VÍNAR Láttu drauminn rætast. Komdu með til Vinarborgar. Vikuferð til Vínar 5.-12. júlí. Verð á mann 63.800,- í tveggja manna herb. Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, skoðunarferð, kaffi á Hótel Sacher og ýmislegt fleira. Allar nánari upplýsingar hjá sölufólkinu okkar í síma 652266

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.