Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 6
Útlönd
Júgóslavía:
Slóvenar saka sambands-
herinn um vopnahlésbrot
-hersveitir sambandsstjómarinnar hafa náö öllum landamærastöðvum á sitt vald
Slóvenar sögöu í gær að hersveitir
og flugvélar júgóslavneska sam-
bandshersins gerðu enn árásir á lýð-
veldið þrátt fyrir að sambandsstjórn-
in hefði tilkynnt að vopnahlé væri
gengið í gildi.
Janez Jansa, varnarmálaráðherra
Slóveníu, sagði á fundi með frétta-
mönnum í Ljubljana, höfuðborg lýð-
veldisins, aö hann hefði fengið upp-
lýsingar um að sambandsherinn
væri enn að varpa sprengjum, þrem-
ur klukkustundum eftir að sam-
bandsstjórnin í Belgrad hefði til-
kynnt að hún hefði náð öllum
jnarkmiðum sínum í Slóveníu og að
hernaðaraðgerðum hefði verið hætt.
„Það er erfitt að gera sér grein fyr-
ir hvað er að gerast," sagði Jansa.
„Ein skýringin er sú að fyrirskipunin
um vopnahlé hafi ekki borist til ein-
hverra hersveita. Annar möguleiki
er sá aö ringulreið ríki í herstjórn-
inni og sá þriðji er að þetta sé blekk-
ing.“
A meðan á blaðamannafundinum
stóð fékk Jansa orðsendingu þar sem
sagði að sambandsherinn hefði ráð-
ist á hús í bænum Medvedje, skammt
frá landamærunum að Króatíu.
Varnarsveitir Slóvena svöruöu í
sömu mynt og eyðilögðu öll nítján
farartækin í herflutningalestinni.
Jansa sagði aö öll brot á vopna-
hléinu, sem gekk í gildi kl. 13 í gær
að íslenskum tíma, væru skráð.
Það var júgóslavneski forsætisráð-
herrann, Ante Markovic, sem til-
kynnti að hernaðaraðgerðunu'm
hefði verið hætt eftir tveggja daga
harða bardaga í kjölfar sjálfstæðisyf-
irlýsingar Slóveníu. Vitað er að
meira en tuttugu manns hafa verið
drepnir.
„Júgóslavneski herinn hefur náð á
sitt vald öllum landamærastöðvum í
Slóveníu og lætur því af frekari aö-
gerðurn," sagði í tilkynningu sem
júgóslavneska fréttastofan Tanjug
sendi frá sér.
Slóvenska ríkisstjórnin sagði að
herflugvélar hefðu varpað sprengj-
um á bílaraðir óbreyttra borgara við
landamærastöðvar og sjónarvottar
sögðu að sjö manns hefðu verið
drepnir þegar orrustuþotur skutu á
flutningabíla nærri Trebnje, sunnan
við Ljubljana.
Fréttir bárust af því að sveitir úr
sambandshernum hefðu háð harða
bardaga viö liðsmenn úr 40 þúsund
manna varnarsveitum Slóveníu sem
reyndu að verja vígi sín við landa-
mærastöðvarnar.
Lögreglan í Ljubljana sagði að tvær
þotur hefðu skotið með vélbyssum
eða fallbyssum á flugvöllinn í Brnik
í gærmorgun. Skömmu eftir árásina
var skotið að tveimur mönnum sem
taldir eru hafa verið austurrískir
ljósmyndarar. Skotin hæfðu bifreið
þeirra með þeim afleiðingum að hún
varð alelda og létust þeir í brunan-
um. Mennirnir voru að aka eftir
einni flugbraut vallarins þegar skot-
ið var á þá úr nágrenninu. Flug-
skýli, tvær litlar flugvélar í eigu slóv-
enska flugfélagsins Air Adria og
tvær aðrar byggingar eyðilögðust í
árásinni. Flugbrautir og stjórnturn
urðu ekki fyrir skemmdum.
Igor Bavcar, upplýsingamálaráð-
herra Slóveníu, sagði að herflugvélar
hefðu varpað sprengjum á flugvöll-
inn í iðnaðarborginni Maribor, um
130 kílómetra norðaustur af höfuð-
borginni og skotið á varðstöðina í
Sentilj við austurrísku landamærin.
Það var síðasta landamærastöðin
sem Slóvenar höfðu enn á valdi sínu.
Útvarpið í Maribor sagði að nokkrir
hefðu farist í árásinni á Sentilj. Ekki
var hægt að fá þá frétt staðfesta.
Eina kjarnorkuveri Júgóslavíu,
sem er í Slóveníu, var lokaö í gær
vegna hótana um að það yrði sprengt
í loft upp. Lojze Peterle, forsætisráð-
herra Slóveníu, sagði í gær að Júgó-
slavía hefði hótað að ráðast á þaö og
þess vegna hefði eftirlit við það veriö
hert.
Reuter
Ráðherrar EB reyna
að miðla málum
Utanríkisráðherrar Lúxemborgar,
Ítalíu og Hollands fóru til Belgrad,
höfuðborgar Júgóslavíu, í gær til $ð
reyna að stilla til friðar milli júgó-
slavneska sambandshersins og her-
sveita lýðveldanna Slóveniu og Króa-
tíu sem lýstu yfir sjálfstæði sínu á
þriðjudag.
Ráðherramir yfirgáfu Lúxemborg,
þar sem þeir sátu leiötogafund Evr-
ópubandalagsins, áður en júgóslavn-
eska fréttastofan Tanjug tilkynnti að
herinn hefði hætt öllum aðgerðum
eftir að hafa náð á sitt vald öllum
varðstöðvum á landamærum Slóve-
níu og nærliggjandi ríkja.
„Ef einhver getur áorkað einhverju
er það Evrópubandalagið. Þetta er
evrópskt vandamál og það er Evr-
ópumanna að flnna lausn á því,“
sagði utanríkisráðherra Lúxemborg-
ar áður en hann lagði upp í feröina
meö starfsbræðrum sínum.
Heimildir innan Evrópubandalags-
ins sögðu það mögulegt að þríeykið
kæmi nógu snemma til baka til að
gefa leiðtogum Evrópubandalags-
ríkjanna skýrslu á öðrum degi fund-
ar þeirra í dag.
Evrópubandalagsþjóðimar eiga
mikil viðskipti við Júgóslava og veita
þeim viðtæka efnahagsaðstoð. Belg-
íski utanríkisráðherrann sagði að
þeirri aðstoð yrði hætt ef deiluaðilar
samþykktu ekki að leysa ágreining
sinn með samningaviðræðum en
ekki ofbeldi. Evrópubandalagið er
nýbúið að samþykkja meira en 900
milljón dollara fjárhagsaðstoð við
Júgóslavíu til næstu fjögurra ára.
Megnið af fénu átti aö fara í að bæta
þá þjóðvegi landsins sem tengja
Grikkland við hin Evrópubandalags-
löndin.
Sendinefndinni er m.a. ætlað að
tryggja að bardögum verði hætt og
að samkomulag náist um að fresta
gildistöku sjálfstæðisyfirlýsinga
Slóveníu og Króatíu í þrjá mánuði.
Austurrísk stjórnvöld skýrðu frá
því í gær að þau mundu bera fram
formleg mótmæli við Júgóslava
vegna þess að flugvélar sambands-
hersins rufu austurríska lofthelgi í
árásum sínum á varðstöð á landa-
mærum ríkjanna. Wemer Fassla-
bend, vamarmálaráðherra Austur-
ríkis, sagði austurríska útvarpinu að
þrjár júgóslavneskar sprengjuvélar
hefðu flogið þrjá kílómetra inn yfir
landamærin í árásinni.
Ráðherrann sagði að hann hefði
jafnframt fyrirskipað að eftirlit við
landamærin yrði hert.
Jiri Dienstbie, utanríkisráðherra
Tékkóslóvakíu, sagði í Prag í gær að
líklega yrði haldinn fundur í neyðar-
ráði Ráðstefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu, RÖSE, í næstu
viku til að ræða deiluna í Júgóslavíu.
Reuter
Herflutningabíll júgóslavneska sambandshersins stendur i Ijósum logum í
Gornja Rodgona í Slóveniu eftir bardaga milli sambandshermanna og varn-
arsveita Slóvena. Símamynd Reuter
Á þessu korti sést hvar helstu átakasvæðin i Slóveníu hafa verið undan-
farna sólarhringa.
Jarðskjálfti skekur Kaliforníu
Jarðskjálfti, sem mældist 6 stig á þessari stærðargráðu. Árið 1971
Richterskvarða, skók stóran hluta dóu 64 er skjálfti sem mældist 6,5
Suður-Kaliforníu í gær. Ein kona á Richter gekk yfir Kaliforníu og í
lét lífið þegar stálbiti á kappreiða- febrúar í fyrra olli jarðskjálfti sem
vellinura í Santa Anita féll á hana. mældist 5,5 stig gífurlegu tjóni í Los
Önnur kona skarst á glerbrotum Angeles.
og að minnsta kosti fjórtán manns Los Angeles liggur á mörkum
þurftu að loita læknishjálpar vegna tveggja jarðfleka og misgengi jarð-
lítils háttar meiðsla. arinnar veldur tíðum jarðskjálft-
Skelfing greip um sig meðal íbúa um á þessu svæöi. Jaröskjálftinn í
svæðisins og fólk þusti út á götur. gær átti upptök sín í svokölluðu
Upptök skjálftans voru í nágrenni Sierra Madre misgengi en um það
Sierra Madre úthverfisins sem er bfi 50 önnur misgengi er að fmna
um 55 kilómetra norðaustur af Los á Suður-Kaliforniusvæðinu. Jarð-
Angeles. skjálftafræðingar teJja að von sé á
Jaröskjálftafræðingar telja mikla einhverjum eftirskjálftum.
mildi aö ekki fór verr í skjálfta af Reuter
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991.
Thatcherbýður
sigekkifram
Fyrrum forsætisráðherra Bret-
lands, Margaret Thateher, ákvað
í gær að bjóða sig ekki fram í
næstu þingkosningum sem fara
fram ekki seinna en í júlí á næsta
ári. Thatcher, sem setið hefm- 32
ár á þingi, sagðist þó síður en svo
vera hætt öllum stjómmálaaf-
skiptum. „Ég mun halda áfram
að vinna að stjórnmálum þó á
öðrum vettvangi sé,“ sagðiThatc-
her en vildi ekki segja frekar frá
fyrirætlunum sínum.
Það hefur valdið bresku ríkis-
stjórninni áhyggjum að Thatcher
lýsti þvi yfir að raeð því að láta
af þingmennsku myndi hún eiga
auðveldara með að segja sínar
skoðanirhreintút. Reuter
Pemngamarkaður
INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÖVERDTR. (%) hæst
Sparisjóösbækurób. Sparireikningar 5-6 lb
3ja mán. uppsógn 5-9 Sp
6 mán. uppsögn 6-10 Sp
Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp
Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIkN. 5-6 Lb,lb
6mán. uppsögn 3-3,75 Sp
15-24mán. 7-7,5 Sp
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisb. reikningar í SDR6.4-8 Lb
Gengisb. reikningar í ECU8,3-9 ÖBUNDNIR SÉRKJARAR. Lb
Vísitölub. kjór, óhreyfðir. 3-4 Bb
överðtr. kjör, hreyfðir BUNDNIR SKIPTIKJARAR. 12-13,5 Sp
Vísitölubundin kjör 6,25-7 Bb
Överðtr. kjör INNL.GJALDEYRISR. 15-16 Bb
Bandarikjadalir 4,5-4,75 Bb
Sterlingspund 9,5-10,1 SP
Vestur-þýsk mörk 7,5-7,6 Sp
Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN ÖVERÐTR. (%) lægst
Almennirvixlar(forv.) 18-18,5 Bb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 18,5-19 Lb,Sp
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 21,25-22 Bb
9,75-10,25 Lb,Bb
AFURÐALÁN
Isl. krónur 17,75-18,5 Bb
SDR 9,5 Allir
Bandaríkjadalir 7,75-8,25 Lb
Sterlingspund * 13,2-13,75 Sp
Vestur-þýskmörk 10,5-10,75 Ib.Bb
Húsnæðislán 49
Lífeyrlssjóðslán 5-9
Dráttarvextir MEÐALVEXTIR 27,0
Óverðtr. frá mars 91 20,1
Verðtr. frá apríl 91 VÍSITÖLUR 7,9
Lánskjaravísitalajúní 3093 stig
Lánskjaravísitala maí 3070 stig
Byggingavísitala júní 587,2 stig
Byggingavisitala júní 183,5 stig
Framfærsluvísitala júní 152,8 stig
Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 april
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,707
Einingabréf 2 3,065
Einingabréf 3 3,742
Skammtímabréf 1,906
Kjarabréf 5,598
Markbréf 2,995
Tekjubréf 2,150
Skyndibréf 1,664
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,737
Sjóðsbréf 2 1,884
Sjóösbréf 3 1,892
Sjóðsbréf 4 1,649
Sjóðsbréf 5 1,140
Vaxtarbréf 1,9550
Valbréf 1,8120
Islandsbréf 1,188 •
Fjórðungsbréf 1,117
Þingbréf 1,186
Öndvegisbréf 1,172
Sýslubréf 1,120
Reiðubréf 1,159
Heimsbréf 1,098
HLUTABRÉF :
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40
Ármannsfell hf. 2,38 2,50
Eimskip 5,50 5,72
Flugleiðir 2,31 2,42
Hampiðjan 1,80 1,90
Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08
Hlutabréfasjóðurinn 1,60 1,68
Islandsbanki hf. 1,62 1,70
Eignfél. Alþýðub. 1,62 1,70
Eignfél. Iðnaðarb. 2,33 2,42
Eignfél. Verslb. 1,73 -1,80
Grandi hf. 2,55 2,65
Olíufélagið hf. 5,45 5,70
Olís 2,15 2,25
Skeljungur hf. 6,00 6,30 .
Skagstrendingur hf. 4,20 4,40
Sæplast 7,20 7,51
Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05
Útgerðarfélag Ak. 4,20 4,35
Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42
Almenni hlutabréfasj. 1,05 1,09
Auðlindarbréf 1,01 1,06
Islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11
Síldarvinnslan, Neskaup. 2,52 2,65
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn,
lb = Islandsbanki Lb = Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Spj= Sparisjóð-
irnir. t /
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.