Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. 13 Sigurður Finnbogason hefur unnið hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í 60 ár. DV-mynd GVA ast, það er orðið svo langt síöan,“ segir Sigurður. Ásendlahjóli í truflanaleit Eitt af því sem var í verkahring Sigurðar var að finna og komast fyrir orsakir truflana en það vildi brenna viö að rafmagnstæki trufl: uöu útsendingar útvarps. Þá þurfti að fara á stúfana og fmna orsökina og laga hana. Meðal leitaraðferða sem notaðar voru á fyrstu árum Sigurðar hjá Rafmagnsveitunni var að ferðast við annan mann á sendlahjóli um bæinn með stórt rafhlöðuknúið útvarpstæki framan á grindinni og þar sem ekki heyrð- ist neitt nema suð og brak var nauðhemlað og reynt að átta sig á því hver uppspretta óhljóðanna væri. „Þetta lærðist fljótt eins og ann- að,“ segir Sigurður. „Útvarpið kom þessu á að það væri okkar ábyrgð að finna svona lagað en í langflest- um tilvikum var um rangri eða ófullkominni tengingu á útvarps- tækjum að ræða. Þá kipptum við því venjulega í lag. Hitapúðinn var orsökin Svo voru auðvitað dæmi um ann- að. Ef kvartanir komu um útvarps- truflanir í Þingholtsstræti þá fór- um við venjulega beina leið til einnar heiðurskonu sem þar bjó og átti ævinlega hitapúða sem hún lagðist á til þess að lina verki. Þeir leiddu nánast alltaf eitthvað út svo við löguðum hjá henni púðann og hún gaf okkur kaffi og kleinur og þar með var máhð úr sögunni," segir Sigurður og brosir í kampinn. Búinn að fá leyfi til að keyra á ný Þessi aldni heiðursmaður, sem senn sest endanlega í helgan stein, segist hlakka til þess að aka um landið ásamt konu sinni, Kamillu Sveinsdóttur, og njóta náttúrufeg- urðar þess. Þau hjónin eru barn- laus en hafa ávallt haft yndi af úti- vist og ferðalögum. „Hann Kristján er búinn að gefa mér leyfi til þess að keyra aftur," segir Sigurður. „En hann segir að ég verði að reyna að gleyma Raf- magnsveitunni." -Pá Sextíu ár í sama starfi - Sigurður Finnbogason rafmagnseftirlitsmaður segir frá Kokkurinn látinn passa okkur „Viö fórum fyrst í fangelsi setu- liðsins á Kirkjusandi en þaðan um borð í skip sem flutti okkur áleiðis til Bretlands. Það var nú ekki ýkja strangt eftirlit því kokkurinn var látinn passa okkur og það væsti ekki um okkur á leiðinni." Sigurður og félagi hans dvöldust alls 9 mánuði í Bretlandi í nokkrum búðum, meðal annars í London meðan loftárásir Þjóðverja stóðu sem hæst. Síðast voru þeir lengi á eynni Mön í Ermarsundi. Þar kom að máli við þá fulltrúi hersins sem yfirheyrði þá til að kanna þekkingu þeirra á rafeindafræði en bauð þeim siðan starf í Afríku á vegum þess sama hers. Langaði Sigurð ekki til þess að taka boðinu? „Nei, alls ekki,“segir hann. „Ég vildi komast heim sem fyrst." Talargegnum gervihnött En Sigurður lagði fjarskiptin ekki á hilluna og hefur verið virkur rad- íóamatör fram á þennan dag. Meðal annars hefur hann komið upp full- komnum búnaöi til fjarskipta við sumarhús þeirra hjóna við Elliða- vatn. Þar gnæfir mastur í garðin- um og gegnum það talar Sigurður um gervihnött við félaga sína víðs vegar um heiminn. „Það er auðvitað mest gaman að ná sambandi við fólk hinum megin á hnettinum. Ég á gífurlegan fjölda svokallaðra QSL-korta frá öllum heimshornum því það er alltaf kvittað fyrir samtal með korti.“ Sigurður aðeins til í einu eintaki Þekking Sigurðar á rafeinda- tækni varð síðan til þess að árið 1958 var hann lánaður til Flug- málastjórnar og vann i þrjú ár við það ásamt öðrum manni að koma upp fjölsímabúnaði í radarstöðvum sem bandaríski herinn rak á Straumnesfjalli, Langanesi og við Hornafjörð. „Það varð aö lána hann, því Sig: urður er aðeins til í einu eintaki," segir Oddur Jónsson, félagi hans, og hlær en Sigurður vill lítið gera úr sérlegri kunnáttu sinni á þessu sviði. Annað stórt áhugamál Sigurðar var svifflug og var hann einn af stofnendum Svifflugfélags íslands og vann ötullega að uppbyggingu aðstöðu félagsins á Sandskeiði. Sig- urður flaug talsvert mikið og náði svokölluðu AC-prófi sem veitti honum réttindi tíl sólóflugs og til þess að leiðbeina nýliðum í grein- inni. Mikill tími fór og í að smíða nýjar svifflugur og endurbyggja þær sem löskuðust í lendingum nýliða en slíkt vildi brenna við. „Ég er nú að mestu hættur þessu. Ég man ekki hvenær ég flaug síð- „Ég byrjaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 15. nóvember 1931, þá 15 ára gamall. Pabbi minn var línu- maður hjá Rafveitunni og það var hann sem útvegaði mér starfið," sagði Sigurður Finnbogason í sam- tali við DV. Sigurður er sá starfsmanna Raf- magnsveitu Reykjavíkur sem á lengstan starfsaldur að baki og lætur nærri að hann hafi unniö hjá fyrirtækinu jafnlengi og það hefur starfað en Rafmagnsveitan átti 70 ár afmæli 27. júní sl. og er þess í dag minnst með veisluhöldum. Sigurður er enn starfsmaður hjá fyrirtækinu en hefur unnið hálfan daginn um nokkuð langt skeið. Hann er vel ern þrátt fyrir 75 ára aldur og er á batavegi eftir smá- vægileg veikindi. Læknirinn segir mér að gleyma Rafveitunni „Hann Kristján Eyjólfsson hjartalæknir, sem er minn læknir, segir að ég eigi að byrja á því að eins og gengur," segir Sigurður. Annríki og fleira varð til þess að það var ekki fyrr en um þrítugt sem Sigurður lauk rafvirkjanámi frá Iðnskólanum þó hann væri í raun- inni búinn að starfa sem slíkur i nokkur ár þá þegar. Níu mánuði í breskum fangabúðum Oddur Jónsson, starfsfélagi Sig- urðar í mörg ár, segir að Sigurður hafi verið með allra samviskusöm- ustu starfsmönnum og ekki mátt vamm sitt vita í þeim efnum. Tvisv- ar sinnum var Sigurður um lengri tíma frá vinnu. í fyrra skiptið gegn vilja sínum þegar hann sat í 9 mán- uði í fangabúðum fyrir stríðsfanga í Bretlandi á stríðsárunum. Það var um margt sérkennileg reynsla. „Þannig var mál með vexti að ég ásamt fleirum hafði áhuga á fjar- skiptum, var svokallaður rádíó- amatör. Á árunum fyrir stríðið fékkst ég mikið við þetta og hafði komið mér upp ágætum tækjabún- aöi sem við notuðum til þess að hafa samband við menn með sama slappa af í eitt ár og gleyma Rafveit- unni,“ segir Sigurður og hlær. Starfssvið Sigurðar var allan hans feril við rafmagnseftirlit og fyrstu árin fóru í að tölta í hús við Grettisgötuna þar sem var að finna elstu raflagnir Reykjavíkur og fara yfir þær. „Manni var undantekningarlitið vel tekið nema ef fólk vissi að eitt- hvað var í ólagi og sá fram á út- gjöld vegna þess. Þá eins og nú umgengust sumir þessa hluti af kæruleysi en aðrir af samviskusemi áhugamál víða um heiminn. Þegar öll slík tæki voru innkölluð vegna hersetunnar skiluðum við okkar tækjum til Landsímans. Eitthvert smádót varð þó eftir og þótt það væri ekki notað þá vorum viö tveir handteknir, ég og Þórhaílur Páls- son frá Akureyri. Engin ákæra var gefin út og eftir á að hyggja þá tel ég víst að Bretarnir haíí gert þetta öðrum amatörum til viðvörunar," segir Sigurður og brosir að endur- minningunni þó það sé vart bros- legt sem rætt er um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.