Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1991.
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991.
39
26
Líf sonar míns
hangir á bláþræði
- segir Gunnlaug Helga Jónsdóttir, móðir eins af strokuföngunum
„Sonur minn hefur frá níu ára
aldri þurft að sæta endalausri inni-
lokun og refsivist. Nú er hann í sex-
tíu daga einangrun í Síðumúlafang-
elsinu og ef hún nær fram að ganga
þá á þessi tvítugi maður ekki langt
eftir. Andlegt ástand hans er slíkt að
lífsnauðsynlegt er að hann komist
undir læknishendur. Þess vegna hef
ég ákveðið að koma fram undir fullu
nafm og skýra frá sögu hans,“ segir
Gunnlaug Helga Jónsdóttir, móðir
eins strokufanganna sem flúðu úr
Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg
fyrir stuttu. Sonur hennar var meðal
þeirra sem náðust stuttu síðar á
Reykjavíkurflugvelli.
Þessi tvítugi fangi á hörmulega
sögu þó ekki sé hann eldri. í dag
hefur hann þroska á viö fjórtán ára
ungling enda hefur hann aldrei lifað
eins og eðlilegt barn. Drengurinn
hefur þvælst á milli heimila, stofn-
ana og fangelsa nánast allt sitt líf.
Aldrei hefur hann verið sálgreindur
eða reynt að finna orsök þess að um
leið og hann fær frjálsræöi brýtur
hann af sér. En það er löng saga að
baki og móðir hans hefur ekkert að
fela. Hún hefur barist fyrir því í fimm
ár eða frá því drengurinn var fimmt-
án ára að hann fái almennilega lækn-
ishjálp. En kerfið hefur ekki fundið
aðra lausn, að því er virðist, en setja
piltinn bak við lás og slá. Móðirin er
búin að fá nóg og nú vill. hún að al-
menningur fái að heyra raunasögu
þessa pilts - eða týnda unglingsins
eins og hún kýs að nefna hann.
Erfiðar
heimilisástæður
„Hann er fæddur í apríl 1971, næst-
yngstur sex bræðra. Faðir hans var
drykkjumaður og heimihslífið erfitt.
Ég vann mikið úti, oft frá sjö á
morgnana og fram undir miðnætti.
Við bjuggum í litlu sjávarþorpi vest-
ur á landi. Álagið á mér var gífurlegt
og gat ekki endað öðruvísi en með
taugaáfalli sem varð raunin. Til að
létta undir með heimilinu ákvað
bróðir minn að taka þennan dreng
að sér sem þá var sex ára. Hann
ílengdist þar í tvö ár og fór vel um
bamið. Þá ákvað bróðir minn aö
flytja til útlanda og ég þurfti að finna
annan stað fyrir bamið. Ég var sjúkl-
ingur og heimilisaðstæður erfiðar
þannig að ákveðið var að drengurinn
færi í vist á sveitabæ. Til að fólk geri
sér grein fyrir ástandi heimilisins þá
hafði ég fimm sinnum fengið taugaá-
fali og einu sinni farið alveg yfir um
andlega. Þegar ég lít til baka sé ég
aö rosalegt vinnuálag, óvinnufær
eiginmaður, sex börn og erfitt heim-
ili gerðu að verkum að ég gafst upp.
Þessi næstyngsti sonur minn var far-
inn tii bróður míns þegar mestu erf-
iðleikarnir voru á heimilinu þannig
að hann uppliíði þá ekki.
Ég stend fóst á því að á bænum-
hafi eitthvað komiö fyrir barnið sem
ég hef ekki getað komist að. Stundum
óska ég að hann yrði dáleiddur til
að komast að raun um hvað gerðist.
Ég veit núna að-barn á þessum bæ
var misnotað kynferðislega en veit
ekki hvort mitt bam varð fyrir slikri
reynslu. Að minnsta kosti er ég þess
fullviss að eitthvaö geröist því bamið
kom allt öðmvísi til baka en það
hafði verið.
Vandamál
barnaverndarnefnda
Við fluttum til Njarðvíkur eftir að
þetta gerðist og þar byrjaði sonur
minn í skóla. Hann var óstýrilátur
og erfiður og mætti illa í skólann.
Það varð til þess að skólasálfræðing-
ur hafði afskipti af honum og síðar
barnaverndamefnd í Njarðvík. Hann
lagaðist þó mikið eftir meðhöndlun
þar. Ákveðið var að fjölskyldan öll
sveit austur fyrir fjall en hélt þó upp-
teknum hætti þannig að fólkið gafst
upp. Honum var skilað heim en á
þessum tíma átti drengurinn mjög
bágt félagslega. Þegar heim kom
braust hann ásamt öðrum inn í sum-
arbústað í Vogunum cg formaður
barnaverndarnefndar greip hann.
Formaðurinn sagði mér að ákveðið
væri að senda drenginn vestur á
Snæfellsnes í sveit. Þar átti að vista
hann til 16 ára aldurs. Ég var ekkert
var vissulega full af sektarkennd
gagnvart sjálfri mér. Formaður
barnaverndarnefndar lét heimili
mitt eftir þetta afskiptalaust þegar
ég var heima en óð þar inn þegar ég
var að heiman og rak t.d. út úr hús-
inu leikfélaga sona minna.
Ég reyndi að fá upplýsingar um
drenginn í gegnum formanninn en
hann vildi lítið ræða hvernig hann
hefði það. Fólkið á sveitaheimilinu
hafði aldrei samband við mig. Hann
fengi sérstaka fjöískýldu'meðférð hjá
sálfræðingi og verkefnið var aö byrja
þegar við misstum húsnæðið og urð-
um að flytja okkur inn í Voga' á
Vatnsleysuströnd. Þar tel ég að
fyrstu mistökin hafi átt sér stað.
Upp úr því fara alvarlegu hlutirnir
að gerast. Ég veit ekki hvar á að
byrja. Sennilega hafa gögn fylgt syni
mínum frá barnaverndarnefndinni í
Njarðvík inn í Voga. Formaður
barnaverndamefndar í Vogum á
þessum tíma virtist sitja um dreng-
inn. Um sumarið var hann settur í
spurð álits og fékk engu breytt. Á
þessum tíma vlssi ég ekki einu sinni
að égheföieinhvern rétt. Mitt þekk-
ingarfeysí gerði að verkum að ég gat
ékkert gért. Ég man þó að.ég möt-
mælti þessari ákvörðun formanns
barnavemdamefndar munnlega.
Lauk ekki
skyldunámi
Mér var boöið með þegar honum
var ekið vestur og leið ekki vel. Ég
fór í skóla fyrir vestan og fékk góðar
einkunnir. Drengurinn var þá á
tólfta árinu og þetta var síðasta
skólaár þans. Hann fór aldfei í 7., 8.
eða 9. bekk grunnskóla. Drengurinn
er ekki einu sinni fprmdur.
Það var aldrei haft samband viö
mig frá þessu sveitaheimili né af
bamaverndarnefnd Vatnsleysu-
strandarhrepps. Ég veit því ekki
hvort eitthvað kom fyrir en allt í einu
birtist drengurinn í dymnum heima.
Það eina sem hann sagði var að mað-
urinn á bænum heföi verið vondur
við sig. Auk þess var hann drykkju-
maður. Þetta heimili, sem drengnum
var komið fyrir á, var sem sagt
drykkjuheimÚi. Það var verið aö
koma honum af drykkjuheimili pg
hann fluttur á annað ekki betra. Ég
fékk engin svör frá barnaverndar-
nefnd um hvers vegna drengurinn
kom heim og engar bókanir finnast
þrátt fyrir að slíkt sé lagaskylda.
Fimmtán ára á Vog
Drengurinn hélt áfram að brjóta
af sér og var sendur burtu eins og
hver annar pakki af barnaverndar-
nefnd. Það var aldrei tekið á málinu,
eina ráðið að loka barnið inni eða
senda það burtu. Reyndar var hon-
um kennt um allt sem gerðist og ég
veit til þess að hann hefur játað af-
brpt annarra til að bjarga þeim.
Árið 1985 úrskurðaði barnavernd-
arnefnd að drengnum skyldi koma
fyrir á sveitaheimili í Skagaijarðar-
sýslu en áður hafði hann dvalið í
neyðarathvarfi unglinga í Kópavogi.
Sá úrskurður var í andstöðu við
hann sjálfan og okkur foreldrana.
Hann vildi ekki fara norður enda
strauk hann úr vistinni. Drengurinn
hafðist við uppi á fjalli en leit hafði
fariö fram eftir að hann hvarf. Þegar
hann kom niður að næsta bæ kom
maður á móti honum með byssu sem
hann miðaði á drenginn. Næst var
hann lokaður inni á unglingaheimil-
inu eða þangað til barnaverndar-
nefndin ákvað að senda hann aftur
norður. Hann strauk aftur og var
aftur lokaður inni á unglingaheimil-
inu.
„Drengurinn var vissulega mjög
erfiður og hafði ekki verið lengi
heima þegar hann byrjaði að sniffa
sem ég áuðvitað vissi ekkert um. Upp
úr því komu afbrot af ýmsu tagi.
Aðallega innbrot og bílaþjófnaðir. í
þessum erfiðu heimilisaðstæðum,
sem voru hjá mér, hafa engu að síður
fimm bræður hans komist upp og lifa
eðlilegu lífi með fjölskyldum sínum.
Ég gat komið honum inn á Vog
þegar hann var fimmtán ára. Þar
hafði hann verið í tvo daga þegar
formaður barnaverndarnefndar kom
ásamt óeinkennisklæddum lögreglu-
þjónum til að ná í drenginn og loka
hann inn á geðdeild. Ég taldi hann
geta fengið hjálp á Vogi og einnig
læknir sem þar starfaði. Á okkur var
ekki hlustað. í gegnum tíðina hefur
ábyrgðin alltaf veriö tekin af okkur
foreldrunum og flutt yfir á aðra. Á
þessum tíma vildi drengurinn-leita
sér hjálpar en hana var ekki ekki að
fá með því að loka hann inni á geð-
deild. Barnaverndarnefnd sá hins
vegar engin önnur úrræði en að loka
hann inni,“ segir Gunnlaug Helga.
Foreldrar sviptir
forræði
Foreldramir voru sviptir forræði
yfir drengnum'frá 15. maí 1986 og
forsjá hans afhent Kristjáni Sigurðs-
syni, forstöðumanni Unglingaheim-
ilisins í Kópavogi. í úrskurðinum er
vitnað til umsagnar géðlæknis sem
taldi drenginn sýna merki um andfé-
lagslega hegðun á háu stigi og að
ekkert benti til að afbrotaferill hans
væri á enda.
í fundarbók barnaverndarnefndar
frá 7. apríl 1986 segir m.a.: „Bama-
„Ég vil hjálpa syni mínum en fæ það ekki,“ segir Gunnlaug Helga Jónsdóttir sem er móðir eins af strokuföngunum. Hann er tvítugur og hefur verið lokaður inni nánast allt sitt lif vegna þjófnaðarmála.
DV-mynd GVA
verndarnefnd Vatnsleysustrandar-
hrepps hefur allt frá árinu 1980 haft
afskipti af drengnum og hefur undir
höndum mikinn fjölda af skýrslum
um þjófnaðarbrot barnsins. Hann
hefur ítrekað verið vistaður á ýms-
um stofnunum í þeim tilgangi að
stöðva afbrotaferil hans. Hefur það
verið gert ýmist með eða án sam-
þykkis foreldra. Vistanir þessar hafa'
ekki skilað tilætluðum árangri.
Nefndin telur nauðsynlegt, sérstak-
lega þegar horft er til síðasta afbrots
er hann stelur og eyðileggur nýja
bifreið, að úrskurða hann til vistunar
á Unglingaheimili ríkisins til að
stöðva megi afbrotaferil hans.“
Áður en þessi bókun átti sér stað
hafði drengurinn, 15 ára, verið í
gæsluvarðhaldi, fyrst í Reykjavík,
síðan í Keflavík með samþykki for-
manns barnavemdarnefndar í Vog-
um. Foreldrarnir kærðu barna-
verndarnefnd til barnaverndarráðs
þar sem þeir töldu hana hafa brugð-
ist skyldu sinni, þ.e. aö sjá um að lög
um vernd bama og unglinga væra
ekki brotim í bréfi því, sem sent var
barnaverndarráöi 8. apríl 1986, segir
m.a.t „Við höfum ítrekað óskaö eftir
að mál drengsins verði tekið úr hönd-
um (bamaverndar) nefndarinnar og
lýsum hana alaörlega vanhæfa eftir
6 ára reynslu okkar af störfum henn-
ar. Nefndin hefur úrskurðað að
drengurinn skuli vistaður á Upptöku-
heimih ríkisins í Kópavogi og sæta
þar strangri gæslu og algerri innilok-
un til 1. maí nk. án umsagnar læknis."
Sjö félagar látnir
Gunnlaug segir að reyndin hafi
verið sú að vistunin á Unglingaheim-
ihnu hafi tekist vel í stuttan tíma.
„Það var gott tímabil. Kristján fylgd-
ist með honum. Allt gekk vel um tíma
en þá veiktist Kristján og lét af starfi.
Hjá honum fengum við einu aðstoð-
ina sem við höfum fengið. Drengur-
inn hefur alltaf lent í að missa þá sem
hann er farinn að treysta og þetta
áfail varð ekki til að bæta hans and-
lega ástand. Á upptökuheimihnu var
samankominn hópur erfiðra barna
og þar komst drengurinn í fyrsta
skipti í gengi. Krakkarnir tóku upp
á hinum ýmsu hlutum, m.a. að
strjúka. Hins vegar er það sorgleg
staðreynd að sjö félagar hans frá
Upptökuheimilinu eru látnir núna,
flestir vegna fikniefnaneyslu.“
Gunnlaug Helga er ekkert að reyna
að fegra soninn. Hún segir að af-
brotaferill hans sé hræðilegur. Hins
vegar telur hún aðfarirnar að honum
hafa verið rangar. „Ég held að aðfar-
ir að drengnum hafi eyðilagt hann
og kerfið á sinn þátt í mistökunum.
Ég geri mér fuha grein fyrir minni
eigin sök. Sérstaklega að hafa ekki
leitað ráðgjafar eða aukiö þekkingu
mínaá ipálum sem þessum. Sjálf var
ég .svo andlega brotin niður að slíkt
hvarflaði ekki að mér. Þaö var ekki
fyrr qn^rið 1986 aðheimihsaöstæður
urðú-betri að ég fór að ganga í mál-
in. Síðan hef .ég barist á öllum víg-
stöðvum án árangurs," segir hún.
Bakvið lás og slá
Á undanfórnum árum hefur dreng-
urinn oftar dvalið bak við lás og slá
en á götum úti. Hann hefur oftsinnis
orðið að þola einangrun. „Andlegt
ástand drengsins er núna þannig að
um líf hans er að tefla. í mínum aug-
um er máhð mjög alvariegt. Ég er
ekki að hlaupa í blöðin og láta birta
myndir af mér og segja sögu hans
nema vegna þess að um líf hans er
að ræða,“ segir Gunnlaug ennfrem-
ur. Hún hefur sjálf eytt miklum tíma
í að hjálpq syni sínum. „Meöai þess
sem ég héf gert var að eyða öhum
mínum frítíma meðan hann dvaldi á
Litia-Hrauni til að reyna að byggja
hann upp. Ég notaði mitt eigið pró-
gramm upp úr AA. Ég talaði við
heyrnarlausan mann í þrjá mánuði
og ég var að gefast upp þegar hann
loksins byrjaði að tala og opna sig. Á,
þessum tíma hafði ég mikla meðvit-
und um hvað á undan hafði gengið
og ræddi bæði orsök og afleiðingar.
Sjálf fór ég í meðferð á Vogi vegna
misnotkunar á róandi lyijum og fékk
hjálp sem ég tel mig geta miðlað til
hans. Því miður er það svo að Litla-
Hraun flýtur í eiturlyfjum. Það verð-
ur ekki orðað á annan hátt. í mörg
skipti kom ég að syni mínum þannig
að hann var ékkl viðræðuhæfur
vegna fíkniefhaneyslu. Ég gerði allt
vitlaust á Litla-Hrauni og þeir gerðu
rassíu í éinhverjar vikur. Á þessu
eina og hálfa -ári, sem ég fór í með-
ferð með honum á LiQa-Hrauni, fann
ég mikla breytingu nemá hvað fíkni-
efnafíknin eyðilagði aht saman. Það
er einmitt fíkniefnamisnotkunin sem
er að drepa hann þó enginn vilji við-
urkenna að hann eigi við slíkt vanda-
mál að stríöa. Hann hefur strokið frá
Hrauninu til að leita að eiturlyfjum
og í leiðinni er brotist inn th að stela
peningum. Þetta mun ganga áfram á
þennan hátt ef hann kemst ekki und-
ir læknishendur. Og alltaf versna
afbrotin. Þar fyrir utan er ekkert víst
að drengurinn lifi af þessa sextíu
daga einangrun. Þess vegna er ég að
berjast fyrir barnið mitt. Hann er
andlega vanheill með þroska á við
barn og sér ekkert nema vonleysiö í
framtíðinni.
Fæ ekki
læknisskýrslu
Mig langar að spyija hvort það
skih einhverium árangri að taka fár-
sjúka menn og loka þá inni hvað eft-
ir annað. Mér er sagt að mánaðarein-
angrun samsvari heilu ári í fangelsi.
Er þetta mannúðlegt? Miðað við að
sonur minn er nýlega orðinn tvítug-
ur þá hefur hann setið í einangrun
sem svarar ellefu áram í fangelsi.
Hann hefur setið í Síðumúlafangels-
inu, Litla-Hrauni og Skólavörðustíg
fyrir utan það sem hann var lokaður
inni í fangelsinu í Kópavogi.
Ég hef skrifað dómsmálaráðherra
og hef einnig óskað eftir að fá skrif-
lega læknisskýrslu um ástand
drengslns frá lækni- Síðumúlafang-
elsisins. Ég fæ aldrei nein svör. Þar
sem fangelsislæknirinn sinnir ekki
því sem hann er beöinn um, hvemig
get ég þá snúið mér í málinu? Ég tal-
aði við fangelsismálastjóra sem sagði
það gott mál að hann sæti í einangr-
un. Ég er kominn í samstarf með
lækni sem vih taka við honum og
byggja upp en ég fæ hann ekki í hend-
ur. Þessi drengur er andlega niður-
brotið flak og hann á ekki mikið eft-
ir. Það er staðreynd. Ég hlýt að geta
skorað á geðlækni, sálfræðing og
heilsugæslulækni að skrifa opið bréf
um hvaða áhrif stöðug innilokun
hefur á ungling. Ber þjóðfélagið enga
ábyrgð á þeim börnum sem það tekur
að sér? Þessi piltur hefur aldrei hlot-
ið uppeldi eða fengið þá hjálp sem
hann þarf á að halda. Hver er t.d.
ábyrgð barnaverndarnefnda? Þessi
drengur fæddist ekki glæpamaöur.
Vegna aðgerða á honum, endalaus-
um innilokunum, hefur hann orðiö
það. Er hann eina barnið sem orðið
hefur fyrir slíku eða er það eins og
mig grunar að þau séu mörg fleiri?
Getur þessi þjóð stært sig af ham-
ingju og heilbrigði þegar hún býr
ekki betur að afvegaleiddum börnum
þessa lands?“ spyr þessi ógæfusama
móðir.
-ELA
DV hafði samband við fyrrver-
andi formann barnaverndar-
nefndar -í Vatnsleysustrandar-
hréppi en hann vildi .ekki tjá sig
um þetta mál. Einnig var hafi:
samband við fangelsismólastjóra
sem sagði: „Æ, þetta eru ófialeg
ósannindi-' í ” blessaðri kohunni
eíns ög hún veit best sjálf. Að
öðraleyli hirði ég ekki um að tjá
mig um þetta mál að svo stöddu.“
Læknir Síðumúlafangelsisins,
sem hefur með mál piltsins að
gera, er í fríi um þessar mundir
þannig aö ekki náðist í hann.
-ELA