Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 18
18 Veiðivon Lax, sólbrenndur á bakinu Laxveiöin hefur ekki verið eins góð og veiðimenn áttu von á en alltaf halda menn, konur og krakkar áfram að fá eitthvað. Vatnsleysið hefur heldur betur sett strik í reikninginn því enginn snjór er fyrir hendi í fjöll- unum. Þó að veiðin sé dauf hendir alltaf eitthvað skemmtilegt og fyrir fáum dögum var veiðimaður að veiða vest- ur á fjörðum. Veiðin var treg og fékkst aðeins einn lax en hann var vænn. Veiðimaðurinn, sem veiddi þennan lax, þarf líklega ekki aö reykja hann nema að hluta til. Veiði- maðurinn var á gangi ofarlega við Gunnar Már Petersen með einn 15 punda í Klettkvörn en hann (ékkst á maðk í Norðurá. Veiðlmenn með fyrstu laxa úr Flókadalsá i Borgarfirði ána þar sem þverlækur féll í hana. AUt í einu sér hann hreyfingu á eyri rétt fyrir ofan og stoppar. Þarna hgg- ur lax á eyrinni og stendur hann töluvert uppúr ánni. Veiðimaðurinn læðist upp fyrir laxinn og rennir á hann, laxinn tók eins og skot. Það var hægt aö fylgjast með þegar hann tók agnið hjá veiðimanninum. En einu tók veiðimaðurinn eftir, laxinn var sólbrenndur á bakinu enda stóð hann upp úr á eyrinni og hefur lík- lega veriö þarna töluverða stund. Þetta var 11 punda fiskur og var hálfslappur eftir sólbaðið í ánni. Þá tók laxinn hjá veiðimanninum snjalla Sumir laxar eru tregir til að taka agnið hjá veiðimönnum og fyrir skömmu var veiðimaður að renna í veiðiá. Hann renndi maðkinum á fimm laxa en þeir fengust alls ekki til að taka agnið, sama hvað hann reyndi. Staðurinn þar sem veitt var var góður en veiðimaðurinn ákvað að fara yfir ána og renna þar. Hann setur stöngina á öxlina og labbar yf- ir. En viti menn, tók ekki einn af löx- unum agnið þegar veiðimaðurinn var á leið yfir hylinn. Skömmu seinna veiddi veiðimaðurinn tvo í viðbót og var hress með það. -G.Bender Þessi sjón er alls ekki nógu algeng við veiðiárnar þessa dagana. LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. Tékkamir Hinn annálaöi hagyrðingur og gleðimaður, Haraldur Hjálmars- son frá Kambi, vann um tíma í Útvegsbankanum. Einhvetju sinni sem oftar lenti hann á kennderíi og hafði þá orðið all- djarftækur við útskrift innstæðu- lausra ávísana. Hann mætti þó til starfa í bankanum daginn eftir, þótt grúttimbraður væri. Er Haraldur var á leiöinni í mat mætti hann bankastjóranum sem sagði ábúðarmiklum rómi: „Það er ljótt með Tékkana, Har- aldur.“ „ Já, þaö má nú segja það,“ svar- aði Haraldur lágróma. „Þetta er i einu orði sagt hrylii- legt,“ bætti bankastjórinn við. „Já, það er alveg satt,“ næstum því hvíslaði Haraldur. „ Við ætlum að hafa einnar mín- útu þögn í bankanum nú á eftir vegna þeirra," sagöi bankastjór- inn enn alvarlegri en fyrr. „Nei, heyrðu mig nu,“ svaraði Haraldur og var nú nóg boöið. „Er þetta ekki einum of langt gengið bara út af nokkrum helvít- is ávísunum?" Þar með leiöréttist misskilning- urinn en þennan morgun réðust Rússar inn í Tékkóslóvakíu. Andlátið Gömul kona, sem var að lýsa andláti sveitunga síns, komst þannig að orði: „Hann Egiil var alheilbrigður þegar hann gekk til svefns í gær- kvöldi en vaknaði steindauöur i morgun.“ Búðin hans Snorra íslenskur kaupmaður bauð eitt sinn dönskum viðskiptavini sín- um til Þingvaila. Er þeir komu að rústum Snorrabúðar sagði sá islenski: „Der stod nú Snorri Sturluson butik." Skepnumar Bóndi einn 1 Eyjafirði komst eitt sinn svo að orði: „Af öllum mínum skepnum þykir mér langvænst um konuna mína.“ Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriöum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verömæti kr. 3.743. Bækurnar sem er í verðlaun heita: Á eheftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 111 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundruð- ustu og níundu getraun reynd- ust vera: 1. Kristín Erla Albertsdóttir, Birkiteigi 15, 230 Keflavík. 2. Gísli Jónsson, Hjarðarhaga 60, 107 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.