Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1991. Sérstæð sakamál Flestír héldu aö Gerald og Clive Holt væru tvíburar. Þeir voru svo líkir aö fólk var í vandræöum með aö þekkja þá aö. Þeir deildu öllu, ekki aðeins í æsku heldur einnig þegar aldurinn tók að færast yfir þá. Og þaö var einmitt þaö sem leiddi tíl atburðarins skelfilega sem dró ann-- an þeirra til dauða og svipti hinn frelsinu. „Síðdegis- blundurinn" „Þetta var skrítið. Skyldi amma hafa fengið sér síðdegisblund?" hugs- aði Georgina, sem var sjö ára, þegar hún hafði svipast árangurslaust um eftir ömmu sinni, Veru Russel Holt, sem var fimmtíu og þriggja ára. Litla stúlkan læddist svo á tánum að svefnherberginu því hún ætlaði að láta ömmu sinni bregöa. En skyndi- lega staðnæmdist hún því hún heyrði raddir sem hún þekktí vel. Amma hennar og Clive frændi voru að tala saman. Eftír augnablik fannst Georg- inu ágætt að þau skyldu bæði vera í svefnherberginu því nú gætí hún lát- ið þeim báðum bregða. En Georgina litla kom ekki upp nokkru hljóði þegar hún opnaði dyrnar. Amma hennar lá nakin uppi í rúmi með Clive frænda. Slíkt hafði hún aldrei séð fyrr. Og sýnin kom illa við hana því bæði mamma henn- ar og amma höíðu sagt aö það væri ljótt af stúlku að láta sjá sig nakta. Georgina lokaði dyrunum hljóðlega og yfirgaf hús afa og ömmu. Síöan fór hún heim tíl sín en hús foreldra henn- ar var aðeins nokkra metra frá, við götu í góðu hverfi í Baltímore í Mary- land í Bandaríkjunum. Sagði afa sínum söguna Um hrið velti Georgina því fyrir sér hvers vegna amma hennar og Clive frændi hefðu verið nakin uppi í rúmi. Hún hafði enn ekki fundið svarið þegar föðurafi hennar, Herman Spál- ton, kom tíl að sinna garðinum eins og hann hafði lofað syni sínum. Hann þóttist strax sjá að eitthvað væri að Georginu. „Afi,“ sagði litla stúlkan loks. „Hvers vegna er amma uppi svefn- herbergi með Chve frænda? Þau voru ekki í neinum föturn." Herman Spalton virti hana undr- andi fyrir sér. „Hvaða vitíeysa er þetta í þér?“ sagði hann. „Amma May er heima hjá okkur.“ „Það er heldur ekki hún sem ég er að tala um,“ flýtti Georgina sér þá að segja. „Það er amma Vera. Og ég sá hana rétt áðan.“ í nokkur augnablik var Herman Spalton á báðum áttum. Svo varð honum ljóst að hann yrði að segja syni sínum frá því sem Georgina hafði sagt því enginn vafi léki á því að hún hefði sagt satt. Síðan fór hann að velta því fyrir sér hvort maður Veru, Gerald Holt, gerði sér ljóst að konan hans héldi við bróður hans, Clive. Eins og tvíburar Fólk sem þekkti ekki Gerald og Clive Holt hélt að þeir væru tvíbur- ar. Þeir voru líka ótrúlega líkir. Þó voru þeir ekki fæddir samtímis, held- ur var Gerald fæddur í janúar 1920 og Clive ellefu mánuðum síðar. Þeir voru synir vel efnaðs fasteignasala, Hirams G. Holt, og þegar þeir luku námi fóru þeir til starfa í fasteigna- sölu föðurins. Árið 1942 gengu þeir saman í land- göngulið flotans og sluppu báðir ómeiddir frá þeim hildarleik sem síð- ari heimsstyijöldin var. Árið 1946 setti Gerald Holt á stofn sína eigin fasteignasölu en Clive hélt áfram að vinna hjá föður sínum. Báðir bjuggu þeir heima fram á árið 1947 þegar Gerald kynntist Veru Russell. Hún áttí systur, Clair, sem var hálfu ööru ári yngri. Svo fór að Clive og Clair urðu ástfangin. í febrúar 1949 eignuðust Gerald og Vera dóttur sem var skírð Winifred. Tveimur árum síðar áttu Chve og Clair von á bami en Clair dó við fæðingu þess og það kom andvana í heiminn. uppejor Winifred Spalton. Ciive Holt. Georgina. Sambúðin Hvað var eðlilegra en að Gerald og Vera reyndu að hughreysta Clive í sorg hans? Þau lögðu hart að honum að flytjast tíl þeirra, enda húsrými nóg í fallega, stóra einbýhshúsinu þeirra. Þau héldu því fram við Chve að það væri óhollt fyrir syrgjandi mann að vera mikiö einn. Hann féllst á tíllögu þeirra og fluttist til þeirra. Er Clive hafði verið á heimihnu um nokkurn tíma reyndi bróðir hans að kynna hann fyrir ungum konum i þeirri von að hann festí ráð sitt á ný. Chve sýndi þeim hins vegar engan áhuga og sagði að hann væri ánægö- ur með lífið eins og það var. Frænka Clives, Winifred, var mjög hrifin af frænda sínum og gætti hann hennar oft þegar foreldrar hennar voru að heiman. Er kom fram á árið 1971 og Wini- fred var orðin fullvaxta giftist hún David Spalton og síðar eignuðust þau dóttur sem var gefið nafnið Georg- ina. Nokkru síðar keyptu þau hjón svo húsið við hliðina á húsi foreldra Winifred. Þótt mörg ár væru nú liöin frá andláti Clair hafði Chve ekki fundiö sér neina vinkonu og þegar hann var spurður um hvernig honum þættí að lifa því einlífi sem hann lifði svaraði hann því einu til að hann væri orðinn of gamall til að eltast við þær pils- klæddu. Dregur til tíðinda Nú víkur sögunni til 18. júlí 1980. Um kvöldið áttu Gerald og Vera að fara í veislu og Vera sagði honum að hún ætlaði í hárgreiðslu og yrði að heiman aht síðdegið. David og Winifred voru einnig boðin í veisl- una. Winifred ætlaði því líka í hár- greiðslu og því bað hún dóttur sína, Georginu, að fara heim th ömmu sinnar, Veru, þegar hún kæmi úr skólanum eftir hádegið. Það gerði Georgina, sem var hlýðin stúlka, og kom að ömmu sinni og Clive frænda uppi í rúmi. Þegar Winifred Spalton kom heim úr hárgreiðslunni tók Herman Spalt- on hana afsíðis th að segja henni hvað Georgina hafði sagt honum. Þau ákváðu að bíða þar til David kæmi heim en þá skyldu þau biðja Georginu að segja á ný það sem hún haföi sagt fööurafa sínum. Og það gerði hún og breytti í engu sögu sinni. David bað nú föður sinn að fara og sækja Gerald Holt. Hann fór yfir til hans og spurði hvort bjóða mættí honum í glas úti í garði hjá tengda- syninum. Gerald þáði boðið. „Er það ætlun þín að segja föður þínum aht af létta?“ spurði Herman Spalton tengdadóttur sína, Winifred, þegar hann sneri tíl baka. „Hún kinkaði kolh. „Hann á fullan rétt á því að fá að vita hvað gerst hefur,“ sagði hún. „Hann er faðir minn og bróðir hans hefur svikist aftan að honum og það hefur móðir mín líka gert. En vití hann um þetta samband hefur hann liklega sætt sig við það og þá er ékki ástæða tíl að hafa nein- ar áhyggjur af eftirleiknum." Sannleikurinn Winifred og David voru sammála um að segja föður hennar sannleik- ann og það gerðu þau þegar hann var sestur með glas í hönd úti í garöinum hjá þeim. En fyrst var Georgina send upp í herbergi th sín. „Það er dáhtið sem ég tel skyldu mína að segja þér,“ sagði Winifred þegar samtalið hófst. „Og það er óskemmtilegt." Svo fékk Gerald Holt að heyra aha söguna. Er hún var á enda sat hann þegjandi um stund en sagði síðan: „Ég hefði átt að vera búinn að geta mér th um þetta. Ég hef verið sem blindur maður.“ „Gættu þess nú að gera ekki neitt heimskulegt,“ sagði David þegar tengdafaðir hans reis á fætur og bjó sig undir að ræða málið við konu sína. „Ég er maöur til að leysa mín eigin vandamál,“ svaraði Gerald Holt þá. Svo gekk hann burt beinn í baki en niðurlútur. Á stund reiðinnar Tuttugu mínútum síðar kom Ger- ald Holt aftur út í garðinn hjá dóttur sinni og tengdasyni. „Það er best að þú hringir á lögregluna," sagði hann við Winifred. „Ég er búinn að myrða hana móður þína og minn eigin bróð- ur. Ég skaut þau. Þegar ég bar það á þau að þau hefðu farið á bak við mig fóru þau að hlæja og sögðust hafa haldið hvort viö annað næstum frá þeim degi þegar Clive fluttíst heim til okkar. Og hún móðir þín lét sér ekki nægja að lýsa yfir því að hún hefði verið ástkona hans í öll þessi ár heldur sagði hún að nú þegar ég vissi aha söguna væri rétt að ég fengi að vita að þau heföu í hyggju að hefja sambúð án mín.“ Lögreglan fann Veru Holt og Clive Holt á gólfinu í setustofunni þar sem þau höföu setið og horft á sjónvarp. Bæöi höföu verið skotín í höfuðiö með skammbyssu. Lögfræðingum Geralds Holt tókst að fá morðákæru á hendur honum breytt í ákæru fyrir manndráp. Hann fékk tíu th fimmtán ára fangelsisdóm fyrir hvort drápið. Skyldu þeir teknir út samtímis. „Ég lét mér ekki th hugar koma að faðir minn, sem var bæði vin- gjamlegur maður og blíður í sér, gætí gert nokkuð þessu líkt. En ég sé ekki eftir því sem ég gerði. Og ég myndi gera þaö aftur við sömu að- stæður. Faðir minn átti rétt á því að fá að vita sannleikann svo hann gæti sjálfur ákveðið refsinguna,“ sagöi Winifred Spalton í réttarsalnum þeg- ar hún var yfirheyrð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.