Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 46
58
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991.
Afrnæli
Helga Sveinsdóttir
Helga Sveinsdóttir, húsmóðir og
ábúandi á Görðum á Álftanesi í
Garðabæ, verður áttræð á morgun.
Starfsferill
Helga er fædd og uppalin í Hafnar-
firði. Á unglingsárunum sá hún um
heimili fyrir fóður sinn og bróður
vegna veikinda móður sinnar og
systur.
Þrátt fyrir löngun hennar til
menntunar voru engin tök á skóla-
göngu, en hún bætti sér það nokkuð
upp síðar með tímakennslu í tungu-
málum og námi í bréfaskóla.
Eftir að Helga varð ekkja dvaldist
hún á ýmsum stöðum með drengina
sína, Þorstein og Svein, meðal ann-
ars í kaupavinnu á Staðarfelli í Döl-
um sumarið 1939. Síðar það sama
ár fór hún að Görðum á Álftanesi
þar sem hún hefur búiö síðan eða
yfirfimmtíuár.
Helga er félagssinnuð kona. Hún
var eirn af stofnendum Kvenfélags
Garðahrepps og hefur verið virkur
félagi þar alla tíð. Helga hefur ætíð
látið sér annt um kirkjuna sína,
Garðakirkju, og hún sýnt það
áþreifanlega í verki.
Fjölskylda
Helga giftist 7. desember 1935 Þor-
steini Kr. Guömundssyni, f. 16.1.
1896, sjómanni. Hann fórst með Ern-
inum 11.8.1936. Foreldrar hans voru
Guðmundur Hafliðason verkamað-
ur og Elín Magnúsdóttir húsmóðir.
Helga giftist 10. júní 1944 seinni
manni sínum, Guðmundi Bjöms-
syni, f. 9.8.1896, búfræðingi og
bónda að Görðum. Hann lést 23.2.
1968. Foreldrar hans voru Björn
Jónsson og Þórunn Arnórsdóttir.
Sonur Helgu og Þorsteins, fyrri
manns hennar, er Þorsteinn, f. 21.8.
1936, járnsmíðameistari, sambýlis-
kona hans er Svanhildur Þorbjarn-
ardóttir. Hann á tvö böm, Jens
Kristin og Unni Lóu.
Þorsteinn Guömundsson var áöur
kvæntur Bergþóru Sveinsdóttur,
systur Helgu, sem lést 1931. Eignuð-
ust þau einn son, Svein, f. 10.12.1930,
verslunarmann, sem ólst upp hjá
Helgu. Hann er kvæntur Guðrúnu
Stefánsdóttur og eiga þau fjórar
dætur: Bergþóru, Sesselju Signýju,
Helgu Sigrúnu og Sigurborgu.
Sveinn átti áður tvö böm með sam-
býliskonu sinni, Guðlaugu Krist-
mundsdóttur, Bryndísi og Svein
Helga sem ólst upp hjá Helgu og
Guðmundi aö Görðum.
Helga og Guðmundur, seinni mað-
ur Helgu, eignuðust íjögur börn, tvo
drengi, sem dóu í fæðingu, og tvær
dætur. Þær eru: Sigriður Bergþóra,
f. 27.9.1943, gift Braga Guðmunds-
syni vélstjóra. Þau eiga íjögur börn:
Helgu Kristínu, Herdísi, Guðmund
Ármann og Ásthildi Helgu.
Þómnn Erla, f. 9.10.1950, gift Axel
Ström Óskarssyni múrara. Börn
þeirra eru fimm: Guðný, Guðmund-
ur Helgi, Sigurjón, Axel Þór og Sig-
urður Fannar.
Guðmundur átti tvo syni með fyrri
konu sinni, Þorbjörgu Halldórsdótt-
ur: Þeir eru: Halldór, f. 13.2.1928,
framkvæmdastjóri, kvæntur Stein-
unni Gunnarsdóttur, þau eiga eina
dóttur, Oddnýju. Halldór áþrjú
börn af fyrra hjónabandi, Ingu Þór-
unni, Halldór og Sæmund Garðar.
Eggert, f. 9.7.1931, pípulagninga-
meistari, kvæntur Ásdísi Skúladótt-
ur sem er látin. Börn þeirra em fjög-
ur, Óli Már, Vignir, Guðmundur
Ármann og Birna.
Helga á nú tuttugu og eitt barna-'
bamabarn.
Systkini Helgu: Bergþóra Sveins-
dóttir, f. 26.1.1906, d. 11.8.1931, gift
Þorsteini Guðmundssyni. Þau áttu
einn son, Svein.
Eyjólfur Sveinsson, f. 6.7.1909, d.
3.1.1945, kvæntur Kristínu Bjarna-
dóttur. Synir þeirra: Ólafur Garðar
skrifstofustjóri og Sveinn Reynir,
stjórnarformaður og útgefandi.
Foreldrar Helgu vora Sveinn Sig-
urðsson, f. 15.9.1861, d. 28.2.1929,
smiöur og Sigríður Eyjólfdóttir, f.
28.9.1876, d. 29.12.1929, húsmóð-
ir. Þau bjuggu lengst af í Hafnar-
firði.
Helga Sveinsdóttir.
Ætt
Sveinn var frá Gróf í Flóa. Faðir
hans var Sigurður Sveinsson og
móðir Þóra Ormsdóttir.
Faðir Sigríðar var Eyjólfur Eyj-
ólfsson og móðir Helga Einarsdóttir.
Þau bjuggu á Hausastöðum í Garða-
hverfi.
Helga verður stödd hjá dótturdótt-
ur sinni í Þýskalandi á afmælisdag-
inn.
Guðrún Þórarinsdóttir
Guörún Þórarinsdóttir húsmóðir,
Dalbraut 20, Reykjavík, er sjötíu og
fimm áraídag.
Starfsferill
Guörún fæddist í Vatnsfirði við
ísafjarðardjúp og ólst þar upp. Hún
flutti til Bolungarvíkur 1946 og setti
þar upp prjónastofu og hannyrða-
verslun sem hún starfrækti til árs-
ins 1972. Þá flutti hún til Reykjavík-
ur ásamt manni sínum þar sem þau
tóku að sér húsvarðarstöðu að
Kleppsvegi 2. Þau stunduðu þar
húsvarðarstarfið og bjuggu á
Kleppsveginum til 1988 er þau fluttu
að Þjónustumiðstöðinni viö Dal-
braut þar sem þau búa enn.
Fjölskylda
Guðrún giftist 1.1.1952 Marísi
Haraldssyni, f. 29.8.1908, húsasmið,
en hann er sonur Haralds Stefáns-
sonar, sjómanns í Bolungarvík, og
konu hans, Ágústu Marísdóttur
húsmóður.
Börn Guðrúnar og Marísar eru
Ásvaldur Jón, f. 5.1.1948, bifvéla-
virki í Garðabæ, en hann á tvö börn;
Páll, f. 2.5.1950, eftirlitsmaður við
sjávarafurðardeild SÍS, búsettur í
Kópavogi og á hann þrjú börn; Á-
gústa Katrín, f. 23.9.1953, skrifstofu-
maður á skattstofunni á ísafirði, gift
Árna Friðbjamarsyni kaupmanni
og eiga þau eina dóttur; Hafrún Val-
borg, f. 16.10.1956, húsmóðir í Vog-
um á Vatnsleysuströnd, gift Helga
Samsonarsyni sjómanni og eiga þau
tvö börn.
Þá ól Guðrún upp tvö stjúpböm,
Marís Gilsfjörð, f. 29.8.1937, heildsala
í Reykjavík en hann er kvæntur Bimu
Bjömsdóttur húsmóöur og eiga þau
sex böm; Guðrúnu Auöi, f. 10.8.1939,
húsmóður í Hafnarfirði sem gift er
Guðrún Þórarinsdóttir.
Ingólfi Ólafssyni strætisvagnastjóra
en þau eignuðust fjögur böm.
Foreldrar Guðrúnar voru Þórar-
inn Einarsson og Guörún Ásgeirs-
dóttir.
Ferdínand Róbert Eiríksson
Ferdínand Róbert Eiríksson
sjúkraskósmiður, Hvammabraut 14,
Hafnarfirði, verður fertugur á
morgun.
Starfsferill
Róbert er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann gekk í Hagaskóla
og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Ró-
bert rak skóvinnustofu í Sólheimum
þar sem hann fékkst við viðgerðir.
Hann stundaði nám í sjúkraskó-
smíðum í Kaupmannahöfn 16 ár.
Róbert rak skóvinnustofu í Hafn-
arfirði, fyrst á Dalshrauni 5 og síðar
á Reykjavíkurvegi 64. Hann lét af
störfum fyrir nokkm vegna veik-
inda.
Fjölskylda
Kona Róberts var Halla Jóhannes-
dóttir, f. 5.10.1951, hjúkrunarfræð-
ingur, en þau skildu. Foreldrar
hennar em Guðrún Þórhallsdóttir
9g Jóhannes Jónsson, kennarar við
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.
Róbert og Halla eiga tvær dætur,
Guðrúnu Mjöll, f. 1972, nema í
Flensborg, og Rakel, nema í Öldut-
únsskóla.
Róbert á einn bróður, Ármann, f.
9.10.1946, sem er búsettur í Hafnar-
firði, kvæntur Erlu Gestsdóttur fós-
tru og eiga þau þrjú börn, Jón Gest,
við nám í sjúkraskósmíði í Svíþjóö,
Steinunni ogHermann.
Foreldrar Róberts: Eiríkur Ferd-
ínandsson, f. 14.6.1924, og Steinunn
Eiríksdóttir, f. 27.2.1924, starfandi
matráðskona, en þau eru búsett að
Hvammabraut 14.
Róbert tekur á móti gestum í dag
Ferdínand Róbert Eiríksson.
frá kl. 19-22 í Þrastarheimilinu að
Flatahrauni 21 i Hafnarfirði.
Já... en ég nota
yfirleitt beltið!
u
UMFERÐAR
RÁÐ
Til hamingju
með afmælið
29. júní
85 ára
Sveiney Guðmundsdóttir,
Boðahlein 4, Garðabæ.
80 ára
Marsibil Guðbjartsdóttir,
Stigahlíð 26, Reykjavík.
Sólveig Sigurðardóttir,
Skólavegi31A, Fáskrúðsfiröi.
75 ára
Svava Sigmundsdóttir,
Austurgötu 8, Hofshr.
Guðni Jón Guðbjartsson,
Dalalandi 4, Reykjavík.
Hulda R. Jónsdóttir,
Túngötu 38, Siglufirði.
70 ára
Elín Jónsdóttir,
Fellsmúla 8, Reykjavík.
Jónas G. Ólafsson,
Kjarrhólma 18, Kópavogi.
Sveinbjörn Guðmundsson,
Grænutungu 8, Kópavogi.
60ára
Hj örleifur Jónsson,
Miðtúni 84, Reykjavík.
Eggert Ólafsson,
Bústaöabraut 3, Vestmannaeyj um.
Þórdís Eggertsdóttir,
Kópavogsbraut 64, Kópavogi.
50 ára
Rósmunda Kristín Káradóttir,
Sólvallagötu 1, Hrísey.
Valgerður S. Jónsdóttir,
Áshlíð 13,Akureyri.
Halldór Friðgeir Jónsson,
Skarðsbraut 9, Akranesi.
40ára
Grétar Óskarsson,
Gerðhömmm 8, Reykjavík.
Hafsteinn Hafsteinsson,
Nýlendugötu 20A, Reykjavík.
Jakobina Sörensdóttir,
Strandgötu 1B, Eskifiröi.
Anne Maureen Pehrsson,
Hléskógum 12, Egilsstöðum.
Tilkynning frá
Gjaldheimtunni í Hafnarfirði
Frá og með 1. júlí 1991 hættir Gjaldheimtan í
Hafnarfirði störfum.
Frá sama tíma annast bæjarfógetinn í Hafnar-
firði innheimtu opinberra gjalda.
Innheimta fasteignagjalda fer fram á bæjarskrif-
stofunum, Strandgötu 6.
Hafnarfirði, 28. júní 1991