Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1991.
21
Sviðsljós
:***«<:>
*,» • >
&Æ.
Þeir sem áttu leiö um um Austur-
strætið fengu rokktónleika Bubba
Morthens og Rúnars Júlíussonar
beint í æð.
Rokkar-
amirá
þakinu
Eins og flestir vita hafa þeir tekið
höndum saman, Buhbi Morthens og
Rúnar Júlíusson, og rokka nú í gríð
og erg. Afraksturinn af samstarfi
þeirra er að finna á nýútkominni
hljómplötu með þeim sem ber heitið
GCD sem einnig er nafn á hljómsveit
sem þeir hafa stofnað í kringum sam-
starfið. Tónlist þeirra er alls konar
rokk og hafa þeir troðið upp á mörg-
um stöðum að undanfórnu, meðal
annars á rokkhátíðinni miklu í Hafn-
arfirði.
Hér eru svo rokkararnir sjálfir,
Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson,
uppi á þaki veitingahússins Berlín-
ar.
Þeir félagar, ásamt Gunnlaugi
Briem og Berþóri Morthens, tróðu
nýlega upp einn góðviðrisdaginn í
Austurstræti uppi á þaki veitinga-
hússins Berlínar og hófu upp raust
sína, fjölmörgum sem leið áttu um
bæinn til mikillar ánægju. Sungu
þeir og léku lög af nýju plötunni og
var ekki að heyra annað en að áhorf-
endum líkaði vel það sem þeir buðu
upp á.
Ekki var eingöngu um tónleika að
ræða hjá þeim Buhba og Rúnari held-
ur var einnig kvikmyndað fyrir
myndband sem væntanlegt er á
næstu dögum. Höfðu kvikmynda-
tökumennirnir meðal annars komið
sér fyrir í körfu sem hékk í bygging-
arkrana.
KASSETTUR FYRIR
BÖRNIN í BÍLINN
KRAKKARNIR LEIKA OG LESA ÖLL
SÍGILDU ÆVINTÝRIN Á EINNI KASSETTU
KRAKKARNIR SYNGJA ÖLL
VINSÆLUSTU LEIKSKÓLALÖGIN
75 mínútur af sögum og léttum lögum
SÖGUR: Rauðhetta • Nýju fötin keisarans • Prinsessan ó bauninni
• Stígvélaöi kötturinn • Búkolla • Mjallhvít og dvergarnir sjö
• Hans og Gréta.
LÓG: Siggi var úti • Um landið bruna bifreiðar • Hjólin ó strætó
snúast • Við setjum svissinn ó • Upp ó grænum hól • Það búa litlir
dvergar • Krummi krunkar úti • Ein stutt, ein löng.
NOKKRAR FLEIRI KASSETTUR SEM GÓÐAR ERU
FYRIR BÖRNIN I BÍLINN
Barnalcikir 1 & 2; öll skemmtilegustu lögin sungin af krökkunum,
auk þess sem Eddi frændi rabbar við krakkana. Rokklingana þarf
ekki að kynna. Á þessum tveimur kassettum eru öll þau lög sem
Rokklingarnir eru þekktir fyrir.
Á milli laga spjallar Eddi frændi við krakkana
LÓG: Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur • Eg langömmu ó
• Krummi svaf í klettagjó • I Hliðarendakoti • Bílarnir bruna yfir
brúna • Litla flugan • Gróðug kerling • Við erum söngvasveinar
• Pólína, Pólína • Fuglinn í fjörunni • Hver var að hlæja • Ein ég
sit og sauma • Gæsamamma gekk af stað • Ef væri ég söngvari
• Litirnir • Vorvindar glaðir • Lóan er komin • Guttavísur
• Krumminn í hlíðinni • Kóti vegfarandinn • Sofðu unga óstin mín.
VERÐLAUNAGETRAUN
I kynningarbæklingi fyrir fyrr-
nefndar kassettur, sem liggur
frammi á öllum útsölustöðum, er
að finna verðlaunagetraun.
I vinninga eru fjögur reiðhjól frá
versluninni Markið. Það eina sem
börnin þurfa aö gera er að svara
þrernur laufléttum spurningunr
og senda inn svarmiða.
ALLAR ÞESSAR KASSETTUR FÁST Á SÖLUSTÖÐUM UM LAND ALLT
BG ÚTGÁFAN
SKEIFUNNI 19, S: 689440
-HK