Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. 41 Finndis Kristinsdóttir, 22 ara fiðlari: „Tónlistin er minn heimur" -yngsti konsertmeistari í Svíþjóð og ein kvenna. Finndis Kristinsdóttir, yngsti konsertmeistari i Svíþjóð og ein kvenna í því starfi. DV-mynd GVA „Ég er oftast svolítið taugaóstyrk fyrir tónleika en ekkert fyrir þessa sérstaklega þó þetta séu þeir fyrstu á íslandi. Ég geri eins og vel og ég get og vona að allt fari vel,“ sagöi Finndís Kristinsdóttir fiðluleikari í samtali við DV. Finndís heldur sína fyrstu einleiks- tónleika á íslandi á þriðjudaginn í Listasafni Siguijóns Ólafssonar ásamt Wilhelminu Ólafsdóttur píanóleikara. Finndís, sem er aðeins 22 ára gömul síðan í lok maí, hefur verið búsett í Svíþjóð frá árinu 1979 en er fædd og uppalin á Akranesi. Byrjaði 4ra ára með blokkflautu Finndís hefur lagt stund á nám í fiðluleik frá 6 ára aldri en fyrsti kennari hennar var Ingi Gröndal við Tónlistarskólann á Akranesi. Reynd- ar hafði hún fengist við tónlistarnám enn fyrr þegar Sigurbjörg Helgadótt- ir, systir hennar, kenndi henni að spila á blokkflautu. „Hún var óskaplega næmur nem- andi. Þetta virtist allt liggja opið fyr- ir henni og hún náði tökum á blokk- flautunni fyrirhafnarlaust. Þannig vildi það til að hún lærði í rauninni aö lesa nótur áður en hún lærði að lesa en það var ekki fyrr en árið eft- ir,“ sagði Sigurbjörg systir við DV. Finndís hélt áfram tónlistarnámi í Svíþjóð en áhuginn var um tíma ekki óskaplega mikill. Hafði lítinn áhuga um tíma „Það má segja að frá 10-15 ára hafi ég verið mjög áhugalaus um námið,“ sagði Finndís. „Ég æfði mig kannski 10 mínútur á sunnudagskvöldi ef ég átti tíma daginn eftir. Þetta skapaðist að hluta til af því að við mamma mín bjuggum í Nybro sem er frekar lítill bær á sænskan mælikvarða, svona svipaður á stærð og Akureyri, og þar var enginn krakki á mínum aldri að læra á fiðlu og mér fannst ég vera svolítið sér á parti.“ Áhuginn lifnaði aftur þegar Finn- dís sótti um að komast á námskeið í fiðluleik en var að vísu hafnað. Þar heyrði fiðlukennarinn Lars Jöneteg hana spila og bauð henni að koma á námskeið hjá sér í staðinn. Það hafði áhrif á afstöðu hennar að meðal kennara á námskeiðinu var Ingvar Jónasson víóluleikari sem um árabil starfaði í Svíþjóð. Þáttaskil í náminu „Þama kynntist ég heilum hópi af krökkum sem allir voru að læra á hljóðfæri og allt þeirra líf sneristum það að ná sem bestum árangri á því sviði. Það opnaði augu mín fyrir því að þetta væri það sem maður ætti auðvitað að gera. Þarna eignaöist ég vini sem hafa fylgt mér síðan og helg- aði mig náminu af öllum kröftum." Á þessum tíma komst varla neitt annaö að hjá Finndísi því nám af þessu tagi útheimtir gífurlegar æf- ingar. Oft æfði Finndís sig 5-7 tíma á dag og var bókstaflega með fiðluna í höndunum allan tímann sem hún var vakandi. Tónlistin er minn heimur „Þetta var það sem lífið snerist um og gerir enn,“ segir Finndís. „Þegar ég er ekki í skólanum þá er ég að æfa og þegar ég er ekki æfa þá um- gengst ég fólk sem er í tónlist svo það kemst ekkert annað aö. Tónlistin er minn heimur og það er heimur sem mér líkar vel og vil hvergi annars staðar vera,“ segir Finndís. - En hvað gerir hún þegar hún er ekki að æfa að spila. Hlustar hún á klassíska tónlist á kvöldin? „Nei, ekkert endilega," svarar Finndís. „Ég hlusta mikið á tónhst og þá ekki endilega klassíska. Mér finnst oft mjög þægilegt að kveikja bara á útvarpinu þegar ég kem heim og hlusta á það popp sem þar er. Það er ágætis hvíld.“ Finndís tók fiðluna svo sannarlega fóstum tökum því síðan lá leiðin á tónlistarbraut í lýðháskóla þar sem hún var í tímum hjá Lars Jöneteg. Árið 1987 hóf hún nám á einleikara- braut við Tónhstarháskólann í Stokkhólmi undir handleiðslu Leo Berhn þar sem hún lærir enn, utan eitt ár sem hún nam við Matthias Hauer konservatorhð í Vínarborg. Meðal kennara hennar er prófessor Harald Theden. Eina konan sem kon- sertmeistari og yngst að auki Þar á hún enn eftir eins vetrar nám sem hún ætlar að ljúka með starfi konsertmeistara en Finndís hefur nýtekið við því starfi hjá sinfóníu- hljómsveitinni í Gavle og mun vera yngsti konsertmeistari Svíþjóðar og að auki eina konan í Svíþjóð sem gegnir því starfi. Gávle er borg á stærö við Reykjavík um 200 khó- metra norðan við Stokkhólm. Sex sinfóníuhljómsveitir eru starf- andi í Svíþjóö og mun vera fátítt að þeim sem ekki hafa enn lokið námi sé boðin staða konsertmeistara. „Það var komið að því á mínum námsferh að fara og spha með alvöru hljómsveitum og Gávle varð af thvhj- un fyrir valinu. Mér var boðið að gegna starfi konsertmeistara þegar ákveðið var að stækka hljómsveit- ina. Auðvitað tók ég því boði því mér finnst gaman að fá að spreyta mig á starfi sem gefur mér svo mikið og axla þá ábyrgð sem því fylgir," sagði Finndís og verður nú býsna einbeitt á svip. Kvíði ekki að stjórna þeim eldri Finndís er að auki langyngst þeirra sem spha í hljómsveitinni en næst henni í aldri stendur kona um þrí- tugt sem leikur á óbó. Hvemig leggst það í hana að þurfa að segja sér eldri og reyndari tónhstarmönnum fyrir verkum? „Ég hef nú ekki haft svo miklar áhyggjur af því,“ segir Finndís og brosir. „Ég geri mér vel grein fyrir því að þama er fólk sem húið er að spha í hljómsveit í áratugi og auðvit- að getur því fundist erfitt að vera undir stjóm miklu yngri manneskju. Mér verður örugglega bent á það ef ég geri eitthvað vitlaust. Hitt er ann- að mál að kennarinn minn, Leo Berl- in, er fyrrverandi konsertmeistari Fílharmóníunnar í Stokkhólmi og til hans mun ég leita með ráð ef á bját- ar.“ - Stefnir hún að einhverju sérstöku í framtíðinni, á hún sér einhvern stóran draum? „Ég veit það varla. Þetta er svo nýtilkomið að ég sé bara fram á vinnu og aftur vinnu. Ég þarf að læra gífurlega mikið af tónlist til þess að byrja með auk þess að ljúka náminu. Égatti mér þann draum að komast í tónhstarháskóla og hann rættist. Ég átti mér þann draum að komast til Vínarborgar í nám og hann rætt- ist. Ég veit varla hvað verður næst. Fyrsta árið með hljómsveitinni skiptir mestu máli en það verður reynslutími. Það verður ákveðið næsta vor hvort ég fæ fastráðningu sem konsertmeistari. Á hvom veg- inn sem fer er þetta ómetanleg reynsla. Framhaldiðð verður svo uð koma í ljós,“ segir Finndís að lokum. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.