Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. 43 Trimm Skokk er tengt almenningi og öllum aldri: Sparið ekki í skókaupum - fimmta vika æfingaáætlunar í fimmtu viku breytist hraöi milli æfingadaga. Tilgangurinn er sá aö fólk nái betur að ráða við breytilegt álag, enda ekki æskilegt að festast í sama hraða. í æfingaáætluninni merkir jafn hraði u.þ.b. hálfri mínútu meiri hraða á hvem km en rólegur hraði. Vanur skokkari myndi t.d. hlaupa á jöfnum hraða á 4:30 mín. á km og 5:00 mín. rólega. Byrjandi, sem búinn er að skokka í nokkrar vik- ur, myndi hins vegar miöa við 6:00 mín. og 6:30-7:00 mín. Þar sem þeir sem ætla að hlaupa maraþon eru að öllu jöfnu búnir að skokka í nokkur ár, eins og Vöggur, er rétt að byrja þegar á uppbyggingu hraða með einum fartleik í viku. Fartleikur Fartleikur er hugsaður sem blanda af langhlaupi og hraðaæf- ingum. Þessi æfingaaöferð er upp- runalega komin frá Svíþjóð og hentar mörgum rpjög vel, sérstak- lega ef erfitt er að komast á hlaupa- braut. Kostur er að fólk getur út- fært fartleikinn að vild og er ekki bundið af neinum millitímum. Venjulegur fartleikur er þannig uppbyggður aö fyrst er hitað upp með 10-12 mín. skokki og á eftir ' fylgir álagstiminn, t.d. 20-30 mín. með 10 mín. skokki í lokin. Álags- tíminn byggist upp á mismunandi löngum sprettum, t.d. 100-500 m með mislangri hvíld (skokki) á milli. Með því að leggja áherslu á brekkur má gera fartleikinn erfið- ari. Rétt er að taka fram að sprett- imir eru aldrei teknir á fullum hraöa. Kveðja, Sigurður Pétur Sigmundsson Skemmtiskokk Hálfmaraþon Maraþon ÓlöfHuld Ásgeir Vöggur 1.d. 5 km lólega 10 km rólega 16 km rólega 2.d. Hvíld Hvild . Hvíld 3.d. 3kmjafnt 5kmjafnt 8kmfartleikur 4.d. Hvíld Hvíld 10 km rólega 5.d. 4kmrólega 6 km rólega 8 km rólega 6.d. Hvíld Hvíld Hvíld 7.d. Hvild ökmjafnteða 8kmjafnteöa Egilsst. (10km) Egilsst. (10km) Egilsstaðamaraþon: Góð upphitun fyrir Rey kj avíkurmaraþon - eini útbúnaðurinn sem verulegar kröfur eru gerðar til í skokki Ekki æskilegt að festast í sama hraða Mikilvægt er að teygja vel á eftir skokk, þó ekki séu geröar kröfur um að skokkarar geti bókstaflega brotið sig saman eins og þessi gerir. Ef ekki er teygt á vöðvum ettir áreynslu styttast þeir og verða mjög stifir. Reykjavíkurmaraþon: Það nægir ekki öllum að vita að líkamleg hreyfing er holl, bæði and- lega og hkamlega. Eftir sem áður getur verið erfitt að koma sér af stað. Um alla líkamlega hreyfmgu gildir það að hver og einn verður að finna hvað honum hentar og hvað honum finnst gaman að gera. Skokk er einfalt og krefst lítillar tilsagnar og útbúnaðar. Skokkari nýtur útiverunnar jafnframt því að hreyfa sig. En hvað er skokk? Á skokki og hlaupi er eðlismunur. Skokk er hreyfing til að halda sér við, til að vera frískur og hress. Við getum tengt skokk við almenning og allan aldur. Hlaup er stöðugri æfing, meiri hraði og nálgast keppni. Hlaup- ari hleypur til að byggja upp ákveð- inn styrk og setur sér ákveðin markmið, án þess að þurfa að vera keppnisíþróttamaður. Skokkarinn fer út að skokka þegar hann hefur tækifæri til. Vertu sáttur við að skokka Grundvöllur þess að byija að skokka er að vera sáttur við skokkið og finna tilgang í því, ánægju, þörf eða annað. Það þýðir lítið að segja einhverjum að íara að skokka ef hann hefur engan áhuga á þessari tegund líkamshreyfingar. Hver og einn verður að skokka sín vegna en ekki vegna allra hinna sem skokka. Fyrir þá sem ekki finna sig í skokki á e.t.v. betur við að fara í fjallgöngu eða gera eitthvað annað. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að byija að skokka er mikilvægt að fara ekki of geyst. Það gildir um skokk eins og svo margt annað að fara skal jafnt og uppbyggjandi af stað. Fólk nær svo að tempra sig sjálft í skokki, bæði að því er varðar hraða og vegalengdir. Mörgum finnst erfitt að skokka einir en þá er um að gera að fá ein- hvem með sér og jafnvel mynda klúbba. Ákveðin markmið hjálpa alltaf, t.d. ef taka á þátt í Reykjavík- urmaraþoni. Skokk er hreyfmg sem hægt er að ráðleggja öllum. Undantekningu má þó gera um fólk sem er mjög þungt þ.e. að hægt sé að beygja sólann. Flestir nýir skór hafa þá eiginleika. Ekki er gott ef yfirlag skónna er mjög þykkt því þá hleypir það ekki út svita. Þá þarf það að vera sterkt svo að það rifni ekki á fyrsta mánuði. Hlaupaskórekki gerðir fyrir aðrar íþróttagreinar Sumir eru með sérþarfir að því er skó varðar. Sem dæmi má nefna þá sem eru kiðfættir, þá sem hlaupa mikið á hælunum og þá sem eru með ilsig. Nú eru á markaðnum skór sem leysa úr flestum vandamálum. Oft er líka hægt að notast við venjulega skó en bæta t.d. innleggi eða hælpúða í skóinn. Fætur eru misjafnir eins og fólk og hver og einn þarf að fara eftir sínum sérþörfum. Þeir sem selja skó geta yfirleitt hjálpað til við að leysa þau vandamál sem fyrir hendi eru. Hlaupaskór eru yfirleitt ekki hent- ugir fyrir aðra hreyfingu, nema þá göngu. Yfirbygging skónna er gerð fyrir eina hreyfingu, fram á við, og slitnar fljótt í öðrum íþróttagreinum. SóU á hlaupaskóm er hár og langt er niður í gólf þannig að næmina vantar. Meiri hætta er á meiðslum ef skórnir eru notaðir í aðrar íþrótta- Góðir skór eru grundvallaratriði fyr- ir skokkara. Þeir eru ein mesta (or- vörn meiðsla. DV-myndir Hanna greinar, s.s. skvass, badminton, fót- bolta og þess háttar. Gatslítið ekki skónum Erfitt er að gefa ákveðna reglu um það hvað hlaupaskór endast lengi. Það fer alfarið eftir því hvað þeir eru notaðir oft og hvort skokkað er hægt eða hratt. Skokkarar sem fara rólega skekkja skó ekki eins mikið og hlauparar. Ef sóUnn er orðinn þunn- ur og skórnir halda ekki við fótinn lengur er gott að fara að huga aö nýjum skóm. Það sama gildir þegar þú finnur að skórnir eru orðnir skakkir og ekki er gott að hlaupa á þeim. Það er ekki endilega ytra útlit sem segir allt. Skórnir geta litið ágætlega út þótt sólinn sé gatsUtinn. -hmó Gott er að fá einhvern með sér í skokkið ef erfitt er að fara einn af stað. eða er hjartveikt. Af því þarf að taka mið í byijun og oft er betra að byija á sundi eða gönguferðum ef á undan fer langvarandi kyrrseta. Þykkir og mjúkir sólar Eini útbúnaöurinn, sem skokkurum er nauðsynlegur auk klæðnaðar, er góðir skór. Það borgar sig ekki að spara í skókaupum því góðir skór eru ein mesta forvörn meiðsla. En hvað eru svo góðir skokkskór? Skósólamir eiga að vera mjúkir og þykkir svo fjöðrun náist fram. Ef skokkað er í skóm með þunnum og hörðum sóla verður mikiö högg á bakið í hvert sinn sem fóturinn snertir jörðina. Skórnir þurfa að vera stöðugir, með breiðum sóla, svo skokkarinn velti ekki og misstígi sig. Einnig þurfa þeir að geta brotnað, Fyrir þá sem ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni er Egilsstað- amaraþon tilvalin æfing. Hlaupið fer fram sunnudaginn 7. júlí kl. 12:00. Hægt er að velja um fjórar mismun- andi vegalengdir, maraþon (42 km), hálfmaraþon (21 km), 10 km hlaup og skemmtiskokk sem er um 4 km. Egilsstaðamaraþon er einnig ís- landsmeistaramót í hálfu maraþoni. Hlaupið er í kring um Egilsstaði eins og nafn hlaupsins gefur til kynna. Verðlaunapeningar verða veittir öll- um sem ljúka hlaupunum auk þess sem þrír fyrstu í hveijum flokki hljóta áletraða keppnispeninga og sigurvegarar fá verðlaunabikara. Þátttaka tilkynnist skrifstofu UÍA í síma 97-11353 í síðasta lagi 1. júh. Skemmtiskokkið verður opið fram aðkeppni. -hmó STYRKIR REYKJAVIKURMARAÞON ® TOYOTA Tákn um gceði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.