Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. .25 Sigurlið islands á Bislet 29. júní 1951, sitjandi frá vinstri: Torfi Bryngeirsson, Benedikt Jakobsson þjálfari, Jens Guðbjörnssson fararstjóri, Bragi Kristjánsson fararstjóri, Garöar S. Gíslason, form FRÍ, Jóhann Bernhard fararstjóri, Kristján Jóhannsson, Haukur Clausen, Örn Clausen. Standandi frá vinstri: Kári Sólmundarson, Ásmundur Bjarnason, Þorsteinn Löve, Krisleifur Magnússon, Gunnar Huseby, Ágúst Ásgrímsson, Eiríkur Haraldsson, Hörður Hafliðason, Sigurður Guðnason, Jóel Sigurðsson, Adolf Óskarsson, Stefán Gunnarsson, Sigurður Friðfinnsson, Guðmundur Lárusson, Victor Munch, Ingi Þorsteinsson, Hörður Haraldsson, Kolbeinn Kristinsson og Skúli Guðmundsson fyrirliði. síðastir en Jóel Sigurðsson varð þriðji í spjótkastinu. Allt samkvæmt bókinni. í 400 m hlaupinu var" um greinilega yfirburði íslensku kepp- endanna aö ræða en þar hlupu Guð- mundur Lárusson, sem sigraði, og Ásmundur Bjarnason, sem varð ann- ar, alllangt á undan þriðja manni. Torfi nálægt Evrópumeti Nú var komið að þeirri grein, sem flestir íslendingar voru kvíðnir yfir, en það var stangarstökkið. Torfi harkaði samt af sér alla hálsbólgu og lét á engu bera. Þegar hækkað hafði verið í 3,90 m hófst baráttan um fyrsta sæti milli Torfa, Danans Stjemild og Norðmannsins Kaas. Þeir Stjernild og Kaas fóru yfir í fyrstu tilraun en Torfi felldi. Margir landar voru nú hræddir um að las- leikinn væri farinn að segja til sín. Torfi var á öðru máli og flaug í næstu tilraun. Nú var augljóst að Torfi hafði gleymt hálsbólgunni og stökk yfir næstu hæðir í fyrstu tilraun, þ.e. 4 m, 4,10,4,20 og 4,30 m sem var nýtt ísl. met. Kappinn átti nú völhnn og lét nú hækka í 4,42 m sem var Evr- ópumethæð. Hann átti mjög góðar tilraunir, sérstaklega í fyrstu tilraun. Þvílíkur keppnismaður. Fágætir keppnis- hæfileikar Gunnars Huseby Enda þótt við héldum enn öruggri forystu í stigakeppninni gátu hinar óvissu greinar eins og þrístökk og kringlukast gjörsamlega snúið tafl- inu við ef illa tækist. Þrístökkið var spennandi og tvísýnt til síðustu stundar. Okkar menn, Kári Sól- mundarson og Kristleifur Magnús- son, stóðu sig vel, Kári varð annar og Kristleifur fimmti. Nú var röðin komin að kringlukastinu en flestir landamir settu traust sitt á Gunnar Huseby, Evrópumeistarann í kúlu- varpi. Að vísu var kringlukastið aukagrein hjá kappanum en hann átti þó íslandsmetið. Við skulum gefa Jóhanni Bemhard orðið aö loknum fjórum umferðum: „Huseby var nú kominn í 3. sæti og aðeins tvö köst eftir. Mér var litið á kempuna er hann bjóst til að kasta þessu næstsíð- asta kasti. Hann beið fyrst andartak meðan áhorfendur höfðu sem hæst vegna hlaupanna á vellinum, velti kringlunni síðan notalega milh handanna, sneri sér mjúklega og náði háu og fallegu kasti sem lenti alveg við 48 metra strikið. Þeir sem ekki vom uppteknir af hlaupunúm eða stökkunum urðu þarna vitni að fágætum keppnishæfileikum Gunn- ars Huseby, því þarna tók hann á síðustu stundu forystuna af manni, sem talinn var honum betri, og hækkaði sig úr 3. sæti í fyrsta." Þetta kast setti keppinautana út af laginu en svona til öryggis kastaði Gunnar einnig lengra en þeir í síðustu um- ferð og þar með lauk kringlukasts- sem engin hætta var á ferðum. Svéit- in tók forystu eftir annan sprett og hélt henni tíl loka og sigraði með yfirburðum á nýju landssveitarmeti. Þar með var síðustu grein lands- keppninnar lokið með algerum sigri íslands. Lokaúrsht: ísland - Noregur 110,5 stig gegn 101,5. ísland - Danmörk 118,5 stig gegn 98,5. <Innherjinn Jónsson skaut Svíþjóð í kaf'' Fjölmargt áhorfenda var á gamla góða Melavelhnum í góðu veðri er leikur íslands og Svíþjóðar fór fram. Hann var frá fyrstu tii síðustu augna- blika afar hraður og skemmtilegur. í síðari hálfleik varð hann sérstak- ■ 38. mín.: Gunnar Guðmanns lék knettinum að vítateig Svía og gaf fyrir til Ríkharðs sem skoraði meö óverjandi skoti (en bránnhet párla, segja Svíar). 2:0. 48. mín.: Karl Guðmundsson tekur aukaspymu um miðjan vöh, sendir knöttinn að marki Svíanna, Ríharð- ur er þar fyrir og skallar knöttinn inn. 3:0. 76. mín.: Bergur Bergsson mark- vörður missti knöttinn sem rann eft- ir markhnunni, Haukur Bjarnason „kiksaði" er hann hugðist spyrna frá og knötturinn hrökk fyrir fætur Per Olof Larsson sem sendi hann í horn- ið. 3:1. 82. mín.: Ólafur Hannesson fær knöttinn utan við vítateig Svíanna, sendir hann til Ríkharðs sem með nokkrum bolsveigjum sniðgengur Sjöstrand, Emanuelsson og Larsson hvern á eftir öðrum og skorar, eins og eitt sænsku blaðanna sagði svo skemmtilega frá (sá var den förskrácklige innern framme och dro ned rullegardinen med nytt mál) 4:2. 88. mín.: Jönsson komst í gegn um íslensku vörnina og skoraði, 4:3. Svíar hrifnir af íslenska liðinu Ríkharður Jónsson var yfirburðamaður i landsleiknum gegn Svium 29. júní 1951. En Ríkharður og félagar hans á Akranesi brutu blað í sögu íslandsmótsins í knattspyrnu með þvi að sigra i mótinu þetta ár fyrstir allra félaga utan Reykjavíkur. Hér sést Ríkharður taka við íslandsbikarnum úr höndum Jóns Sigurðssonar, þáverandi form- anns KSÍ. keppninni með óvæntum sigri Is- lendings. Keppninni lauk á landssveitarmeti Áður en síðasta grein keppninnar, 4x400 m boðhlaup, hófst varð ljóst að ísland hafði sigrað báðar þjóðim- ar, boðhlaupssveitin þurfti aðeins að koma í mark, mátti verða síðust. Að sjálfsögöu lét hún sér það ekki nægja, enda þótt grípa þyrfti til tveggja varamanna í stað Clausen-bræðra. Haukur var löglega forfallaður en Örn, sem keppt hafði í 5 greinum og orðið stigahæstur, var sparaður þar Lokaorð þessarar frásagnar era Jóhanns Bernhard: „Húrrahrópin hljóðnuðu. Stuttu síðar hófst lokaathöfnin með því að fáni íslands var dreginn að hún. Síð- an var fáni Noregs dreginn að hún til merkis um það að Noregur hafði sigrað Danmörku. Viö landarnir lit- um hver á annan, hrærðir í huga og ánægðir yfir unnum sigri. Á næstu mínútum vorum við íslendingarnir umkringdir af blaðamönnum og áhugasömum unnendum fijáls- íþrótta er spurðu okkur spjörunum úr og óskuðu okkur til hamingju með verðskuldaðan sigur. Því það virtust alhr veira sammála um að sigurinn væri verðskuldaður.“ lega spennandi og tvísýnn er Svíarn- ir virtust ætla að jafna. Það tókst sem betur fer ekki en fyrirsögn í einu sænsku blaðanna er e.t.v. dæmigerð fyrir leikinn. Þar stóð að innherjinn Jónsson heföi skotiö Svíþjóð í kaf en þar er aö sjálfsögðu átt við Ríkharð Jónsson sem skoraði öh mörk ís- lands. Mörk leiksins Við skulum nú riíja upp mörk leiksins og aðdraganda þeirra. 32. mín.: Bjarni Guðnason lék fram völhnn, gaf knöttinn til Þórðar Þórð- arsonar, sem vippaði honum til Rík- harðs, sem hristi af sér 3 vamarleik- menn Svía og skoraði eldsnöggt. 1:0. Sjaldan mun hafa sést eins sam- stillt íslenskt lið á vellinum. Vörnin var heilsteypt og sterk með Berg Bergsson markvörð sem besta mann. Vitnum enn í sænskt blað: „Islands málvakt Bergsson visade upp ett brilljant spel mellan stolparna. Det var ibland rena akrobatiken i hans ráddningar." Aðrir varnarmenn ís- lenskir fengu svipaða dóma í sænsku pressunni og segja má að sænskir blaðamenn hafi verið sanngjarnir í dómum sínum og tahð sigur íslands verðskuldaðan. Blöðin voru að sjálf- sögðu yfir sig hrifin af Ríkharði og töldú að þar væri á ferðinni atvinnu- maður í knattspymunni. Dómari leiksins var íslenskur, hinn kunni og frábæri dómari, Guðjón Einars- son. Svíar töldu hann hafa sinnt starfi sínu óaðfinnanlega, verið al- gerlega réttsýnan og óhlutdrægan. í lok þessarar upprifjunar er gam- an að enda á skemmthegu atviki undir lok leiksins við Svia. Skyndi- lega er tilkynnt í kallkerfi vaharins, að þær fréttir hafi borist frá Ósló að ísland hefði sigrað bæði Norðmenn og Svia í fijálsum íþróttum. Fagnað- arlætin voru að sjálfsögðu mikil og dæmigerð fyrir þá gleði og stolt sem ríkti hjá þjóðinni yfir þessum miklu og ánægjulegu íþróttasigrum. Örn Eiðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.