Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. 55 PV__________________________Sviðsljós Karl Bretaprins: Er hjóna- bandið á leið í vaskinn? Bresku pressunni verður tíðrætt um það þessa dagana hvort hið kon- unglega hjónaband Karls og Díönu sé á leiðinni í vaskinn. Þeir sem fylgj- ast einna best með hverri hreyfingu fjölskyldunnar segja að gjáin milli hjónanna sé orðin of djúp og breið tii þess að hún verði brúuð. Og nú velta margir vöngum yfir sambandi Karls við gamla vinkonu sína sem þykir sýna honum mikla samúð. Sú heitir Camilla Parker Bowles og er gömul unnusta prinsins. Hún er nú gift vini hahs, Andrew Parker Bowles. Camilla hefur sést í sólbaði með prinsinum á sveitasetri hans í Wales þegar Díana er að heiman. Ferðir Karls til Ítalíu i einkaerindum hafa einnig vakið athygli manna eftir að ljóst varð að sveitasetur það sem Karl dvelur á í Umbríu er í aðeins klukkustundar aksturs íjarlægð frá sveitasetri Parker Bowles hjónanna á svipuðum slóðum. Innvígðir segja að Díana sé æf vegna samskipta skötuhjúanna og steininn hafi tekið úr þegar hún komst að því að Camilla gegndi hlut- verki húsfreyju í nokkrum boðum sem Karl hélt fyrir nána vini í fjar- veru Díönu. Díana hefur í samtölum við pressuna neitað harðlega að nokkuð sé milli eiginmanns hennar og unnustunnar gömlu annað en vin- átta. „Það er ljóst að Karl vill frekar eldri konur,“ fullyrðir einn gesta hans sem fylgst hefur með málinu. „Camilla var á sínum tíma mjög ást- fangin af honum og hefði gifst honum fyrir hálft orð.“ - m||§| 1 ■ Karl og Díana eru sögð eiga i erfiðleikum i hjónabandinu. Camilla, gömul unnusta prinsins, er talin hugga hann í mótstreymi undan farinna vikna. Kannski meira en góðu hófi gegnir. Meiming Glæpakóngurinn Leo (Albert Finney) ver sig í einu af betri bióatriðum seinni ára. Bíóborgin-Valdatafl: ★★★★ Þytur Ef Nikita hefði ekki frestast fram yfir áramót þá væri hér komin besta mynd ársins til þessa. Hún er nokkurs konar óður til glæpasagna og mynda og er eftir tvo bræður sem hafa áöur gert saman myndirnar Blood Simple og Raising Arizona. Þeir lágu yfir hand- riti Miller’s Crossing í hartnær tvö ár og það ber þess glögg merki. Öll samtöl eru gljáfægð og persónur eins knappt dregnar og mögulegt er. Leikaravalið og úr- vinnslan eru í hæsta mögulega gæðaflokki. Þessir ótrúlegu bræður eru þrísannaðir snillingar. Sagan er skírskotun til sagna Dashiell Hammett og hafa Coen-bræður jafnvel lagt persónum sínum í munn ýmsa frasa frá Hammett sem lesendur hans munu kannast við. Sagan gerist á bannárunum í einhverri borg á aust- urströnd Bandaríkjanna. írinn Leo (Finney) er glæpa- konungur borgarinnar og hefur töglin og hagldirnar í stjórninni. Undirmaður hans, feitur ítali, kallaður Caspar (Polito), er óánægður með þá linkind er Leo sýnir ræfli að nafni Bernie (Turturro) sem stelur frá Caspar. Leo neitar að láta drepa Bernie því hann er hrifmn af systur hans, Vernu (Harden). Hægri hönd Leo, Tom (Byrne), er líka í tygjum við Vernu en sér engan hag í því að vemda Bernie. Caspar fer í stríð og Leo kemst að svikum Toms og hendir honum á dyr. Tom fer þá yfir til Caspar en þarf að sanna áður aö hann sé tilbúinn til að svíkja gamla liöið sitt. Þetta er dálítið flókin saga, ekki fyrir það að vera efnismikil, heldur fyrir það að Coen-bræður treysta á að áhorfandinn sé vakandi og fylgist með því þeir hafa ekki tíma til þess aö sífellt vera að tyggja eitt- hvað ofan í þá. Við fylgjumst með sögunni aö mestu í gegnum Tom sem er drykkfelldur og spilasjúkur en mjög gáfaður miðað við atvinnugreinina. Byrne leikur hann sem kaldrifjaðan og tilfinningalausan en um leið virðist hann langþreyttur. Honum stekkur varla bros en hann hefur alltaf íleygar setningar á takteinum. Við fáum aldrei að vita hvað hann hugsar og á það reyndar við allar aðrar persónur. Þær eru einfaldar og í höndum slakra leikara hefðu þær verið frekar grunnar. Leikararnir í þessari mynd eru hins vegar ekkert annað en fullkomnir og er þá sama hvar er komið niður. Mesta eftirtekt vekja nýðliðarnir Harden og Polito en Marcia Gay Harden er sviðsleikkona, sem Coen- bræður uppgötvuðurog nú verður gaman að sjá hvort ferill hennar verður sambærilegur við Frances McDormand og sérstaklega Holly Hunter en Coen- bræðurnir komu þeim báðum á framfæri. Harden virð- ist jofa góðu en Jon Polito, sem leikur Caspar, er hreint frábær. Hvemig óskárinn gatlitið framhjáhon- um er'óskiljanlegt. Pesci yar góður en Politó slær honumálveg viö. Það er hins vegar sagan sem heldur manni fóstum. í hatti Hún er hvorki frumleg né sérstaklega grípandi en hún er geysihröð, dettur aldrei niöur og samtölin eru lista- smíði, með mörgum af betri frösum sem hafa heyrst í lengri tíma. Þegar við er bætt leiknum, dimmri (þessi veröur vonlaus í videoinu) en sterkri töku Barry Sonnefeld og seiðandi tónlistinni þá er útkoman nokk- uð sem erfitt er að slá við. Fyrir utan heildina hefur myndin að geyma eitt af betri atriðum sem ég hef séð frá upphafi. Tveir leigumorðingjar frá Caspar heim- sækja Leo í slotið hans. Undir ljúfum tónum írska lags- ins Danny Boy fer tilræðið forgörðum og Leo afgreiðir morðingjana með kænsku og kaldri rósemi. Það er nærtækt að bera Miller’s Crossing saman við Goodfellas en sá samanburður á ekki vel við. Myndirn- ar fjalla kannski um svipað efni en gera það á mjög Kvikmyndir Gísli Einarsson ólíkan hátt. Goodfellas sýndi okkur innri heim glæpon- anna og sagan var lífshlaup þeirra en í Miller’s Cross- ing eru glæponarnir hluti af sögunni og við fáum ekk- ert að vita um fortíð neins, né framtíð þeirra er lifa af sögulokin. Coen-bræðurnir fylltu tvær fyrstu myndir sínar af nýtískulegum og flottum tökum en hér aðlaga þeir stíl sinn kaldri sögunni og halda aftur af sér og grípa ekki til tökubrellna nema til að leggja áherslu á.örfá atriði. Þeir eru geysilega myndrænir í hugsun og gull- falleg skot koma með reglulegu millibili. Ef einhver hefur áhuga á að taka eftir því þá beita þeir aðdráttar- linsum nær alla myndina sem gerir það að verkum að bakgrunnurinn verður óskýr. Atriðin í skóginum, hjá Miller-vegamótunum, eru glöggt dæmi um þetta. Miller’s Crossing er besta mynd Coen-bræðranna til þessa og nú hafa þeir sannað svo um munar að þeir eru meira en bara flinkir og fönkaðir stílistar. Næsta mynd þeirra, Barton Fink, verður sennilega til þess aö þeir fái þá virðingu sem þeir eiga skihð, en hún hlaut gullpálmann í Cannes sem eru „listrænustu” verðlaunin í kvikmyndaheiminum. Eitt er víst: Coen-bræðurnir eru komnir til að vera og ef næsta mynd þeirra kemur hingað í haust þá er það ekki mánuði of fljótt Miller’s Crossing (Band. - 1990). Handrit: Joel og Ethan Co- en. Leikstjórn: Joel Coen. Tónlist: Carter Burwell. Leikarar: Gabriel Byrne (Gothic, Hello Again), Marcia Gay Harden, John Turturro (Do the Right Thing, Color ot Money), Jon Polito (Highlander, Freshman), J.E. Freeman^Wild at Heart), Albert Finney (Annie, Tom Jones, Looker). f RAUTT ^ÓST^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.