Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991.
Fréttir
DV
Mildur hæstaréttardómur í refsimáli forsvarsmanna Þýsk-íslenska:
Dæmd sekt nam aðeins
22% af skattsvikunum
- á núviröi, fangelsisrefsing vægari en í hliöstæöum dómi
.jSkýri skattaðili af ásetningi eða stórkostlequ hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju því sem máli skiptir um tekjuskatt hans eða eignarskatt skal
hann greiöa sekt allt að tífaldri þeirri skatttjárhæð sem undan var dregin,“ segir meðal annars í 107. grein um tekju- og eignarskatt. Forsvarsmenn
Þýsk-íslenska sviku 26 milljónir króna frá rikissjóði á árinu 1984 - núvirði 90 milljóna. Nýlega dæmd sekt Ómars Kristjánssonar aðaleiganda i Hæstarétti
nam hins vegar 20 milljónum króna. Það nær ekki einfaldri þeirri upphæð sem svikin var undan - á verðlagi ársins 1984.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar og
Sakadóms Reykjavíkur sviku Ómar
Kristjánsson, forstjóri og eigandi
Þýsk-íslenska, og Guðmundur Þórð-
arson fjármálastjóri röskar 26 millj-
ónir króna undan skatti til ríkissjóðs
á árinu 1984. Hér er um að ræða um
90 milljónir króna á núvirði. Ómar
var einnig sakfelldur fyrir skjalafals
upp á samtals 46 miUjónir króna á
verðlagi 1984 - bankaskuldir upp á
37 milljónir voru búnar til auk
falskra viðskiptamannaskulda til að
staða fyrii-tækisins liti út fyrir aö
vera verri en hún í raun var. Á nú-
virði nemur þessi upphæð tæpum 160
milljónum króna. Guðmundur var
sakfelldur fyrir skjalafals upp á 54
milljónir króna, á núviröi um 186
milljónum króna.
Guðmundur Þórðarson var ráðinn
fjármálastjóri Þýsk-íslenska og gerði
skattframtöl fyrir fyrirtækið á þess-
um tíma. Áður en það var hafði Guö-
mundur verið starfsmaður hjá ríkis-
skattstjóraembættinu í á fimmta ár.
Héraðsdómurinn mildaður
án rökstuðnings
Ef litið er á refsingu og sektir þess-
ara manna miðað við þaö sem þeir
hafa verið sakfeildir fyrir verður að
telja dóm Hæstaréttar afar miMan.
Ómar var dæmdur í 15 mánaða fang-
elsi í Sakadómi Reykjavíkur og til
greiöslu sektar upp á 40 milljónir
króna. Þar var Guðmundur dæmdur
í 5 mánaða fangelsi og til greiðslu 1
milljónar króna í sekt.
Refsingar og sektir voru verulega
mildaðar í Hæstarétti. Þar var Ómar
dæmdur í 12 mánaða fangelsi - en
meginhluti refsivistarinnar, 9 mán-
uðir, skilorðsbundinn. Sektarfjár-
hæðin var lækkuð um helming - nið-
ur í 20 milljónir.
Þrátt fyrir þetta staðfesti Hæsti-
réttur öll ákvæði Sakadóms Reykja-
víkur um sakarefni. Refsingarnar og
sektirnar voru hins vegar mildaðar
verulega - en engin rök færð fyrir
því í sjálfum hæstaréttardóminum.
Varðandi ákörðun refsingar segir
aðeins: „Refsing ákærða Olavs Óm-
ars þykir með vísan til forsendna
fyrir refsiákvörðun í héraðsdómi
hæfilega ákveðin fangelsi í . . .“
Dæmd viðurlög í litlu
samræmi við skattalög
Eins og að framan greinir námu
skattsvik Ómars og Guömundar
gagnvart ríkissjóði röskum 26 millj-
ónum króna - 90 milljónum króna
að núvirði. Hæstiréttur dæmdi Ómar
hins vegar til að greiða 20 milljónir
króna í sekt. í 107. grein laga um
.tekju- og eignarskatt segir meöal
annars í 1. málsgi’ein:
„Skýri skattaðili af ásetningi eöa
stórkostlegu hiröuleysi rangt eða
villandi frá einhveiju því sem máh
skiptir um tekjuskatt hans eða eign-
arskatt skal hann greiða sekt allt að
tífaldri þeirri skattfjárhæð sem und-
anfradregin . . .Þarsegirennfrem-
ur í 6. málsgrein: „Sé brotið ítrekað
eða sakir miklar að öðru leyti varðar
brot auk sektar varðhaldi eða fang-
elsi allt að 6 árum.“
Sé einungis miöað við 26 milljónir
króna skattsvik, það er á verðlagi
1984, sem Ómar var sakfelldur fyrir,
er ljóst að Hæstiréttur dæmdi hann
ekki einu sinni til að greiða einfalda
þá upphæð í sekt þrátt fyrir að heim-
ild sé til að dæma sakborning til
greiðslu á tífaldri upphæð skattsvik-
anna. Sé hins vegar miðað við nú-
virði, 90 milljónir króna, er ljóst aö
Hæstiréttur dæmdi hann aðeins til
að greiða tæplega íjórðung, um 22
prósent af hinni undandregnu fjár-
hæð.
Varðandi refsingarnar er rétt að
benda einnig á fjársvikaþáttinn. Þar
var stuðst við 158. grein almennra
hegningarlaga. Þar segir meðal ann-
ars að „tilgreini maður eitthvað
ranglega í opinberu skjali eða bók
eöa annars konar skjöl-
um . . . .varðar það varðahaldi eða
fangelsi allt að 3 árum, eða sektum
ef málsbætur eru.“
Mun mildari en
nýlegur dómur
Sé litið til nokkuð hliöstæðs sakar-
efnis í dómi sem kveöinn var upp
árið 1988 vegna söluskatts og skjala-
falsmáls árið er dómur forsvars-
manna í Þýsk-íslenska mun mildari
en sá dómur. Stjórnarformaður
Fréttaljós
Óttar Sveinsson
og framkvæmdastjóri Landvéla var
þá í Hæstarétti dæmdur í 7 mánaða
fangelsi en gjaldkerinn í 4 mánaða
skilorðsbundið fangelsi. Þeim var
gert að greiða 8,3 milljónir króna í
sekt. Þó sakargiftir hafi ekki verið
nákvæmlega eins og forsvarsmenn
Þýsk-íslenska voru dæmdir fyrir,
voru þær svipaöar. Forsvarsmenn
Landvéla voru þá sakfelldir fyrir að
hafa svikið 6,3 milljónir undan sölu-
skatti. Til samanburðar var verölag
svipað á þeim tíma sem söluskatts-
svikin í Landvélum fóru fram og 26
milljón króna undanskot Ómars og
Guðmundar áttu sér stað.
Er hægt að sitja
af sér sekt?
í dómsorði Hæstaréttar vegna
refsimáls Ómars og Guðmundar seg-
ir meðal annars: „Ákærði (Ómar)
greiði 20.000.000 í sekt til ríkissjóðs
in solidum með Þýsk-íslenska hf.
Komi niu mánaða fangelsi í stað sekt-
arinnar verði hún eigi greidd innan
fjögurra vikna frá birtingu dóms
þessa.“ Sama gilti um Guðmund.
Upphæðin er þó lægri í hans tilfelli.
1 milljón í sekt en 3ja mánaða fang-
elsi verði hún ekki greidd innan fjög-
urra vikna frá birtingu dómsins.
En hvað þýðir þetta í raun? Greiði
Ómar ekki sektina innan fjögurra
vikna, eöa semji um greiðslu innan
þess tíma, ber honum að sitja í fang-
elsi í 9 mánuði, það telst til lúkningar
skuldinni. En það er aðeins vararefs-
ingin. Þá á hann eftir að sitja í þriggja
mánaöa fangelsi. Brjóti hann síðan
aftur af sér innan þriggja ára ber
honum að sitja af sér hinn 9 mánaða
skilorösbundna fangelsisdóm að
auki.
Sé dæmið reiknað á þann veg hve
hátt dagkaupið er hjá sakborningi
við þessar aðstæður er það í þessu
tilfelli 74 þúsund krónur. í tilfelli
Guðmundar yrði dagkaupið 11 þús-
und krónur. Þetta ósamræmi má
rekja til þröngra lagaákvæða í þessu
efni. 54. grein almennra hegningar-
laga er meðal annars á þessa leið:
„Dómstólar ákveða í dómi, úrskurði
eöa sátt, þar sem sekt er tiltekin,
hvort hún skuli afplánuð í varðhaldi
eða fangelsi, og um hversu lagnan
tíma. . . .Ekki má ákveða styttri
tíma til afplánunar sektar en 2 daga,
og ekki lengri en 1 ár.“ í tilfelli aðal-
eiganda Þýsk-íslenska var sektartími
afplánunar ákveðinn % af hámarki,
9 mánuðir.
Sé gert ráð fyrir að sektirnar verði
greiddar þarf Ómar eigi að síður að
afplána 3 mánaða fangelsi. Þar sem
sjálfur refsidómurinn var „klofinn"
- 3ja mánaða fangelsi og 9 mánuðir
skilorðsbundið, fær sakborningur-
inn ekki reynslulausn áöur en 3
mánuðir eru liðnir. -ÓTT
Síldarverksmiðjur ríkisins:
Betra að haf a stæiri einingar en smærri
- segir Þorsteinn Gíslason, formaður stjómar
Enn hefur ekki verið tekin afstaða
til þess hvort Síldarverksmiöjur rík-
isins fái 300 milljón króna lán sem
heimild er fyrir á lánsfjárlögum
þessa árs. Til að fyrirtækiö geti hald-
ið áfram rekstri út þetta ár þarf auk
þess að skuldbreyta á milli 700 og 800
milljónum króna og forráðamenn
fyrirtækisins hafa ýjað aö því í fjöl-,
miðlum að loka verði fyrirtækinu á
næstunni fari ekkert að þokast í
málinu.
„Þaö er nauösynlegt að fara að
finna lausn á þessu máli og þó fyrr
hefði verið.
Nú er beðið eftir íjármálaráðherra
sem er í fríi erlendis varðandi 300
milljón króna heimildina á lánsíjár-
lögum, hvemig hún skuli afgreidd.
Það er þeirra mál sem eiga verk-
smiðjurnar, sem er ríkissjóður,
hvernig verður staðið að þessu máli,“
sagði Þorsteinn Gíslason, formaður
stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins.
- Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur lýst því yfir að hann
vilji breyta Síldarverksmiðjunum í
hlutafélög, hver er þín afstaða til
þess?
„Stjómin kemur saman á þriðju-
dag og hún hefur ekki verið spurð
neitt um það. Við erum bara alþingis-
kjömir fulltrúar hinna ýmsu stjóm-
málaflokka til að stjórna þessu fyrir-
tæki.“
- Telur þú að þessi hugmynd geti
leyst vandann að einhverju leyti?
„Ég vitna í það að núna er verið
að reyna að stækka einingamar en
ekki minnka þær. Menn telja að það
sé betra að hafa einingar stærri en
smærri.
- Þúerþáámótiþessarihugmynd?
„Það er Alþingis að ákveða þetta.
Við vinnum eftir þeim lögum sem
okkur er gert að vinna eftir."
- Ef þið fáið ekki þessar 300 milljón-
ir, hvað gerist þá?
„Því get ég ekki svarað. Eigendur
fyrirtækisins verða að gera það.“
-J.Mar