Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1991. 9 Hin ungu tilvonandi brúðhjón, Ricky Ray og Wenonah Lindberg. Ricky Ray, 14 ára'gamall eyðni- sjúklingur í Sarasota í Bandaríkj- unum, hefur ærna ástæðu til þess að gleðjast þessa dagana. Dóms- málayfirvöld hafa veitt honum sér- staka undanþágu svo að hann megi ganga að eiga 16 ára gamla unnustu sína. Sú heitir Wenonah Lindberg og þau opinberuðu trúlofun sína í desember síðastliðnum. Árið 1986 uppgötvuðu hjónin Clif- ford og Louise Ray að synir þeirra þrír, sem allir eru blæðarar, voru sýktir af eyðniveirunni og höfðu smitast við blóðgjafir. Þá var íjöl- skyldan búsett í smábænum Arca- dia sem er í nágrenni Sarasota. Þegar tíðindi af þessari ógæfu fjöl- skyldunnar bárust um bæinn var fjölskyldan lögð í einelti. Drengjun- um var meinað að sækja skóla og að síðustu var lagður eldur í hús þeirra í skjóli nætur. Vegna alls þessa neyddist fjöl- skyldan til þess að flýja og flytja búferlum til Sarasota þar sem Ricky og Winona kynntust í grunn- skólanum. í fyrstu voru þau aðeins góðir vinir og Wenonah Vár vön að hjálpa Ricky þegar hann veiktist. En ástin gerði fljótt vart við sig og þegar Ricky veiktist af toxoplas- mosis vegna eyðnisjúkdómsins varð þeim ljóst að hann gæti átt stutt eftir. „Þá ákváöum við að trúlofa okk- ur og helst fá leyfi til giftingar,“ segir Ricky. „Tíminn líður og við viljum helst vera saman allan sól- arhringinn sjö daga vikunnar þann tíma sem ég á eftir ólifaðan." Bæði hafa þau hlotið blessun og samþykki foreldra sinna. Faðir Rickys segir að hjónbandið sé blessað af Guði og því sé þetta það eina rétta sem þau geti gert. Faðir Winonu tekur í sama streng og seg- ir: „Við höfum ávallt sagt fólki, sem gagnrýnir opinbera umræðu um þetta, að við viljum gjarnan fræða aðra. Margir unglingar, sem eru með þennan hræöilega sjúkdóm, telja eflaust útilokað að þeir lifi það að giftast og lifa í hjónabandi. Það er ekki rétt. Vilji er allt sem þarf. Ricky og Wenonah hafa lýst þeirri ætlan sinni að stunda öruggt kynlíf eftir giftinguna en báðir for- eldrarnir hafa boðiö þeim að búa í bílskúrnum. Þrátt fyrir að útlitiö sé dökkt gæla Winona og Ricky við þann draum að þau geti með hjálp lækna eignast börn einhvern tíma í framtíðinni. „Við vitum að líkur á því að þetta takist eru ekki miklar og kannski verður okkar tími saman mjög stuttur," segir Ricky. „En kannski finnst lækning og ef til vill verður þetta 40 ára hjónaband." „Hvað sem gerist mun ég ekki sjá éftir þessu,“ segir 16 ára brúðurin, Wenonah. „Hver mínúta, sem við verðum saman, verður þess virði." RHEINLAND-PFALZ - Ferðaævintýri í eigin bíl Njótið fegurðar Rinarlanda, þar sem hið heimsfræga Rínarvín er ræktað. Sjáið og siglið á fljótunum Rín-Mosel-Ahr og Lahn með fallega kastala og hallir á árbökkunum. Skoðið miðaldabæi með markaðstorgum og uppruna- legum miðaldahúsum. Rínarhéruð eru frábær staður til að skoða sig um, en jafnframt að njóta hvíldar. Flugáætlun Flugleiða er kjörin til þess að koma þér og þínum í þægilegt og skemmtilegt frí í Þýskalandi. Luxemborg 10 sinnum í viku Frankfurt 5 sinnum í viku Hamborg 2 sinnum í viku Amsterdam 5 sinnum í viku BÍLALEIGUR: Flugleiðir sjá um pöntun á bílaleigubílum á hagstæðum kjörum. SUMARHÚS/ÍBlJðlR: Sérstaklega hagstæðir samningar í Hunsriick í miðju Rínarhéraðí. í Hunsriick er skemmtilegt að dvelja og njóta lífsins í fallegu umhverfi eða fara í spennandi ferðir um nágrennið. HÓTEL: Flugleiðir hafa samninga við úrval hótela á góðu verði í Þýskalandi. Upplýsingar og bókanir: FLUGLEIDIR ÆB símí 690300 opio 7 daga í viku eða ferðaskrifstofur og umboðsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.