Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ1991.
3
dv Fréttir
Samningar EFTA og EB:
» Þing komi
saman ef
skrifa á undir
- segir Steingrímur Hermannsson
„Viö vorum með þá hugmynd í
stjómarandstöðunni að þing yrði
kallað saman ef samningar næöust
milli Evrópubandalagsins og EFTA
um evrópskt efnahagssvæði. Það var
rætt við forsætisráðherra en ég get
ekki sagt að endanlega hafi verið frá
því gengið. Hins vegar vorum við
fullvissaðir um að utanríkismála-
nefnd yrði látin fylgjast mjög náið
með öllu sem þama gerðist. Það
mætti svo ákveða þegar máhn væru
rædd þar hvort þing yrði kvatt sam-
an. Ég get ekki sagt að því hafi alfar-
ið verið lofað,“ sagði Steingrímur
| Hermannsson, formaður Framsókn-
arflokksins, í samtali við DV en
stjómarandstaðan hafði frammi ósk-
ir í lok vorþingsins um að Alþingi
yrði kallað saman ef til tiðinda drægi
í samningunum um evrópskt efna-
hagssvæði, EES.
Hvort það yrði beinlínis krafa af
hálfu framsóknarmanna að þing yrði
kallað saman vegna EES sagði Stein-
grímur að færi eftir því hvernig þess-
ir hlutar gengju fyrir sig.
„Ef skrifað verður undir eitthvað
verður það okkar krafa að þing verði
kvatt saman og málið rætt. Það þyrfti
þó að ræðst áður en skrifað verður
undir nokkurn skapaöan hlut.“
-hlh
Náttúruundur:
Klak regnboga*
silungs
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi:
Nokkur fiöldi smáseiða syndir nú
um í litlum læk í landi Saurbæjar á
Hvalfiarðarströnd. Seiðin þættu ekki
frásagnarverð ef ekki væri um að
ræða afkomendur nokkurra regn-
bogasilunga sem sleppt var i lækinn
fyrir tveimur árum.
Aðeins er vitað um tvö tilvik í Evr-
ópu þar sem klak regnbogasilungs
hefur heppnast úti í náttúrunni.
Fiskurinn er upprunalega frá Norð-
ur-Ameríku. Hann hefur verið rækt-
aður hérlendis í áratugi en talið hef-
ur verið að hann gæti ekki fiölgað
sér úti í náttúrunni.
„Við gerðum þetta nú bara að
gamni okkar árið 1989. Okkur lang-
aði til aö sjá hvort silungurinn lifði
veturinn af. Hann gerði það og gott
betur því hann hefur verið í læknum
í tvo vetur og virðist spjara sig. Ég
held að það hafi verið 10 fiskar sem
við settum í lækinn og afkomendur
þeirra synda nú um í honum," sagði
Finnur Garðarsson, framkvæmda-
stjóri Fiskeldisfélagsins Strandar, í
samtali við DV.
Sögur hafa verið á kreiki um að
fiskurinn hafi sloppið úr eldisstöð og
hreiðrað um sig í læknum. Þær falla
um sjálfar sig þar sem ógengt er úr
sjó í lækinn. Hann rennur fram af
háum bakka í sjó fram.
Akureyri:
Lögreglanfékksér-
smíðaða bifreið
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Lögreglan á Akureyri hefur tekið
í notkun nýja bifreið af gerðinni
Volvo 740 sem er sérsmíðuð lögreglu-
bifreið, sú eina sinnar tegundar á
landinu. Bifreiðin er búin mjög full-
komnu talstöðvarkerfi, bílasíma,
radar til hraðamælinga og fleiri
tækjum.
Samhliða löggæslu á Akureyri
mun bifreiðin nú í sumar verða not-
uð til eftirlits á þjóðvegum á Norður-
landi, allt frá Ásbyrgi að Holtavörðu-
heiöi, og verður tilkoma hennar á
þjóðvegunum aukning á hefðbund-
inni löggæslu þar. í haust verður síð-
an kannað hvernig til hefur tekist
með þetta aukna eftirlit.
Nýr og stórlega
endurbættur
farsími fró
MITSUBISHI
Ferðaeining
Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt
símtóli, nettri burðargrind. rafhlöðu
1,8 AH, loftneti og leiðslu í vindlaKveikjara.
Verð aðeins 126.980,- eða
109.990,- ,9r
MITSUBISHI
Verðdæmi á Mitsubishi-bíleiningu:
3.028,-
kr. á mán. í 30 mán. m/Munaláni*
Fullkomin tvíátta handfrjáls notkun.
(Símalínan er opin í báöar áttir í
einu viö símtöl).
Styrkstillir fyrir öll hljóö sem
fra símanum koma s.s.hringing,
tónn frá tökkum o.fl. Einnig er
hægt aö slökkva á tóninum frá
tökkum símtólsins.
Fullkomiö símtól í réttri stærö.
Léttur, meöfærilegur, lipur í notkun.
Bókstafa- og talnaminni. Hægt er
aö setja 98 nöfn og símanúmer í
minni farsímans.
Tímamæling á símtölum.
Cjaldmæling símtala. Hægt er aö hafa
veröskrá inni í minni símans og láta hann
síöan reikna út andviröi símtalsins.
Hægt aö láta símann slökkva sjálfvirkt á sér,
t.d. ef hann gleymist í gangi.
Getur gefiö tónmerki meö 1 mín. millibili á
meöan á samtali stendur.
Stillanlegt sjónhorn skjás þannig aö auöveldara
er aö sja á símtóliö.
Tónval, sem er nauösynlegt t.d. þegar hrinqt er í Símboöa.
Stilling á sendiorku tií aö spara endingu rafhlööunnar.
Hægt er aö tengja aukabjöllu eöa flautu viö farsímann,
sem síöan er hægt stjórna frá símtólinu.
6 hólfa skammtímaminni. Hægt er aö setja símanúmer
eöa aðrar tölur í minni á meðan verið er að tala í farsímann.
Endurval á síbasta númeri.
Langdrægni og öryggi Mitsubishi-farsímanna er þegar landsþekkt,
Japönsk gæði tryggja langa endingu.
Mifsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt
símtóli. tólfestingu, tólleiðslu (5 m),
sleoa, rafmagnsleiSslum, hand-
frjálsum hljóðnema, loftneti
og loftnetsleiSslum.
Verð aðeins 115.423,- eða
99.990,
* Útreikningar miðast vib að um jafngreiöslulán sé ab ræba (annuitet), 25% útb., eina afb.
á mánubi til allt að 30 mán. og gildandi vexti á óverötryggbum lánum íslandsbanka hf.
Greiöslukjör til allt aö 12 mán.
MUNALÁN
Bjóðum hin
vinsælu
Munalán, sem er
greiðsludreifing á
verðmætari
munum
til allt aö 30 mán.
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800