Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1991. i' I ' I '■ ' , 11 Utlönd Stuðningsmenn Walesa Póllandsforseta ætla að stofna breiðfyikingu til að berjast gegn spillingu fyrrum kommúnista í landinu. Símamynd Reuter Pólland: Stuðningsmenn Walesa berjast gegn spillingu Stuðningsmenn Lechs Walesa, for- seta Póllands, saka fyrrum kommún- ista í landinu um gífurlega spillingu og sögðu á sunnudag að þeir mundu stofna breiðfylkingu til að sigra í fyrstu frjálsu þingkosningunum í landinu sem eiga að fara fram í októ- ber. „Pólverjar mundu aldrei fyrirgefa okkur ef við leyfðum fyrrum komm- únistum að sigra í kosningunum," sagði Jan Olszewski, leiðtogi Miðju- einingarflokksins sem fylgir Walesa að málum á fundi flokksmanna. Á fundi flokksins var ákveðið að hann myndaði samfylkingu með Ein- ingu og öðrum stuðningsmönnum forsetans. Walesa sendi bréf á fund- inn þar sem hann sagði að þörf væri fyrir samfylkinguna til að berjast við spilbngu sem hefði aldrei verið meiri í sögu Póllands og væri skipulögð af fyrrum kommúnistaleiðtógum landsins. „Ég held að fundur ykkar megi verða til þess að stofnuð verði borg- arahreyfing sem sameini hópa og einstaklinga sem vilja koma reglu á ríkið og styðja umbætur," sagði Wal- esa. Pólverjar eru að verða æ eirðar- lausari eftir átján mánaða harkaleg- ar efnahagsaðgerðir og Walesa virð- ist vera að reyna að dreifa athygli almennings frá vandamálum hvers- dagsins. „Barátta hans beinist að óánægða meirihlutanum," sagði dagblaðið Zycie Warszawy. „Þessir óánægðu og ringluðu kjósendur geta auðveld- lega orðið fyrrum kommúnistahóp- um að bráð. Og það er þetta fólk sem forsetinn vill vinna á sitt band.“ Fundurinn var haldinn tveimur dögum eftir að þingið, þar sem fyrr- um kommúnistar eru í meirihluta, neyddi Walesa til að undirrita kosn- ingalög sem hann haföi áður neitað að skrifa undir. Lögin, sem Walesa segir að séu ávísun upp á klofið og veikt þing,- munu skipuleggja kosn- ingarnaríoktóber. Reuter Varsjárbandalagið formlega leyst upp Varsjárbandalagið verður form- lega leyst upp á fundi með ráðgjafa- nefnd bandalagsins í Prag í dag. For- seti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel, stjómar fundinum. Havel'hefur lýst því yflr að endalok Varsjárbanda- lagsins eftir 36 ára tilveru sé skref í átt að nýju skipulagi í Evrópu. „Varsjárbandalagið var persónu- gerving ójafnræðisins sem ríkti milh Sovétríkjanna annars vegar pg svo annarra austantjaldslanda. Ég hef ahtaf áhtið bandalagið lýsa einræði herveldis Sovétríkjanna yfir öðrum bandalagslöndum. Það er táknrænt að Tékkóslóvakía, sem varð fyrir innrás bandalagsins og hersetu 1968, skuh núna vera leiðandi í þessum lokaáfanga í því að leysa bandalagið upp,“ sagði Havel Havel, sem átti í útistöðum við hina kommúnísku yfirstjórn Tékkóslóv- akíu og sat í fangelsi fyrir skoðanir sínar, sagði það vera draumi líkast að stjórna þessum lokafundi banda- lagsins. „Þetta verður hinsta kveðja til uppskiptrar Evrópu og kalda stríðsins og mun marka byijunina á nýju söguskeiði," sagði Havel. Reuter Forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel, heilsar varaforseta Sovétrikjanna, Gennady Yannayev, i Prag þar sem síðasti fundur Varsjárbandalagsins er haldinn. Simamynd Reuter Við hjá ISELCO höfum hafið sölu á DIAMIG raf- suðuvélum frá DIAMIG ApS í Danmörku. DIAMIG ApS hefur meira en 30 ára reynslu og þekkingu á fram- leiðslu og sölu á plasmaskurðarvélum og rafsuðuvél- um. Yfir 80% af framleiðslu DIAMIG ApS er seld til annarra Evrópulanda þar sem DIAMIG plasma- skurðarvélar eru mjög hátt skrifaðar. , Þær vélar, sem við bjóðum nú á sérstöku kynningarverði, eru: DIAMIG STARFIRE 60 plasmaskurðarvél DIAMIG STARFIRE 120 plasmaskurðarvél DIAMIG 185 X DIÁMIG 200 DIAMIG 250 DIAMIG 315 DIAMIG PLASMA koperingarvél DIAMIG hleðslutæki 80amp kr. 141.847,00 kr. 269.343,00 kr. 74.663,00 kr. 75.651,00 kr. 87.307,00 kr. 108.625,00 kr. 186.820,00 kr. 35.736,00 SKEIFUNNI 11, SÍMI 686466 VIÐSKIPTI V ^»ár«C- VerðmeðVSK S T A Ð G R E Ð S L A Persónuafsláttur hækkar 1. júlí Mánaðarlegur persónuafsláttur hækkar í23.922 kr. Sjómannaafsláttur 6 dag hækkar í 660 kr. Þann 1. júlí hækkar persónu- afsláttur og sjómannaafsiáttur um 4,78%. Hækkunin nær ekki til launagreiðslna fyrir júní og hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út. Vakin er athygli launagreið- enda á þvi að þeir eiga ekki að breyta fjárhæð persónuafslátt- ar þega'r um er að ræða: • Persónuafslátt samkvæmt námsmannaskattkorti 1991. • Persónuafslátt samkvæmt skattkorti með uppsöfnuð- um persónuafslætti 1991. Ónýttur uppsafnaður persónu- afsláttur sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 1991 og verður millifærður síðar hækkar ekki. Á sama hátt gildir hækkun sjó- mannaafsláttar ekki um milli- færslu á ónýttum uppsöfnuð- um sjómannaafslætti sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 1991. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.