Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 20
20 MÁNUÐAGUR 4, JÚLÍ 1991. Menning Ingaló á grænum sjó kvlkniynduð á Flateyri: Orlagasaga ungrar stúlku Reynir Trauslason, DV, Flateyii: Tökur á íslensku kvikmyndinni „Ingaló á grænum sjó“ hafa staðið yílr á Flateyri undanfarnar vikur. Umhverfi myndarinnar er nútíma sjávarþorp á íslandi með þeim kost- um og göllum sem slíku samfélagi fylgir. Saga myndarinnar er örlaga- saga Ingulóar, ungrar stúlku í þorp- inu, og koma þar fjölmargir við sögu. Myndin mun lýsa lífi og kjörum fólks í þorpinu og er víða komið við, skipsskaði verður og drepið er á áhrif kvótakerfisins á afkomu íbúanna. Fjöldi leikara kemur fram í mynd- inni. Sólveig Arnardóttir fer með hlutverk Ingulóar. Auk hennar fara Ásdis Thoroddsen leikstjóri er hér ásamt Sólveigu Arnardóttur sem leikur titilhlutverkið Inguló. með stór hlutverk Bessi Bjarnason, Magnús Ólafsson, Eggert Þorleifs- son, Ingvar Sigurðsson, Þór Tulinius, Björn Ingi Hilmarsson, Jón Hjartar- son og Asa Hlín Svavarsdóttir auk fiölda annarra. Tolli eða öðru nafni Þorlákur Kristinsson myndlistarmaður, kem- ur fram í hlutverki útgerðarmanns og hafa sumir úr þeirri stétt veruleg- ar áhyggjur af túlkun hans á því hlutverki en Tolli er Flateyringum að góðu kunnur þar sem hann starf- aði á Flateyri sem farandverkamað- ur til skamms tíma. Ásdís Thoroddsen er leikstjóri myndarinnar en auk þess samdi hún handritið. Áætlað er að tökum ljúki í haust en þær fara fram utan Flat- eyrar á Suðureyri, Drangsnesi og í Bessi Bjarnason er hér búinn að Reykjavík. Kvikmyndafélagið Gjóla vefja sig inn í lopateppi, enda getur h/f er framleiðandi myndarinnar. verið kalt að bíða milli atriða. Gamanleikararnir Eggert Þorleifs- son og Magnús Ólafsson leika skipsbrotsmenn. Myndlist í Perlunni Meöal þess sem má sjá í hinni nýju og glæsilegu Perlu eru ný myndverk eftir myndlistarmenn sem prýða veggi Vetrargarösins sem er á neðstu hæðinni og mynda sérstaka mynd- listarsýningu. Sex listamönnum var boðið að gera verk fyrir þessa sýningu. Eru það Hulda Hákon sem sýnir tvö málverk, sem gerð eru með blandaðri tækni. Ásta Ólafsdóttir sem sýnir þrjú myndvefnaðarverk. Ingunn Bene- diktsdóttir sýnir steint gler og spegla og eru verk hennar samtals sjö er prýða innveggi Vetrargarðsins. Jón Óskar sýnir tvö málverk unnin í olíu og vax á striga. Ragnheiður á eitt verk sem unnið er með kol á pappír og Sigurður Örlygsson á einnig eitt málverk sem gert er úr olíu á tré og striga. Öll eru verkin stór og tilkomumik- il og fara ekki fram hjá neinum sem koma inn í Perluna, ekkert er þó stærra en málverk Sigurðar Örlygs- sonar Saga, sem er 450x400 cm og blasir við þegar komið er inn. Ann- ars koma sérkenni hvers listamanns Málverkin sem eru á veggjum Vetrargarðsins og sjást á myndinni eru eftir Huldu Hákon og Jón Óskar. Á þessum vegg eru steint gler og speglar eftir Ingunni Benediktsdóttur. DV-myndir GVA fyrir sig í verkunum og þótt mynd- tilkomumikla heild og væru veggirn- verkin séu ólík þá skapa þau eina ir fátæklegir án þeirra. -HK NHjánsýnaí Akraborginni í júlímánuði verður myndlist- arsýning mn borð i Akraborginni á verkum eftir nítján myndlistar- menn. Ber sýningin nafnið Hafs- auga. Tvær opnanir voru á sýn- ingunni á laugardaginn, bæði í Reykjavík og á Akranesi. Á sýn- ingunni, sem er opin fyrir alla þá sem ferðast með Akraborginni, eru bæði málverk og skúlptúrar, þá verður einnig boðið upp á ljóðalestur. Sýning þessi er að öllum likindum sú fýrsta hér á landi sem haldin er um borð í skipi. Sýningin stendur til 20. júlí. Karlakdrinn Heimirfærgóða dómaíNoregi Þóihalluj Asraundss., DV, Sauðárkróla: Kórfélagar í Kariakórnum Heimi eru nýkomnir heim úr vel heppnaðri söngferð til Norður- landanna sem stóð frá 6.-19. júní. Lengstu viðdvöl hafði kórinn í Noregi enda til fararinnar stofn-. að vegna tengsla við fyrrverandi stjórnanda kórsins, Sven Arne Korshamn, og blandaða kórinn í Stryn, en með þeím kór syngja einmitt skagfirsku hjónin Sigurð- ur Þorvaldsson frá Þrastarstöð- um og Hallfríður Friöriksdóttir frá Sauöárkróki. Norsku blöðin fara mjög lofsamlegum orðum um frammistöðu Heimismanna. Kórinn var þátttakandi í kóra- móti i Stryn þar sem sungu 13 kórar. í grein staðarblaðsins um kóramótiö fær Heimir mestu umfjöllunina. Sagt er að Heimir hafi fengiö stórkostlegar mótttök- ur. Heimismenn hafi staðið sig frábærlega á báðum konsertun- um og þeir orðiö að endurtaka lög þó svo að ákveðið hefði verið að ekki yrðu tekin aukalög enda enginn timi fyrir slíkt. Norð- mönnum kom á óvart að á efnis- skrá Heimis voru nær eingöngu íslensk lög en Norðmenn hafa vanist því í seinni tíð aö þarlend- ir kórar flyfií nær eingöngu er- lend lög. Þá þótti einníg athyglis- vert að einn kórfélaga var einn af þremur islenskum biskupum, Sigurður Guðmundssonr fyrrver- andi vígslubiskup á Hólum. íslenskmynd- listíKöln Sýning á íslenskri samtimalist verður opnuð í Köln í næstu viku. Á sýníngunni verða sýnd verk eftir Kristján Guðmundsson, Hreín Friðfinnsson, Ingólf Arn- arson, Önnu Guðjónsdóttur, Tuma Magnússon, Finnboga Pét- ursson og Rögnu Róbertsdóttur. Sýningarsalurinn, sem sýningin verður í, Kölnischer Kunst- verein, er virtur sýningarsalur og hefur hann verið i fararbroddi þýskra sýningarsala á undan- fórnum árum. Þaö erheiðurfyrir íslenska myndlist að fá inni í þessum sýningarsal og verður íslensk myndlist varla kynnt bet- ur i Þýskalandi. Öm Magnússon píanóleikari tilJapans Helgi Jónsson, DV, Ólafefiröi: Örn Magnússon, píanóleikari frá Ólafsfirði, mun leika á jap- anskri grund í haust. Um er að ræða tónlistarhátíð i þremur borgum í Japan sem veröur í nóvembermánuöi næstkomandi. Hátíðin mun standa í hálfan mán- uð. Öm fer til Japans sem fulltrúi íslands, en fór hans er samstarfs- verkefni Norðurlanda og Japans í menningarsamskiptum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.