Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1991. HAR-UÐI (Hair Mist) Hair Mist er úðaö í hárið og er hægt að greiða hárið í 2-3 mínútur eftir að úðað er. Mjög hentugt fyrir tískuhárgreiðslur. HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 13010 SEÐLABANKI ÍSLANDS IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Morgunverðarfundur miðvikudaginn 3. júlí 1991 i Skálanum, Hótel Sögu, klukkan 8-9.30. ENSKILDA SKÝRSLAN UM HLUTABRÉFAMARKAÐINN LÖGÐ FRAM OG KYNNT Fyrirtækið Enskiida Corporate Finance hefur, að frumkvæði fundarboðenda, gert úttekt á íslenska hlutabréfamarkaðnum og lagt fram tillögur um þróun hans í næstu framtíð. Skýrslan verður lögð fram á fundinum. Eintök fást keypt við innganginn. KYNNING Elrikur Guðnason, aðstoðarbankastjóri í Seðlabankanum ÁLIT Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB hf. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri hjá Eimskip Fundurinn er opinn en áríðandi er að þátttaka sé til- kynnt fyrirfram í síma 678910. Aðgangur ásamt morgunverði kr. 800. Fjölskyldu- pakki 4. pör á kr. 3.995 Nýleg var opnaður nýr veitingastaður í Stykkishólmi sem ber nafnið Knudsen. DV-mynd Kristján Sigurðsson Nýtt hótel og veitinga- staður í Hólminum Kiistján Sigurösson, DV, Stykkishólmi: Um mánaðamótin maí/júní voru opnaðir hér í Stykkishólmi tveir nýir staðir til að mæta þeim aukna fjölda ferðamanna er hingað sækir. Eyjaferðir, sem kynnt hafa fyrir ferðamönnum dásemdir Breiða- fjarðareyja, opnuðu hótel að Aðal- götu 8 hér í bæ. Hótelið býður upp á gistingu í 14 mjög vistlegum her- bergjum. Hótelstjóri er Helga Harð- ardóttir og starfsmenn eru þrír. Einnig var opnaður hér nýr veit- ingastaður sem heitir Knudsen h/f. Þar er boðið upp á veitingar af öllu tagi, allt frá hamborgurum til stórs- teika. Á efri hæð hins nýja veitinga staðar stendur til að innrétta setu- stofu. Eigendur Knudsen h/f eru þau Lárus Pétursson, Hafdís Knudsen, Einar Kristjónsson og Katrín Knuds- en. Starfsmenn eru sex. Sífellt fleiri ferðamenn sækja Stykkishólm heim og nú býðst þeim enn betri aðstaða en fyrr. Ólafsflörður: Kirkjugarðarnir lagfærðir Helgi Jónsson, DV, ÓlaMröi: í sumar verða framkvæmdir á veg- um Ólafsfjarðarsafnaðar í báðum kirkjugörðunum; í bænum og frammi á Kvíabekk. Að sögn Matthí- asar Sæmundssonar, formanns skólanefndar, er búið að byggja upp tvær heilar leiðasamstæður í garðin- um í bænum, en framkvæmdir við þær hófust fyrr í sumar. Enn er eftir að jafna þær, sá og gera göngustíga á milli þeirra. Frammi á Kvíabekk verður innan skamms farið í að lagfæra austur- bakka kirkjugarðsins, en þar var byrjað að blása upp. „Það var svo kalt heima. Þess vegna komum við til íslands," sagði þetta danska par, kankvist þar sem það naut veðurbliðunnar á Egilsstöðum. DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir Verkalýös- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar: Kaupir íbúð í Reykjavík Glæsiskórinn - Glæsibæ - Simi: 812966 Skóverslun Helga - Mjódd - Simi: 75440 Skóverslunin - Laugavegi 97 - Simi: 624030 Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúðsfirði: í nýútkomnu fréttabréfi Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsíjarðar er greint frá sölu á öðru sumarhúsi félagsins á Einarsstöðum á Völlum. Ástæða sölunnar er dræm aðsókn aö húsunum. Samningur hefur tekist við Rafiðnaöarsamband íslands um kaup á húsinu. VSF hefur í staðinn fest kaup á íbúð í Reykjavík og þegar er bókað í þá íbúð út ágúst. Ibúðin er leigð hverjum eina viku í senn til að sem flestir geti notfært sér hana. Eiríkur Stefánsson, formaður VSF, sagði að það hefði verið mikil nauðsyn fyrir félagiö að eignast íbúö í Reykjavík til afnota fyrir félagsmenn VSF eins og aðsóknin sýndi glögglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.