Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR.l. JÚLÍ1991, Utlönd Júgóslavía: Friðaráætlun EB samþykkt - fyrrum forsætisráðherra Króatíu verður næsti forseti landsins Þrír utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins, sem fóru til Júgóslavíu til að reyna að stilla til friðar milli sambandsstjómarinnar og lýðveld- anna Slóveníu og Króatíu, tilkynntu í morgun eftir næturlanga fundi með leiðtogum deiluaðila að þeim hefði tekist að knýja fram skriflegt sam- komulag sem gæti komið á friði í landinu. Ráðherrarnir þrír komu af fundum í Belgrad og Zagreb og sögðu að þeir heföu lagt gmndvöllinn að frekari viðleitni til að leysa vandamál Júgó- slavíu á friðsaman hátt. „Það hefur verið stigið skref fram á við til að koma í veg fyrir frekara blóðbað og komast að friösamlegri lausn," sagði Hans van den Broek, utanríkisráðherra Hollands, við fréttamenn í Zagreb áður en þre- menningarnir flugu aftur til síns heima eftir tíu klukkustunda heim- sókn. Aðspurður hvort allir deiluaðilar hefðu samþykkt skriflega þriggja liða friðaráætlun, sem Evrópubandalagið lagði til á fóstudag, sagði van den Broek að svo væri. Svar hans gaf til kynna að Slóvenía og Króatía, sem lýstu yfir sjálfstæði sínu í fyrri viku, hefðu samþykkt lokalið friðaráætl- unarinnar, nefnilega að fresta gildis- töku sjálfstæöisyfirlýsinganna um þrjá mánuði. Frestunin á að gefa stjórnmálamönnum færi á að vinna að nýjum stjórnarskrárbreytingum milli lýðvelda Júgóslavíu. Samkomulag náðist um hina liðina tvo nokkrum klukkustundum áður þegar Króatinn Stipe Mesic var kjör- inn forseti Júgóslavíu og þegar sam- þykkt var að sambandsherinn mundi kalla hersveitir sínar í Slóveníu aftur til búða sinna. Utanríkisráðherrarnir þrír frá Evrópubandalaginu, sá hollenski og starfsbræður hans frá Ítalíu og Lúx- Liðsmaður slóvensku varnarsveitanna kíkir ofan í hertekinn skriðdreka frá upp úr skurðinum. júgóslavneska sambandshernum og óbreyttir borgarar reyna að grafa hann Simamynd Reuter emborg, sátu fund forsetaráðs Júgó- slavíu þegar Mesic var valinn sem nýr þjóðarleiötogi. Mesic er fyrrum forsætisráðherra Króatíu og fyrsti þjóðarleiðtogi Júgóslavíu sem ekki er kommúnisti frá því eftir heims- styijöldina síðari. Mesic gerði strax ljóst að hann mundi slaka á miðstýr- ingunni í landinu. „Öryggi okkar verður ekki tryggt nema við verðum samband fullvalda og jafnrétthárra ríkja,“ sagði hann við fréttamenn. Leiðtogar Serbíu, stærsta lýðveldis AUGLÝSING UM VAXTAHÆKKUN Hinn 1. júlí 1991 hækka vextir í 4,9% á lánum, sem veitt hafa verið úr Byggingarsjóði ríkisins frá og með 1. júlí 1984 og borið hafa 3,5% og 4,5% vexti. Undanskilin eru lán vegna greiðsluerfiðleika og til byggingar almennra kaupleiguíbúða. Pessi Vaxtabreyting kemur fram á gjalddaganum 1. ágúst 1991. Á þeim gjalddaga verða reiknaðir meðalvextir, þar eð vaxtabreytingin tekur gildi milli gjalddaga. Reykjavík, 24. júní 1991. eRi húsnæðisstofnun ríkisins Lj SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 Júgóslavíu, höfðu frá því í maímán- uði komið í veg fyrir að Mesic yrði kjörinn þjóðarleiðtogi þar sem þeir sögðu að hann mundi leysa upp ríkjasambandið. íbúar Zagreh önduðu léttara þegar þeir heyrðu fréttirnar af samkomu- laginu. „Guði sé lof,“ sagði einn mað- ur og signdi sig. „Þetta er dásamlegt, það besta sem hægt var að hugsa sér,“ sagði Rea Ivanic, 16 ára. Utanríkisráðherrarnir þrír fóru fyrst til Júgóslavíu á föstudag til að reyna að stilla til friðar og sneru þangað aftur í gærkvöldi þegar allt útlit var fyrir að friðarviðleitni þeirra mundi ekki bera neinn árang- ur. Sjónvarpið í Belgrad skýrði frá því í morgun að til harðra átaka hefði komið í þorpinu Borovo Selo í Norð- austur-Króatíu þar sem íbúar til- heyra serbneska minnihlutanum. Það sagði að króatískir lögreglu- menn og vopnaðir óbreyttir borgarar hefðu ráðist á þorpið þar sem júgó- slavneski herinn hefur verið fjöl- mennur frá því til átaka kom þar í byrjun maí. Átökin stóðu í meira en eina klukkustund en ekki höfðu birst neinar fréttir um mannfall. Erlendir ferðamenn, sem komust hvorki lönd né strönd vegna átak- anna í Júgóslavíu, komust úr landi í gær í sérstakri járnbrautarlest sem austurríska ríkisstjórnin sá um að fengin yrði til flutninganna. „Þetta var alveg hræðilegt. Sem ferðamaður er maður mállaus og hefur engin tök á að skilja hvað er að gerast," sagði 33 ára gamall sviss- neskur ferðalangur þar sem hann beið á járnbrautarstöðinni í Ljublj- ana eftir því að koma bílnum sínum um borð í lestina til Austurríkis. Reuter Þrir utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins raeða við júgóslavneska ráða- menn til að reyna að koma á friði í landinu. Símamynd Reuter Indland: Fjórum rænt Fjórum indverskum embættis- mönnum var rænt í Assam-héraði á Indlandi í dag. Grunur leikur á að skæruliðar, sem kenna sig við Mao og beijast fyrir sjálfstæöi Assam, beri ábyrgð á ránunum. Embættismönnunum var rænt á mismunandi stöðum víða um hérað- ið. Þessi mannrán koma í kjölfar fjölda aðgerða í öðru indversku hér- aði, Kasmír, þar sem uppreisn gegn yfirráðum Indverja var gerö í janúar 1990. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.