Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 40
CJi ■NJS F ETT A S K O T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1991. Tveir létust Tveir ungir menn létust aðfara- nótt sunnudags í bifhjólaslysi á Reykjanesbrautinni við Hafnarfjörð. Tilkynnt var um atburðinn klukkan ;^4:30 um nóttina. Annar mannanna var látinn er að var komið. Hinn lést á slysadeild skömmu síðar. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig slysið bar aö þar sem engir aðrir voru á ferli við slysstað þegar óhapp- iö varð. Þó er ljóst að mennirnir óku á bifhjólinu norður Reykjanesbraut, á leið niður Reykdalsbrekku, á móts við svokaliað Kinnahverfi. Lentu þeir á vegriði, sem liggur meðfram veginum, og köstuðust viö það af hjólinu. Vélhjólið var mjög illa farið og talið ónýtt eftir slysið. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði annast rannsókn á tildrögum bana- slyssins. Mennirnir voru báðir bú- settir í Hafnarfirði og voru rúmlega _ ^vítugir að aldri. -tlt/ÓTT Slasaðist í Esju Finnsk kona slasaðist er hún rann um tuttugu metra niður snjóskafl og stöðvaðist á steinum í suðurhlíðum Esju síðdegis í gær. Konan var á ferð með fleiri ferðamönnum frá Finn- landi er óhappið varð. Hún missti fótfestuna og rann með fyrrgreind- um afleiðingum. Óhappið átti sér stað talsvert fyrir ofan Mógilsá. -ÓTT Kona fótbrotnaði 1 Laxárdalsfjalli: 8 ára stúlka naði i hjalp »/ • Kona um fertugt slasaðist illa á fæti ofarlega í Laxárdalsfjalli í Lax- árdal í Húnavatnssýslu síðdegjs í gær. Hún var á ferð með eigin- manni og 8 ára dóttur við svokall- aðan niviðrishnjúk þegar konan steig illa niður á milli steina og fót- brotnaðí. Brugðið var á það ráð aö senda dótturina niöur tíl að kalla á hjálp á meðan maðurinn yrði eftir hjá konunni. Slysið áttí sér stað í fjall- inu um 700 metra yfir sjávarmáli. Stúlkan gekk alla leið niður að sumarbústað til ömmu sinnar og afa. Þaðan var séð um að kalla á aðstoö. Hjálparbeiðni barst um klukkan 18.30 tíl lögreglunnar. Að sögn heimamanna stóð stúlkan sig afar vel er hún fór alein niður fjall- ið tíl að tilkynna mn slysið. Björgunarsveitarmenn fóru strax á vettvang er kallið barst og á með- an komu aðrir feröalangar að hjón- unum í fjallinu og hjálpuðu tíl við að hlúa að konunni. Um klukkan sjö var ljóst að þörf væri á aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flogið var frá Reykjavik stuttu eftir að beiðnin barst og fór læknir með. Á áttunda tímanum í gærkvöldi seig læknir niður úr þyrlunni á fjallinu. Aðstæður þama uppi voru mjög erfiðar en björgun konunnar tókst þó vel. Hún var komin um borð i þyrluna um klukkan átta og var síðan flogið með hana til höfuð- borgarinnar, að skýli Landhelgis- gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Þar beið sjúkrabíll sem fluttí kon- una á sjúkrahús. -ÓTT 16 áraökumaður þungthaldinn 16 ára stúlka liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Borgarspítalans eftir alvarlegt bifreiðarslys á vegarkafla við svokallaða Hóla, skammt frá flugvellinum á Þingeyri. Fernt var í bílnum og sluppu tveir að mestu ómeiddir. Stúlkan hlaut hins vegar mjög alvarlega brjóstholsáverka og var hún flutt ásamt öðrum flugleiðis til Reykjavíkur. Fólksbíllinn er af gerðinni Toyota. Var honum ekiö frá Þingeyri þegar slysið áttí sér stað og stúlkan missti stjórnáhonum. -tlt Suöurlandsvegur: Umferðaröngþveiti Þriggja bíla árekstur varð við Hólmsá á Suðurlandsvegi um kvöld- matarleytíð í gærkvöldi. Gífurleg bílaröð myndaðist á Suðurlandsveg- inum og á Hellisheiðinni um þetta leyti og náði hún tuga kílómetra lengd. A tímabili var óslitin bílaröðin frá gatnamótunum við Þrengslaveg og alla leið til Reykjavíkur. Þetta var einmitt á þeim tíma sem íbúar höfuð- borgarsvæðisins voru að snúa til baka eftir sumarbústaðaferðir og önnur ferðalög helgarinnar. -ÓTT „Sherlock Holmes“ í íslandsheimsókn: Leikhúsið er órjúfan> legur hluti lífs míns - segir Sherlock Holmes-leikarinn Jeremy Brett Sherlock Holmes með Trappe-börnunum. Með öðrum orðum; Jeremy Brett leikari með yngstu leikurum Söngva- seiðs i hófi sem haldið var að lokinni síöustu sýningu verksins í gærkvöldi. DV-mynd GVA Jeremy Brett, sem betur er þekkt- ur í hlutverki leynilögreglumanns- ins Sherlock Holmes, kom til lands- ins á laugardag. Er hann hér staddur í boði gamals vinar síns og skólafé- laga, Benedikts Árnasonar leik- stjóra. „Við höfum ekki sést í 37 ár og mér datt í hug að þetta gæti orðið skemmtilegt," sagði Brett við DV. Framleiðsla þáttanna um Sherlock Holmes hófst árið 1983 og eru sýndir í tugum landa. „Það er næstum ómögulegt að leika hann,“ sagði Brett, „hann er einungis hugmynd og það þarf að fylla upp í tómið. Um leið og ég held að ég hafi náð tökum á honum gleymi ég persónunni aftur og þarf að byrja upp á nýtt. Mér fmnst erfitt að klæðast fótum Sherlock Holmes. Ég veit ekki hvern- ig mér ber að leika hann.“ Um leikhúsið sagði hann: „Fínleiki skapar töfra en áleitni gerir sköpun- armáttínn að engu. Það er eitt af þeim meginþáttum sem verður að hafa í huga í leikhúsinu. Ég ann leik- húsinu. Það er órjúfanlegur hlutí lífs míns.“ Brett hefur farið með mörg hlut- verk og á 21 kvikmynd að baki. Hann hefur starfað með fremstu leikstjór- um heims. í fjögur ár vann hann hjá Þjóðleikhúsi þeirra Englendinga og lék meðal annars undir handleiðslu Lawrence Olivier. Hann var viðstaddur síðustu sýn- ingu Söngvaseiðs sem slegið hefur öll aðsóknarmet undanfarið. „Þetta var yndisleg sýning og greinilega mjög vel að henni staðið.“ Brett sagðist strax hafa orðið mjög snortinn af fegurð landsins. Honum þótti það einstök reynsla að sjá sólina enn á lofti klukkan ellefu að kvöldi en slíkt hafði hann ekki upplifað áð- ur í sínu lífi. Á næstu dögum mun hann dvelja hér í boði Benedikts. Ætla þeir meðal annars að bregða sér á hestbak en Brett hefur dálæti á hestum. Átti hann þann draum á sínum yngri árum að gerast knapi og sigra á veð- reiöum. Hann mun einnig skoða helstu staði á Suðurlandi áður en hann heldur heim á miðvikudag. -tlt LOKI Álverið hækkar heldur bet- urverð hvers steins í Flekkuvík! Veðrið á morgun: Skýjað og súld vestanlands Á morgun verður vestlæg átt og víðast gola. Skýjað verður og dálítíl súld vestanlands en víðast verður léttskýjað á Noröur- og Austurlandi. Hiti verður 10-20 stig að deginum, hlýjast austan- lands. 4 4 4 4 4 4 i ^O'01 L A S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.