Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 4
Fréttir MÁNUDAGÚk 1. JÚLf 1991. Gullfoss tók vel á móti kanslaranum fyrrverandi og drundi ógurlega þar sem hann steyptist ofan i gil Hvítárinnar. DV-myndir GVA Samningar um jöröina Flekkuvik á lokastigi: Metin á hátt í 150 milijónir „Ég hef haft af því spumir að ég sé að selja jörðina mína í Flekkuvík en meira veit ég ekki. Þetta mál er alfarið í höndum lögfræðings míns. Ég ætla bara að vona að þeim takist að semja. Það er alltaf leiðinlegt þeg- ar hlutirnir fara í hart,“ segir Pétur Ó. Nikulásson heiidsali en hann er einn af eigendum Flekkuvíkur þar sem fyrirhugað er að reisa nýtt álver. Pétur segist litlar sem engar nytjar hafa haft af jörð sinni. Einu notin hafi tengst ánægjunni. Hann segist hafa átt margar góðar stundir með börnum sínum þar í sumarbústöðum sem fjölskyldan átti þar. Hins vegar hafl verið kveikt í bústöðunum fyrir um ári og því sé ánægjan nú að mestu horfin. „Sjálfsagt fær maður einhverja peninga fyrir jörðina en ég fæ nú ekki séð að það sé neitt fréttnæmt. Þessir menn, sem eru að selja kvóta, eru að höndla með mun meiri pen- inga. En maður kemst nú líklega ekki hjá því að athygli fólks beinist að þessari sölu. Mér er það lítið til- hlökkunarefni," segir Pétur. Hvorki Pétur né aðrir viðmælend- ur DV vildu að svo stöddu greina frá áætluðu söluverðmæti Flekkuvíkur. Málið væri á viðkvæmu stigi en síðar í vikunni er jafnvel búist við að Vatnsleysustrandarhreppur kaupi jörðina. Samkvæmt heimildum DV mun þó verðið vera áætlað á bilinu 120 til 150 milljónir. Ekki mun allt söluandvirði Flekku- víkur renna til Péturs og fjölskyldu hans því að helmingur jarðarinnar er í eigu Finns Gíslasonar bygginga- meistara. Mun því láta nærri að sölu- andvirðið skiptist til helminga. -kaa Willy Brandt heimsótti Gullfoss og Geysi: Fékk f latkökur, hangikjöt og íslenskt brennivín Wiily Brandt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands, var boðið upp á flatkökur, hangikjöt og íslenskt brennivín þegar hann heimsótti Gullfoss og Geysi um hgelgina. Brandt, sem kom til landsins í boði Germaníu, hélt íjölmennan fyrirlest- ur á fóstudaginn um framtíð Evrópu. Að sögn Þorvarðar Alfonssonar, formanns Germaníu, mættu um 500 manns á fyrirlesturinn og þurftu margir að standa. Á laugardag hélt Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra ís- lands og formaður Alþýðuflokksins, hádegisverðarboð fyrir Brandt á Þingvöllum. Þar voru saman komnir alþýðuflokksmenn til að hlýða á Brandt en hann er einn helsti for- Willy Brandt gerði íslenskum flat- kökum með hangikjöti góð skil og líkaði vel. Með honum á myndinni eru, frá vinstri: Pakenstert, sendi- herra Þýskalands, Hörður Erlings- son, leiðsögumaður og stjórnar- maður í Germaníu, Þorvarður Al- fonsson, formaður Germaníu, og Þórir Einarsson, prófessor í viö- skiptafræði og stjórnarmaður í Ger- maniu. ystumaður þýskra jafnaðarmanna. Að því loknu var haldið að Geysi og Gullfossi þar sem Brandt var boðiö að snæða íslenskar flatkökur með hangikjöti og renna því niður með íslensku brennivíni. Á laugardagskvöldið voru Brandt- hiónin heiöursgestir í kvöldfagnaði sem Germanía hélt í Viðey. Þar voru sámankomnir um 120 félagsmenn Germaníu. Willy Brandt flutti ávarp og Gylfi Þ. Gíslason prófessor talaði um menningarsamskipti íslands og Þýskalands. Alþýðuflokksráðherrar hittu Brandt í morgunverðarboði í gær- morgim og að því loknu hélt hann ásamt foruneyti til Frankfurt. -BÓl Arekstur við Borgarfjarðarbrú Harður árekstur varð skammt sunnan viö Borgarfjarðarbrú á níunda tímanum á fóstudagskvöld. Hjón með 2 böm voru í öðrum bíln- um og sluppu þau ómeidd. Ökumað- ur hinnar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild þar sem gert var að meiðslum hans. Tildrög slyssins voru þau að jeppa- bifreið, sem ekið var í norður, fór fram úr annarri bifreið. Urðu afleið- ingamar þær að hún lenti á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að öðra leyti gekk helgin stórslysa- laust fyrir sig í héraðinu nema hvað töluvertbaráölvun. -tlt Hvolsvöllur: Bíll lenti úti í skurði Bílslys varð um klukkan hálffjög- ur á laugardag á Suðurlandsvegi við Hemlu. Tildrög slyssins voru þau að bíll ók fram úr öðrum bíl sem gerði sig líklegan til að beygja út af veginum. Lenti annar bílanna' við það úti í skurði. Eru báðir bílamir óökufærir en engin slys urðu á mönnum. -tlt Tekinn á 146 kílómetra hraða Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ungur ökumaður, sem tekinn var af lögreglunni á Akureyri á Sval- barðsstrandarvegi aðfaranótt laug- ardags, virðist hafa verið að flýta sér allnokkuð því að lögreglan mældi hraða bifreiðar hans 146 km og var imgi maðurinn sviptur ökuleyfi sínu. Að öðra leyti var helgin stórtíð- indalítil hjá lögreglunni á Akureyri þótt erill væri nokkur. Burt með Búnaðarbankann Heitar deilur hafa risið vegna hugmynda nokkurra ráðherra um aö ríkið selji Búnaðarbankann. Aðrir segja að leggja eigi bankann niður eða sameina hann Lands- bankanum og það era sem sagt margvíslegar tilögur uppi um það hvemig losna megi við bankann. Allar eiga þær það sameiginlegt að losa ríkið við Búnaðarbankinn og koma í veg fyrir að ríkissjóður hagnist á því að eiga bankann. Eftir því sem best er vitað hefur Búnaðarbankinn staðið undir sjálf- um sér og vel það. Hann hefur skil- að hagnaði og aldrei verið byrði á ríkissjóði. Það hefur ekki farið mik- ið fyrir Búnaðarbankanum en eng- inn hefur tekið eftir öðra en að Búnaðarbankinn hafl rekið sams konar bankapólitík og aðrir ríkis- bankar og einkabankar og þetta hefur verið heldur notalegur banki fyrir þá sem hafa átt þar viðskipti. Ög ekki fyrir neinum. Því er ekki að neita aö það kemur Búnaöarbankamönnum nokkuö óvart hvað þaö mælist illa fyrir aö bankinn skili hagnaði og þeir vissu ekki um hvað það kemur sér illa fyrir eigenduma. Búnaðarbankinn hefur þjónaö sínum kúnnum vel og lifað ágætu lífi og satt að segja hefur enginn verið að amast við þessum banka, þar til nokkram stjórnmálamönnum dettur í hug að seþa beri þennan banka. En nú er sem sagt búið að finna það út að ríkissjóður eigi að selja þennan banka og losa sig við hann og ekki er annað að heyra en að þetta sé eitt af helstu stefnumálum ríkisstjómarinnar. Kannski hún ætli að bjarga efnahag þjóðarinnar með andvirði bankans og er þá ekki ónýtt að eiga svo dýran og verðmætan banka í fórum sínum? Svo er einnig á annað að líta. Rík- issljórnin hefur fengið yfir sig dembu af gjaldþrota fyrirtækjum, sem ríkið hefur annað hvort styrkt, lánað eða keypt sig inn í af illri nauðsyn. Allt er þetta að hellast yfir ríkissljómina og hún hefur tekið upp þá stefnu að reisa at- vinnulífið úr rúst með því að láta sem flesta fara á hausinn. Auðvitaö kosta gjaldþrotin sitt en ríkis- stjórnin er orðin vön aö fást við gjaldþrota fyrirtæki og þekkir eig- inlega ekkert annað. Það er því til vandræða fyrir ráðherrana að hafa á vegum ríkisins banka, sem bera sig og eiga fyrir skuldum og era jafnvel svo verðmætir aö einhveij- ir vijji kaupa þá. Það stangast ein- faldlega á við helstu viðfangsefni ríkisstjórnarinnar og truflar mun- strið, að hafa bæði á sinni könnu fyrirtæki sem tapa og banka sem græða. Það er af þessum sökum sem Búnaðarbankinn veröur settur á sölulista. Ríkissjóður getur ekki átt banka sem ber sig. Ríkissjóður hef- ur yfirleitt ekki neinn áhuga á þvi að eiga í fyrirtækjum eða stofnun- um sem skila hagnaði. Það er lífs- spursmál að selja svoleiðis eignir og leyfa öðrum að græða á bönkum, meðan ríkissjóður heldur áfram að tapa á gjaldþrotunum. Það hefur reyndar komið til greina að selja Landsbankann í leiðinni, en sá banki er í erfiðleik- um um þessar mundir vegna þess að gjaldþrotin hafa lent illa á Landsbankanum og allt eins líklegt að bankinn eigi alls ekki fyrir skuldum ef hann yröi gerður upp. Og meðan Landsbankinn tapar illa, kemur ekki til álita að selja hann á meðan. Ríkið verður að eiga í banka sem tapar. Þessi stefna nýju ríkisstjómar- innar er rannin undan riflum fijálshyggjumannanna og mark- aðssinnanna, sem komnir era til valda og segja að ríkið eigi ekki að vasast í rekstri. Ríkið á að selja allan rekstur, sérstaklega ef hann gengur vel. Það er gott að slíkir menn ráði yfiur ríkissjóði. Það er styrkur fyr- ir ríkisvaldið og þjóðina að fá slíkar ráðleggingar. Það er um að gera að losa sig við Búnaðarbankann enda er það góður banki sem þarf á nýj- um eigendum að halda. Það er gott að selja góða banka og í staðinn fyrir að ríkiö græði, sem kemur sér illa fyrir ríkissjóð á þeim tíma þeg- ar ríkið vill að sem flestir fari á hausinn, geta einkaaðilar og pen- ingamenn keypt bankann til að annast lánaviðskipti við sjálfan sig. Þeir gætu áreiðanlega beðið bank- ann um að lána sér kaupverðið og þannig getur bankinn keypt sjálfan sig fyrir þá sem eiga að hagnast á honum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.