Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 22
38 MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1991. Fréttir DV Fáskrúðsfj örður: Fór villulaust í gegnum hjólreiðakeppnina BrynjarM. Valdimarsson, DV-ökuleikni '91: Ökuleikni fór fram við barnaskól- ann að vanda. Keppni í eldri riðli á reiðhjólum var hörð um annað og þriðja sætið en Jósep F. Gunnarsson var öruggur sigurvegari með aðeins 39 sekúndur í brautinni og enga villu. Annar varð Ágúst Margeirsson með 62 refsistig og þriðji varð Óli Heiöar Árnason með 63 refsistig. Sigurveg- ari í yngri riðli var Gunnar Óli Ólafs- son með 73 refsistig, Henrý Örn Magnússon varð annar með 82 refsi- stig og í þriðja sæti lenti Sigurður ,Ægir Ægisson meö 85 refsistig. Ökuleikniskeppendur svöruðu fyrst umferðarspurningum áður en þeir óku þrautaplanið. Sigurvegari í karlariðli var Jón B. Kárason meö 159 refsistig, annar varð Gunnar St. Larsson með 161 refsistig og þriöji varð Skúli S. Skaftason með 175 refsi- stig. Kvennariðil sigraði Hrefna Kristmundsdóttir með 191 refsistig, önnur varð Málfríöur Hafdís Ægis- dóttir með 196 refsistig og í þriðja sæti lenti Sigurbjörg Kristmunds- dóttir með 249 refsistig. Gefandi verðlauna var Hótel Aust- urland og Búðahreppur. ;—ss—: :' " ■■■■.. ; ■%n. ‘.»■ Zj vr;r.;:;í; > : m- Árangur í hjólreiðakeppninni var góður og einn keppanda náði að fara brautina villulaust. Keflavík: Barátta um hvertsæti Brynjar M. Valdimarsson, DV-ökuleikni ’91: Keppnin í Keflavík var mjög spennandi og skemmtileg. Um efsta sæti í karlariðli börðust Sigurður Kr. Sigurðsson og Helgi J. Helga- son, sem sigraði með 146 refsistig, en Siguröur fékk 152 refsistig. Ei- ríkur B. Eysteinsson varð þriðji með 171 refsistig. í kvennariðli sigraði Guðný Guðmundsdóttir með 172 refsistig en önnur varð Björg Þorkelsdóttir með 216 refsi- stig. í byrjendariðli varð Þorgrím- ur Kristófersson hlutskarpastur með 154 refsistig. Keppni á reiðhjólum var ekki síð- ur spennandi því þar börðust Sig- urður Kjartansson og Þórólfur Ingi Þórsson um fyrsta sæti en sá síðar- nefndi sigraði meö aðeins eins stigs mun og fékk 48 refsistig en Sigurð- ur hlaut 49 refsistig. Þriðji varð Einar Ingi Einarsson með 54 refsi- stig. Yngri riðil vann Þorvaldur Jónsson meö 110 refsistig, Birgitta Bjarnadóttir kom næst með 128 refsistig og í þriðja sæti hafnaði Ómar Kristólfsson mqð 139 refsi- stig. Gefendur verðlauna voru um- boðsskrifstofa H.H. og Kaupfélag Suðurnesja. Þá gaf Fálkinn hf. verölaun í hjólreiðakeppni að vanda. Þorlákshöfn: Tvö stig skildu að tvíburabræðurna Brynjar M Valdimarsson, DV-ökuleikni '91: Keppni á reiðhjólum var mjög tvísýn og skildu aðeins tvö refsistig að fyrsta og annan keppanda í eldri riðli. Sigurður Jónsson sigraði meö 50 refsistig og annar varð tvíbura- bróðir hans, Þorsteinn Jónsson, með 52 refsistig og í þriðja sæti lenti Ragnar Franklínsson með 56 refsi- stig. Yngri riðil vann Auðunn Jó- hannsson með 56 refsistig, annar varð Magnús Sigurðsson með 75 refsistig og þriðji Hallgrímur Brynjólfsson með 84 refsistig. Ökuleikni fór fram að lokinni hjólreiðakeppni og þar sigraði Jón V. Reynisson með 215 refsistig, Jó- hannes Brynleifsson hlaut 220 refsistig og Sigurður Hallgrímsson 221 refsistig. Engin kona var á meðal þátttakenda í keppninni og þykir forráðamönnum ökuleikni það miður. Géfandi verðlauna var Skipa- þjónusta Suðurlands. Akranes: Aðeins ein kona mætti til leiks Brynjar M. Valdimarsson, DV-ökuleikni ’91: Önnur regluleg keppni sumarsins í ökuleikni fór fram á Akranesi fyrir nokkru. Þar voru að vanda mættir bæði ungir og aldnir til að reyna með sér á bílum og hjólum um það hver væri besti ökumaðurinn. . Keppnin hófst með því að bílstjórar svöruðu spurningum en hjólreiða- menn kepptu á þrautaplani. Keppni var mjög hörð í báðum riðlum hjól- reiðakeppninnar þar sem aðeins örfá stig skildu að efstu keppendur. í riðli 9 til 11 ára sigraöi Karl Óskar Krist- bjömsson með 77 refsistig, annar varð Hörður Ægisson með 82 refsi- stig og þriðji Haraldur Hrannar Sól- mundarson með 83 refsistig. í eldri riðh sigraði Benedikt Helgason með 43 refsistig, Stefnir Örn Sigmarsson hlaut 47 refsistig og Gunnar þór Gunnarsson 54 refsistig. Þegar bílstjórar höfðu lokið við að svara spurningum hófu þeir keppni í akstri á þrautaplani. Keppnin var mjög hörð á milli Þráins Ólafssonar, núverandi íslandsmeistara, og Krist- björns Svavarssonar, sem sigraði með 129 refsistig, en Þráinn fékk 135 refsistig. í þriðja sæti kom Ólafur Óskarsson með 137 refsistig. Riðil byrjenda, sem er skipaður ökumönn- um með bráðabirgðaskírteini til tveggja ára, sigraði Hilmar P. Jó- hannsson með 177 refsistig, Jón Trausti Ólafsson varð annar með 185 og þriðji Bjarni Valsson með 270 refsistig. Margrét B. ÓMsdóttir var eina konan sem tók þátt að þessu sinni og fékk hún 282 refsistig. Forr- áðamenn keppninnar sakna þess að sjá ekki fleiri konur keppa í öku- leikni því þær eiga jafnt erindi og karlar. Gefandi verðlauna í reiðhjóla- keppni var Fálkinn hf. reiðhjólversl- un. Gefandi verðlauna í ökuleikni var Haraldur Böðvarsson og Co hf. Þess má geta að fyrsta keppni sum- arsins fór fram í Reykjavík. Þar varð Karl Kristinsson hlutskarpastur í karlariðli með 142 refsistig en Hall- dór Örvar Stefánsson hrósaði sigri í byrjendariðli. í keppni fjölmiðla sigr- aði Timinn en keppandi hans, Árni Bjarnason, hlaut 155 refsistig. Höfn í Homafirði: Bræður í fremstu röð Brynjar M. Valdimarsson, DV-ökulefloú '91: Ökuleikni fór fram á planinu við kaupfélagið og hófst með því að lög- reglan skoðaði hjóhn hjá öhum sem það vildu. Síðan fór fram hjólreiða- keppni. í yngri riðh, börn fædd 80, 81 og 82, sigraði Páll Jónsson með 54 refsistig, annar varð Kristján Hauks- son með 61 refsistig og þriðji Jón Eiríksson með 66 refsistig. Eldri riðil vann Einar Sveinn Jónsson, sem er bróðir Páls, með 43 refsistig, Lars Jóhann kom næstur með 59 refsistig og þriðji varð Arnar Björnsson með 62 refsistig. Árangur bræðranna, Einars og Páls, er með því besta á landinu. Að hjólreiðakeppninni afstaðinni tóku ökumenn til við keppni í akstri á þrautaplani. í karlariðh sigraði Birnir Hauksson með 115 refsistig, annar varð Salómon Jónsson með 117 refsistig og þriðji Ómar Svavars- son með 143 refsistig. í kvennariðli sigraði Heiða Jónsdóttir með 229 refsistig og Svanborg Svavarsdóttir hafnaði í öðru sæti með 245 refsistig. í byrjendariðli hlaut Skúli Rúnar Jónsson 191 refsistig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.