Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ1991. 17 Fréttir Verkalýðs- og sjó- mannafélag Bol- ungarvíkur 60 ára Sigurður Ægisscm, DV, BolunganrQc Verkalýðs- og sjómannafélag Bol- ungarvíkur átti 60 ára afmæli mánu- daginn 27. maí síðastliðinn og var þess minnst með kaffisamsæti í húsakynnum félagsins. Núverandi formaður, Karvel Pálmason, sem verið hefur í forystu félagsins frá 16. febrúar 1958, hélt tölu og félagar í Harmóníkufélagi Vestíjarða léku að því loknu fyrir gesti utan húss sem innan. Við þetta tækifæri afhenti stjóm félagsins slysavamasveitinni Emi í Bolungarvík 400.000 krónur að gjöf. Það var hinn 27. maí árið 1931 að undangengnum tveim undirbún- ingsfundum að haldinn var stofn- fundur með því verkafólki í Bolung- arvík sem bundist hafði samtökum um að komg á fót verkalýðsfélagi. Fundinn setti Hannibal Valdimars- son, „kennari frá Álftafirði", eins og segir í fundargerðarbók, „með því að flytja erindi um samtök verka- fólks yfirleitt". Stofnendur félagsins vom 46, 21 kona og 25 karlar. Félagið hét upp- haflega Verkalýðsfélag Bolungarvík- ur en breytti um nafn síðar. Fyrsti formaður var kosinn Guðjón Bjama- son. Karvel Pálmason formaður, Daði Guðmundsson varaformaður og Sigurður Þorleifsson gjaldkeri stjórnar Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. DV-mynd Sigurður Ægisson Axel Thorarensen: Kvóti á hverja tölvurúllu Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Axel Thorarensen, Gjögri, er að verða 85 ára og hefur stundað fisk- veiðar aUt sitt líf þrátt fyrir að hann sé orðinn slæmur í fótum. Axel er á móti banndögum en hann er fylgjandi kvótakerfmu. Hann seg- ir að þeir sem hafa krókaleyfi veiði oft miklu meira en þeir sem era með kvóta. Kunningi Áxels á Norður- landi, sem er með krókaleyfi og 3-4 tölvurúllur, fekk 50 tonn af þorski frá áramótum til 20. júní. Axel vill láta fylgjast með þessu og úthluta kvóta á hverja tölvurúllu. „Ég vil,“ segir hinn aldni sjómað- ur, „líka benda sjávarútvegsráðu- neytinu á að athuga betur með þorskanetin en gert hefur verið. Þau geta veitt og veitt þó ekki sé vitjað um þau í fleiri vikur en það er sann- kölluð rányrkja þegar ekki er haft eftirlit með þessum netum.“ DV-mynd ERIS Listamaðurinn Rafn Eiriksson við eitt verka sinna Málverkasýning í Skaftafelli Emar R. Sig., DV, öræfum: Nú stendur yfir í Skaftafelli mál- verkasýning Rafns Eiríkssonar, fyrr- verandi skólastjóra í Nesjum. Hann er Skaftfellingum að góöu kunnur fyrir fyrri sýningar enda eru flestar myndirnar málaðar af stöðum í A-Skaftafellssýslu. Verkin em landslags- og stemningarmálverk, unnin með akrýl- og olíulitum. Rafn opnaði sýninguna með kokk- teilboði laugardaginn 15. júní í veit- ingastaðnum Hótel Skaftafelli1 í Skaftafelli. Njóttu sólarinnar! Láttu ekki vind og regn valda þér óþægindum Gefðu fyrirtækinu nýtt, áhrifamikið og aðlaðandi útlit. Kynntu þér kosti VIKING sólþak- anna. Á sólríku sumri er gott að geta temprað heita sólargeislana. Þetta á t.d. við um verslanir, skrif- stofur, veitingahús, heimili og sumar- bústaði. VIKING sólþökin eru einmitt hönnuð til að skapa skjólgott og þægi- legt umhverfi til að geta notið góða veðursins í ríkum mæli, jafnt úti sem inni. Þessi fallegu og sterku sólþök eru fá- anleg f mörgum gerðum og litum auk þess sem hægt er að fá þau áprentuð með merkjum verslana og fyrirtækja. SAMNOR, Grensásvegi 8, 105 Reykjavík, sími 814448 / helgarsími 641090 T PRINGUR I DAG! SUMARSALA Á ÖLLUM TEPPUM ÚT JÚLÍ Lykkjuteppi 1QH frá kr. JilU Filtteppi Mn frá kr. J JU Turboteppi JjjQ Parket- mottur frá kr. 1.500 15% afsláttur af öllum gólfdúk O.M. Búðin Grensásvegi 14 - sími 681190

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.